Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 35
MORGÚNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 HELGARTILBOÐIN UM helgina er vérð á rúllupylsu hagstætt hjá Fjarðarkaupum svo og verð á beikon bitum og skornu. Formbrauð eru á 98 krónur hjá Fjarðarkaupum fyrir þá sem hafa frysti. Hvítlaukssalat og avocado eru á hagstæðu tilboðsverði hjá Hagkaup núna og fyrir þá sem kaupa alltaf Pfanner djúsinn í Hagkaup þá er hann á 75 krónur þessa dagana í staðinn fyrir 99 krónur. Það er svipað verð og hefur verið á íslenska SÓl appelsínusafanum hjá Bónus undanfarið og hjá Nóatúni er Sun Glory djúsinn á 79 krónur lítrinn. Yfirleitt hefur djúsinn geymsluþol í marga mánuði og ef 12 fernur eru keyptar í búrið á 75 krónur í staðinn fyrir 99 krónur sparast um 300 krónur. Eins árs ábyrgð er á öllum fatnaði Inn á borð Neytendasamtakanna streyma flíkur, sem ýmist hafa eyðilagst i þvotti eða við hreinsun. í sumum tilfellum hafa fötin ekki verið þvegin í samræmi við þvottamerki, merkin hafa verið óljós og jafnvel eru dæmi um flíkur án þvottamerkja og flíkur sem ekkert má gera við. Einkum þarf að meðhöndla varlega fatnað, sem gefinn er upp fyrir handþvott og vélarþvott á 30 gráðum því þær flíkur er oft dýrar, segir Sesselja Asgeirsdóttir, starfsmaður kvörtun- arþjónustu Neytendasamtakanna. Bónus Tilboðin gilda föstudag og laugar- dag. Kaupir SS nautahakk og færð þá 500 g af Barilla spaghettíi frítt með Emmesssportklakar8stk....l47 kr Snickers3stk...............99 kr Nopa hreingerningarlögur...89 kr Marcoli lasagne blöð og sósal79 kr Fjarðarkaup Myllu formbrauð....:98 krónur hvítur aspas 430 g.........59 kr söltuð rúllupylsa og reykt.248 kr lambaskinka...............853 kr kg beikon bitar..............598 kr kg beikon skorið.............786 kr kg lambabjúgu taðreykt....433 kr kg Hagkaup Tilboðin hjá Hagkaup eru í gildi til 26. maí hollenskur aspas........149 kr pk hollenskthvítlaukssalat....99 kr pk Ekvador avocado.........239 kr kg íslenskar agúrkur........99 kr kg Finn Crisp hrökkbrauð 200 g..99 kr Pfanner appelsínusafi 1 ltr.75 kr Barillapasta500g3teg...49 kr pk Goða jurtakr. lambal. 1699 kr kg Þá eru heilsudagar í Hagkaup og til að mynda veittur afsláttur af ýmsum mjólkurafurðum. Kjöt og fiskur Svínalærisneiðar.........590 kr kg nautapiparsteik..........895 kr kg ítalskur lambapottréttur...680 kr kg Hytop ananas 567 g......69 kr dósin Þá er á föstudag í gangi tilboð á ýmsum grænmetistegundum Mikligarður Á morgun föstudag hefst rýmingar- sala hjá Miklagarði á vörum í sér- vörudeildum. Þar verða til dæmis til sölu strigaskór á krakka á 99 krónur, buxur á 495 krónur,, herra- skyrtur á 800 krónur og 11.9 kíló af Better Value kattarsandi á 269 krónur Þá er veittur 40-50% afsláttur af snyrtivörum. Nóatún Tilboðin hjá Nóatúni gilda til 27. maí. Pampers bleyjur........998 kr pk 11 Sunglory appelsínudjús.79 kr Tuborglettöl.........49 kr dósin lambasvið..............249 kr kg lambalæri..............599 kr kg Londonlamb.............799 kr kg kjötbúðingur...........329 kr kg bl. pottréttur.........599 kr kg 6x21 kók.................798 kr Clubsaltkex.............49 kr pk 3brúsarJHsjampó 150ml...l99 kr Eins árs ábyrgð er á öllum fatn- aði og þoli hann ekki þá meðferð, sem hann er sagður þola, er það mál verslana og framleiðenda. Að sögn Sesselju þurfa neytendur oft að bíta í það súra epli að standa uppi bótalausir því að þeir hafa ekki meðhöndlað fatnaðinn rétt. Aftur á móti eiga neytendur skaða- bótakröfu á hendur efnalaugum, ef sannað er að flíkur eyðileggjast innan veggja þeirra. „Ábyrgð efna- lauga er mjög mikil þó svo að ann- að kunni að vera tekið fram á þeim miðum, sem viðskiptavinurinn fær í hendur þegar hann fer með flík í hreinsun. Um leið og maður sækir þjónustu eitthvað, ber þjónustuaðili alla ábyrgð á þeim hlut, sem skilinn er eftir. Ef efnalaugaeigendur telja að efnið sé þannig að eitthvað geti komið fyrir það við hreinsunina, eiga þeir að segja viðskiptavinum frá því strax því þeir eru sérfræð- ingarnir. Við hin höfum keypt okk- ur flíkur í góðri trú og vitum ekki hvort þær hafa komið rangt merkt- ar utan úr heimi eða ekki. Þá ber starfsfólkinu að segja iyrirfram ef ekki er tekin ábyrgð á hlutum, s.s. álímdum efnum, fóðri, pallíettum, hnöppum, tölum og öðru slíku. Ef það er ekki gert, er ábyrgðin efna- lauganna. Ef á hinn bóginn sannast að fatnaður hefur komið vitlaust merktur, er viðkomandi verslun bótaskyld og þar með framleiðand- inn,“ segir Sesselja. Lágmarksþekking engin Trefjaefnafræðingur starfar á vegum Neytendasamtakanna sem metur ágreiningsmál, sem upp koma. Ef ágreiningur rís um niður- stöðu hans er í verkahring sérstakr- ar efnalauganefndar að úrskurða. „Samstarf við efnalaugaeigendur hefur batnað verulega á síðustu 2-3 árum,“ segir Sesselja, en því miður séu engin lög fyrir því að efnalauga- eigendur þurfi að hafa tilskylda þekkingu á þeim efnum og flíkum sem þeir taka að sér. „Það er í raun nóg að opna efnalaug og setja vélar í gang.“ ■ JI Getur verið að neysla hvítlauks lækki kólesteról? UM árabil hafa þeir sem vinna við rannsóknir kannað ágæti hvít- lauksins og í nýju hefti heilsuritsins Prevention segir frá nýrri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum. í henni voru það liðlega 40 manns með hærra magn af blóðfitu en gengur og gerist sem bruddu hvítlaukstöflur í 12 vikur. Að loknum þessum tíma hafði blóðfitan minnkað um 6% hjá þeim sem bruddu hvítlaukstöflur á með- an talan var um 1% í samanburðar- hópnum. Einnig þótti ljóst að blóð- þrýstingur hefði lækkað. Enn sem komið er þykir of snemmt að koma með yfirlýsingar um ágæti hvít- lauksins að þessu leyti og F. Gil- bert McMahon prófessor við læknadeildina hjá háskólanum í New Orleans segir að frekari og ítarlegri rannsókna sé þörf áður en stór orð eru sögð. Almenningi til upplýsinga má benda á að þessar hvítlaukstöflur eru ekki eins og þær sem hægt er að kaupa úti í búð, þær eru sterkari og öðruvísi samsettar í þessu skyni. Nýjar töskur sem halda köldu og heitu ÞESSA dagana er hjá versluninni Pipar og Salt verið að taka upp nýjar vörur frá írska fyrirtækinu Cally & Co. Er um að ræða kæli- töskur sem eiga að halda heitu og köldu í allt að 8 klst. Það er fóðrið sem gerir að verkum að hægt er að halda kulda og hita á því sem í töskunum er. Töskurnar koma í fjórum stærðum, þær eru úr bómull að utan og eru fáanleg- ar í mörgum litum. Það má þvo þær við 40 gráðu hita og þær kosta frá 1250 kr. í stíl við tösk- urnar'er hægt að kaupa tehettur, svuntur og grillhanska. ■ Edik og eldhúsverkin EDIK er til margra hluta nytsamlegt og má t.d. benda á að menn losna við fisklykt af höndum með því að skola þær með lítilsháttar ediki. Þá má eyða tóbaksþef úr her- bergi ef skál með vatni og ediki er látin standa þar inni. Gamalt sinnep verður sem nýtt ef smáedik- slettu og strásykri er blandað sam- an við það. Og súkkulaðitertur verða mýkri og safaríkari ef mat- skeið af ediki er notuð með lyfti- duftinu. Þá má ná salti af skóm með blöndu af vatni og ediki til helm- inga og loks er sagt, að tannburst- ar endist lengur ef þeir eru lagðir í vatn og edik á hálfsmánaðar- fresti. Attu von á M? SNÆLDUR: Snælda 1) Leikfimi og slökun fyrir barnshafandi konur. 2) Slökun og fæðing. 3) Almenn slökun fyrir alla. SLITOLIA: Einstaklega góð slitolía, róðlögð af læknum. Engin aukaefni. Krem fyrir þreytta og pirraða fætur ósomt kastoníubaðmjólk, sem hentar barnshafandi konum sérlega vel. Spangarolía. SARAR VORTUR: Lansinoh gæðakremið fyrir og eftir. Brjóstvörtuhlífar, hand- mjaltaskólar m/pela. Vörtuformarar, brjóstaglös og hjólpar- brjóst. VÍTAMÍNDRYKKIR ISólber, slónber, birki. Styrkjandi, hressandi orkugjafi. Flóra- dix, blóðaukandi. MÍÓIkliraukandÍ t6 úr viðurkenndum jurtum. STUÐNINGSBELTI: Stuðningsbelti og brjóstahöld. Innlegg úr ull og bómull, einn- ig einnota ón plasts. ULL 06 SILKI: Ullor- og silkifatnaður fyrir mömmu og barnið. Hógæðavara ó góðu verði. BURÐARPOKAR: Margar tegundir burðarpoka, m.a. ruggupokinn góði. Einnig ferðafélagar, bleiutöskur og bakpokar, borðstólor og baðgrindur. ULLARGÆRUR: Nýsjólenskar gærur, sérmeðhöndlaðar fyrir kornabörn, í vögg- uno, rúmið, vagninn og kerruna. Mó þvo í þvottavél. Einnig isl. gærupokar ó hagstæðu verði, mokkahúfur og skór. BLEIUR: Margar tegundir af margnota bleium og bleiuinnleggi. Nóttúru- vænar. Ódýrari. Eitthvað fyrir alla. BLEIUBUXUR: Margar gerðir af bleiubuxum úr ull og bómull í öllum stærð- um. Einnig sérhannaðar bleiubuxur fyrir gömlu góðu bleiurn- or. Þurrbleiur, margnota, einnota. UNDIRLEGG: Undirlegg í vöggu og rúm úr ull, úr bómull. Einnig úr bóm- ullarklæddum nóttúrugúmmímassa. Vögguklæóingar í hvítu og í litum eftir vali. TEPPI: Teppi úr lanolinborinni ull, úr bómull, margar gerðir, þykk, þunn, margir litir. KREM OGOLÍUR: Calendula barna-jurtavörurnar, olíur, krem, sópur i hógæða- flokki. Engin aukaefni. Ofnæmisprófaóar. Einnig krem og ol- íur fyrir mömmu og alla fjölskylduno. HARLOS. Rósmarin jurta-hórvatn, sjampó og olíur fyrir allar hórgerðir. Vinnur gegn og stöðvar hórlos og flösu. Gefur hórinu ferskan blæ. ÖGLEÐI: Armband með þrýstihnoppi gegn ógleði og sjóveiki. Viður- kennt af sænsku og bresku heilbrigðisþjónustunni. LEIKFONG. Tréleikföng í hæsta gæðaflokki, unnin úr trjóm, sem hafa gefið af sér olíu í 25 ór og því lokið hlutverki sínu sem slík og önnur gróðursett i staðinn. Ekkert tekið fró nóttúrunni. Litir og lökk ón eiturefna. Úti- oo inoioallai úr hreinum etnum í miklu úrvali. Geríð VerðSamanbUrð. SjÓn ei SÖQU IíkaiÍ.(Geymið auglýsinguna) fí ÞUMALÍNA — Leifsgötu 32. Opið virka daga kl. 10-18 og ú sunnudögum kl. 15-16. Póstsendum. Sími 12136. Fax 626536.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.