Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 ÆkYVMWmWWAUGLYSINGAR „Au pair“ óskast „Au pair“ vantar til gæta 9 ára stúlku í úthverfi Chicago í byrjun júlí. Upplýsingar í síma 39293. Trésmiðir Byrgi hf. óskar eftir að ráða nokkra trésmiði nú þegar og einnig vanan kranamann á byggingakrana. Upplýsingar í síma 643107 milli 10.00 og 14.00 á föstudag. REYKIALUNDUR Aðstoðarlæknir Okkur vantar aðstoðarlækni, eftir atvikum aðstoðarlækna, frá um það bil 15. júní næst- komandi til ágústloka. Ráðningartími eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir, sími 666200. Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis Staða skólastjóra við Fossvogsskóla í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Sundkennari óskast Sundkennari óskast til að vera með sund- námskeið á Suðureyri nú í byrjun júní. Upplýsingar gefa sveitarstjóri í síma 94-6122, skólastjóri í síma 94-6129 og form. skólanefndar í síma 94-6250. Byggingastjóri Öflugt verktakafyrirtæki í borginni vill ráða byggingastjóra til starfa strax. Þarf að hafa reynslu af stjórnun á bygging- arstað. Mikil vinna framundan. Þeir, sem áhuga hafa á starfi þessu, vinsam- lega hafi samband við skrifstofu okkar. (tI tdnt Iónsson RÁÐ C IÖF & R AÐ N I N CA R M Ó Ni U STA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK. SÍMI 62 13 22 Sérkennari Staða sérkennara er laus til umsóknar við Sólvallaskóla á Selfossi. Upplýsingar í síma 98-21256 eða 98-21178. Laus er til umsóknar hálf staða sér- fræðings á sviði NMR-kjarnarófs- greiningar við ef naf ræðiskrifstof u Raunvfsindastofnunar Háskólans Sérfræðingnum er ætlað að hafa yfirumsjón með NMR-kjarnarófstæki Háskóla íslands, sem og að stunda rannsóknir tengdum kjarnarófsgreiningum. Staðan verður veitt til eins árs í fyrstu, frá 1. júlí 1993 að telja. Framlenging ráðningar í heils árs stöðu er háð fjárveitingum fyrir næsta ár. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Umsóknir ásamt ítarlegri greinargerð og skil- ríkjum um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýsingar á fyrirhuguðum rannsókn- um, skulu hafa borist framkvæmdastjóra Raunvísindastofnunar Háskólans, Dunhaga 3, 107 Reykjavík, fyrir 15. júní 1993. Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísinda- leg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál. Raunvísindastofnun Háskólans. Lausar kennarastöður við framhaldsskóla Umsóknarfrestur um kennarastöður í eftir- töldum greinum við Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi skólaárið 1993-1994 er framlengdur til 26. maí: Stærðfræði og eðlisfræði, rafvirkjun, viðskiptagreinum, málmiðnagreinum og sérkennslu. Einnig er laus til umsóknar stundakennsla í nokkrum greinum, s.s. tjáningu, grunnteikn- ingu, sérgreinum blikksmíða og líffræði. Umsóknir skal senda Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Skólameistari. GÖTEBORGS • HSf UNIVERSITET Við Gautaborgarháskóla er laus til umsóknar staða prófessors í upplýsingatækni (administrativ databehandling), tilvísunar- númer E 311 1465/93, sem starfa mun við upplýsingatækni- stofnunina. Undir svið upplýsingatækni heyrir notkun upplýsingatækninnar með hliðsjón af þróun tækninnar og notkun hennar. Þá heyra undir þetta svið kerfisþróun, skipulagsbreytingar, tækniþróun og kenningar um tækni og samfélag. Til greina í embættið koma þeir, sem hafa þá visindalegu og kennslufræðilegu þekkingu, reynslu og aðra eiginleika, sem nauðsynlegir eru til að inna starfið vel af hendi. Ráðningarskilyrði fyrir embættið eru tilgreind í 19. kafla háskóla- laganna. Umsækjanda ber að skila inn eftirfarandi gögnum: 1. Stuttri, skriflegri lýsingu á störfum sínum á sviði vísinda og kennslu í fjórum eintökum 2. Yfirlit yfir menntun og starfsferil sem og yfirlit yfir þau vísinda- rit, sem umsækjandi vitnar til - í fjórum eintökum. 3. Afrit af einkunnum og öðrum gögnum, sem umsækjandi vitn- ar til - i fjórum eintökum. 4. Vísindaritum þeim, sem vitnað er til - í fjórum eintökum, nema embætti rektors hafi samþykkt að 4>au skulu vera færri. Vísindaritunum ber að skipta upp í fjóra samskonar pakka, þannig að ekki þurfi að umpakka þeim áður en þau eru afhent sérfróðum aðilum. Þau eiga einnig að vera tölu- sett í samræmi við lið 2 hér að ofan. Gögnum þeim, sem falla undir lið 1 og 2, ber að skila inn áður en umsóknarfrestur rennur út. Hvað varðar gögn þau, sem heyra undir liði 3 og 4, ber umsækjanda annað hvort að skila þeim inn áður en umsóknarfrestur rennur út eða tilgreina, á sérstakan hátt, hvaða gögnum hann hyggst skila inn. Hvað síð- ari kostinn varðar ber að skila inn gögnum innan þriggja vikna eftir að umsóknarfrestur rennur út. Laun greiðist samkvæmt samningum um laun yfirmanna. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Lars Nordström, rektor verslunarskólans (Handelshögskolan) í síma 90 46 31 773 1388. Fulltrúar stéttarfélaga: SACO Bo Lennartsson, sími 31 773 19 89, TCO-OF Mona Gustavsson, sími 31 773 11 67, Stats- anstálldas förbund Lennart Olsson, sími 31 773 11 73. Umsókn, með uppgefnu tilvísunarnúmeri, ber að senda skrif- stofu rektors við Gautaborgarháskóla og verður hún að berast skrásetjara háskólans, Vasaparken, 411 24, Gautaborg, í síðasta lagi 9. júní 1993. RADAUGÍ YSINGAR TIL SÖLU Aðilar íferðaþjónustu og hálendisferðum, sveitar- félög og verktakar Til sölu er um 60 m2hús, sem byggt er upp í 3 flutningseiningum. Tilvalið til flutnings á erfiða staði. Húsið skiptist í eldhús, sal, her- bergi, salerni og anddyri. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 91-641929. Sumarbústaða- og garðeigendur Höfum til sölu fallegt, náttúrulegt, útiræktað birki í mörgum stærðum. Einnig víðiplöntur og runna. Opið til kl. 21.00 og sunnudaga til kl. 18.00. Gróðrarstöðin Skuld, Lynghvammi 4, Hafnarfirði, sími 651242 Túnþökur Sérstakur afmælisafsláttur Túntökur heimkeyrðar á kr. 85 pr. m2 eða sóttar á staðinn á kr. 65 pr. m2. Magnafsláttur, greiðslukjör. Geymið auglýsinguna. Túnþökusalan Núpum, Ölfusi, í 10 ár. Sími 98-34388. Útboð Eigendur 12 sambyggðra bílskúra við sam- býlishúsið nr. 49-55 við Skipholt óska eftir tilboðum í að setja „uppstólað" þak á skúrana. Útboðsgögn verða afhent á verk- fræðiskrifstofu Bárðar Daníelssonar, Skip- holti 51, sími 814711, gegn 2000,- kr. óaft- urkræfri greiðslu. Skilafrestur er til 1. júní. Bjóðandi skal setja tryggingu 10% af tilboðs- upphæð til tryggingar því að hann standi við tilboð sitt. Tryggingu þessa skal inna af hendi áður en tilboð er opnað. BREIÐHOLTI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti verða í íþróttahúsi F.B. v/Austurberg laug- ardaginn 22. maí 1993 kl. 14.00. Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er lokið hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum, eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum. Um er að ræða nemendur, er lokið hafa áföngum matartækna, matarfræðinga, burt- fararprófi tæknisviðs, burtfararprófi heil- brigðissviðs, þ.e. af sjúkraliða- og snyrti- braut, svo og sérhæfðu verslunarprófi og stúdentsprófi. Foreldrar, aðrir ættingjar, svo og velunnarar skólans, eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.