Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1903
49
Minning
í
Sæmundur Jónsson
frá Bessastöðum
| Fæddur 28. nóvember 1915
Dáinn 13. maí 1993
| Engan kvíða, ekkert sorgarlag,
aðeins þakkir fyrir góðan dag.
(Jón Jónsson)
Afi okkar hefur gengið sín síðustu
spor í þessum heimi. Hluti af okkur
er tómur, en annar fullur af minning-
um og gleði. En minning hans mun
lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð.
Er við hugsum um allar þær stund-
ir sem við áttum með honum, fyll-
umst við gleði og ánægju yfir að
hafa verið það heppin að fá að kynn-
ast honum.
Að fara til afa og ömmu í sveitina
var okkar mesta ánægja. Nóttina
áður en farið var norður var lítið
sofíð vegna eftirvæntingar.
á Þó að við værum ekki há í loftinu
var alltaf nóg handa okkur að gera.
Skemmtilegast fannst okkur þó, að
á fara með afa að sækja kýrnar upp
í fjall og taka þátt í heyskapnum.
Hann hafði alltaf í nógu að snúast,
j en samt gaf hann sér alltaf tíma til
™ að bregða á leik.
Alla ævi borðaði afi fulla skál af
hafragraut og súrt slátur á morgn-
ana og kepptumst við um að vera á
undan honum með grautinn. Strax
eftir hádegismatinn fleygði afi sér
útaf í smá stund og þótti okkur oft
gott að leggja okkur hjá honum.
Eftir að afi og amma fluttust úr
sveitinni á Krókinn hafði hann meiri
tíma fyrir okkur og þá kynntumst
við honum enn þá betur. Gátum við
þá setið tímunum saman og spjallað.
Elsku amma okkar, Guð gefi þér
styrk til að halda áfram á sömu braut
og áður, þrátt fyrir missinn.
Okkur langar að kveðja afa með
ljóði sem langafi okkar orti eftir vin
sinn.
Ég kveð þig, vinur, beztu, beztu þökk.
Björt er sól, þó skýin séu dökk.
Tíðum sótti ég eld á arin þinn,
þá illa gekk að tendra logann minn.
Drottinn blessi alla, er unna þér,
sem eru famir, eða dvelja hér,
og gefi þeim að lifa í ljóssins trú,
sem leggur milli sólkerfanna brú.
Mér gefur sýn, þú kemur heill i hlað,
heilsa vinir þér á fögrum stað.
Mér gefur sýn, og gleðin hrifur mig,
guðleg birta ljómar kringum þig.
Engan kvíða, engan sorgar hreim.
Allir komum við að lokum heim.
(Jón Jónsson)
Elva, Hlynur, íris og Bylgja.
Það var og er líka gott að koma
til ykkar á Óldustíginn, en það er
stutt síðan ég talaði um ömmu og
afa á Bessastöðum, svo sterk er
minningin, enda ykkar óðalssetur.
Ég held því að þú sért mjög ánægð-
ur yfir því hvað Jón Eyjólfur býr þar
nú myndarlegu búi.
Þú hefur átt viðburðaríka ævi og
horft á miklar breytingar gerast í
þjóðfélaginu og mannlífinu. Ég fer
nokkuð nærri um það, því bæði hef-
ur mamma sagt mér heilmikið um
sína barnæsku (hvernig heyskapur-
inn fór fram sem og aðrar vinnuað-
ferðir) og svo það sem þú hefur sagt
mér frá. Það var mér til dæmis mjög
mikilvægt og eftirminnilegt að fá
leiðsögn þína í Glaumbæ, fæðingar-
stað þinn. Ég þakka þér fyrir þessa
innsýn í fortíðina. Hún hjálpar mér
til að skilja nútíðina, því öll lifum
við miklar breytingar á þjóðfélaginu
og í mannlífinu. Ég hef til dæmis
oft borðað með þér hinn landsfræga
morgunmat, hafragraut og slátur,
heima í Skriðu súrmjólk og kornflex
eða jólaköku og svo cappuccino og
briosce á Ítalíu.
Luigi biður mig að skila kærum
kveðjum til þín og þakkar fyrir stutt
en góð kynni.
Elsku afi, þakka þér fyrir allar
ri
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
cágED
P E R i. a N sími 620200
samverustundirnar og megir þú hvíla
í friði og sælu hjá Guði.
Ástarkveðjur til ömmu og allrar
flölskyldunnar.
Þín Ragnheiður.
Sæmundur Jónsson frá Bessastöð-
um í Sæmundarhlíð verður jarðsung-
inn frá Reynistaðarkirkju föstudag-
inn 21. maí, en hann lést á heimili
sínu á Sauðárkróki aðfaranótt
finnntudagsins 13. maí sl.
Margs er að minnast þegar litið
er yfir farinn veg liðinna ára og
margt að þakka fyrir ánægjuleg
t
Systir okkar,
GUÐLEIF GUÐJÓNSDÓTTIR,
andaðist í Hafnarbúðum 19. maí.
Systurnar.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURGEIR GUÐJÓNSSON,
Ásabraut 3,
Grindavík,
verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 22. maí
kl. 14.00.
Guðrún Einarsdóttir,
Ásdís Sigurgeirsdóttir, Bjarni Þórarinsson,
Guðmundur Ó. Sigurgeirsson, Jóhanna Sigurðardóttir,
Sigrún Sigurgeirsdóttir, Arnbjörn Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
IÉ Elsku afi.
Þú er líkamlega farinn frá okkur,
en ég veit að þú ert með okkur í
% anda og fylgist vel með hvað við,
afkomendur þínir, tökum okkur fyrir
hendur. Það eru ekki margir sem
4 £eta hrósað því happi, eins og þú
og amma, að eiga svona mörg börn,
barnabörn og bamabarnabörn og
vera elskuð og eftirsótt af þeim öll-
um. Við munum hjálpa ömmu til að
láta sér líða vel og viðhalda ættar-
tölubókinni þinni. Þú þarft ekki að
hafa áhyggjur af neinu öðru núna
en að njóta friðarins og samveru
barns og barnabarna þinna sem njóta
hins sama friðar.
Mér þykir leitt að geta ekki verið
viðstödd jarðarförina þína, en því
miður aðskilur Atlantshafið mig frá
ykkur. Ég verð þó viðstödd í hugan-
um og bið til Guðs fyrir þér og ömmu.
Ég á margar góðar minningar um
lug, kæri afi, og tengjast þær mest
H Bessastöðum. Þar kom ég oft með
foreldrum mínum og systkinum og
áttum við þar ógleymanlegar sam-
$1 verustundir.
t
Hjartkær móðir mín,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Hátúni 10,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
föstudaginn 21. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á Krabbameinsfélag íslands.
Fyrir hönd systkina og annarra
aðstandenda,
Aðalheiður Helgadóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGMARS PÉTURSSONAR,
Breiðdalsvík.
Guð blessi ykkur.
Kristrún Gunnlaugsdóttir,
synir, tengdadætur og barnabörn.
samskipti og samverustundir.
Sæmundur fæddist 28. nóvember
1915 í Holtskoti, Seyluhreppi,
Skagafirði. Foreldrar hans voru þau
Jón Jónsson bóndi og hagyrðingur í
Holtskoti og Soffía Jósafatsdóttir frá
Krossanesi, Vallhólma. Jón bar á
efri árum skáldanafnið Jón Jónsson
Skagfirðingur. Sæmundur var elstur
þriggja systkina sem bæði lifa bróður
sinn, þau eru Hansína, fædd 11. máí
1923 og Valtýr, fæddur 30. desem-
ber 1925.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum
í Holtskoti, Geldingaholti og
Glaumbæ í Skagafirði. Hinn 30. maí
1937 kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni, Mínervu Gísladóttur frá Bessa-
stöðum í Sæmundarhlíð. Þau hófu
búskap sama ár á hluta af jörðinni
Glaumbæ, en fluttust vorið eftir að
Bessastöðum þar sem þau stunduðu
búskap allt til ársins 1985, er þau
fluttust til Sauðárkróks. Foreldrar
Sæmundar, þau Jón og Soffía, flutt-
ust árið 1941 á efri árum sínum til
þeirra Mínervu á Bessastöðum og
voru hjá þeim á meðan þeim entist
ævi til. Með þeim fluttist einnig Jón-
ína Ingibjörg Jónasdóttir, fædd 14.
ágúst 1868, en ína, eins og hún var
jafnan kölluð, hafði komið sem
vinnukona til afa Sæmundar og var
æ síðan hjá ijölskyldunni eða sam-
tals í 82 ár, en hún lést 2. febrúar
1966, og hafði þá verið rúmföst í
15 ár á Bessastöðum. Börn þeirra
Mínervu urðu níu, þar af ungur
sveinn er dó óskírður. Við tengda-
börnin erum átta og afkomendahóp-
urinn er því orðinn stór sem horfir
nú á eftir elskulegum afa og langafa
með trega í hjarta. Sæmundur og
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
Mínerva bjuggu góðu búi á Bessa'-
stöðum, byggðu og ræktuðu jörðina
eins og best varð á kosið. Bæði voru
þau ákaflega natin við skepnur og
unnu landinu og sveitinni sinni.
Sæmundur var ákaflega hógvær
maður, grandvar og algjör reglumað-
ur allt sitt líf. Hann valdist til flöl-
margra trúnaðarstarfa í sínu héraði,
m.a. sem gjaldkeri Sjúkrasamlags*
Sæmundarhlíðar frá 1958 til 1974,
kosinn til hreppsnefndar 1966 og
sem oddviti sama ár og gegndi því
starfi allt til ársins 1982. Sem odd-
viti beitti hann sér fyrir margs konar
framfaramálum í sinni sveit, hann
var félagsmálamaður og naut óskor-
aðrar virðingar og trausts sveitunga
sinna.
Það var unun fyrir okkur tengda-
börn hans að ræða við hann á efri
árum, og æði oft barst talið að bú-
skap og gæðum landsins sem hann
unni. Sæmundur hafði yndi af bók-
um, var vel lesinn og hafði sérstakt
yndi af þjóðlegum fróðleik og ætt-
fræði. Stálminnugur var hann og
virtist þekkja vel til margra býla á
landinu, jafnvel þar sem hann hafði
aðeins einu sinni farið um hérað eða
aðeins lesið sér til um staðhætti og
búsetu.
Fjölskylda Sæmundar, ættingjar
og vinir, kveðja hann nú með sökn-
uði og þakklæti fyrir að hafa fengið
að njóta samvista við hann svo lengi.
Hans verður ávallt minnst af okkur
tengdabörnunum sem mikils gæða-
og drengskaparmanns er við fáum
seint fullþakkað forsjá, handleiðslu
og vináttu sem aldrei bar skugga á.
Blessuð sé minning hans.
Tengdabörn.
t
Útför
SIGURÐAR GUNNARSSONAR,
Bjargi,
Vík f Mýrdal,
fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn
22. maí kl. 14.00.
Systkinabörn
og bróðir hins látna.
t
Móðir okkar,
GUÐNÝ SIGRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR
frá Jórvíkurhjáieigu,
síðast til heimilis
á Droplaugarstöðum,
lést þann 16. maí síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 21. maí nk.
kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vilborg Magnúsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir,
Vilhjálmur Magnússon,
Ingiberg Magnússon.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og jarðarför
INGU Þ. SVAVARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri og Landakotsspítala.
Guðmundur Þorsteinsson,
Helga Ingimarsdóttir,
Ingimar Guðmundsson, Elín S. Harðardóttir,
Armann H. Guðmundsson, Elsa M. Guðmundsdóttir,
Svavar Þ. Guðmundsson, Hildur E. Pétursdóttir,
Logi Ingimarsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður
, minnar, tengdamóður, systur, mágkonu
og ömmu,
HALLDÓRU
HELGADÓTTUR,
Bólstaðarhlið 62,
Reykjavík.
Fríða S. Haraldsdóttir,
Hólmfríður Helgadóttir,
Kristín Helgadóttir,
Þrúður Helgadóttir,
Þóra Sigurbjörnsdóttir,
Sigurbjörn Helgason,
Guðrún Helgadóttir,
Haraldur Sigurðsson,
Óskar Einarsson,
Helgi Sigurbjörnsson.