Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 45 nokkurn tímann gefið mér og ég fæ hana aldrei aftur. Eg vona bara að vinkonur mínar og vinir þínir reyni að sýna mér það traust og þann skilning sem þú hefur ávallt sýnt mér, þó að það sé aldrei hægt, því að betri vin og bróður er ekki hægt að fá. Ég vona að sál þín lifi til að lesa þetta vegna þess að ég fékk aldrei tíma til að segja þér að ég elska þig meira en nokkur orð frá lýst. Þín besta vinkona og systir, Sigríður Eyrún. Okkur er bæði ljúft og skylt að minnast góðs vinar okkar með þakk- arorðum, en hann lést 13. maí síðast- liðinn. Ungur drengur er genginn á vit feðra sinna. Á fallegu, sólríku vor- kvöldi barst okkur helfregnin sem reiðarslag, að einn af okkar bestu vinum hefði fallið frá í blóma lífsins. Sársaukinn kvelur hjarta okkar og sál, það eina sem við getum sagt er: Hvers vegna? Það var hræðilegur sjúkdómur sem hrifsaði Bjarka okkar burt á einungis örfáum klukkustundum. Við vorum skilin eftir með fá svör, sem veldur því að við spyijum: Hver þarfnast hans meira en við? Á stundu sem þessari lítum við aftur í tímann þegar hann var á meðal okkar. Við minnumst hans alltaf sem fjörugs og lífsglaðs, mynd- arlegs stráks sem hleypti ávallt lífi í hópinn. Hann vildi aldrei horfa upp á vini sína dapra, hann gafast ekki upp fyrr en gleðin náði að yfirbuga leiðann. Hann var foreldrum sínum, systkinum og vinum til sóma. Stóra skrefið sem Bjarki tók út í eilífðina verður aldrei stigið til baka, en við erum öll þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann hjá okkur í þenn- an skamma tímá, og minningamar geymum við á öruggum stað, í hjört- um okkar. Sorgin hefur heltekið okkur öll og lítið er eftir í tárapokum okkar, en tárin þurfa ekki að birtast til að sýna söknuð okkar, heldur höfum við hvert annað til taka höndum saman og takast á við það sem framundan er. Elsku Sigga okkar, það er fátt um orð á svona sárum stundum og við vitum öll að Bjarki elskaði þig af öllu hjarta og hefur ekki viljað bregð- ast þér á þennan hátt, skilja þig eftir í depurð og sorg. Elsku Friðrik, Þuríður, Amar, Sigga, Viðar og aðrir ástvinir, við viijum votta ykkur dýpstu samúð og vonum að guð gefi ykkur styrk á þessum erfíðu tímum í lífí ykkar. Við sem þekktum Bjarka munum alltaf minnast hans sem yndislegrar manneskju. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. (Magnús Ásgeirsson) Sara Hlín Hálfdanardóttir og Kristín Gísladóttir. Bróðir minn hann Bjarki góður bróðir var, hann gat alltaf hjálpað mér hvenær sem var. En nú er hann farinn hann Bjarki bróðir minn. En eitt mun aldrei gleymast, minning mín um hann. Kveðja frá bróður. Viðar Friðriksson.. Bjarki frændi, Það var leiðinlegt að þú skyldir þurfa að fara svona snemma. Eg veit að þú munt verða okkur öllum til sóma hvar sem þú ferð, og ég mun sakna þín þangað til við hittumst aftur. „Lifðu alltaf í fyllingu þeirra augnablika sem þú lifir í.“ Þinn frændi^ Órn Úlfar (Bassi). Fleiri minningargreinar um Bjarka Friðriksson bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. 3M Léttvatn Aftur kemur vor í dal: Plöntusalan í Fossvoaá (ekur á sii» lii Sérstök ráðgjöf! Sigvaldi Asgeirsson skógfrœðingur leiðbeinir frá kl.10—15 Úrval trjáa og runna Ofiið kl. ö-1 ii, um httltjitr kt. 9-17. VesiAff SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspitalann, sími 641770. Beinn simi söludeildar 641777 ISLENSKUR IÐNAÐUR OKKAR ALLRA nýjum helml. Lífskjör verða ekkl bætt með auklnnl sðkn í náttúruauðlindlr. Það reynlr á okkur sjálf. Vlð elgum metnað, vllja, hugsun og kratt. Aukum verðmstasköpun og bætum lífskjör þjóðarlnnar. Sköpum okkar eigln framtíð. ÍSLAND ÞARFNAST IBNABAR. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samtok atvlnnurekenda i Iðnaðl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.