Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAI 1993 Álfasala um næstu helgi til styrktar fjölskyldudeild SÁÁ Aldrei of snemmt eða seint að leita aðstoðar FLESTIR þekkja orðið litla gula Álf SÁÁ-samtakanna en hann skýt- ur árlega upp kollinum þegar söfnunarátak til styrktar samtökunum fer fram. Áð því er komið um næstu helgi og verður álfurinn þá boðinn til sölu. Ágóðinn rennur að þessu sinni til þess að efla og auka meðferð fyrir aðstandendur alkóhólista á vegum samtakanna en hún fer fram I fjölskyldudeild sem Sesselja Pálsdóttir veitir for- stöðu. Á siðasta ári leituðu samtals 1.100 einstaklingar til deildarinn- ar. SÁA hefur opna kynningarfundi á hveiju fimmtudagskvöldi kl. 8 í húsakynnum sínum, Siðumúla 3-5. aðstoðar," segir Sesselja og leggur áherslu á orð sín. Breytt viðhorf Viðtöl og námskeið Sesselja segir að aðstandendur alkóhólista geti hringt og pantað viðtöl við ráðgjafa eða tekið þátt í sérstökum námskeiðum á vegum samtakanna. „Fjölskyldunám- skeiðin okkar hafa verið tvö kvöld í viku, fímm vikur í senn og við höfum verið með sams konar nám- skeið um helgar sem aðallega hafa verið sótt af fólki utan af landi. Á þeir hafa gert, drykkjan hefur ekki breyst neitt. Þessu fylgir oft mik- ill kvíði og stjórnleysi," segir Ses- selja og hún tekur fram að að- standendur séu á öllum stigum ferlisins þegar þeir leiti aðstoðar. Sumir alkóhólistanna hafi ekkert gert í sínum málum. Aðrir séu í meðferð og enn annar hópur sé kominn úr meðferð. „En það er aldrei of snemmt eða seint að leita Hún segir að viðhorf fólks gagn- vart sjúkdóminum hafi breyst tölu- vert á undanförnum árum. „Áður var ekki litið á alkóhólisma sem sjúkdóm og því var skömmin rík. Fólk leit á þetta sem blett á fjöl- skyldunni. IJmræðan hefur hins vegar aukist á síðustu árum sem eykur líkumar á því að fólk leiti sér fyrr hjálpar,“ segir hún og bætir við að hún fínni sérstaklega fyrir þessari viðhorfsbreytingu hjá ungu fólki. Það sé oft opnara og tilbúnara til að taka þátt í meðferð- inni. Sesselja segir það taki langan tíma fyrir aðstandendur að breyta Fjölskylduráðgjafar Morgunblaðið/Kristinn viðhorfi og hegðun sinni gagnvart alkóhólistanum og eftir að hann hafi farið í meðferð sé aðstandend- um hans jafnan ráðlagt að taka þátt í starfi stuðningshópa. Hún segir að meðferðin sé í upphafi erfið fyrir suma aðstandendur. „Þeim finnst eins og þeir séu að svíkja hann eða hana og eiga erf- itt með að skilja að þeir eiga rétt á að hafa sínar eigin tilfinningar. Aðrir eru kvíðnir eða reiðir vegna þess að líf þeirra hefur stjórnast af drykkjunni,“ segir hún. námskeiðunum fræðum við fólk um alkóhólismann og svokallaða meðvirkni. Hún verður til þegar fólk býr með alkó hólista enda er erfitt að mynda heilbrigt samband við virkan alkó hólista. Þannig tek- ur fólk upp ákveðið hegðunar- mynstur, allt eftir eigin persónu- leika og reynslu, til þess að minnka þá spennu sem fylgir alkóhólis- manum. Algengt er að aðstand- andinn fer að taka á sig ábyrgð á hegðun og líðan alkóhólistands. Hann reynir að stjóma drykkju hans og smám saman víkja hans eigin þarfir fyrir þörfum alkó hó- listans sem verður miðpunktur alls,“ segir Sesselja. Aðspurð segir hún að aðstand- endum sé m.a. bent á að hætta að taka ábyrð fyrir alkóhólistann og leyfa honum að finna fyrir af- leiðingum drykkjunnnar. Dóra Haraldsdóttir sem nýtt hefur sér þjónustu fjölskyldudeildar SÁÁ Stórkostleg starfsemi „Ég tek ekki sterkt til orða þegar ég segi að starfsemi fjölskyldu- deildarinnar hérna er blátt áfram stórkostleg og SÁÁ eru hrein og klár mannræktarsamtök, “ segir Dóra Haraldsdóttir sem tók á sig rögg og hafði samband við fjölskyldudeildina fyrir rúmum sex árum. Hún er barn alkóhólista og var á þessum tíma gift virkum alkóhól ista. Allt virtist stefna í óefni en með góðum stuðningi og ómældri þrautseigju hefur áfengissýkin vikið fyrir heilbrigðu fjölskyldulífi. komi mikið niður á börnunum. Þeim megi ekki gleyma en það fari eftir hveiju barni fyrir sig hvernig best sé að koma meðferð- inni til skila, t.d. sé oft ráðlegra að fræða unglinga um vandamálið í smáum skömmtum. Mín eigin fjölskylda Viðbrögð fjölskyldunnar Hún segir að fjölskyldan afneiti drykkjunni oft í upphafi. Svo vilji hún stjórna henni með því t.d. að hella áfenginu niður. „Að lokum velja aðstandendurnir hver sína leið til einangrunar, bældir og reið- ir, því það er alveg sama hvað Eftir að hafa ha.ft samband við fjölskyldudeild SÁÁ og farið í við- tal fór Dóra á fjölskyldunámskeið í janúar árið 1987. „Ég fór alls ekki á námskeiðið fyrir mig sjálfa upphaflega enda gat ég alls ekki ímyndað mér að ég þyrfti sjálf á aðstoð og stuðningi að halda. Af- staða mín breyttist hins vegar smám saman og ég man sérstak- lega eftir því hvað það hafði mikil áhrif á mig þegar sálfræðingur kom í heimsókn og fór að segja okkur frá því hvernig hegðunar- mynstur myndaðist gjarnan í fjöl- skyldum alkóhólista. Hann tók dæmi af foreldrum með þijú börn og ég man að ég sat aftarlega úti í sal og mér brá voðalega því að ég gerði mér grein fyrir að hann var að tala um mína eigin fjöl- skyldu. Svona var þetta hjá okk- ur,“ segir Dóra sem einmitt á þijú börn. En hún segir að oft og tíðum átti foreldrar sig ekki á því hvern- ig sjúkdómur eins og aikóhólismi Eilífðarverkefni m HEWLETT PACKARD HP A iSLANDI H F AGÆTI ?ð. xn> 1 V Deskwriter 500 C lita bleksprautuprentari. H0FUM Listaverð kr. 69.000 KYNNINGARVERÐ kr. 49.000 PRENTARA & ■« ■K a« TILAÐ TÆKNI- OG TOLVUDEILD Heimilistæki hf. SÆTÚNI 8 • Sl'MI: 69 15 00 TENGJAST í síðasta tíma fjölskyldunám- skeiðsins fer fram kynning á Al- anon, samtökum aðstandenda alkóhólista, en Dóra hefur einmitt tekið virkan þátt í þeim samtökum síðustu ár. „Því var eins farið með þau eins og námskeiðið í upphafi. Eftir sex mánuði hugsaði ég sem svo að ég hefði í raun og veru ekkert þangað að gera enda gæti ég aldrei staðið við púlt og sagt hóp af fólki frá persónulegri reynslu minni. En samt. Mér leið vel þama og fann fyrir samstöð- unni. Þess vegna bar ég mig upp við skipuleggjendurna og spurði hvort ég gæti ekki fengið að gera eitthvað, t.d. hella upp á könnuna, og þannig byijaði ég fyrir alvöru. Síðan hef ég verið mjög dugleg að sækja fundi og þeir eru orðnir stór hluti af lífi mínu,“ segir Dóra og bætir við glettin í bragði að meðferðin sé eilífðarverkefni. Á fundunum þar sem Dóra fær bata er unnið með 12 spora kenn- inguna á svipaðan hátt og í með- ferð gegn áfengissýki. Dóra segir að fundimir séu öllum opnir og hægt sé að fara á fundi á hvetju kvöldi á Reykjavíkursvæðinu. Hún leggur áherslu á gildi þagmælsku og nafnleyndar í starfinu. „Eins og ég sagði er orðinn stór hluti af lífi mínu að fara á fundi og hitta fólkið þar. Við ræðum hluti eins og reiði, sektarkennd eða einfald- lega hvað á daga okkar hefur drif- ið en það sem rætt er er aldrei tekið upp á öðrum vettvangi. Ég þekki þetta fólk með fornafni en veit varla hvert eftirnafn þess er og þegar ég hitt það á götu segi ég kannski „hæ“ en tala ekki meira við það,“ segir hún. Núna get ég PI0NER PLASTBATAR með tvöfalda byrðingnum Skeifunni 13 sími 91-677660 fax 91-814775 p FJÖLSKYLDURÁÐGJAFAR SAA: (f.v.) Gunnhildur Gunnarsdóttir, Guðrún Hafliðadóttir, Halldóra Jónasdóttir og Sesselja Pálsdóttir. Ágóða álfasölunnar verður m.a. varið til að fjölga ráðgjöfum, auka námskeiðaframboð og upplýsingamiðlun, og gefa út fræðsluefni fyr- ir aðstandendur. Dóra segir að fjölskyldumeðferð sé ,mikilvægur þáttur í meðferð við áfengissýki. „Það er mikilvægt að aðstandendur hætti að vera með- virkir og láti alkóhólismann ekki stjórna öllu lífí sínu. Að þeir séu ekki sífellt með hugann við alkóhól istann heldur setji sínar eigin til- finningar og langanir í fyrirrúm,“ segir hún og vísar í framhaldinu til þess að meðferðin sé í raun mannrækt. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég hef breyst mjög mikið á þessum árum. Mér finnst ég fá meira út úr lífinu en áður og nýt þess að vera til. Þannig þakka ég fyrir hvern dag sem ég lifi og held heilsu," segir Dóra. „Ég á líka auðveldara með að tjá tilfinningar mína núna en áður. Ég hugsa ekki bara vel um strák- ana mína eins og ég gerði heldur er ég fær um að taka utan um þá -eg segja við þá: „Mér þykir vænt um þig og ég er stolt af þér.“ Þetta gat ég ekki áður og var erf- itt fyrst. En núna get ég það.“ i I I I I I \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.