Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 23 70,. Skipting útgjalda til heilbrigðismála 1980,1985 og 1990 Spítalar Göngudeildir og sérfræðingar utan spítala Lyfjakostnaður Tannlæknar 12% 12% 12% Annað 12%13% 2% 2% 4% 6% 6% Q 19801985 1990 1980 1985 1990 1980 1985 1990 1980 1985 1990 1980 1985 1990 ísland í 8. sæti OECD ríkja á lista yfir útgjöld til heilbrigðismála Hátt lyfjaverð meginorsök hárra útgjalda segir OECD HÁTT verðlag á þjónustu og á lyfjum er meginorsök hárra heilbrigðis- útgjalda hérlendis. Þetta er niðurstaða í skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu, OECD, um íslenska heilbrigðiskerfið. Þar kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála jukust hérlendis um 4% á ári síð- asta áratug, sem er því sem næst helmingi meiri aukning en að meðal- tali í OECD-ríkjunum. Heilbrigðisútgjöld á íslandi eru nú um 8,4% af landsframleiðslu, og lyfjakostnaður er hvergi hærri nema í Bandaríkj- unum og Sviss. I skýrslunni er bent á aukna samkeppni, cifkastahvelj- andi launakerfi fyrir vissar heilbrigðisstéttir, fijálsa verðlagningu á lyfjum og fleira til að tryggja hámarkshagkvæmni í heilbrigðiskerfinu. I skýrslunni segir að hlutdeild hvern íbúa hérlendis hafi verið þær sjúklinga í heildarútgjöldum vegna heilbrigðismála hérlendis, 13%, sé aðeins um helmingur meðaltalsins innan OECD-ríkjanna. Að teknu til- liti til hárrar verðbólgu hafi heildar- útgjöldin hækkað um 7% á hveiju ári frá 1970, þar af hafi lækniskostn- aður að meðaltali aukist 0,8% meira á ári en annar tilkostnaður í þjóðfé- laginu. Magnaukning í heilbrigðis- kerfinu, aukning innlagna, aðgerða og annarrar þjónustu, leiddi til um 6% útgjaldaauka á ári, og 1% fólks- fjölgun á ári er hluti af þeirri aukn- ingu. Hins vegar hafi ekki orðið magnaukning í heilbrigðiskerfinu frá 1988. Hár lyfjakostnaður Útgjöld íslendinga til heilbrigðis- mála voru þau áttundu mestu innan OECD 1991, en þeir eru í tíunda sæti það ár yfir tekjur á hvern mann. Útgjöldin voru 8,4% af landsfram- leiðslu, en meðaltalið innan OECD var 7,8%. Þrátt fyrir að tekjur á lægstu á meðal Norðurlandanna (að Noregi undanskildum), hafa útgjöld til heilbrigðismála hérlendis verið hærri á hvern mann en í nokkru öðru Norðurlandanna, að Svíum und- anskildum. Ástæðuna telur OECD- stofnunin vera hátt lyfjaverð, sem árið 1990 hafí verið hærra hér en í öðrum OECD-ríkjum, að Bandaríkj- unum og Sviss undanskildum. Lyfja- verð hérlendis var að meðaltali um 10% hærra en í QECD-ríkjunum ef Bandaríkin eru ekki talin með. Þrátt fyrir litla lyfjaneyslu hafi heild- arlyfjakostnaður hérlendis verið ákaflega hár miðað við bæði meðal- tal annarra Norðurlanda og OECD- meðaltalið. Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, bendir á að sam- kvæmt verðkönnun sem gerð hefur verið lyfjum hér og á Norðurlöndun- um eru lyf hérlendis 11% dýrari en í Noregi, 26% dýrari en í Danmörku og 63% dýrari en í Svíþjóð. Hann telur að með sama lyfjaverði hér og tíðlegt 50 ára afmæli landgræðslu- flugvélarinnar, Páls Sveinssonar. Við það tækifæri innti fréttamaður Ríkisútvarpsins landbúnaðarráð- herra eftir því hvaða breytinga væri að vænta í framlögum hins opin- berra til landgræðslu. Ráðherra svaraði: „Það árar nú ekki þannig nú að við getum lagt mikið fram til gæluverkefna. Við reynum að leggja eins mikið fram eins og við mögu- lega treystum okkur til.“ Þá var ráðherra inntur eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir eflingu land- græðslustarfs og sagðist hann fara fram á eins mikið fé til þeirra þarfa og hann framast þorði. „Eins og fjárlög bera með sér hefur mér ekki tekist að ná nægjan- legu fé til landgræðslustarfa síðustu tvö árin, eins og ég hafði gælt við í huganum,“ sagði Halldór ennfrem- í Svíþjóð yrði unnt að lækka heildar- útgjöld til heilbrigðismála um 7-8%. Útgjöld vegna aldraðra vaxið mest Þrátt fyrir ýmsa agnúa á heil- brigðiskerfinu veitir það allri þjóðinni góða þjónustu samfara útgjöldum sem eru aðeins rétt yfir meðallagi OECD-ríkjanna, segir í skýrslunni. Útgjöld vegna umönnunar aldraðra hafa vaxið mest hérlendis og því sem næst helmingi fleiri 65 ára og eldri eru vistaðir á stofnunum hérlendis en á öðrum Norðurlöndum, en hlut- fall heimahjúkrunar hérlendis er minnst. Þrátt fyrir að aðeins 10,7% þjóðarinnar hafi verið 65 ára og eldri 1990, sem var hið lægsta innan OECD að Tyrklandi undanskildu, hafa útgjöld til þessa málaflokks margfaldast, segir í skýrslunni. Slys í skuttogurum 13,5% und- irmanna slösuðust árið 1991 í UMRÆÐUNNI um vinnuslys sjó- manna hefur komið fram að tíðni slysanna er mismunandi eftir skipategundum og einna mest er hún á togurum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Siglingamálastofnun var tíðni slysa meðal undirmanna á skuttogurum árið 1991 um 13,5% en lyá yfirmönnum var tiðnin 3,5% eða að meðaltali 10,4%. Fjöldi slysa um borð í skuttogurum á þessu ári var 181 en skipin voru 109 talsins. í tölum Siglingamálastofnunar kemur fram að meðalfjöldi í áhöfn á togurum þetta árvar 16 manns, þar af 11 undirmenn og 5 yfirmenn. Slys urðu um borð í 80 af 109 togurum, þar af varð eitt slys um borð í 36 skipum og tvö slys um borð í 19 skipum. A einum togaranum slösuð- ust átta manns þetta ár eða helming- ur áhafnar og á einum urðu slysin sjö talsins. Staðan ömurleg Óskar Þór Ragnarsson, sem sæti á í öryggisfræðslunefnd fyrir Sjó- mannasambandið, segir að vinnuslys séu stór þáttur í öryggismálum sjó- manna og að staðan í þessum mála- flokki sé nú ömurleg og fari ekki batnandi. „Allir sjá hvað tölurnar eru sláandi," segir Óskar. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra * ~~ Oheppilegt orðaval veldur misskilningi HALLDÓR Blöndal, landbúnaðarráðherra, segir að hann hafi kom- ist óheppilega að orði þegar hann í útvarpsviðtali sagði að í slæmu árferði væri ekki hægt að leggja mikið fé til „gæluverkefna“ og var þar átt við landgræðslu. Hann hefði hins vegar notað orðið í þeirri merkingu að um væri að ræða þau verkefni sem hann bæri mest fyrir brjósti, en orðavalið gæti valdið misskilningi. Síðasta sunnudag var haldið há- ur í samtali við Morgunblaðið. „Ég neita því ekki að þetta orð „gælu- verkefni“ getur misskilist. En ef við viljum nota það í góðri merkingu, þá þýðir það að það sé það verkefni sem manni sé annast um. Það verk- efni sem manni þykir vænst um. Og það er í þeirri merkingu sem ég notaði orðið, enda tók ég það skýrt fram að ég myndi fara fram á eins mikið fé til þessa verkefnis eins og ég framast treysti mér til. Ég hef jafnframt beitt mér fyrir því að breyta búvörusamningum til þess að veita enn meira svigrúm til land- græðslustarfa." Landbúnaðarráðherra þótti það mjög miður að ummæli sín skyldu hafa valdið slíkum misskilningi. „Þetta er auðvitað áminning til mín um að gæta orða minna svo þau misskiljist ekki.“ NY OCi ÍSETRI VERI) Vegna hagkvæmra samninga bjóðum við dráttarvélarnar á einstaklega góðu verði týpa drif ha verð kr. 362 2 62 1.355.000- 2 70 1.560.000- 390 2 80 1.599.000- 390T 4 90 1.965.000- * Öll verð eru án VSK týpa drif ha verð kr. 362 4 62 1.564.000- 375 4 70 1.836.000- 390 4 80 1.897.000- 399 4 102 2.450.000- Ingvar Helgason hf. Vélasala Sævarhöföa 2 slma 91-674000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.