Morgunblaðið - 20.05.1993, Page 60
TVÖF^LDUR 1. vinningur
m
HEWLETT
PACKARD
-----------umoviB
HP Á fSLANOI HF
MORGUNBLADJD, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Þrotabú KRON stefnir Sambandinu
ÞROTABÚ KRON hefur höfðað mál, sem flutt verður í Héraðsdómi
Reykjavíkur í næsta mánuði, gegn Sigurði Markússyni, fyrir hönd
SÍS, og Guðjóni B. Ólafssyni, fyrir hönd Samvinnulífeyrissjóðsins,
til að krefjast riftunar á samtals 24 milljóna króna ráðstöfunum frá
KRON til SÍS og lífeyrissjóðsins í maí og júní 1990. Hlöðver Kjartans-
son, skiptastjóri þrotabúsins, telur að á þeim tíma hafi bæði stjórnend-
um KRON, SÍS og Samvinnulífeyrissjóðsins mátt vera ljóst að KRON
væri í raun ógjaldfært og að verið væri að mismuna lánardrottnum
KRON, sem varð gjaldþrota í apríl 1991.
_ Kröfur skiptastjórans beinast að
SÍS vegna viðskipta við KRON
með hús fyrirtækins, Furugrund 3
í Kópavogi, sem búvörudeild SÍS
keypti 22. maí 1990 og var skráð
kaupverð 34,5 milljónir króna.
18.762.499 krónur voru greiddar
með peningum inn á tékkareikning
KRON en að öðru leyti voru skuld-
ir yfirteknar. Sama dag og kaupin
voru gerð greiddi KRON
18.762.499 krónur — sömu fjár-
hæð og búvörudeild SÍS hafði
greitt fyrir húseignina — til bú-
vörudeildar SÍS til uppgjörs á hluta
skulda KRON við deildina.
Skuldir greiddar með óvenju-
legum greiðslueyri
Krafa skiptastjórans gagnvart
Samvinnulífeyrissjóðnum er sú að
rift verði viðskiptum aðilanna þann
30. júní 1990 sem fóru þannig fram
að Samvinnulífeyrissjóðurinn
keypti og fékk afhent hlutabréf í
Olíufélaginu hf. að nafnverði um
1,2 milljónir á genginu 5,56 eða
fyrir rúmar 6,7 milljónir króna og
var andvirðið fært sem greiðsla inn
á ógreidd lífeyrissjóðsiðgjöld
KRON.
Bústjórinn telur að þarna hafí
KRON verið að greiða skuldir með
óvenjulegum greiðslueyri en að-
ferðin sem notuð var hafi aðeins
verið umbúðir utan um þann gjörn-
ing. Aðilarnir séu nákomnir í skiln-
ingi gjaldþrotalaga og því eigi al-
mennur 6 mánaða riftunarfrestur
ekki við. Þar sem 3 vikur liðu frá
því KRON hætti nauðungarsamn-
ingatilraunum uns fyrirtækið varð
gjaldþrota falla viðskiptin utan
þess frests.
Morgunblaðið/Sverrir
í nepjurmi á Þingvöllum
NORÐAUSTANNÆÐINGUR setti svip sinn á fyrsta dag opinberrar heimsóknar Gro Harlem Brundt-
lands, forsætisráðherra Noregs, og Ame Olavs Brundtlands, eiginmanns hennar, hér á landi í gær. Hér
hlýða þau á mál séra Hönnu Maríu Pétursdóttur, þjóðgarðsvarðar, við útsýnisskífuna á Þingvöllum. Ætlun-
in hafði verið að koma að Lögbergi en vegna veðurs var ákveðið að aka um Almannagjá að Þingvallabæn-
um. Þar buðu íslensku forsætisráðherrahjónin þeim norsku til kvöldverðar. í dag verður m.a. farið í Reykholt.
Sjá viðtal við Gro Harlem Brundtland og fréttir á miðopnu
Kjaraviðræðum frestað vegna verkfallsboðunar flugvirkja 27.-29. maí
Krefjast 6,5% hækkunar
frá janúar til september
FLUGVIRKJAFÉLAG íslands boðaði í gær til verkfalls dagana
27.-29. maí. Tilkynning um verkfallsboðunina barst til ríkissátta-
semjara eftir hádegi en þá var að hefjast fundur stóru samninga-
nefnda ASÍ, VSÍ og VMSS, þar sem gera átti tilraun til að ná
samkomulagi um heildarsamninga. VSI lýsti yfir að ekki kæmi til
greina að ljúka gerð heildarkjarasamninga fyrr en lausn fengist
í deilunni við flugvirkja og gerði þá kröfu að flugvirkjar drægju
verkfallsboðunina til baka. Var fundum stóru samninganefndanna
þá frestað til kl. 14 í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins eru kröfur flugvirkja í nokkrum liðum, en í launalið er farið
fram á 6,5% launahækkun fyrir tímabilið frá 1. janúar til 1. septem-
ber í ár. Vinnuveitendur meta kröfurnar í heild til nokkurra tuga
prósenta launahækkana.
Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi
hefur boðað dagbundin verkföll
starfsmanna á vistheimilinu Sól-
heimum í Grímsnesi og hefst hið
fyrsta næstkomandi laugardag.
Ríkissáttasemjari hefur boðað
flugvirkja og viðsemjendur þeirra
til sáttafundar kl. 13 í dag. Hálfdán
Hermannsson, formaður Flug-
virkjafélagsins, vildi ekki ræða kjar-
akröfur félagsins en sagði aðspurð-
ur að flugvirkjar gætu ekki fallist
á að taka þátt í þeim samningum
sem aðilar vinnumarkaðarins hafa
verið að ræða.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði að verkfallsboðunin
ein og sér ylli félaginu umtalsverðu
tjóni. Bókanir fyrir sumarið hefðu
komið mjög seint inn og í ferða-
heiminum væru svona fréttir mjög
fljótar að berast. Verkfallsboðunin
myndi líka valda tjóni vegna öflun-
ar nýrra viðhaldsverkefna fyrir nýju
viðhaldsstöðina á Keflavíkurflug-
velli. Enn væri óvíst hversu mikilli
starfsemi yrði hægt að halda gang-
andi ef til verkfalls kæmi en búast
mætti við að það kæmi fyrst niður
á Norður-Atlantshafsfluginu.
Sjómannasambandið hafnar öllu
samfloti með A_SÍ-félögunum og
síðdegis féllst VSÍ á að hefja sérvið-
ræður við Sjómannasambandið,
sem fara í gang upp úr helginni.
Hólmgeir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannasambandsins, sagði
að ástæða þess að þeir höfnuðu
samfloti væri sú að þeir vildu fá
niðurstöðu í ýmsum sérmálum sem
þeir legðu áherslu á.
Engir fundir með BSRB
Engir fundir hafa verið haldnir á
milli BSRB og ríkisins um skeið en
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, segir að samtökin vilji gera
samning til skamms tíma, sem fæli
í sér að lágmarki að festar yrðu inn
eingreiðslur og orlofsuppbót en
tíminn yrði svo notaður til að reyna
að fínna niðurstöðu sem víðtæk
sátt gæti orðið um. Ögmundur seg-
ir að BSRB sætti sig ekki aðeins
við fyrirheit um að ekki verði um
nýjar skattaálögur að ræða heldur
verði einnig að liggja fyrir að kostn-
aði af aðgerðum ríkisstjórnar verði
ekki mætt með auknum niðurskurði
á samneyslunni.
Reuter
Ellert Schram af-
henti sigurlaun
UEFA-keppninnar
ELLERT B. Schram, stjómarmaður í Knatt-
spyrnusambandi Evrópu (UEFA) og forseti
þess, Svíinn Lennart Johansson, sáu um að
afhenda leikmönnum ítalska liðsins Juventus
sigurlaunin í Evrópukeppni félagsliða, UEFA-
keppninni svokölluðu, eftir síðari úrslitaleik
þess og þýska félagsins Borussia Dortmund á
Italíu í gærkvöldi. Juventus sigraði 3:0 á heima-
velli sínum í Tórínó í gær, og samanlagt 6:1.
Ellert, sem er til hægri á myndinni að baki
hins heimsfræga fyrirliða ítalska liðsins, Ro-
bertos Baggios, sem hampar bikarnum, er fyrsti
íslendingurinn sem afhendir sigurlaun í Evrópu-
keppni í knattspyrnu. Lennart Johansson er til
vinstri.
Sjá bls. 58: „Auðvelt hjá Juventus."
Riftunar krafist
á sölu húseignar
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Skógarhögg
GUTTORMSLUNDUR í Hallorms-
staðarskógi var grisjaður í vikunni
í fyrsta sinn í yfír tvo áratugi.
Lundurinn er kenndur við Guttorm
Pálsson sem var skógarvörður í
Hallormsstaðarskógi um langt ára-
bil og gróðursetti í reitinn 1938.
Þór Þorfinnsson skógarvörður í
Hallormsstaðarskógi vinnur þau
tré sem felld eru í borð og planka
og selur þau á innanlandsmarkaði.
„Það er ekki mikið sem fellur til
af þessu ennþá, en það fæst ágætt
verð fyrir þetta. Skógarhögg á
Austurlandi er framtíðin og síðustu
tvö árin hefur verið plantað næst-
um 500 hekturum," sagði Þór.
fMúrjgntnM&foifo
Morgunblaðið kemur næst
út laugardaginn 22. maí.