Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1903 Nýtt fyrirtæki Spor hf. tekur við rekstri Steina hf. Eigandi Skífunnar á helming hlutafjárins NÝTT fyrirtæki, Spor hf., hefur verið stofnað til að taka við rekstri Hljómplötuútgáfunnar Steina hf. og Steina músíkur og mynda. Stein- ar Berg ísleifsson, sem áður var aðaleigandi Steina-fyrirtækjanna, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins nýja, en Jón Ólafsson, stjórnarfor- maður Skifunnar, helsta samkeppnisaðila Steina-fyrirtækjanna, er stjórnarformaður Spors hf. og á helming hlutafjár á móti Steinari. Skífan og Steina-fyrirtækin hafa um langt skeið eldað grátt silfur í harðri samkeppni á tónlistarmark- aðnum. Hljómplötuútgáfan Steinar hf. hefur verið umsvifamesta útgáfa landsins um áraraðir, og Steinar músík og myndir verið ekki síður umsvifamikið í innflutningi á hljóm- plötum og myndböndum, aukin- heldur sem það hefur rekið mynd- bandaleigur og plötuverslanir. Hallað undan fæti Að sögn Steinars Bergs ísleifs- sonar hefur heldur hallað undan fæti hjá fyrirtækjunum, sérstaklega síðustu tvö ár. Hann segir menn hafa reynt að bregðast við með uppstokkun um síðustu áramót, en þegar ársuppgjör hafi borist fyrir íjórum vikum hafi verið ljóst að til einhverra ráða varð að grípa. „Ég leitaði því til Jóns Ólafssonar um samstarf og það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Steinar, „þetta var spurning um að hrökkva eða stökkva." Steinar segir að það eigi ekki eftir að tálma samkeppni fyrirtækj- anna Spors og Skífunnar að þar er sami maður stjórnarformaður og segir af og frá að Skífan sé að gleypa Steina-fyrirtækin. „Sam- starf innan Spors, milli mín og Jóns, byggist á heilindum og trausti manna á milli. Það gefur augaleið að staða Jóns er sterk og mín er veikari en ég hefði kosið, sem er afleiðing erfíðrar stöðu fyrirtækja minna.“ Steinar sagGi að meðal þess sem stefnt væri að væri að koma á fót sameiginlegri dreifing- armiðstöð fýrir Skífuna, Spor og aðra sem vilja. Þoi-valdur K. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Skífunnar, tók mjög í sama streng: „Fyrir okkur næst fyrst og fremst hagræðing í sameig- inlegri dreifíngu, en sjálf sölustarf- semi lyrirtækjanna á ekki eftir að skarast á einn eða neinn hátt.“ VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 20. MAI YFIRLIT: Um 250 kmjuður af Vestmannaeyjum er 989 mb lægð sem þokast vestur og grynnist. Um 800 km suðsuðaustur af Hvarfi er vax- andi 1002 mb lægð á hreyfingu austur. Vestur af Svalbarða er 1032 mb hæð. SPÁ: Suðaustlæg átt, víðast stinningskaldi sunnanlands og vestan en hægari á Norður- og Austurlandi. Skúrir um landið sunnanvert en léttir til norðanlands. Lægir heldur um allt land er líður á daginn. Hiti verður á bilinu 6 til 14 stig. VEÐURHORFUR N/ESTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Austlæg átt, skúrir eða rigning víða um sunn- an og austanvert landið en skýjað með köflum norðanlands og vestan. HORFUR A LAUGARDAG: Austan- og suðaustanátt, víða væta um sunn- an- og vestanvert landið en skýjað með köflum og þurrt norðaustantil. HORFUR Á SUNNUDAG: Austanátt. Smáskúrir við suður- og austur- ströndina en skýjaö með köflum og þurrt annars staðar. Hiti verður á bilinu 4 til 14 stig alla dagana. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. O <á Heiðskírt Léttskýjað f r r * r * r r * / r r r r * r Rigning Slydda ■B Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma ö Skýjað Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnirvindstefnu og f)aðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V Súld = Þoka FÆRÐA VEGUM: {Kl. 17.30 (gær) Það er góð færð á vegum á Suður- og Vesturlandi en þó er sandbylur á fýlýrdalssandi en líkur eru á að það lagist með kvöldinu. Á sunnanverð- um Vestfjörðum er fært léttum bílum um Barðastrandarsýslurtil Patreks- fjarðar og Bíldudals, sömuleiðis um heiðar á norðanverðum Vestfjörð- um, nema Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Vegir á Norður- og Aust- urlandi eru yfirleitt vel færir og fært er t.d. um Möðrudalsöræfi og Vopna- fjarðarheiði. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegageröin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 6 akýjað Reykjevlk 10 skiirir BJörgvin 21 léttskýjað Heleinki 25 léttskýjað Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Narssarssuaq 10 léttskýjað Nuuk 1 háHskýjað Ósló 22 léttskýjað Stokkhólmur 23 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 17 þokumóða Barcelona vantar Berlín 28 léttskýjað Chicago 8 skýjað Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 22 skýjaö Glasgow 11 rigning Hamborg 27 skýjað London 16 skýjað LosAngeles 14 heiðskirt Lúxemborg 17 skýjað Madrid 16 skýjað Malaga 21 léttskýjað Maliorca 21 alskýjað Montreal 10 alskýjað NewYork 12 rigning Orlando 21 léttskýjað Paría 18 skýjað Madeira 18 léttskýjsð Róm 24 léttskýjað Vín 26 léttskýjað Washington 14 skur Winnipeg 5 úrkoma V V / DAG kl. 12.00 Heimíki: Veðuretofa fsiands (Byggt á veðurepé kt. 16.151 gœr) Morgunblaðið/Þorkell Meðferðarheimilið Sogn tilbúið SÉRSTAKLEGA skipuð byggingamefnd lauk í gær störfum að meðferðar- heimilinu Sogni í Ölfusi, þar sem ósakhæfír geðsjúkir eða þroskaskertir afbrotamenn eru vistaðir. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra og Ólafur Ólafsson landlæknir voru meðal gesta á Sogni í gær og á mynd- inni sjást þeir ásamt fleiri gestum virða fyrir sér afrakstur af iðjuþjálfun sjúklinga. Meðferðarheimilið tók til starfa í október síðastliðnum og komu þá fjórir sjúklingar sem fram að þeim tíma höfðu verið vistaðir á sam- svarandi stofnun í Svíþjóð. Nú eru sjö sjúklingar vistaðir að Sogni. Dómur í meiðyrðamáli gegn Pressunni Fern af sjö um- mælum ómerkt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt dauð og ómerk fern af sjö ummælum sem Werner I. Rasmusson apótekari krafðist ómerkingar á í dómsmáli sem hann höfðaði gegn Sigurjóni M. Egilssyni, fyrrverandi blaðamanni Pressunnar, og útgáfufélagi Pressunnar, Blaði hf. Blaða- maðurinn var sýknaður af refsi- og bótakröfum Werners en var ásamt Blaði hf. dæmdur til að greiða Werner 100 þúsund kr. i málskostnað og Pressan dæmist til að birta dómsorð og forsendur dómsins með áberandi hætti í næsta tölublaði. Meiðyrðamálið spratt af skrifum Pressunnar um afbrot fyrrum yfír- lyfjafræðings Landakotsspítala, sem sakfelldur hefur verið fyrir auðgun- arbrot. í dóminum er m.a. talið að með uppsetningu og orðalagi á fors- íðu blaðsins þar sem m.a. var birt mynd af Werner ásamt fyrirsögninni „Apótekarar þátttakendur í stórfelld- um lyfjaþjófnaði" hafí verið vegið óviðurkvæmilega að Wemer. Einnig með fyrirsögn og ummælum um að apótekarar hafí aðstoðað lyfjafræð- inginn við að hafa fé af Trygginga- stofnun gegn umbun og ummælum um að apótekarar og lyfjafræðingur- inn hafí skipt á milli sín ágóða af greiðslu fyrir lyfjasölu sem aldrei hafí átt sér stað. Fyrrgreind um- mæli eru dæmd dauð og ómerk. í samræmi við staðreyndir Hins vegar voru þrenn önnur ummæli sem krafíst var ómerkingar á talin í samræmi við staðreyndir málsatvika eins og þau lágu fyrir í málinu og því ekki óviðurkvæmileg og því ekki skilyrði til að dæma þau dauð og ómerk. Þar var um að ræða ummæli í grein um að lyfjafræðing- urinn hefði aðallega átt viðskipti við Vesturbæjarapótek og Ingólfsapó- tek; og undir tveimur myndum þar sem annars vegar sagði að iyfjafræð- ingurinn hefði notið aðstoðar Wern- ers við að breyta lyfseðlum í peninga og hins vegar að Ingólfsapótek sé annað apótekanna sem tengist máli lyfjafræðingsins. Þá segir að umfjöllun blaðamanns- ins hafí að mestu leyti verið í sam- ræmi við málsatvik að öðru leyti en hin ómerktu ummæli varðar og að blaðamaðurinn hafi ekki borið ábyrgð á forsíðu blaðsins og uppsetn- ingu fréttarinnar og var hann ekki talinn hafa haft i frammi refsiverðar aðdróttanir að stefnda. -----» ♦ ♦ Framkvæmda- sljóri RKÍ hættir störfum HANNES Hauksson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða kross íslands og gegnir Sig- rún Árnadóttir þjóðfélagsfræðingur starfínu til. bráðabirgða. Að sögn Sigrúnar verður starfíð auglýst í lok maí og á að ráða i stöðuna fyrir haustið. Siðanefnd LÍ úrskurðar Láru H. Maack í vil Krefst opinberrar af- sökunar landlæknis LÁRA Halla Maack réttargeðlæknir hefur farið þess á leit við Læknafé- lag íslands að það fari fram á það við Ólaf Ólafsson landlækni að hann dragi áminningu þá er hann veitti HöIIu 9. október 1992 til baka og biðji hana opinberlega afsökunar. Lára Halla kærði landlækni fyrir siðanefnd LÍ vegna alvarlegrar áminningar sem hann veitti henni í bréfí þennan dag vegna ummæla hennar á Stöð 2 hinn 8. október 1992, um ástand sjúklinga og hæfni starfsfólks á meðferðarheimilinu á Sogni. í bréfinu segir m.a.: „Þér birt- ið yfirlýsingar um sjúkdómsástand ákveðinna sjúklinga án þess að hafa rannsakað þá eða séð. Jafnvel þó svo að þér hefðuð rannsakað sjúklingana sæmir það ekki lækni að fjalla svo gáleysislega um fólk. Þér farið einn- ig mjög niðrandi orðum um hæfni starfsfólks að Sogni þrátt fyrir að yður má vera ljóst af fréttum frá heimilinu að þar starfar nú m.a. geð- læknir með 30 ára reynslu á þessu sviði auk annars geðlæknis sem hef- ur haft slíka sjúklinga til meðferðar. Með orðum yðar hafíð þér skapað verulegan óróa og ótta meðal sjúkl- inga, aðstandenda og starfsfólks." Innan marka Siðanefndin hefur úrskurðað að ummæli Láru Höllu í umræddum sjónvarpsþætti hafí verið „innan þeirra marka sem nefndin telur siða- reglur setja umræðu af þessu tagi, enda telur nefndin að mikilvægir al- mennir hagsmunir séu tengdir því að opinská og gagnrýnin umfjöllun verði um málefni sem þetta.“ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.