Morgunblaðið - 20.05.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 20.05.1993, Síða 10
10i MORGUXBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍl 1993 ■;> VEITINGAREKSTUR í EIGIN HÚSNÆÐI Til sölu, af sérstökum ástæðum, þekktur veitingastaður í eigin húsnæði. Staðurinn er mjög vel búinn tækjum og fallega innréttaður. Veitingastaður m. mikla sér- stöðu. Afh. e. samkl. Upplýsingar á skrifstofu okkar. HUGINN fasteignamiðlun, Borgartúni 24, sími 625722. Við Háskólann Glæsileg húseign á tveimur hæðum ca 300 fm ásamt einstaklingsíb. í kjallara og 30 fm bílskúr. 3 stofur, 6-7 herb. Parket á stofum, fallegt baðherb. og eldhús end- urnýjað. Falleg ræktuð lóð. Hitalögn íbílaplani. Einstök eign á frábærum stað. Bein sala eða skipti á minni eign koma til greina. Laust e. samkl. Upplýsingar á skrifstofu okkar. HUGINN fasteignamiðlun, Borgartúni 24, sfmi 625722. Ýmis fyrirtæki til sölu ★ Efnalaug í Reykjavík. Góð tæki og staðsetning. ★ Heildverslun með byggingaefni og einingahús. Góð sambönd sem bjóða upp á mikla möguleika. ★ Verktakafyrirtæki á sviði viðhalds húseigna. Góður tækjakostur, eigið húsnæði. ★ Bílaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu. Gott leiguhúsn. ★ Ölstofa með meiru miðsvæðis í höfuðborginni. Hagstæð greiðslukjör í boði. ★ Veitingarekstur - ölstofa í sjávarþorpi á Vestfjörð- um. Fyrirtækið er vel búið og er í eigin húsnæði. Upplýsingar á skrifstofunni. • FYRIRTÆKJASTOFAN [YJíH* varsiann. naogjor, DOKnaia, I ' I skattaðstoðog sala fyrirtækja Skipholti 5, Reykjavík, simi 622212 911 KA 91 97A LARUS Þ' VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASUÓRI L I I vJU‘LlO/U KRISTINNSIGURJONSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Sérhæð - öll eins og ný Skammt frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Miðhæð í þríbýlishúsi um 140 fm auk bílskúrs, geymslu- og föndurherb. í kj. Húsið er nýmál- að og sprunguþétt. Laus fljótl. Tilboð óskast. Fyrir smið eða laghentan Efri hæð 4ra herb. um 100 fm í þríbhúsi við Miklubraut. Sérhiti. Tvenn- ar svalir. Nýlegt gler. Mikið rými fylgir i risi. Gott verð. í lyftuhúsi - öll eins og ný Glæsileg 2ja herb. íb. á 6. hæð við Kleppsveg inni við Sund. Sólsval- ir. Frábært útsýni. 40 ára húsnæðislán kr. 1,9 millj. Laus nú þegar. Skammt frá Dalbraut - gott verð Vel með farin 4ra herb. íb. á 4. hæð, tæpir 90 fm. Nýl. gler. Sólsval- ir. Danfoss-kerfi. Risherb. fylgir m. snyrt. Útsýni. Laus 15. júní nk. Verð aðeins kr. 6,5 millj. Björt og hlýleg við Tómasarhaga Nýleg og góð 4ra herb. íb. á 3. hæð/þakhæð. Sólsvalir. Mikið útsýni. Háaloft - viðarklætt fylgir. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. Á frábæru verði 3ja og 4ra herb. íbúðir m.a. við: Stóragerði, Njálsgötu, Kleppsveg, Hverfisgötu og viðar. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Nýtt og vandað stein- og stálgrindahús grfl. um 300 fm við Kaplahraun, Hafnarf. Vegg- hæð 7 m. Glæsilegt ris 145 fm íb./skrifst. Húsið má stækka. Möguleik- ar á margskonar nýtingu. Eignaskipti möguleg. Daglega leita til okkar fjársterkir kaupendur með margskonar óskir um fasteignaviðskipti. Sérstaklega óskast: Húseign með tveimur ib., húseignir í miðb. eða nágr., íbúðir og íbúðarhæöir með bilskúrum og gott íbúðar- og skrif- stofuhúsn. sem næst miðb. • • • Opiðfdag kl. 10-16. Opið á laugardaginn. Almenna fasteignasalan sf. varstofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 UM HELGINA Tór.list Kóramót eldri borgara Sex kórar eldri borgara, víðs vegar af landinu, munu halda söngskemmtun í Hallgrimskirkju næstkomandi Iaugar- dag, 22. maí. Þetta má telja einstæðan atburð, en tilefnið er að nú stendur yfir ár aldraðra í Evrópu og ennfremur verð- ur kóramót eldri borgara í Evrópu hald- ið hér á landi á næsta ári. Kórarnir eru þessir: Samkór eldri borgara, Selfossi, undir stjóm Sigurveigar Hjaltested, Söngfélag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni undir stjórn Kristínar Pjeturs- dóttur, Kór Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík undir stjórn Sigurbjárgar Hólmgrímsdóttur, Kór Félags aldraðra á Akranesi undir stjórn Sigurðar P. Braga- sonar, Söngvinir, kór Félagsstarfs aldr- aðra í Kópavogi undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur, Kór eldri borgara á Suður- nesjum undir stjórn Hlífar Bragadóttur og Vorboði úr Mosfellsbæ undir stjóm Páls Helgasonar. Sumarfagnaður Hamrahlíðarkóra Hamrahlíðarkórinn og Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð halda vortónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag, fimmtudaginn 20. maí, uppstigningar- dag, kl. 15.00. Á efnisskrá tónleikana eru verk sem fjalla um árstíðirnar, eink- um vorið og meðal tónskálda eru Atli Heimir Sveinsson, Jón Nordal, Karólína Eiríksdóttir, Béla Bartók, Grieg, Hedw- ell og Hindemith. Hamrahlíðarkórinn og Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð hafa á þessu skólaári minnst þess með ýmsum hætti að 25 ár em liðin síðan kórstarf hófst í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Burtfararpróf Arnars Bjarnasonar Arnar Bjarnason lýkur burtfararprófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum með tónleikum í Gerðubergi á laugar- dag, 22. maí kl. 17.00. Arnar er nem- andi Þorsteins Gauta Sigurðarsonar og verkefnin sem hann leikur á tónleikunum í Gerðubergi eru Prelúdía og fúga í B- dúr eftir J.S. Bach, Sónata op. 10 nr. 2 eftir Ludwig van Beethoven, Etýða op. 10 nr. 6 eftir Chopin, Prelúdía eftir Rac- hmaninov, Estampes eftir Claude De- byssy og Pólonesa op. 53 í As-dúr eftir Chopin. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Lísa sýnir í Úmbru Lísa K. Pétursdóttir opnar sýningu á grafíkverkum i Gallerí Úmbru í dag, fimmtudaginn 20. maí, kl. 15.00. Lísa hefur áður haldið einkasýningar á ísafirði 1984, Bókasafni Mosfellsbæjar 1984 og Tornio, Finnlandi, árið 1985, auk þess að hafa tekið þátt í fjölmörg- um, grafíksamsýningum, hér heima og erlendis frá 1979. Öll verkin á sýning- unni era unnin á þessu ári. Sýningunni lýkur 9. júní næstkomandi. Myndlistarsýning í Götugrillinu Þessa dagana stendur yfir sýning á verkum Péturs Gauts Svavarssonar, myndlistarmanns, í Götugrillinu í Borg- arkringlunni. Pétur er fæddur árið 1966 og stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1986-1987, raálaradeild MHÍ 1987-1991 og leikmyndadeild Stat- ens Teater Skole í Kaupmannahöfn 1991 til 1992. Hann hefur gert leikmyndir fyrir ýmis áhugahópa. Sýning Péturs stendur til 15. júnf. Valgerður í Listmuna- húsinu Sýningu Valgerðar Bergsdóttur í List- munahúsinu, Hafnarhúsinu, lýkur nú um helgina. Þetta er sjöunda einkasýning Valgerðar, auk þátttöku í samsýningum hér á landi og erlendis. Síðastliðin tvö ár hefur Valgerður sýnt á alþjóðlegum grafíkbíennölum í Ljubliana, Maastricht í Hollandi og Banska Bystrica í Slóvak- íu. Á sýningunni í Listmunahúsinu eru teikningar við Sólarljóð, unnar á árunum 1991-1993, og lýkur sýningunni á sunnudagskvöld. Leiklist Þing Bandalags ís- lenskra leikfélaga Bandalag íslenskra leikfélaga heldur ársfund sinn og árlegt þing i Vestmanna- eyjum dagana 20.-23. maí. Gert er ráð fyrir að um 200 manns frá áhugaleikfé- lögum alls staðar að taki þátt í þinghald- inu og þeirri skemmtan sem verður í tengslum við það. Bandalagið er sam- band allra áhugaleikfélaga á landinu sem starfa sjálfstætt, _og eru aðildarfélögin um 80 talsins. Á Bandalagsþinginu í Vestmannaeyjum verður þoðið upp á Ibúðir fyrir 60 ára og eldri í Árskógum 6 og 8 í Suður-Mjódd fi . VSSS\ , I » »rr * S i H , .a v. % 2 5 « I ‘ iii * | R . • f W mm m ■ : m ?!• * f is • • fi * ’ m * i b * • i | . ,3R. • fl«|ir 1 r ■ Enn eru til örfáar 2ja herb. 70 fm íbúðir og nokkrar 4ra herb. íbúðir sem eru 104 fm nettó og 130 fm brúttó að stærð á hinum ýmsu hæðum. Sérgeymsla í kjallara. Frá- bært útsýni. Stutt í verslanir. Fullkomin þjónustumiðstöð á vegum Reykjavíkurborgar. íbúðirnar í Árskógum 6 eru til afh. nú þegar en í Árskóg- um 8 verða þær tilbúnar í september nk. Allar upplýsingar gefur Svan Friðgeirsson á skrifstofu Félags eldri borgara, Borgartúni 31, á virkum dögum kl. 9-12 og miðvikud., fimmttid. og föstud. frá 13.30- 16.00 og í Árskógum Suður-Mjódd mánudaga og þriðju- daga kl. 13.30-16.00. Sími 674515. IúLI )1 il h&Bj hoií(íar\ Söluskrifstofa, Borgartúni 31, sími 621477. ýmislegt tiL gagns og gamans fyrir áhugaleikhúsfólk og verður þeim t.d. boðið á leiklistarnámskeiðið „Frá hug- mynd til sýningar“ þar sem Ása Hlín Svavarsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Helga Braga Jónsdóttir og Kjartan Ragnarsson munu leiðbeina þátttakend- um. Þá munu Leikfélag Vestmannaeyja sýna Ofviðrið eftir Shakespeare, Leikfé- lag Þorlákshafnar verkið Betri er þjófur í húsi en snurða á snæri eftir Dario Fo, Unglingadeild Leikfélags Hafnaríjarðar verkið Mysingsamloka með sveppum eft- ir Jón St. Kristjánsson og leikhópinn, og Leikfélag Dalvíkur verkið Strompleik eftir Halldór Laxness. Auk þess verða ýmsir stuttir einþáttungar fluttir. Dimmalimm í Noregi Leikfélagið Augnablik heldur til Krist- iansand í Noregi á morgun, föstudaginn 21. maí, með sýningu sína „Leikrit um Dimmalimm“ og sýnir verkið þár á sam- norrænni leiklistarhátíð í boði ASSITEJ. Af því tilefni verður ungum sem öldnum Norðmönnum, búsettum hérlendis, boðið að koma á forsýningu á verkinu í Kram- húsinu við Bergstaðastræti. Leikritið er flutt á norsku, en það er unnið upp úr sögunni um Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Sagan er sögð á einfaldan og myndrænan hátt og auk þess er leikin tónlist á þverflautu og sungin. Leikendur og aðstandendur eru eftirtaldir: Ásta og Harpa Arnardætur, Björn Ingi Hilmarsson, leikarar, Kristín Guðmundsdóttir, flautuleikari og Björg Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður sem sér jafnframt um hönnun leikmyndar. Tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Morgunblaðið/Þorkell Mai Bente Bonnevie Sól íjörðu AF JÖRÐU er yfirskrift sýningar norsku listakonunnar Mai Bente Bonnevie, sem nú stendur yfir í kjallara Norræna hússins. Bonnevie sýnir málverk og inn- setningu eða installasjón. Hún seg- ir þrá eftir sambandi við upp- runann vera kjarna verkanna, uppruna hennar sjálfrar og þess sem er utan við hana. „Sandur og grjót," segir hún, ,jurtaleifar og úrgangsefni, ánamaðkar og skít- ur. Jörð ummyndast og verður flauelsmjúkt efni, í því er upprun- inn.“ Listakonan notar jarðliti í myndum sinum, frá dimmrauðum purpuralit til hlýrra mógulra tóna. Hún vill sýna birtuna í jörðinni, sólina í efninu, liti sunnan úr álfu og tóna sem finna má í jarðvegi hér undir heimskauti. Sýningin var opnuð síðastliðinn laugardag og verður opin daglega til maíloka frá klukkan 14-19. Bonnevie stundaði myndlistarnám í Osló, London og Kobe í Japan. Hún hefur auk myndlistarinnar kennt norsku, listasögu, myndmennt og leiklist og haldið fyrirlestra í Noregi og Bandaríkjunum um listasögu og myndlistargreiningu. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, hlotið ýmsar viðurkenningár og styrki. „Liturinn stjórnar," segir Bonnevie, „hann sameinar efni og ljós í óhlutrænum myndum. Ég fylgi innsæinu, vil gera það sýnilegt sem ég veit ekki. Verk mín játast lífinu í þrjósku og sorg yfir rányrkju jarðar ber vinnu mína uppi.“ í verkum henn- ar felst uppreisn gegn sundrung og kapphlaupi manna í nútíma samfé- lagi. Hún talar um hrynjandi jarðar- innar og samhengi árstíðanna, líf- dauða-Iíf. „Ég minnist skyldleikans við eigin líkama, kvenleikann, að ala barn. í verkum mínum er sterk ósk um að endurnýjunarafl jarðarinnar haldist."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.