Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 29
MORgUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 29 Attali enn sak- aður um ritstuld París. Reuter. JACQUES Attali, hinn umdeildi forseti Evrópubankans, hefur verið sakaður um að hafa stolið stórum köflum í nýrri bók sinni, Verbatim. Bókin, sem er 960 blaðsíður að lengd, kom út fyrr í mánuðinum og fjallar um fyrstu fimm ár forsetatíðar Francois Mitterrands Frakklands- forseta, en Attali var þá nánasti ráðgjafi hans. Láttu EKKI glðpagull samkeppnisaðilans BLEKKJA ÞIG Tímaritið Le Nouvel Observateur sagði í gær að Attali hefði tekið 43 tilvitnanir úr samtölum sem nóbels- verðlaunaskáldið Elie Wiesel átti við Mitterrand en einungis getið heimild- ar í eitt skipti. Til stendur að gefa út samtöl Wies- els við Mitterrand frá árinu 1988 og er haft eftir útgefandanum, Odile Jacob, að kaflar, þar sem forsetinn ræðir um viðhorf sín til trúarbragða, dauðans, íjölskyldu sinnar og gyð- inga séu notaðir í bók Attalis og oft færðir til í tíma. Utgefandinn sagði í yfírlýsingu að til greina kæmi að kæra Attali fyrir ritstuld. Attali hyggst kæra Attali hafði samband við útvarps- stöð síðdegis í gær og sagðist ætla að kæra Le Nouvel Observateur fyr- ir meiðyrði. í samtali við New York Times viðurkenndi Attali að hafa tekið kafla úr samtölum Wiesels og fært þá til í tíma en vísaði því algjör- lega á bug að hann hefði framið ritst- uld með þessu athæfi. Hann sagðist hafa greint Wiesel frá áformum sín- um fyrir hálfu ári og hefði hann ekki gert neinar athugasemdir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Austur-Þýskaland Verkfalli iðnaðar- manna er lokið Bcrlín. Reuter. FYRSTA Iöglega verkfallinu í austurhluta Þýskalands í rúmlega sex áratugi lauk í gær er 21 þús- und starfsmenn í verksmiðjuiðn- aði í Saxlandi hófu störf á ný. Þá ákváðu 15 þúsund starfsmenn í Mecklenburg-Vorpommern í at- kvæðagreiðslu að mæta til vinnu í dag. Iðnaðarmenn í tveimur öðr- um sambandslöndum, sem ekki höfðu enn hafið verkfall, ákváðu einnig að hætta við verkfallsboð- un. Verkfallið hafði þá staðið í sextán daga, en það hófst í kjölfar þess að vinnuveitendur ákváðu einhliða að standa ekki við samkomulag um að jafna skyldi út launamun milli aust- ur- og vesturhiuta landsins á þessu ári. Samkomulag náðist að lokum um að laun í austurhlutanum yrðu hækk- uð í 80% af þeim launum, sem greidd eru fyrir vestan fyrir árslok 1993 og að fyrir árið 1996 myndu þau verða sambærileg. Enn hefur hins vegar ekki náðst samkomulag við starfsmenn í stál- iðnaði en upp úr samningaviðræðum slitnaði um helgina. Verkalýðsleiðtogi í vanda A sama tíma og verkföllum er að ljúka er hart. lagt að Franz Steink- uhler, forseta IG Metall, öflugasta verkalýðsfélags Þýskalands, að láta af störfum en hann hefur verið sak- aður um að stunda innheijaviðskipti. Er hann sagður hafa hagnast um tæpar fjórar milljónir króna við að kaupa hlutabréf í Mercedes AG Hold- ing rétt áður en tilkynnt var um samning við Daimler-Benz, sem gerði að verkum að hlutabréfm hækkuðu um 20% á einum degi. Steinkuhler situr í stjórn Daimler- Benz. Attali sætir ámæli af þessu tagi. Eftir að bók hans „Saga tímans“ (Histoire de Temps) kom út árið 1982 var hann sakaður um að hafa nýtt sér ritsmíðar þýska heimspek- ingsins Ernst Jungers án þess að geta heimildar. EKTA aULi rass UTURINN GULLINN, SKORPAN STÖKK, BRAGÐIÐ UÚFFENGT - ekta gullið rasp! STORT stokk i stelnull Þakull: Enn betri einangrun - auðveldari vinna OMÆLDUR SPARNAÐUR Steinuliin staðnar ekki. ÞAKULL er merkur áfangi í þróun hennar. ÞAKULL auðveldar vinnu við einangrun þaka og bætir árangur vinnunnar. ÞAKULL er framleidd í plötum úr hágæða steinull. Þakullar- plöturnar eru stífar og formfastar. Ullin heldur þykkt sinni vel þegar henni er smeygt á milli sperra. Þakullarplöturnar eru með áfastri vindvörn, sem fellur þétt að ullinni. Plöturnar eru 56 x120 sm að stærð. Einn maður getur auðveld- lega unnið við uppsetningu þeirra í stað tveggja eins og venjan er. Það er líka auðveldara og fljótlegra að setja þakullina upp, jafnframt því sem hún veitir bestu fáanlegu einangrun og vörn gegn veðri og vindum. Kostnaðarútreikningar sýna aö með notkun ÞAKULLAR í stað hefðbundins frágangs með vindvarnarlagi úr pappa eða texi má lækka kostnað um allt að 30% Söluaðilar: Byggingavöruverslanir um land allt. ÞAKULL sparar orku og fjármuni. STEINULLARVERKSMIÐJAN HF Steinullarverksmiðjan hf. Sauðárkróki Söluskrifstofa og ráðgjafaþjónusta Foshálsi 17-25, sími: 91-674716 BA/CKMAN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.