Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. EB andar léttar Urslitin í þjóðaratkvæða- greiðslunni um Maast.richt- samkomulagið í Danmörku eru léttir fyrir Evrópubandalagsríkin. Ógöngur Maastricht, sem hófust með neiyrði Dana fyrir tæpu ári, ollu lengi vel mikilli óvissu um þróun mála innan bandalagsins og í hálft ár var óvíst um afdrif áforma um nánara samstarf að- ildarríkjanna. Fyrri þjóðarat- kvæðagreiðslan í Danmörku kom af stað bylgju óánægju með Maastricht í aðildarríkjum Evr- ópubandalagsins, sem enn sér ekki fyrir endann á. Er upp var staðið virtust stjómmálamennirn- ir, sem gerðu samninginn, hafa gengið lengra en almenningur sætti sig við. Órói á gjaldeyris- mörkuðum sigldi í kjölfarið og tvísýnt var hvort Gengissamstarf Evrópu (ERM) stæði sviptivind- ana af sér. Hin pólitíska óvissa hefur allt fram á þennan dag torveldað bandalaginu að takast á við verkefni sín. Með Edinborgar-samkomulag- inu, um undanþágur Dana frá markmiðum Maastricht um varn- arsamstarf, sameiginlegt lög- reglulið og sameiginlega mynt, sýndu pólitískir leiðtogar EB ákveðinn sveigjanleika, en frá því á Edinborgarfundinum í des- ember hafa menn beðið með önd- ina í hálsinum eftir því hvernig danskur almenningur greiddi at- kvæði um sérákvæðin. Danskt „nei“ hefði valdið pólitískri og efnahagslegri ringulreið í Evr- ópubandalagsríkjunum. Þau hefðu orðið að setjast niður og byija aftur frá grunni á skipulagi framtíðarsamstarfs síns. Sömu- leiðis mátti búast við að höfnun Dana á Maastricht hefði haft veruleg áhrif á fjármagnsmark- aði og gengismál. Nú, þegar 57% danskra kjós- enda hafa sagt já við Maastricht, er fargi létt af ýmsum stjórn- málamönnum í Evrópubandalag- inu. John Major, forsætisráðherra Bretlands, ætti til dæmis að vera létt, en niðurstaðan í Danmörku mun líklega ýta undir að brezka þingið afgreiði Maastricht-samn- inginn fljótlega"7)g stefnir brezka stjómin að því að fá hann af- greiddan fyrir ágústlok. Þýzki stjómlagadómstóllinn á einnig eftir að skera úr um lögmæti staðfestingar samningsins. Þótt ekki sé fullvíst að samningurinn komist í höfn, hefur niðurstaðan í Danmörku að minnsta kosti aukið líkurnar á því að Maas- tricht verði að vemleika. Fyrir Dani sjálfa þýðir niður- staðan að þeir sleppa við þá erfið- leika sem hefðu fylgt því að standa hugsanlega einir utan Maastricht-sáttmálans. Ekki er hægt að segja með vissu hvemig hefði farið, hefðu Danir hafnað samningnum að nýju, en yfirlýs- ingar ýmissa leiðtoga annarra EB-ríkja benda til þess að Dan- mörk hefði einangrazt og í versta falli neyðzt til að segja sig úr bandalaginu. Leiðtogar EFTA-ríkjanna, sem sótt hafa um aðild að Evrópu- bandalaginu, hafa fagnað niður- stöðunni í Danmörku. Þau eiga mikið í húfi að Maastricht verði samþykkt, vegna þess að falli samningurinn er næsta víst að ný aðildarríki verði ekki tekin inn í bandalagið á næstu árum. Sum- ir spá því að t.d. Norðurlöndin þijú, sem sækja um aðild, muni nú í aðildarviðræðum knýja á um svipaðar undanþágur og Danir hafa fengið, en aðrir benda á að Evrópubandalagið, sem þessi lönd sóttu um aðild að, sé Evrópu- bandalag Maastricht-samnings- ins — Evrópusambandið eins og sumir vilja kalla það — og að undanþágur standi þeim einfald- lega ekki til boða. Staðfesti Bretar og Þjóðveijar Maastricht-samninginn í sumar mun hann að öllum líkindum geta tekið gildi fyrir áramót. Gildis- taka hans mun auðvelda ýmsa ákvarðanatöku í Evrópubanda- laginu og sennilega auðvelda því að taka á vandamálum á borð við atvinnuleysisvandann og átökin í Júgóslavíu. Hins vegar er ekki þar með sagt að veröldin brosi við leiðtogum Evrópu- bandalagsins þótt Maastricht verði í höfn. Þeir eiga enn eftir að ná trausti kjósenda sinna á ný í Evrópumálunum. Sú óánægju- bylgja, sem fyrri þjóðaratkvæða- greiðslan um Maastricht-sam- komulagið í Danmörku kom af stað, sýndi ótta almennings við að tapa þjóðareinkennum sínum í hinni hröðu samrunaþróun EB- ríkjanna. Almenningur kvartar einnig yfir að verið sé að byggja upp valdamikið skriffinnskubákn í Brussel og að skilja ekki hinar flóknu reglur bandalagsins. Leiðtogar EB reyndu að bregð- ast við þessum vanda á Edinborg- arfundinum með því að sam- þykkja að gera ákvarðanatöku í bandalaginu „gegnsærri", ein- falda og skýra lög og reglur bandalagsins og afnema ýmsar tilskipanir ráðherraráðsins, sem þóttu óþarfar. Jafnframt sam- þykktu þeir að festa í sessi „dreif- ræðisregluna“, um að Evrópu- bandalagið skuli aðeins koma til skjalanna þegar bandalagið sem heild er líklegt til að ná betri árangri en aðildarríkin hvert um sig. Framtíð Evrópubandalagsins mun meðal annars ráðast af því hvort leiðtogum þess tekst að standa við þessi loforð og vinna traust almennings á ný, eða hvort fyrir hinum upprunalegu hug- sjónum að baki stofnun banda- lagsins, um eflingu friðar, sam- vinnu og velmegunar í Evrópu, eigi að liggja að drukkna í feni skriffínnsku og stjórnmálalegrar togstreitu, sem enginn skilur nema stjórnmálamennirnir sjálf- ir. Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs segir GRO HARLEM Brundtland, forsætisráðherra Noregs, segir Norðmenn hafa sýnt mikla þolinmæði í hvalveiðimálinu. Þeir geti ekki látið það líðast lengur að vísindalegar niður- stöður séu sniðgengnar. Þar með væri öll baráttan fyrir sjálfbærri þróun og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda farin í súginn. Hún telur ekki að hvalveiðar muni hafa neikvæð áhrif á aðildarviðræður Norðmanna við Evrópu- bandalagið og segist ekki óttast mjög hótanir um efnahags- legar refsiaðgerðir. Slíkar aðgerðir væru skýrt brot á regl- um almenna samkomulagsins um tolla og viðskipti (GATT). Þrátt fyrír hótanir bandarískra stjórnvalda um að settar verði við- skiptaþvinganir á þau ríki sem hefja hvalveiðar og yfirlýsingar ýmissa evrópska fyrírtækja, ekki síst á sviði sjávarafurða, um að þau muni snið- ganga hvalveiðiþjóðir í viðskiptum, hefur norska ríkisstjórnin ákveðið að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Hvernig metur forsætisráðherra Noregs þá efnahagslegu áhættu sem fylgir því að hefja hvalveiðar? Er þetta áhætta sem er þess virði að taka? Við höfum sýnt mikla þolinmæði í þessu máli. Sú ákvörðun Alþjóða- hvalveiðiráðsins frá árinu 1985 að lýsa því yfír að hrefnustofninn væri í útrýmingarhættu var tekin á röng- um forsendum. Sú stofnstærð sem lá til grundvallar þeirri ákvörðun var röng og komið hefur í ljós að norsk- ir vísindamenn höfðu rétt fyrir sér þegar þeir héldu því fram að stofn- inn væri helmingi stærri en ráðið taldi. Vísindanefndin hefur nú ein- róma fallist á það sjónarmið. Málið snýst um að Norðmenn geta ekki sætt sig við að önnur ríki bijóti reglur ráðsins með því að hunsa vísindalegar niðurstöður. Við verðum að sýna fram á að stór ríki geti ekki kúgað lítil ríki. Það eru engar forsendur fyrir þeim alþjóðlegu reglum, sem við höfum sett, einmitt til að ná fram sjálfbærri þróun, ef viðhafa á þessi vinnubrögð. Þá mun reynast mjög erfitt að nýta náttúruauðlindir á skynsamlegan hátt. Þetta snýst því um mikilvægt grundvallaratriði og Norðmenn verða að líta þetta mál alvarlegum augum. Við verðum að gera öðrum ríkjum ljóst að þetta er enginn leikur í okkar augum, þetta er ekki sýndarmennska, okkur er alvara. Við verðum, þegar við erum komin með okkar á hreint sam- kvæmt þjóðarrétti, að framfylgja á hógværan hátt þeim staðreyndum sem vísindanefndin hefur sýnt fram á eftir að hafa margskoðað málið. Það er enginn vafi til staðar leng- ur. Það heldur því enginn fram að nokkur vafi leiki á um niðurstöðurn- ar. Þar með eru líka komnar for- sendur fyrir því að aflétta banninu á hrefnuveiðum. En hvað með þá efnahagslegu áhættu sem veríð er að taka? Það myndi bijóta í bága við regl- ur GATT ef eitthvert ríki ákvæði viðskiptalegar þvinganir á hendur Norðmönnum. Við reiknum með því að ekkert ríki vilji bijóta þessar regl- ur. Nú hefur því verið haldið fram, m.a. af hálfu Breta, að hvalveiðar Norðmanna myndu hafa slæm áhríf á umsókn þeirra um aðild að Evr- ópubandalagin u. Ég held að EB myndi sjálft lenda í alvarlegum vandræðum ef banda- lagið færi að búa til einhvern lista yfir dýrategundir í útrýmingar- hættu án þess að byggja það á vís- indalegum forsendum. Nú er búið að setja hvali á slíkan lista en hrefn- an er ekki í útrýmingarhættu. Ef þetta verður tekið upp í aðildarvið- ræðum þá tel ég að okkar málstað- ur sé byggður á mjög traustum grunni. Það verður mjög erfitt að sýna fram á að þarna sé um að ræða tegund í útrýmingarhættu. Hifernig metið þér stöðuna í aðild- arviðræðum Norðmanna. Eru líkur á að Norðmenn muni ná fram sínum sérkröfum? Norðmenn eru í mjög sérstakri aðstöðu. Mun stærri hlutur okkar þjóðartekna kemur beint frá nátt- úruauðlindum en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta á ekki bara við um fisk og landbúnað heldur einnig orkugjafana sem er að finna á land- grunni okkar. Það er okkur nauð- synlegt að ráða yfir þessum auðlind- um sjálf og að byggðahagsmuna verði gætt. Þetta kom skýrt fram í aðildarumsókn okkar og við reikn- FORSÆTISRAÐHERRA Noregs se ekki lengur sætt sig við að önnur i legar niðurstöður. um með að það sé í þágu hagsmuna Evrópu að einstök ríki ráði yfír nátt- úruauðlindum. Almenningsálitið í Noregi virðist nú í auknum mæli vera að snúast gegn EB-aðild. Ermögulegt að snúa þessarí þróun við á nokkrum árum? Og jafnvel þótt það tækist væri þá Norðmönnum stætt á að gerast aðilar ef mjög sterkur minnihluti er andvígur aðild og jafnvel heilu landshlutarnir? Norska hagkerfið er ein heild og allir landshlutar eru háðir hver öðr- um. Ég tel því að við verðum að leggja til grundvallar, að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, þá skoðun sem meirihluti þjóðarinnar hefur. Sú regla var viðhöfð árið 1972 og hún verður einnig að ráða nú á tí- unda áratugnum. En það verður hins vegar engin þjóðaratkvæða- greiðsla fyrr en samningsniður- staða, sem norska stjórnin treystir sér til að mæla með að þjóðin sam- þykki, liggur fyrir. Þetta byggist allt á því að við náum viðunandi samningsniðurstöðu. Náist hún ekki Norsku forsætisráðherrahjónin í opinberri heimsókn Norðaustannæðingur hafði áhrif á dagskrána GRO HARLEM Brundtland, forsætisráðherra Noregs, og Arne Olav Brundtland, eiginmaður hennar, komu í þriggja daga opinbera heimsókn til Islands í gær. Flugvél forsætisráðherra- hjónanna kom til Reykjavíkur um kaffileytið en haldið var til Þingvalla síðdegis. Eftir að séra Hanna María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður, hafði frætt gestina um þjóðgarðinn var ekið um Almannagjá að Þingvallabænum. Þar héldu Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Astríður Thorarensen, eiginkona hans, hinum erlendu gestum kvöldverðarboð í gærkvöldi. í dag verð- ur m.a. farið í Reykholt. Vindur blés að norðaustan þegar flugvél norsku forsætisráðherra- hjónanna lenti á Reykjavíkurflug- velli um kl. 15.30 í gærdag. Gro Harlem Brundtland steig út úr vélinni létt á brún, kastaði kveðju á viðstatt fjölmiðlafólk og heilsaði fulltrúum móttökunefndar. Hana skipuðu Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyt- inu, Helga Einarsdóttir, eiginkona hans, Per Aasen, sendiherra Norð- manna á Islandi, Liv Aasen, eigin- kona hans, Einar Benediktsson, sendiherra Islendinga í Noregi, Elsa Pétursdóttir, eiginkona hans, Hörð- ur H. Bjarnason, prótokollstjóri, Guðmundur Benediktsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyt- inu, Böðvar Bragason, lögreglu- stjóri, Þorgeir Pálsson, flugmála- stjóri, og Sigríður Guðmundsdóttir sendiráðsfulltrúi. Eftir móttökuns var ekið með hina erlendu gesti s Hótel Sögu. Skálað í íslensku vatni Davíð Oddson, forsætisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.