Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 59 KNATTSPYRNA Óska- byrjun - sló Lúxemborg- ara út af laginu ÍSLENSKA U-21 s árs landsliðið fékk óskabyrjun gegn Lúxem- borg í smábænum Grevenmac- her í gær er það skoraði strax á 3. mfnútu leiksins og nældi í fyrstu stigin f Evrópukeppninni með sætum sigri, 3:1. Þessi góða byrjun sló heimamenn al- veg út af laginu. „Markmiðið var að hafa sætaskipti við Lúx- emborgara í riðlinum og það tókst,“ sagði Gústaf Björnsson aðstoðarþjálfari íslenska liðs- ins. Ibyrjun leiks voru íslensku strák- arnir eins og kálfar sem sleppt er út á vorin enda aðstæður eins og best verður á kosið Valur B. til knattspyrnuiðk- lónatansson unar, logn, sól og um skrifar frá 20 stiga hiti. Það Lúxemborg voru ekki liðnar nema tvær mínútur og tíu sekúndur þegar Þórður Guðjónsson hafði skor- að fyrsta mark Islands með skalla eftir fyrirgjöf Kristins Lárussonar frá hægri. Þessi byijun hieypti eld- móði í íslenska liðið og það réði gangi leiksins lengst af í fyrri hálf- leik. Annað markið kom á 34. mínútu. Steinar Guðgeirsson tók aukaspyrnu rétt utan vítateigs hægra megin og sendi knöttinn með föstu skoti inn að marki og Lárus Orri Sigurðsson breytti stefnunni á knettinum og stírði honum í netið frá markteig. Áður hafði Ágúst Gylfason, besti maður íslands, átt hörku skot sem var bjargað í horn. Þvert á gang leiksins bættu ís- lendingar þriðja markinu við og var Kristinn Lárusson þar að verki. Ágúst Gylfason átti heiðurinn að markinu. Hann einlék upp hægri kantinn, plataði tvo varnarmenn og komst inn að markteigshorni áður en hann renndi út á Kristin sem átti auðvelt með að renna knettinum í netið. Eftir markið dofnaði yfir leiknum, en heimamenn náðu þó að klóra í bakkann stundarijórðungi fyrir leikslok. Lamborelle skoraði þá glæsilegt mark með skoti af 20 metra færi sem Ólafur átti ekki möguleika á að veija. Islensku strákamir börðust vel, allir sem einn, og voru staðráðnir í að sýna að þeir gætu sigrað eftir fjóra tapleiki í röð. Það er ljóst að þeir koma vel undan vetri og ekki ónýtt að byija sumarið á þennan hátt. Annars var leikurinn ekki í háum gæðaflokki, en ágætir kaflar inn á milli. Liðið vantar meiri leik æfmgu en það kom ekki að sök að þessu sinni. Ágúst var bestur, vann geysilega vel á miðjunni og spuming hvort hann á ekki heima í A-landslið- inu. Pétur Marteinsson, Þórður Guð- jónsson, Þórhallur Dan Jóhannsson og Ólafur markvörður komust einnig vel frá leiknum. Guðni ekki laus frá Tóttenham Enska félagið getur haldið honum allt til júníloka EKKI er enn Ijóst hvort Guðni Bergsson geti leikið með Val í 1. umferð íslandsmótisins á sunnudaginn eins og til stóð. T ott- enham hefur ekki enn gefið grænt Ijós á félagaskipti hans, en samningur hans rennur út 30. júní. Guðni sagðist í samtali við . Morgunblaðið hafa talað við félagið í gær en ekki náð í Terry Venables framkvæmdastjóra þess, sem er sá sem ræður. „Það er mik- ið uppistand hjá Tottenham eftir að Venables var rekinn og settur síðan aftur i starfið og því hefur fátt annað komist að hjá félaginu. En ég vona að þetta gangi upp því ég var búinn að ræða þetta við hann áður og þá tók hann vel í að leysa málin svo ég gæti leikið í fyrstu umferð Islandsmótsins. Núna sögðust þeir vilja ræða málin frekar og skoða jafnvel áframhald- andi samning. En ég hef margsagt þeim það áður að það komi ekki til greina í stöðunni," sagði Guðni. Hann sagði að auðvitað gæti Tottenham staðið á samningunum fram til 30. júní en hann væri laus ' allra mála eftir það. „Ég er þó ekki búinn að gefa upp alla von um að spila fyrsta leik með Val á sunnudaginn gegn Víkingum,“ sagði Guðni, sem leikur 50. lands- leik sinn í kvöld. Spilum til sigurs - segirÁsgeir Elíasson landsliðsþjálfari um leikinn í dag ASGEIR Elíasson landsliðsþjálf- ari er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Lúxemborg í dag, en kl. 16.45 að íslenskum tfma leika þjóðirnar fyrri leik sinn í 5. riðli undankeppni Heimsmeistara- keppninnar f knattspyrnu. Ás- geir segir ekkert annað en sigur koma til greina. Asgeir sagði að þessi leikur væri mjög mikilvægur. „Við spilum til sigurs. Á pappírunum erum við með miklu betri leikmenn og því er ekki óraunhæft að reikna með sigri. Ef yið „spílum okkar leik“, vinnum boltann á miðjunni og sækjum hratt á þá, ætti þetta að hafast. Strákamir eru tilbúnir í slaginn og vita hvað er í húfi. Við megum ekki við því að missa stig ef við ætlum okkur að komast upp um einn styrkleikaflokk." ísland og Lúxemborg hafa þrí- vegis mæst á knattspyrnuvellinum og hefur ísland unnið tvívegis og einu sinni varð jafntefli. Þess má geta að Lúxemborg hefur ekki unn- ið landsleik í „alvöru móti“ í 21 ár og leggur því mikið upp úr sigri í dag. Miðað við gengi Lúxemborgara í keppninni til þessa, en liðið hefur ekki enn fengið stig, er ekki óraun- hæft að búast við sigri íslands. íslenska liðið Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari tilkynnti byijunarlið íslands í gær. Birkir Kristinsson verður í markinu. Guðni Bergsson verður aftasti maður í vörn og Hlynur Birgisson og Kristján Jónsson fyrir framan hann. Þorvaldur Örlygsson verður á hægri vængnum og Haraldur Ingólfsson á þeim vinstri. Á miðjunni verða Arnar Grétarsson, Rún- ar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson; sem verður þeirra fremstur, fyrir aftan framheijana, Arnór Guðjohnsen og Arnar Gunnlaugsson. Varamenn verða því Ólafur GottskálkSson, Hlynur Stefánsson, Ólaf- ur Þórðarson, Andri Marteinsson og Baldur Bragason. Breiðablik kvenna- meistari meistaranna Breiðablik er meistari meistar- anna í kvennaknattspyrnu 1993. UBK hefndi fyrir 3:0 tapið gegn ÍA í fyrra og vann sömu mótherja 4:2 í rokleik á Akra- nesi í gærkvöldi. ÆT Eg var ánægður með leik stelpn- anna í síðari hálfleik," sagði Steinn Helgason, þjálfari Breiða- biiks við Morgun- „ blaðið, „en við lék- Briksíon um illa > fy™ hálf' skrifar leik. Þessi leikur sýndi að mótið getur orðið mjög jafnt í sumar, en við munum að sjálfsögðu leggja okkar að mörkum til að veija íslands- meistaratitilinn." Blikastúlkur léku undan strekk- ingsvindi í fyrri hálfleik og sóttu mun meira, en Skagastúlkur vörð- ust vel. Blikastúlkur fengu fá afger- andi færi, en tókst samt að ná for- ystunni þremur mínútum_ fyrir leik- hlé með marki Sigrúnar Óttarsdótt- ur af stuttu færi. í síðari hálfleik voru Skagastúlkur með vindinn í bakið og byijuðu af krafti. En Blikastúlkur nýttu sér reynsluna og spiluðu oft laglega og af skynsemi gegn rokinu. Um miðjan hálfleikinn bætti Kristrún Daðadóttir við eftir að hafa komist innfyrir vörn ÍA, en Magnea Guðlaugsdóttir minnk- aði muninn tveimur mínútum síðar með góðu skoti í homið fjær úr teignum. Blikastúlkur skoruðu síð- an þriðja markið eftir klaufaskap í vöm Skagamanna. Varnarmaður missti boltann til Ástu B. Gunn- laugsdóttur, sem óð upp og gaf fyrir. Þar ætlaði varnarmaður að bjarga, en setti boltann í eigið mark. Skagastúlkur játuðu sig ekki sigr- aðar og Jónína Víglundsdóttir slapp innfyrir vöm gestanna og skoraði örugglega. Margrét Olafsdóttir guHtryggði síðan sigur Blika með marki af stuttu færi. í kjölfarið fengu bæði lið ágætis færi; Blika- stúlkur eyðilögðu tvö slík og Skaga- stúlkur áttu skot í þverslá auk þess sem bjargað var á línu eftir skot þeirra. „Við höfum misst marga ieik- menn frá því í fyrra, en erum með ungt og efnilegt lið, sem verður að gefa smá tíma. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að standa okkur í sumar," sagði Áki Jónsson, annar þjálfari ÍA. Öruggur sigur á ítölum Islenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum yngri en 18 ára, sigraði lið ítala með glæsibrag á átta liða æfíngamóti í Slóvaníu í gær. Okkar strákar gerðu fjögur mörk en ítalir aðeins eitt. Sigurvin Ólafsson úr Eyjum gerði fyrsta markið á 36. mínútu og fé- lagi hans úr ÍBV, Bjarnólfur Lárus- son, bætti öðm marki við á 38. mínútu og var það sérlega giæsi- legt. Hann tók aukaspyrnu nærn hornfánanum og sendi knöttinn i báðar stangirnar og í netið. i síðari hálfleik bætti Breiðabliks- maðurinn Kjartan Antonsson þriðja markinu við með skalla. Markið kom á 55. rnínútu og þremur mínút- um síðar var einn leikmanna ítala rekinn af leikvelli en engu að síður voru það ítalair sem gerðu næsta' mark. Ragnar Ámason úr Stjörn- unni átti síðasta orðið þegar hann gerði fjórða mark íslands. Bjarnólfur var bestur í íslenaka liðinu ásamt Valsaranum Bjarka Stefánssyni. Kjartan Antonsson átti einnig góðan leik. íslensku strákarnir hvíla í dag en á morgun leika þeir gegn Slóvak- íu og verður það örugglega erfíður leikur því heimamenn virðast vera með yfírburðalið — þeir unnu t.d. Ungveija í gærkvöldi, 5:0. URSLIT Luxembourg - lsland..1:3 Grevenmacher, Evrópukeppni landsliða, leikmanna 21 ársogyngri, 5. riðill, miðviku- daginn 19. maí 1993. Mark Luxembourgar: Marc Lamborelle (75.) Mörk íslands: Þórður Guðjónsson (3.), Lárus Orri Sigurðsson (34.), Kristinn Lárus- son (54.) Gult spjald: Tom Pundel (62.), Kristinn Lárusson (42.), Pétur Marteinsson (84.) Rautt spjald: Enginn. Dómari: M. Marnix Sandra frá Belgíu. Ahorfendur: Um 100. Lið íslands: Ólafur Pétursson — Lárus Orri Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Stur- laugur Haraldsson — Steinar Guðgeirsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Ágúst Gylfason, Finnur Kolbeinsson, Ásgeir Ásgeirsson (Ás mundur Amarsson 70.) — Þórður Guðjóns- son, Kristinn Lárusson (Ómar Bendtsen 58.) Staðan: Gnkkland 5 4 5 ÍSLAND 5 Luxembourg 5 4 4 0 0 15:1 8 3 5:8 3 ■Næsti leikun Rússland-Grikkland 22. maí. Evrópukeppni félagsliða Seinni úrslitaleikur: Torínó, Ítalíu: Juventus - Dortmund..................3:0 Dino Baggio (5., 40.), Andy Möller (65.). 60.000. ■Juve vann þýska liðið 6:1 samanlagt. Undankeppni HM Evrópa 1. riðill: Eistland - Skotland..................0:3 - Kevin Gallacher (43.), John Collins (59.), Scott Booth (73.). 5.100. 6. riðill: Svíþjóð - Austurríki.................1:0 Jan Eriksson (50.). 27.800. 3. riðill: San Marinó - Pólland.................0:3 Staðan: .5 4 1 0 18: 3 9 >5 3 2 0 15: 3 8 ■6 3 2 1 17: 8 8 .4 3 1 0 7: 2 7 Noregur 5 PrtllanH San Marinó EM U-21s árs liða 2. riðill: San Marinó - Pólland.............0:5 6. riðill: Svíþjóð - Austurríki.............1:1 England Keppni um sæti í úrvalsdeild Portsmouth - Leicester.............2:2 ■Leicester vann 3:2 samanlagt. Tranmere - Swindon............. 3:2 ■ Swindon vann 5:4 samanlagt og mætir Leicester í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild- inni á Wemley 81. maí. Íshokkí Undanúrslit NHL-deildarinnar NY Islander - Montreal...........3:4 ■Eftir tviframlengdan leik. Montreal leiðir 2-0. H/lótid hefst í dag íslandsmótið í knattspyrnu hefst í kvöld með leik SM og HSÞ-b í C- riðli 4. deildar. Leikið verður að Melum í Hörgárdal kl. 20. Á föstudaginn verður síðan heil umferð í 3. deild og tveir leikir í þeirri flórðu og á laugardaginn hefst keppni í 1. deild kvenna, 2. deild karla og kvenna en 1. deild karla hefst á sunnudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.