Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAl 1993 ■ ákvörðun um hvalveiðar snúast um grundvallaratriði gir þolinmæði Norðmanna í hvalveiðimálinu verá á þrotum. Þeir geti ríki brjóti reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins með því að hundsa vísinda- mun Noregur ekki gerast aðili að EB. Hvernig mun hið norræna sam- starf þróast, að yðar mati, ef flest- öll, en ekki öll Norðurlöndin ganga í EB? Allt frá því 1972 hefur hluti Norð- urlandanna átt aðild að EB. Hvort sem þau verða eitt eða fjögur í fram- tíðinni þá tel ég að við verðum að standa vörð um hið norræna sam- starf og sjá til þess að Islendingar fái lausn sinna mála líkt og gert er ráð fyrir með EES-samningnum. Það verður að tryggja að samvinn- unni við íslendinga verði haldið áfram. Þetta munum við Norðmenn leggja áherslu á óháð því hversu mörg ríki á Norðurlöndum munu að lokum ganga inn í EB. Eitt helsta pólitíska deilumálið á Islandi undanfarið ár, og að stórum hluta til einnig í Noregi, hefur verið EES-samningurinn. Hvernig metið þér mikilvægi og framtíð samnings- ins? Ég tel þetta vera mjög mikilvæg- an samning sem tryggir öllum Norð- urlöndunum samningsbundin rétt- indi gagnvart EB. Þarna eru nítján ríki sem myndað hafa sameiginlegt efnahagssamvinnusvæði sem hefur óhjákvæmilega í för með sér veru- lega pólitíska samvinnu. Það er ekki hægt að eiga efnahagssamvinnu án þess að þróa einnig samvinnuna á stjórnmálasviðinu. Það er mjög mik- ilvægt að mínu mati. Þa«**að auki vilja fjölmörg ríki Austur-Evrópu gerast aðilar að EB. Við verðum því sífellt háðari hvert öðru og þurfum að gera samninga sem liggja munu til grundvallar samvinnu okkar. Ég tel því EES- samkomulagið vera óhemju mikil- vægt og hef lagt mikla vinnu í að það verði að veruleika. Maastricht-sáttmálinn um póli- tískan samruna EB var samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu í Dan- mörku á þriðjudag. Á sama tíma sækjast fjölmörg austur-evrópsk ríki eftir aðild. Hvernig mun Evr- ópubandalag framtíðarinnar líta út? Er raunhæft að stefna að pólitískum samruna? Þetta hugtak er alls ekki mjög skýrt. Að mínu mati mun pólitísk samvinna milli Evrópuríkja aukast mjög í framtíðinni. Ég hef hins veg- ar ekki trú á einhvers konar Banda- ríkjum Evrópu eða þeirri hugmynd að bandalagið muni þróast í átt til evrópsks ríkis. Öll saga Evrópu bendir til annars. Hvert einasta Evrópuríki á sér langa þjóðlega hefð þó að við höfum búið hlið við hlið í þúsundir ára. Samvinnan mun styrkjast og dýpka og á sumum sviðum verður tekin upp sameigin- leg stefna, t.d. á sviði efnahags- og utanríkismála. Ég lít hins vegar á þetta sem samstarf sjálfstæðra ríkja. Það sem gerðist í kringum höfnun Dana á Maastricht og nú samþykki þeirra bendir allt í þessa átt. Það verður ekki myndað neitt ofurríki sem mun hafa í för með sér að hin einstöku ríki hverfi. Mikil umræða á sér nú stað um framtíð AtlantshaSsbandalagsins og hvaða verkefnum bandalagið eigi að sinna. Hvemig metið þér framtíð varnarsamstarfs á Norðurslóðum, ekki síst í Ijósi þess að Bandaríkja- menn virðast smám saman vera að draga sig til baka frá Evrópu? Hagsmunir Norðmanna og ís- lendinga eru sameiginlegir í þessum efnum. Við erum Atlantshafsríki en við erum líka evrópskar þjóðir. Það sem skiptir máli, að mati Norð- manna, er að sambandið milli hinna tveggja hluta bandalagsins sitt hvorum megin Atlantshafsins muni ekki rofna. Það er mjög mikilvægt að við starfrækjum áfram bandalag til að standa vörð um öryggishags- muni Evrópu og Atlantshafsins. Oftast er raunin sú að sjónarmið íslendinga og Norðmanna fari þarna saman. Bæði ríkin leggja áherslu á að veikja ekki NATO. Samt sem áður er sú hætta til staðar að bandalagið muni veikjast. Já, í þeim skilningi að fleiri stofn- anir munu koma við sögu. Þar á ég við að Evrópubandalagið er að styrkja samvinnu sína á sviði utan- ríkismála. Ég held þó að það geti einnig orðið til þess að styrkja NATO. Staðan í Evrópu er hins vegar önnur en hún var. Sú ógn sem við okkur blasir er annars eðlis. Atlantsháfsbandalagið mun því einnig taka breytingum. Það er hins vegar gífurlega mikilvægt að bandalaginu verði viðhaldið og að ekki verði búið þannig um hnútana að það sé í andstöðu hvort við ann- að að eiga aðild að NATO og aðild að EB. Þannig lítum við ekki á hlut- ina. Við eigum nú aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu. Með þeirri aðild viljum sýna að við óskum eftir því að taka þátt í jafnt hinni evrópsku öryggissamvinnu sem þeirri á Atlantshafinu. Viðtal: Steingrímur Sigurgeirsson 31 T~ Búnaðarbankinn og Rússlandsviðskipti Bankinn segir ekki um ólögleg viðskipti að ræða FORRÁÐAMENN Búnaðarbankans vísa því á bug að bankinn hafi á nokkurn hátt tengzt ólöglegum viðskiptum. Ríkisútvarpið skýrði frá því í gærkvöldi að Búnaðarbankamenn hefðu komið við sögu viðskipta Rússnesk-íslenzku viðskiptaskrifstofunnar á íslandi, þar á meðal her- gagnaviðskipta þeirra sem Morgunblaðið skýrði frá í júní á síðasta ári, en þá hugðist skrifstofan hafa milligöngu um að útvega stjórnarher Perú varahluti í rússnesk hergögn. Jafnframt sagði fréttastofan að bankaeftirlit Seðlabankans og viðskiptaráðuneytið hefðu gert athuga- semd við viðskiptin. í fréttatilkynningu, sem Búnaðar- bankinn sendi út í gærkvöldi, segir: „í tilefni frétta um milligöngu Bún- aðarbanka íslands um viðskipti með ýmsar vörur til og frá fyrrum lýðveld- um Sovétríkjanna vill bankinn taka eftirfarandi fram: Fyrir nokkrum árum hóf bankinn tilraun með þjónustu sem ýmsir er- lendir bankar höfðu stundað um nokkurt skeið. Fólst þessi þjónusta í því að freista að koma á viðskiptum milli viðskiptamanna bankans og er- lendra fyrirtækja. Bankinn var ekki aðili að neinum viðskiptum heldur freistaði aðeins að koma á viðskipta- sambandi. Megintilgangur þessarar þjónustu var að nýta þekkingu bankans til að efla útflutning á vörum og þjónustu og þar með auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Bankinn telur að þessi starfsemi sé heimild samkvæmt bankalögum. Ekki var tekið gjald fyrir þessa nýju þjónustu. Á síðastliðnu ári var orðið ljóst að þessi tilraun hafði ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt. Henni var því hætt í lok síðasta árs. Bankinn leggur áherzlu á að þær fréttir sem nú hafa komið fram í fjöl- miðlum um ýmsa þætti þessa máls gefa alranga mynd af því sem fram fór. Búnaðarbankinn hefur að sjálf- sögðu aldrei haft milligöngu urri ólög- leg viðskipti." Sveinbjörn Björnsson háskólarektor Brýnt að Háskólinn fái afnot af rásunum HÁSKÓLAYFIRVÖLD vilja fá það tryggt að hluta rásanna 23, sem margir hafa hug á að nýta til endurvarps gervihnattasjónvarps, verði ráðstafað til Háskólans svo hefja megi útsendingar fræðslu- og kennslu- efnis. Háskólarektor sagði í samtali við Morgnnblaðið að þörfin fyrir innlent kennsluefni væri brýn og forsvarsmönnum skólans væri mjög í mun að tryggja að ekki yrði öllum lendrar gervihnattadagskrár. „Ef við getum ekki sent efni á þess- ari tíðni, sem er til ráðstöfunar, þýðir það aukin útgjöld fyrir bæði sendanda og notanda kennslusjónvarpsins. Til er fullt af ódýrum tækjabúnaði fyrir þessa sendingartíðni, ef hann kemur ekki að notum þýðir það aukin út- gjöld,“ sagði Sveinbjörn. Háskólinn sótti upphaflega um leyfi fyrir sjónvarpsrekstri í desem- ber 1991 og sendi skömmu síðar út efni í tilraunaskyni. í kjölfar þessa vöknuðu upp efasemdir um að Há- skólinn mætti standa fyrir slíkum rekstri enda væri hann á íjárlögum. Sveinbjörn sagði að Háskólinn mætti ekki takast slíkan rekstur á hendur rásum ráðstafað til endurvarps er- undir eigin nafni en hinsvegar væri möguleiki á að stofna félag um rekst- urinn sem skólinn ætti aðild að. Sveinbjöm sagði einnig að Háskól- inn ætti fyrirtæki sem mættu annast sjónvarpsrekstur og gætu þannig firrt ríkissjóð íjárhagsábyrgð á hugs- anlegum rekstri. Nefndi hann Sátt- málasjóð sem hugsanlegan eignar- aðila, þótt Háskólinn ætti sjóðinn ekki væri hann sjálfseignárstofnun, og gæti því tekið þátt í slíku. Sveinbjöm sagði að vel mætti fjár- magna útsendingar með því að láta nemendur í hugsanlegum bréfa- og sjónvarpsskóla greiða námskeiðs- gjald. Yið komuna Morgunblaðið/Kristinn GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, heilsar Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, við komuna til Reykjavíkur í gær. Við hlið Davíðs stendur Astriður Thorarensen, eiginkona hans, þá Ólafur Davíðs- son, ráðuneytissljóri í forsætisráðuneytinu, og Helga Einarsdóttir, eiginkona hans, en lengst til hægri er Per Aasen, sendiherra Norðmanna á íslandi. Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, séra Hanna María Pétursdótt- ir, þjóðgarðsvörður, og dr. Sigurður Árni Þórðarsson, eiginmaður henn- ar, tóku á móti norsku forsætisráð- herrahjónunum við útsýnisskífuna á Þingvöllunum. Hélt séra Hanna María þar stutta tölu og minnti á gildi Þingvalla fyrir íslensku þjóð- ina. Hún benti á legu þjóðgarðsins á Atlantshafshryggnum og vék að jarðsögu hans. Séra Hanna María benti forsæt- isráðherrahjónunum síðan á að fyr- ir neðan þau væri Þingvallakirkjan og til hliðar við hana prestsetrið og sumarhús forsætisráðherra (Þingvallabærinn). „Hér fyrir fram- an er svoyátnið með 20-30 milljón- ir físka. Út í það streyma 100 rúm- metrar af vatni á hverri sekúndu, mest gegnum sprungur í hrauninu fyrir neðan okkur. Eitthvað af þessu vatni féll sem snjór fyrir 2000 árum og er þess yegna alveg hreint og ómengað. Vatnið er ein af dýrmæt- ustu eignum þjóðarinnar og minnir okkur á að gæta náttúrunnar eftir fremsta megni,“ sagði séra Hanna María og bætti við að til að auka á merkingu heimsóknarinnar skyldi skálað í tæru íslensku vatni. Var það gert í fjórum silfurbikurum úr Þingvallakirkju og táknar hver þeirra eina höfuðáttanna fjögurra. Dagskráin raskast Eftir að stöðvað hafði verið við útsýnisskífuna var ætlunin að koma að Lögbergi en vegna norðaustan- næðings var ákveðið að opna fyrir bflaumferð um Almannagjána og ók Davíð Oddson, forsætisráðherra, sjálfur norsku forsætisráðherra- hjónunum að Þingvallabænum. Aður en sest var að snæðingi stilltu forsætisráðherramir sér upp fyrir ljósmyndara í bæjardyrunum og spurði þá Gro Harlem Brundtland margs um nánasta umhverfi. í dag fundar norski forsætisráð- herrann með þeim íslenska og ut- anríkismálanefnd. Ráðhús Reykja- víkur verður heimsótt og hádegis- verður snæddur í boði borgarstjóra. Haldið verður í Reykholt eftir há- degi og dagskránni lýkur með kvöldverði í Viðeyjarstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.