Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 10
10i MORGUXBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍl 1993 ■;> VEITINGAREKSTUR í EIGIN HÚSNÆÐI Til sölu, af sérstökum ástæðum, þekktur veitingastaður í eigin húsnæði. Staðurinn er mjög vel búinn tækjum og fallega innréttaður. Veitingastaður m. mikla sér- stöðu. Afh. e. samkl. Upplýsingar á skrifstofu okkar. HUGINN fasteignamiðlun, Borgartúni 24, sími 625722. Við Háskólann Glæsileg húseign á tveimur hæðum ca 300 fm ásamt einstaklingsíb. í kjallara og 30 fm bílskúr. 3 stofur, 6-7 herb. Parket á stofum, fallegt baðherb. og eldhús end- urnýjað. Falleg ræktuð lóð. Hitalögn íbílaplani. Einstök eign á frábærum stað. Bein sala eða skipti á minni eign koma til greina. Laust e. samkl. Upplýsingar á skrifstofu okkar. HUGINN fasteignamiðlun, Borgartúni 24, sfmi 625722. Ýmis fyrirtæki til sölu ★ Efnalaug í Reykjavík. Góð tæki og staðsetning. ★ Heildverslun með byggingaefni og einingahús. Góð sambönd sem bjóða upp á mikla möguleika. ★ Verktakafyrirtæki á sviði viðhalds húseigna. Góður tækjakostur, eigið húsnæði. ★ Bílaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu. Gott leiguhúsn. ★ Ölstofa með meiru miðsvæðis í höfuðborginni. Hagstæð greiðslukjör í boði. ★ Veitingarekstur - ölstofa í sjávarþorpi á Vestfjörð- um. Fyrirtækið er vel búið og er í eigin húsnæði. Upplýsingar á skrifstofunni. • FYRIRTÆKJASTOFAN [YJíH* varsiann. naogjor, DOKnaia, I ' I skattaðstoðog sala fyrirtækja Skipholti 5, Reykjavík, simi 622212 911 KA 91 97A LARUS Þ' VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASUÓRI L I I vJU‘LlO/U KRISTINNSIGURJONSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Sérhæð - öll eins og ný Skammt frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Miðhæð í þríbýlishúsi um 140 fm auk bílskúrs, geymslu- og föndurherb. í kj. Húsið er nýmál- að og sprunguþétt. Laus fljótl. Tilboð óskast. Fyrir smið eða laghentan Efri hæð 4ra herb. um 100 fm í þríbhúsi við Miklubraut. Sérhiti. Tvenn- ar svalir. Nýlegt gler. Mikið rými fylgir i risi. Gott verð. í lyftuhúsi - öll eins og ný Glæsileg 2ja herb. íb. á 6. hæð við Kleppsveg inni við Sund. Sólsval- ir. Frábært útsýni. 40 ára húsnæðislán kr. 1,9 millj. Laus nú þegar. Skammt frá Dalbraut - gott verð Vel með farin 4ra herb. íb. á 4. hæð, tæpir 90 fm. Nýl. gler. Sólsval- ir. Danfoss-kerfi. Risherb. fylgir m. snyrt. Útsýni. Laus 15. júní nk. Verð aðeins kr. 6,5 millj. Björt og hlýleg við Tómasarhaga Nýleg og góð 4ra herb. íb. á 3. hæð/þakhæð. Sólsvalir. Mikið útsýni. Háaloft - viðarklætt fylgir. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. Á frábæru verði 3ja og 4ra herb. íbúðir m.a. við: Stóragerði, Njálsgötu, Kleppsveg, Hverfisgötu og viðar. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Nýtt og vandað stein- og stálgrindahús grfl. um 300 fm við Kaplahraun, Hafnarf. Vegg- hæð 7 m. Glæsilegt ris 145 fm íb./skrifst. Húsið má stækka. Möguleik- ar á margskonar nýtingu. Eignaskipti möguleg. Daglega leita til okkar fjársterkir kaupendur með margskonar óskir um fasteignaviðskipti. Sérstaklega óskast: Húseign með tveimur ib., húseignir í miðb. eða nágr., íbúðir og íbúðarhæöir með bilskúrum og gott íbúðar- og skrif- stofuhúsn. sem næst miðb. • • • Opiðfdag kl. 10-16. Opið á laugardaginn. Almenna fasteignasalan sf. varstofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 UM HELGINA Tór.list Kóramót eldri borgara Sex kórar eldri borgara, víðs vegar af landinu, munu halda söngskemmtun í Hallgrimskirkju næstkomandi Iaugar- dag, 22. maí. Þetta má telja einstæðan atburð, en tilefnið er að nú stendur yfir ár aldraðra í Evrópu og ennfremur verð- ur kóramót eldri borgara í Evrópu hald- ið hér á landi á næsta ári. Kórarnir eru þessir: Samkór eldri borgara, Selfossi, undir stjóm Sigurveigar Hjaltested, Söngfélag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni undir stjórn Kristínar Pjeturs- dóttur, Kór Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík undir stjórn Sigurbjárgar Hólmgrímsdóttur, Kór Félags aldraðra á Akranesi undir stjórn Sigurðar P. Braga- sonar, Söngvinir, kór Félagsstarfs aldr- aðra í Kópavogi undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur, Kór eldri borgara á Suður- nesjum undir stjórn Hlífar Bragadóttur og Vorboði úr Mosfellsbæ undir stjóm Páls Helgasonar. Sumarfagnaður Hamrahlíðarkóra Hamrahlíðarkórinn og Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð halda vortónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag, fimmtudaginn 20. maí, uppstigningar- dag, kl. 15.00. Á efnisskrá tónleikana eru verk sem fjalla um árstíðirnar, eink- um vorið og meðal tónskálda eru Atli Heimir Sveinsson, Jón Nordal, Karólína Eiríksdóttir, Béla Bartók, Grieg, Hedw- ell og Hindemith. Hamrahlíðarkórinn og Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð hafa á þessu skólaári minnst þess með ýmsum hætti að 25 ár em liðin síðan kórstarf hófst í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Burtfararpróf Arnars Bjarnasonar Arnar Bjarnason lýkur burtfararprófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum með tónleikum í Gerðubergi á laugar- dag, 22. maí kl. 17.00. Arnar er nem- andi Þorsteins Gauta Sigurðarsonar og verkefnin sem hann leikur á tónleikunum í Gerðubergi eru Prelúdía og fúga í B- dúr eftir J.S. Bach, Sónata op. 10 nr. 2 eftir Ludwig van Beethoven, Etýða op. 10 nr. 6 eftir Chopin, Prelúdía eftir Rac- hmaninov, Estampes eftir Claude De- byssy og Pólonesa op. 53 í As-dúr eftir Chopin. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Lísa sýnir í Úmbru Lísa K. Pétursdóttir opnar sýningu á grafíkverkum i Gallerí Úmbru í dag, fimmtudaginn 20. maí, kl. 15.00. Lísa hefur áður haldið einkasýningar á ísafirði 1984, Bókasafni Mosfellsbæjar 1984 og Tornio, Finnlandi, árið 1985, auk þess að hafa tekið þátt í fjölmörg- um, grafíksamsýningum, hér heima og erlendis frá 1979. Öll verkin á sýning- unni era unnin á þessu ári. Sýningunni lýkur 9. júní næstkomandi. Myndlistarsýning í Götugrillinu Þessa dagana stendur yfir sýning á verkum Péturs Gauts Svavarssonar, myndlistarmanns, í Götugrillinu í Borg- arkringlunni. Pétur er fæddur árið 1966 og stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1986-1987, raálaradeild MHÍ 1987-1991 og leikmyndadeild Stat- ens Teater Skole í Kaupmannahöfn 1991 til 1992. Hann hefur gert leikmyndir fyrir ýmis áhugahópa. Sýning Péturs stendur til 15. júnf. Valgerður í Listmuna- húsinu Sýningu Valgerðar Bergsdóttur í List- munahúsinu, Hafnarhúsinu, lýkur nú um helgina. Þetta er sjöunda einkasýning Valgerðar, auk þátttöku í samsýningum hér á landi og erlendis. Síðastliðin tvö ár hefur Valgerður sýnt á alþjóðlegum grafíkbíennölum í Ljubliana, Maastricht í Hollandi og Banska Bystrica í Slóvak- íu. Á sýningunni í Listmunahúsinu eru teikningar við Sólarljóð, unnar á árunum 1991-1993, og lýkur sýningunni á sunnudagskvöld. Leiklist Þing Bandalags ís- lenskra leikfélaga Bandalag íslenskra leikfélaga heldur ársfund sinn og árlegt þing i Vestmanna- eyjum dagana 20.-23. maí. Gert er ráð fyrir að um 200 manns frá áhugaleikfé- lögum alls staðar að taki þátt í þinghald- inu og þeirri skemmtan sem verður í tengslum við það. Bandalagið er sam- band allra áhugaleikfélaga á landinu sem starfa sjálfstætt, _og eru aðildarfélögin um 80 talsins. Á Bandalagsþinginu í Vestmannaeyjum verður þoðið upp á Ibúðir fyrir 60 ára og eldri í Árskógum 6 og 8 í Suður-Mjódd fi . VSSS\ , I » »rr * S i H , .a v. % 2 5 « I ‘ iii * | R . • f W mm m ■ : m ?!• * f is • • fi * ’ m * i b * • i | . ,3R. • fl«|ir 1 r ■ Enn eru til örfáar 2ja herb. 70 fm íbúðir og nokkrar 4ra herb. íbúðir sem eru 104 fm nettó og 130 fm brúttó að stærð á hinum ýmsu hæðum. Sérgeymsla í kjallara. Frá- bært útsýni. Stutt í verslanir. Fullkomin þjónustumiðstöð á vegum Reykjavíkurborgar. íbúðirnar í Árskógum 6 eru til afh. nú þegar en í Árskóg- um 8 verða þær tilbúnar í september nk. Allar upplýsingar gefur Svan Friðgeirsson á skrifstofu Félags eldri borgara, Borgartúni 31, á virkum dögum kl. 9-12 og miðvikud., fimmttid. og föstud. frá 13.30- 16.00 og í Árskógum Suður-Mjódd mánudaga og þriðju- daga kl. 13.30-16.00. Sími 674515. IúLI )1 il h&Bj hoií(íar\ Söluskrifstofa, Borgartúni 31, sími 621477. ýmislegt tiL gagns og gamans fyrir áhugaleikhúsfólk og verður þeim t.d. boðið á leiklistarnámskeiðið „Frá hug- mynd til sýningar“ þar sem Ása Hlín Svavarsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Helga Braga Jónsdóttir og Kjartan Ragnarsson munu leiðbeina þátttakend- um. Þá munu Leikfélag Vestmannaeyja sýna Ofviðrið eftir Shakespeare, Leikfé- lag Þorlákshafnar verkið Betri er þjófur í húsi en snurða á snæri eftir Dario Fo, Unglingadeild Leikfélags Hafnaríjarðar verkið Mysingsamloka með sveppum eft- ir Jón St. Kristjánsson og leikhópinn, og Leikfélag Dalvíkur verkið Strompleik eftir Halldór Laxness. Auk þess verða ýmsir stuttir einþáttungar fluttir. Dimmalimm í Noregi Leikfélagið Augnablik heldur til Krist- iansand í Noregi á morgun, föstudaginn 21. maí, með sýningu sína „Leikrit um Dimmalimm“ og sýnir verkið þár á sam- norrænni leiklistarhátíð í boði ASSITEJ. Af því tilefni verður ungum sem öldnum Norðmönnum, búsettum hérlendis, boðið að koma á forsýningu á verkinu í Kram- húsinu við Bergstaðastræti. Leikritið er flutt á norsku, en það er unnið upp úr sögunni um Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Sagan er sögð á einfaldan og myndrænan hátt og auk þess er leikin tónlist á þverflautu og sungin. Leikendur og aðstandendur eru eftirtaldir: Ásta og Harpa Arnardætur, Björn Ingi Hilmarsson, leikarar, Kristín Guðmundsdóttir, flautuleikari og Björg Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður sem sér jafnframt um hönnun leikmyndar. Tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Morgunblaðið/Þorkell Mai Bente Bonnevie Sól íjörðu AF JÖRÐU er yfirskrift sýningar norsku listakonunnar Mai Bente Bonnevie, sem nú stendur yfir í kjallara Norræna hússins. Bonnevie sýnir málverk og inn- setningu eða installasjón. Hún seg- ir þrá eftir sambandi við upp- runann vera kjarna verkanna, uppruna hennar sjálfrar og þess sem er utan við hana. „Sandur og grjót," segir hún, ,jurtaleifar og úrgangsefni, ánamaðkar og skít- ur. Jörð ummyndast og verður flauelsmjúkt efni, í því er upprun- inn.“ Listakonan notar jarðliti í myndum sinum, frá dimmrauðum purpuralit til hlýrra mógulra tóna. Hún vill sýna birtuna í jörðinni, sólina í efninu, liti sunnan úr álfu og tóna sem finna má í jarðvegi hér undir heimskauti. Sýningin var opnuð síðastliðinn laugardag og verður opin daglega til maíloka frá klukkan 14-19. Bonnevie stundaði myndlistarnám í Osló, London og Kobe í Japan. Hún hefur auk myndlistarinnar kennt norsku, listasögu, myndmennt og leiklist og haldið fyrirlestra í Noregi og Bandaríkjunum um listasögu og myndlistargreiningu. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, hlotið ýmsar viðurkenningár og styrki. „Liturinn stjórnar," segir Bonnevie, „hann sameinar efni og ljós í óhlutrænum myndum. Ég fylgi innsæinu, vil gera það sýnilegt sem ég veit ekki. Verk mín játast lífinu í þrjósku og sorg yfir rányrkju jarðar ber vinnu mína uppi.“ í verkum henn- ar felst uppreisn gegn sundrung og kapphlaupi manna í nútíma samfé- lagi. Hún talar um hrynjandi jarðar- innar og samhengi árstíðanna, líf- dauða-Iíf. „Ég minnist skyldleikans við eigin líkama, kvenleikann, að ala barn. í verkum mínum er sterk ósk um að endurnýjunarafl jarðarinnar haldist."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.