Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 28
28 MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2Ó. MAÍ 1993 að Danir geti nú staðfest sáttmál- ann. John Major, forsætisráðherra Bretlands, lét þau orð falla að það væn hvetjandi fyrir Breta að heyra að Dönum hefði skilist að EB yrði ekki þróað í evrópskt yfirríki. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði að niðurstaða þjóðaratkvæð- isins gæti auðveldað Bretum að staðfesta sáttmálann. 125 ár liðin frá fæðingu Nikulásar II ÝMSAR hreyfingar rússneskra þjóðernissinna minntust þess í gær að 125 ár eru liðin frá fæðingu Nikulásar II Rússlandskeisara, sem var tekinn af lífi eftir byltingu kommúnista. Á myndinni dreifir kennslukona myndum af keisaranum á torgi i Moskvu. Utanríkisráðherra íslands í grein í breska dagblaðinu Independent Danir samþykkja sérákvæðin um Maastrícht Talin hafa áhrif á aðildarumsóknir norrænna r íkj a Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíösdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) vörpuðu öndinni léttar eftir að Danir höfðu samþykkt sérákvæðin um Maastricht-sáttmálann þannig að danska stjórnin getur nú stað- fest hann. Þó rækilega hafi verið undirstrikað, bæði af hálfu EB og Dana, að sérákvæðin um undanþágur til handa Dönum væru algjör undantekning telja fréttaskýrendur að þau hljóti að hafa áhrif á Norðurlöndin þrjú sem hafa sótt um aðild að bandalaginu. ^ídafcaftaH Húsbíli Chevrolet ’86 með öllum búnaði sem vandaðasta sumarhús. Endalaus bífasala alla daga. Vantargóða sölubíla. Elsta bílasala landsins. v/Miklatorg, símar 17171 -15014 í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi hafa stjórnmálaleiðtogar glaðst yfir niðurstöðu þjóðaratkvæðisins í Danmörku, sem gæti auðveldað þeim að sannfæra landa sína. Hins vegar verður að teljast ósennilegt að þeim takist að fá samþykki þeirra á öðrum forsendum en þeim dönsku, því þar gætir sömu tor- tryggni og í Danmörku. Spurning- in er hvernig þessum stjórnmála- mönnum tekst upp annars vegar í samningum við EB og hins vegar innanlands. Fram að atkvæðagreiðslunni í Danmörku leit út fyrir að hun væri síðasta hindrunin fyrir stað- festingu Maastricht-sáttmálans á leiðtogafundi EB í júní. Nú eru hins vegar blikur á lofti í Þýska- landi, þar sem hugsanlegt er að sumarleyfi sambandsdómstólsins, sem verður að fjalla um sáttmál- ann, tefji staðfestingu Þjóðveija fram yfir fundinn. Leiðtogar hinna EB-ríkjanna hafa ailir látið í ljós ánægju með Dodge Dacota Sport Cap '91 4x4, ek. 22 þ. 3,9 vél. Beinsk. Toyota Touring GLI '91, blár, ek. 42 þ. Subaru Legacy ’91, blár, ek. 18 þ., sjálfsk. Honda Civic '92, rauö, ek. 18 þ., beinsk. Dodge Ram '89, Cumings Diesel Turbo, ek 75 þ. Chevrolet Blazer '91, ek 24 þ., 4ra dyra m/öllum búnaði. Sem nýr. Toyota Camry ’88, vandaður vagn. Gott verð kr. 680 þ. Bretar ósamkvæmir sjálf- um sér í umhverfismálum JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gagnrýnir stefnu Breta í umhverfismálum harðlega í grein, sem birtist á lesendasíðu blaðs- ins The Independent í gær og segir þá ósamkvæma sjálfum sér. Utanríkisráðherra segir í bréfi sínu að í kjölfar þess að hafa feng- ið fregnir af því að sendinefnd Breta á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Kyoto hafi reynt að bijóta á bak aftur ályktun um verndun haf- svæða, hafi honum blöskrað er hann las lesendabréf Johns Gummers í Independent þann 15. maí, þar sem hann hvetur Norðmenn til að taka þátt í alþjóðlegri umhverfisvernd. í bréfi sínu sagði Gummer að sú festa sem Norðmenn sýndu varð- andi þá ákvörðun að hefja hvalveið- ar á ný væru í andstöðu við það hlutverk Gro Harlem Brundtlands, forsætisráðherra Noregs, að vera höfundur umhverfisskýrslu Sam- einuðu þjóðanna. Þar sem til væri ábyrg stofnun á borð við Alþjóða- hvalveiðiráðið væri það að hans mati mjög hryggilegt að Norðmenn hefðu einhliða ákveðið að grípa til aðgerða sem væru í greinilegri and- stöðu við ákvarðanir stofnunarinn- ar. „Ég vona að Norðmenn muni NAMSTEFIMA UM BIÐLARA-MIÐLARA (Client-Server Computing) veröur haldin hjá Nýherja föstudaginn 4. júní 1993 kl. 9-17.30. Chris’ Hall frá QA Training Ltd í Bretlandi leiöir námstefnuna og fer hún fram á ensku. Um námsstefnuna: Hið ódýra og sveigjanlega vinnsluafl PC einkatölva býöur upp á dreiföa tölvuvinnslu meö vinnustöðvum tengdum á nærneti I staö miðlægrar vinnslu á millitölvu eöa stórtölvu. Sifellt fleiri fyrirtæki flytja mikilvæg gögn yfir á nærnetsþjóna, og æ meiri biölara-miölara (client-server) hugbúnaður er þróaöur til aö nýta kosti þessa umhverfis. Námsstefnan mun skoöa þessa þróun, þann hugbúnað sem er til I dag og þá stefnu sem líklegt er aö þróun hugbúnaöarins muni taka. Námsstefnan er ætluð tölvudeildafólki og stjórnendum tölvudeilda, tölvuráögjöfum, þjónustuaðilum og öörum tölvunotendum sem vilja kynnast biölara-miölara tölvuumhver- fum. Gert er ráö fyrir þekkingu á DOS, Windows eöa OS/2. Efnisyfirlit: ► Grunnhugtök biölara-miölara (b-m) Vélbúnaöarþörf ► Skilgreining kostnaðar ► Vfirlit yfir gagnagrunnsmódel "Host migration" ► Client-Server gagnagrunnar ► Venslaöir gagnagrunnar ► Hagnýtar ábendingar Aö lokinni námsstefnu eiga þátttakendur: Aö skilja biðlara-miölara umhverfið Gera sér grein fyrir kostum og áhættu viö þaö að dreifa gögnum um nærnet Vera 1 betri aöstöðu til að meta hvenær nærnetsvæöing og notkun b-m áviö Þekkja vélbúnaðarkröfur b-m kerfa Skilja lykilhlutverk SQL og staölaöra pakka Hafa skoðaö eiginleika helstu gagnagrunnskerfa (RDBMS) Gera sér grein fyrir hvert þróunin stefnir Þátttaka tilkynnist sem fyrst í sfmum 69 77 69 og 69 77 00. Takmarkaður sætafjöldi. NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 OO Alllaf skrefi á undan endurskoða afstöðu sína og ákveða að hafa áfram samvinnu við önnur riki um þessi mál sem önnur um- hverfismál. Þrátt fyrir allt þá hefur Brundtland alltaf staðið fast á því að ríki eigu að vinna sameiginlega að því að leysa umhverfisvandamál en ekki grípa til einhliða aðgerða þegar það hentar þeirra eigin þjóð- arhagsmunum,“ sagði Gummer. í svari Jóns Baldvins segir m.a.: „Bretar reyndu í Kyoto að fá Norð- menn til að draga til baka tillögu frá Norðurlöndunum sem hafði að markmiði að beina athyglinni að mengun sjávar. Var það skoðun bresku stjórnarinnar að því máli væri nægilega vel sinnt á öðrum vettvangi,“ segir Jón Baldvin og bætir við að þetta sjónarmið gangi þvert á niðurstöður Ríó-ráðstefn- unnar. Þar hafi komið fram að hvergi væri til alþjóðleg áætlun um umhverfisvernd á þessu sviði. „Þar að auki minnti þetta á þátt Breta í því að koma í veg fyrir að Evrópuríki næðu samstöðu um var- anlegt bann við losun geislavirks úrgangs í sjó. Greinilega óttuðust Bretar það í Kyoto að þurfa að greiða atkvæði gegn tillögu Norður- landanna og varpa þar með ljósi á hve ósamkvæm sjálfri sér umhverf- ismálastefna þeirra er. Þetta olli greinilega því að sendinefnd Gummers ákvað að ijúfa ekki sam- stöðuna. Getur verið að það sem Gummer leggur af mörkum til umhverfisins einskorðist við opin- berar yfirlýsingar sem hann þarf ekki að bera neinn kostnað af?“ í lok bréfs síns segir Jón Baldvin að þau ríki, sem eigi allt sitt undir heilbrigðu lífríki sjávar, voni að Gummer muni verða við þessari áskorun Alþjóðahvalveiðiráðsins og vinna að því að fjarlægja þær al- ræmdu ógnanir við úthöfin, sem • heyri undir lögsögu hans. I ------♦ ♦ ♦------ Rússar fam- ir frá Lithá- en í haust Vilnius. Reuter. PAVEL Gratsjov, varnarmála- ráðherra Rússlands, hét því í ) gær, að næstum allir rússneskir hermenn í Litháen yrðu farnir í september nk. eins og ráðgert hefði verið. Enn er þó deilt um brottflutning rússneska hersins frá Eistlandi og Lettlandi. Gratsjov sagði eftir viðræður við Audrius Butkevicius, varnarmála- ráðherra Litháens, að staðið yrði ) við fyrri áætlanir ef ekkert óvænt kæmi upp á. Nokkur fjöldi rúss- neskra foringja yrði þó eftir til að gæta vopnabirgða, sem ekki væri hægt að flytja burt að öllu leyti fyrir ágústlok. Þá verða fimm her- flugvellir afhentir litháískum jrfir- völdum. TJALDALEIGA KOLAPORTSINS RISATJÖLD fyrir hverskonar útisamkomur. Frá 200-800 nf. Vanir starfsmenn aðstoða við uppsetningu hvar á landi sem er. v Upplýsingar og pantanir í síma 625030. y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.