Morgunblaðið - 20.05.1993, Side 42

Morgunblaðið - 20.05.1993, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 Minning Karl Guðmunds- son frá Reykholti Fæddur 4. maí 1903 Dáinn 10. maí 1993 Þeir sóttu svo fast sjóinn að í minnum er haft, sagði einn gaml- inginn þegar honum blöskraði „glannaskapur" strákanna sem reru dag eftir dag í suðursjóinn í austanrumbu, en rótfískuðu! „Og enn róa strákarnir. Það er mikið að þeir skuli ekki vera búnir að margdrepa sig.“ Þetta var sagt um Karl Guðmundsson fímmtán ára og félaga hans og jafnaldra er þeir hófu sjómennsku sína á árabát. Félagarnir voru Benóný Friðriks- son (Binni í Gröf), Karl Guðmunds- son þá kenndur við Goðaland, Þor- geir Jóelsson á Sælundi og Magnús Isleifsson í Nýjahúsi. Lífsbaráttan var hörð í byrjun þessarar aldar og segja má með sanni að þeir hæfustu hafí komist til þroska og manns. Ofangreind ummæli voru höfð um „strákana" 1918 og þeir létu víða til sín taka eftir það og voru m.a. flestir þátt- takendur í því að stofna knatt- spyrnufélagið Tý. Nú eru þeir félagar allir horfnir yfír móðuna miklu. Aðeins einn af stofnendum Týs er nú á lífí, en það er Gísli Fr. Johnsen. Sá grunnur 'hem lagður var 1921 var vel gerður og í dag telst knattspyrnufélagið Týr öflugt íþróttafélag á landsvísu. Það er því margs að minnast þegar forvígismaður er kvaddur, en þó fyrst og fremst að þakka, þakka áræði þeirra og þor sem einkenndi þá til allra verka í harðri lífsbaráttu. Karl Schiöth Guðmundsson fæddist í Reykjavík 4. maí 1903. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon, trésmiður og bæjarfull- trúi frá Amarhóli í Vestur-Landeyj- um og kona hans Helga Jónsdóttir. Ungur flyst hann með foreldrum sínum til Vestmannaeyja og bjuggu þau á Goðalandi. Hann byijaði snemma að stunda sjómennsku eins og fyrr er frá greint og varð formað- ur á mótorbáti. Hann þótti dijúgur aflamaður og farsæll formaður. Hann var skipstjóri í 16 ár. Hætti hann sjómennsku 1943, en það var langt frá því að hann hætti afskipt- um af útgerð og sjómennsku, því 1934 var hann orðinn meðeigandi í m/b Ver ásamt Jóni bróður sínum og mági, Björgvin Jónssyni frá Garðstöðum. 1. nóvember 1957 verður Karl trúnaðarmaður Báttaábyrgðafélags Vestmannaeyja og gegnir því starfí til 1973 ásamt því að taka saman aflaskýrslur í Vestmannaeyjum fyr- ir Fiskifélag íslands. 1974 veitti Sjómannadagsráð Vestmannaeyja Karli heiðursskjal fyrir gifturíkt starf í þágu sjómannastéttarinnar og byggðarlagsins. Karl fluttist til Reykjavíkur 1973 ásamt eiginkonu sinni, Unni Jóns- dóttur, en heimili þeirra stóð lengst í Reykholti við Urðarveg. Þeim varð þriggja barna auðið, eru þau Jón (fæddur 12. ágúst 1934), Guð- mundur (fæddur 9. júní 1936) og Karl Ellert (fæddur 5. desember 1944). Karl er heiðursfélagi Týs og hef- ur stutt dyggilega við bakið á félag- inu í gegnum árin. Það er hveiju félagi lífsnauðsyn að hafa sér til stuðnings flokk ósérhlífinna og dugmikilla karla og kvenna sem leita má til í blíðu og stríðu. Karl fyllti þann flokk. Hann hafði sig sjaldan í frammi en var traustur þegar á reyndi. Knattspyrnufélagið Týr vill með þessum fáu orðum þakka fyrir það brautryðjendastarf sem hann vann og ódrepandi dugn- að hans við það að gera félagið að því sem það er í dag. F.h. knattspyrnufélagsins Týs, Ólafur Týr, formaður. -----♦ ♦ ♦----- Opið hús í Verzlunar- skólanum OPIÐ hús verður í Verzlunar- skóla Islands laugardaginn 22. maí nk. kl. 14-17. Nýútskrifuð- um grunnskólanemum og að- standendum þeirra gefst þá kost- ur á að skoða húsakynni skólans og ræða við kennara og nemend- ur um skólalífið. Kennarar verða til viðtals við væntanlega umsækjendur og for- eldra þeirra og nemendur skólans kynna félagslíf sitt og nám. Bóka- safn skólans, sérkennslustofur og íþróttahús verða til sýnis fyrir gesti sem og tækja- og tölvubúnaður skólans. í nútíma þjóðfélagi byggir af- koma fólks og fyrirtækja í öllum atvinnugreinum í vaxandi mæli á verslun og viðskiptum. Verslunar- fræðsla er því mikilvægur þáttur í menntun þjóðarinnar sem ástæða er til að fólk kynni sér vel þegar það hugar að uppbyggingu náms fyrir ungt fólk við loka grunnskóla. (Fréttatilkynning) -----♦ » 4----- Fyrirlest- ur Gloriu Karpinski GLORIA Karpinski heldur fyrir- lestur í sal Stjórnunarskólans (niðri), Sogavegi 69, Reylgavík, miðvikudaginn 26. maí um mátt okkar til sköpunar og heilunar. Hvernig breytingar í lífinu geta aukið sjálfsvitun okkar og leitt okkur til frekari þroska og hvernig við getum notað guðs- kraftinn hið innra. Gloria Karpinski er leiðbeinandi og heilari frá Bandaríkjunum. Frá árinu 1976 hefur hún starfað sem kennari og andlegur leiðbeinandi víðsvegar um heim, m.a. í Banda- ríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Japan og á íslandi. Súní 631000 Símaþjónusta í læknahúsinu Domus Medica, Egilsgötu 3, er alla virka daga frá kl. 8.00-19.00 í aðalskiptiborði. Sími 631000. Upplýsingar um viðtalstíma og tímapantanir hjá einstökum læknum, tannlæknum og öðrum, sem starfa í húsinu, eru í eftirtöldum símanúmerum: Læknar Sérgrein Sími Kristján Sigurjónsson Röntgengreining 631015 Agúst N. Jónsson Kvensjúkdómar og fæðingahjálp 631061 Lárus Helgason Tauga- og geðlækningar 631067 Bjarni Hannesson Heila- og taugaskurðlækningar 631067 Matthías Kjeld Meinafræði og rannsóknir 631042 Björgvin A. Bjarnason Heimilislæknir 631045 Oddur Fjalldai Svæfingalæknir 631047 Björn Tryggvason Svæfingalæknir 631055 Ólafur Einarsson Lýtalæknir og alm. skurðlæknir 631047 Daníel Guðnason Háls-, nef- og eyrnalæknir 631013 Ólafur Ingibjörnsson Heimilislæknir 631054 Einar Oddsson Lyflækningar og meltingarsjúkdómar 631063 Rafn Ragnanson Lýtalæknir 631055 Elías Ólafsson Taugalæknir. Neurology. 631067 Rannsóknastofan Domus Medica Esra Pétursson Sálgreining og geðlækningar 631058 - Meinafræði og rannsóknir 631042 Frosti Sigurjónsson Heimilislæknir 631053 Ríkarður Sigfússon Bæklunarlækningar 631052 Geir Ólafsson Þvagfæraskurðlækningar 631044 Rögnvaldur Þorleifsson Bæklunarlækningar 631063 Guðjón Guðnason Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp 631057 Röntgen Röntgenmyndataka og röntgengreining 631015 Guðjón Sigurbjörnsson Svæfingalæknir 631046 Sigmundur Magnússon Lyflækningar og blóðsjúkdómar 631033 Guðjón Vilbergsson Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp 631064 Sigurður Jónsson Heimilislæknir 631038 Guðmundur Elíasson Heimilislæknir 631037 Sigurður Þ. Guðmundss. Efnaskiptasjúkdómar 631057 Guðmundur Guðjónsson Beina- og liðskurðlækningar 631011 Snorri Jónsson Barnalæknir 631051 Guðmundur Steinsson Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp 631064 Stefán Helgason Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp 631066 Gunnar Valtýsson Lyflæknir. Innkirtla- Svanur Sveinsson Heimilislæknir 631044 og efnaskiptasjúkdómar 631063 Sveinn Rúnar Hauksson Heimilislæknir 620622 - 631036 Gunnlaugur Snædal Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp 631061 Sverrir Bergmann Neurology 631039 Halldór Baldursson Bæklunarlækningar 631033 Valur Júlíusson Heimilislæknir 631035 Halldór Jónsson jr. Bæklunar- og hryggjarskurðlæknir 631051 Þorgeir Jónsson Heimilislæknir 631014 Helgi Jónsson Gigtarlækningar 631057 Þórir Njálsson Lýtalæknir 631052 Helgi Valdimarsson Ónæmis- og oínæmissjúkdómar 631057 Þórir Ragnarsson Heila- og taugaskurðlæknir 631038 Hulda Sveinsson Barnalæknir 631051 Örn Smári Arnaldsson Röntgengreining 631015 Ingólfur Hjaltalín Barnalæknir 631052 Jóhann G. Þorbergsson Lyflækningar og gigtarsjúkdómar 631039 Tannlæknar Sérgrein Sími Jón Guðgeirsson Húðsjúkdómar 631036 Margrét Rósa Grimsdóttir Barnatannlæknir 631031 Jón H. Alfreðsson Kvensjúkdómar og fæöingahjálp 631062 Ólafur Höskuldsson Barnatannlæknir 631031 Jón Hannesson Skurðlæknir 631066 Pétur H. Ólafsson Tannréttingar 14723 Jón J. Nielsson Skurðlæknir 631054 Þórður Eydal Magnússon Tannréttingar 14723 Jón K. Jóhannsson Skurðlæknir 631045 jón Þ. Hallgrimsson Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp 631062 Önnur starfsemi Sérgrein Sími Jón Þorsteinsson Lyflækningar og gigtarsjúkdómar 631057 Hilmar Herbertsson Contact-sjóngler 631013 Karl Strand Tauga- og geðfræði 631034 Hjúkrunarþjóaustan Hjúkrunarþjónusta 631084 Knútur Björnsson Lýtalæknir 631046 Medihár ísland Hárisetning 631010 (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.