Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROI f IR FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Auðvelt hjá Juventus Juventus átti ekki í erfíðleikum í síðari úrslitaleiknum gegn Bor- ussia Dortmund í Evrópukeppni félagsliða (UEFA-keppninni) í gær- kvöldi. Juventus lék á heimavelli að viðstöddum 60 þúsund áhorfend- um og gerðu leikmenn liðsins þrjú mörk, eins og í Dortmund á dögun- um, en gestirnir ekkert. Juventus sigraði því 6:1 samanlagt. Þetta er í þriðja sinn sem Juvent- us hampar UEFA-bikarnum og til gamans má geta þess að það var forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram, sem afhenti Roberto Baggio bikarinn. Dino Baggio skoraði tvívegis í gær, fyrst eftir aðeins fimm mínút- ur eftir að Roberto Baggio hafði sent glæsilega á hann með hælnum, og svo aftur skömmu fyrir hlé. Þar með voru vonir Þjóðveijanna orðnar að engu og landi þeirra og fyrrum leikmaður Dortmund, Andy Möller, gerði þriðja markið á 65. minútu. Varnarmaðurinn Franck var að hreinsa frá markinu en skaut í landa sinn og þaðan fór knötturinn í netið. Leikmenn Juventus fögnuðu vel enda góður endir á tímabili þar sem leikmenn hafa verið gagnrýndir fyrir slælega frammistöðu í deild- inni. Dino Baggio og Roberto Baggio, sem sumir telja að verði valinn knattspyrnumaður Evrópu, léku mjög vel, sérstaklega eftir hlé þegar Juventus fór á kostum. Reuter Dino Bagglo, (t.v.) og Þjóðveijinn Andy Möller fagna öðru marki þess síðar- nefnda gegn Dortmund. Möller gerði þriðja markið. eru: MEST SELDU STEIKUR Á ÍSLANDI Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur frá 690 krónum. Ódýrara en að elda heima! V f / T I N G A S 1 O F A Sprengisandi - Kringlunni \ högQ'' .^ í tenQsW^ v'ð 'ten9 saisSSÍrs_________—’ iart> . „„.erö»un. _ „„ íreKas upP'Vs 9 plaWikal te«ls«ttW'“n'09 Athap^ZkriW KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN New Yorfc gegn meisturunum NEW York Knicks er komið í úrslit austurdeildar NBA-deild- arinnar í körfuknattleik — og þar með í undanúrslit um meist- aratitilinn — eftir fjórða sigurinn á Charlotte Hornets i fyrrinótt. New York mætir meisturum Chicago næst og verður fyrsta viðureign liðanna um helgina í New York. í vesturdeild sigruðu heimaliðin enn; Seattle gegn Houston og Pheonix gegn San Antonio. Frá Gunnari Vaigeirssyni i Bandaríkjunum New York vann Charlotte í fjórða sinn í fyrrinótt, 105:101 á heimavelli og komst þar með í fyrsta skipti síðan 1974 í úrslit austurdeildar. Heimamenn náðu 14 stiga forystu fljótlega í seinni hálfleiknum en Charlotte gaf ekkert eftir og hafði minnkað muninn í þijú stig er ein og hálf mín. var eftir. En lengra komust gestirnir ekki og urðu að játa sig sigraða. Lið New York þótti ekki leika vel, en vann samt. Stórstjarnan Patrick Ewing, miðheiji liðsins, skoraði aðeins 9 stig en Charles Oakley var bestur; gerði 21 stig og tók 11 fráköst. John Starks gerði 20 stig. „Ewing er ekki vélmenni. Það sást í kvöld að hann er mannleg- ídag Frjálsíþróttir Vormót ÍR, hið 51. í röðinni, verður haldið í dag á aðalleikvanginum í Laugardal og hefst kl. 14. Reiknað er með að Kaldalshlaupið, 3.000 m hlaup karla, verði hápunktur mótsins að vanda — en um 20 skráningar hafa borist í það. Golf Af óviðráðanlegum orsökum hefur opnu öldungamóti (LEK) sem fara átti fram á laugardag á Kjalarvelli verið frestað. ur eftir allt saman,“ sagði Pat Riley, þjálfari New York. Kendall Gill gerði 26 stig fyrir Charlotte. Charles Barkley tók völdin í sínar hendur í fjórða leikhluta í viðureign Phoenix Suns og San Antonio Spurs. Lið hans, Suns, var undir, 78:85, þegar 11 mín. og 2 sek. voru eftir af þessum síðasta leikhluta en þá tók hann sig til og skoraði næstu 13 stig liðsins á rúmlega hálfri mín- útu. Barkley gerði alls 36 stig í leikn- um. Phoenix sigraði 109:97 og hefur 3:2 yfir í baráttunni um sæti í úrslit- um vesturdeildar. Fjóra sigra þarf til að komast áfram, og verður sjötti leikurinn í San Antonió næstu nótt. Dan Majerle gerði 17 og Kevin Johnson 15 stig fyrir Suns, auk þess sem sá síðarnefndi átti 12 stoðsend- ingar. David Robinson skoraði 24 stig tók átta fráköst og Dale Ellis gerði 24 stig fyrir San Antonio. Ricky Pearce gerði 24 stig og Gary Payton 23 er Seattle burstaði lið Houston, 120:95, á heimavelli. Seattle hefur yfir 3:2 fyrir sjötta leikinn í Houston. Shawn Kemp gerði 19 stig og tók 12 fráköst fyrir Seattle. Hjá Houston var Hakeem Olajuwon langbestur að vanda; gerði 25 stig og hirti 14 fráköst. Otis Thorpe gerði 16 stig og tók 11 fráköst. SKOTFIMI Carl J. undir ól- ympíulágmarkinu Carl J. Eiríksson sigraði á íslands- mótinu í enskri keppni í skotfími um helgina, eins og fram kom í blaðinu í gær. Hann fékk 594 stig af 600 mögulegum, en þess láðist að geta að árangur Carls er fjórum stigum betri en lágmarkið sem alþjóða ólympíunefndin setti fyrri næstu næstu ólympíuleika í þessari grein. Sumarleikur 1993 er hópleikur sem hefst í leikviku 20. Spilaðar verða 12vikur og þœr 10 bestu gilda sem lokastaða. Nánari upplýsingar í síma 91 - 688322
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.