Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 20. MAÍ 1993 20 skrípi? ákveðnu máli að mati þingmanns- ins. Varla er hægt að samþykkja það, að svona orðaval sé viðeigandi og vart sæmandi fyrir þennan fyrr- verandi ráðherra. En það er nú eitt sinn þannig, að þegar menn dæma aðra, þá verður stundum, að sá dómur hittir þá sjálfa fyrir. Þannig fínnst mér sérkennilegt, hvemig núverandi ráðherra landbúnaðar- mála og sá fyrrverandi hafa ítrekað getað rétt upp höndina á landsfund- um Sjálfstæðisflokksins og sam- þykkt stjórnmálaályktanir, sem þeir hafa síðan haft að engu um leið og þeir greiddu atkvæði sem þingmenn flokksins, eða véluðu um landsmál sem ráðherrar, en þeir eru út af fyrir sig ekK einir um það á þeim bæ. Sá ráðherra sem fékk skrípis- viðurnefnið hjá Pálma Jónssyni hef- ur eftir því sem ég best get séð staðið traustari vörð um frelsi og markaðshyggju en þessi þingmaður og fyrrverandi ráðherra landbún- aðarmála. Hættuleg samtök Einn ræðumanna á fundinum taldi nauðsynlegt, að rannsaka m.a. hversu mikill hluti atvinnuleysis sem verið væri að glíma við væri Neyt- endasamtökunum að kenna. í ræðu ráðherrans kom fram, að samtökin gætu ekki leyft sér að haga sér eins á tímum atvinnuleysis og meðan sérhver vinnandi hönd hér á landi var á uppboði. Eðlilegt er, telji menn, að Neyt- endasamtökin hafí eitthvað með at- vinnustig í landinu að gera, að kanna hvaða áhrif samtökin hafa haft sem slík. Þó að mér finnist ummæli sem þessi óttalegt rugl, þá sýna þau hvernig reynt er á fundum sem þessum að búa til einhvern óvin, sem á að ógna atvinnuhags- munum viðkomandi stéttar. Neyt- LÆKJARGATA HAFNARFIRÐI OPIÐ TIL 23 ÞVOTTASTOÐ rwfcm Hver er eftirJón Magnússon Einn ráðherra flokksins sem seg- ist beijast fyrir markaðsfrelsi og samkeppni boðaði til bændafundar með kjósendum sínum á föstudaginn var og frá fundinum er greint í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Af frásögn blaðsins virðist ráðherrann hafa haldið aðalræðuna, en þing- maður sama flokks, sem eitt sinn var landbúnaðarráðherra eins og fundarboðandi, virðist hafa verið hinn aðalræðumaður fundarins. Fram kemur að þessir tveir þing- menn, sem skv. stefnuskrá flokksins síns ættu að beijast fyrir markaðs- frelsi og fijálsri samkeppni, hafi notað verulegan hluta ræðutíma síns til að agnúast út í formann Neytendasamtakanna og utanríkis- ráðherra fyrir að boða frjálsa sam- keppni og markaðsfrelsi. I hita leiks- ins kallaði fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra Jón Baldvin Hannibalsson skrípi í pólitík. Viðurnefni þetta taldi þessi fyrrverandi ráðherra eðlilegt að gefa utanríkisráðherra, þar sem hann hefði haft skoðanaskipti í ÖNOUBÁTAR í fremstu röðfrá upþhafi • GEIRI Skeífunili 13 - sími 91-677660 - fax 91-814775 endasamtökin eru ekki óvinveitt þeim sem stunda framleiðslu bú- vara. Samtökin hafa m.a. bent á það, að sem hlutfall af heildarkostn- aðinum sé launaliður framleiðend- anna óeðlilega lítill. Ekki getur það fallið undir bændaíjandsamleg við- horf. Neytendasamtökin hafa ekki mælt með óheftum innflutningi bú- vara. Ýmsum virðist samt þykja hentugt, að halda þessu ítrekað fram. Það sem Neytendasamtökin hafa gagnrýnt er það kerfí, sem komið hefur verið á sem umgjörð um búvöruframleiðslu. Það kerfí hefur leitt til hærra vöruverðs á búvörum en annars staðar þekkist og mikils kostnaðar skattgreiðenda vegna greiðslna til búvöruframleið- enda og fyrirtækja þeim tengdum. Samkvæmt útreikningi, sem Neyt- endasamtökin hafa látið vinna, nem- ur þessi kostnaður neytenda og skattgreiðenda rúmum 13 milljörð- um á ári eða meira en milljarði á mánuði. Á sama tíma er stór hópur framleiðenda í vérulegum erfiðleik- um með að ná endum saman. Svona uppbygging er röng. Það er með öllu ljóst, að hægt er að gera hlut- ina með þeim hætti, að bæði neyt- endur og framleiðendur hagnist á því. í ábendingum forsvarsmanna Neytendasamtakanna hefur höfuðá- herslan verið lögð á þessi atriði. Við höfum bent á það, að nauðsynlegt væri, að auka fijálsa samkeppni í búvöruframleiðslu og fijálsan inn- anlandsmarkað. Er það þá ekki „skrípislegt", svo valið sé orðalag fyrrverandi landbúnaðarráðherra, að ráðherra og þingmaður flokksins sem þykist vera merkisberi frjálsrar samkeppni og markaðshyggju skuli telja hentast, að agnúast út í Neyt- endasamtökin fyrir þessa stefnu. Gildir fijáls samkeppni eingöngu í góðæri? Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra má eiga það, að hann hefur sýnt umfram alla forvera sína í þessu embætti að hann er meðvitað- ur um nauðsyn aðgerða í landbún- ARGOS LISTINN Ótrúlegt verö - þekkt vörumerki 20stk. matarstell, kr. 1.751. Hillustæöur, kr. 2.481. Sængur, kr. 1.430. Barnabilstólar, matarstólar kr. 4.379. Vönduð kristalsglös, 6 í ks., 3.350,- Golfkerrur frá kr. 2.847. Tjöld frá kr. 4.379. Ferðatöskur m/hjólum frá kr. 2.918. Gull trúlofunarhringir frá kr. 1.459. Videospólur kr. 330 kasettur kr. 85. Garðáhöld, húsgögn, leikföng. KAYS ÓDÝRARA Pöiitúnar- sími 52866 Kays og Argos listarnir Dömubolur, kr. 1.599. Leggings frá kr. 1.330. Dragtir frá kr. 3.990. Skór, undirföt, fatnaður, litlar og stæðir o.fl. Herraúlpur, kr. 3.460 m/þykku fóðri kr. 5.326. Undirfötin, yfirhafn- irnar, Iþróttafötin og fl. Sumarlistinn ókeypis Mikið úrval barnafatnaðar. Barnabolir, verð frá kr. 931. 2 í pk. Barnaleggings frá kr. 1.064. 2 í pk. Sundbolir og bikini frá kr. 1.430. Gengi maí '93 Jón Magnússon „ N eytendasamtökin hafa ekki mælt með óheftum innflutningi búvara.“ aðarmálum, á hann heiður skilinn fyrir það. Að undanförnu hafa komið sjón- armið og ályktanhir frá ýmsum sem búa við verndað atvinnuumhverfí í skjóli ríkis eða annarra opinberra stofnana, að á þessum tímum, þá megi ekki hagræða eða draga sam- an því að þá leiði það til aukins atvinnuleysis. Mér finnst örla á þesgum sjónarmiðum í orðum sem höfð eru eftir landbúnaðarráðherra á fundinum, þegar hann talar um atvinnuöryggi og Neytendasamtök- in og nauðsyn þess að haga málum öðruvísi á þessum tíma en meðan góðæri ríkti. Nú var ég ekki á fund- inum og vona að þetta sé misskiln- ingur. I löndum Austur-Evrópu og gömlu Sovétríkjunum hafa flestar þjóðir þar talið best að taka upp fijálsa samkeppni og markaðsbú- skap í því Skyni, að bæta atvinnu- ástandið og auka hagsæld. Þessar þjóðir eiga við margfalt meiri vánda að etja en við. En nú er spurningin hjá okkur sú, hvort við eigum að bregðast þannig við vandanum, að taka upp enn meiri markaðshömlur, halda óbreyttum ríkisafskiptum, reka rík- issjóð með bullandi tapi, henda pen- ingum í Korpúlfsstaðaævintýri og önnur musteri, framleiða dýrustu búvörur, búa áfram við hæsta vöru- verð í veröldinni, fjölga enn eftirlits- stofnunum með frjálsri atvinnu- starfsemi í því skyni, að vinna bug á atvinnuleysi og kreppu. Það sem nefnt er hér að framan er ekki veg- vísir á leið út úr kreppuástandi. Ástandið nú er afleiðing af þessu rugli. Höfundur er lögmaður. 3M Scotchgard MfRKING Hf BR6UTARH0LI24 SÍMI: 627044 SKILTASTÆDUR Stretsbuxur kr. 2.900 Mikió úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.