Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 Norrænt samstarfsverk- efni í málefnum fatlaðra eftir Margréti Margeirsdóttur Á öllum Norðurlöndunum er það orðið viðtekið félagsmálapólitískt markmið að fatlaðir skuli hafa tæki- færi og rétt til að búa í átthögum sínum og hafa áhrif á lífskjör sín. Grundvallarreglurnar í þessari þróun hafa verið þær að skapa fötl- uðum þannig skilyrði að þeir geti lif- að eðlilegu lífi og haslað sér völl í þjóðfélaginu þar sem þeim vegnar best. Þannig hefur verið horfið frá miðstýringu, _og stórum stofnunum, en þess í stað stefnt að sem mestri hæfingu að samfélagsheildinni. Með flutningi frá stórum stofn- unum og afnámi þeirra, yfir til sam- býla, íbúða eða annarra fámennra heimila í almennum íbúðahverfum, hefur að sjálfsögðu skapast þörf á ýmiskonar félagslegri aðstoð og lið- veislu við fatlaða. Mikilvægt er að styrkja hin félagslegu samskipti við umhverfið og nýta þau tækfæri sem þar bjóðast til atvinnu, tómstunda- iðju og félagstengsla. A öllum Norðurlöndunum er nú unnið að umbreytingum og þróun- arverkefnum sem eiga að bæta lífs- gæði fatlaðra og koma í veg fyrir að breytt fyrirkomulag leiði til ein- angrunar og einsemdar. Ahersla er lögð á að bæta boð- skiptagetu, nýta til hins ýtrasta nýja tækni og auka þannig valmöguleika fatlaðra til náms og starfa. Menning- arstarfsemi bætist við framboð á daglegu starfi og hugtök á borð við sjálfsákvörðun og sjálfsmat hvetja til nýrra viðhorfa sem miða að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd fatlaðra og virkja þá til þátttöku í samfélaginu. Starfsfólki, sem vinnur með fötl- uðum, stendur til boða grunn- og framhaldsmenntun þar sem lögð er áhersla á hin nýju viðhorf þar sem einstaklingurinn er eðlilegur hluti af samfélagsheildinni með tilliti til bú- setu, atvinnu og félagslífs. Rannsóknar- og þróunarverkefni Norðurlandanna í málum fatlaðra hafa getið sér gott orð — ekki aðeins innan Norðurlandanna sjálfra — heldur einnig á alþjóðavettvangi. Nærtækt dæmi í því sambandi mætti nefna norrænu menntastofnunina í Danmörku sem menntar fólk til starfa með daufblindum (Nordisk uddannelsescenter for dövblindeper- sonale) og hefur verið starfrækt með framlagi frá norrænu ráðherranefnd- inni frá árinu 1984. Hefur stofnunin orðið fyrirmynd ýmsra annarra Evr- ópuþjóða þegar þær hafa komið hlið- stæðum stofnunum á fót hjá sér. Þróunin fram til aldamóta í mál- efnum fatlaðra á Norðurlöndum, bendir til aakins frumkvæðis og nýrra leiða til auka þekkingu sem hægt er að nota til að að bætá lífs- gæði fatlaðra. í Noregi eiga sér stað miklar breytingar og framkvæmdir í þjónustu við fatlaðra samkvæmt áætlun um afnám stórra stofnana, og er gert ráð fyrir að þeim verði lokið á árinu 1996. Með því að flytja þjónustuna til sveitarfélaga hefur það í för með sér breytingar á við- horfum, starfsháttum og fyrirkomu- lagj sem þarf sinn tíma til að þróast. í Danmörku hefur á nokkrum undanförnum árum staðið yfir átak innan félagsþjónustunnar í að þróa M ■ ■■ ■ ■■ MACMILLAN PUBUSMHKS , Longman h Hp hueber Cambrídge rRENTICE HALL ELT * HarperCollins W. B. Saunders m Nelson'lllll' Bailliere Tindall V CLF nternationcú Gyldendal 11 Mosby a SPRINGHOUSE PUBLISHING COMPANY WILEY Klett m NAMS BÆKUR OKKARFAG Pöntun erlendra námsbóka er fastur liður í undirbúningi hverrar námsannar, jafnt hjá kennurum sem hjá okkur. Við útvegum allar fáanlegar erlendar námsbækur á besta verði. Skjót og örugg pöntunarþjónusta. Sími13522 Við Ieggjum áherslu á að hafa á boðstólum allar þær náms- bækur sem kenndar eru í framhaldsskólum landsins. Pantið bækurnar tímanlega - það er hagkvæmara fyrir alla. ATH. Námsbókaþjónustan erfluttí 'WMKSfo Austurstræti 18 HHB 2. hæð. ■LLJ Oxford English HEINLMANN1 IM I LK\ \l IO\ \L nýjar hugmyndir og nýjar aðferðir varðandi félagslega aðstoð við fatl- aða svo og við aðra sem standa'höll- um fæti í samfélaginu og þarfnast félagslegrar þjónustu. Til þessara þróunarverkefna hefur verið varið umtalsverðum fjármunum. Á hinum Norðurlöndunum er einn- ig unnið að fjölmörgum tilrauna- og þróunarverkefnum sem auka þekk- ingu og varpa nýju ljósi á möguleika fatlaðra til skapandi starfa og at- hafna og þar með innihaldsríkara lífs. Með hliðsjón af því sem að framan er sagt, hófst á árinu 1991 norrænt rannsóknarverkefni sem hefur það markmið m.a. að byggja upp eins- konar tenginet á Norðurlöndunum, þar sem hægt er að miðla reynslu og niðurstöðum af árangursríkum þróunarverkefnum í málefnum fatl- aðra. Ennfremur að hvetja til nýrra verkefna og rannsókna, gera yfirlit og samanburð á stjórnsýslu, áætlun- um og rannsóknarstörfum á þessum vettvangi. Þannig verður unnt að byggja upp þekkingarmiðlun frá raunverulegu starfi í hvetju landi í því augnamiði að opna fyir gagnkvæman áhuga og auka áhrifamátt nýrra norrænn'á aðgerða í málefnum fatlaðra. Þess er einnig vænst að þetta rannsóknar- verkefni muni hafa hvetjandi áhrif á sameiginlegan norrænan þekkingar- útflutning t.d. til landa Austur-Evr- ópu og landa Evrópubandalagsins, en öll þessi lönd standa Norðurlönd- um að baki hvað varðar uppbyggingu á samfélagslegri aðstoð við fatlaða. Rannsóknarverkefnið er byggt upp kringum þrjú svið. í fyrsta lagi varðandi hinn fatlaða í átthagasam- félaginu. Þetta svið tekur til verkefna sem tengjast þjónustu sveitarfélaga, brotthvarf frá stofnunum, til nýrra búsetuhátta, atvinnumála og tóm- stundastarfa o.fl. Til þessa telst að koma upp þverfaglegum áætlunum þar sem gert er ráð fyrir að sam- þætta og samhæfa alla aðstoð við fatlaða. í öðru lagi lífsgæði og sjálfs- ákvörðun. Á þessu sviði er lögð áhersla á verkefni sem lúta að þróun íbúalýðræðis, sjálfsákvörðun, val- og framkvæmdamöguleikum í stuttu máli; nýju íbúahlutverki. Við það bætast verkefni sem lúta að tilboðum um menningarstörf, þátttöku í fé- lagslífi og öðrum athöfnum sem stuðla að styrkari sjálfsmynd ein- staklingsins. I þriðja lagi boðskipti. Þetta svið lýtur að efiingu boðskiptahæfni fatl- aðra með þróun boðskiptahátta og hjálpartækja þar á meðal tölvum. Þetta getur t.d. átt við almenn boð- skipti með myndletri, blissmáli, tákn- máli, líkamstjáningu, og ýmsu fleiru. Stöðugt er verið að þróa og gera tilraunir með nýjar aðferðir á þessu sviði sem sumar hveijar grundvallast á tækninýjungum og aukinni þekk- ingu til meiri framfara. Frumkvæði, ábyrgð og stjórnun þessa samnorræna rannsóknarstarfs er á vegum fímm manna starfshóps, einum fulltrúa frá hveiju fímm Norð- urlandanna, Danmörku, Noregi, ís- landi, Finnlandi og Svíþjóð. Sérstak- ur verkefnisstjóri hefur verið ráðinn í fullt starf ásamt aðstoðarmanni og hafa þeir aðsetur í Kaupmanriahöfn. Rannsóknarverkefnið er að mestu Margrét Margeirsdóttir „Á öllum Norðurlönd- unum er nú unnið að umbreytingum og þró- unarverkefnum sem eiga að bæta lífsgæði fatlaðra og koma í veg fyrir að breytt fyrir- komulag leiði til ein- angrunar og einsemd- ar.“ leyti fjármagnað með styrk frá nor- rænu ráðherranefndinni, ennfremur með framlagi frá hveiju landi fynr sig og hafa þau m.a. verið nýtt til að ýta úr vör nýjum þróunarverkefn- um innan þeirra sviða sem áður er getið um. Starfíð hófst í ársbyijun 1992 og hefur þátttaka verið góð bæði varð- andi ný verkefni svo og þátttöku á kynningarráðstefnum sem starfs- hópurinn hefur staðið fyrir. I byijun júní nk. er fyrirhuguð námstefna í Svíþjóð þar sem mark- miðið er að miðla nýrri þekkingu, og nýjum hugmyndum er vaxið hafa fram á þessum grunni og nýta þann- ig reynsluna til nýsköpunar á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að þetta norræna rannsóknarverkefni standi yfír til ársloka 1994 og verður þá gefin út bók með greinargerðum um þróunina í málefnum fatlaðra í hveiju hinna fímm Norðurlandanna, hugmynda- kynningu, útdrætti meginatriða og leiðbeiningum um leiðir, fram- kvæmdir og fyrirkomulag með sýn til framtíðar. Markmiðið er einnig að bókin geti nýst sem kennsluefni í hinu fjölbreytilega starfi með fötl- uðum og stuðlað þannig að áfram- haldandi þróun til hagsbóta fyrir fatlaða. Síðast en ekki síst er vonast til ,að nýta megi norræna þekkingu og reynslu til uppbyggingar þjónustu við fatlaða í Austur-Evrópu og ríkj- um Evrópubandalagsins en þar gætu Norðurlöndin lagt sinn skerf af mörkum. Stjórn verkefnisins hefur einnig rætt þá hugmynd að æskilegt væri að koma á fót norrænni miðstöð (vidcenter) þar sem saman væri kom- ið á einn stað yfirlit um rannsóknir, kannanir, þróunarverkefni og ný|- ungar sem efstar eru á baugi hveiju sinni í málefnum fatlaðra. Þar væn safnað saman dýrmætri þekkingu og reynslu sem stæði til boða hverju þeim er vildi og gæti hagnýtt sér slíkan fróðleik. Hvort slík hugmynd verður að veruleika er auðvitað ekk- ert hægt að segja um á þessu stigi þar sem forsenda þess er að fjár- magn fengist til að hrinda slíkum fyrirætlunum í framkvæmd. Höfundur er fulltrúi íslands í stjórn rannsóknarverkefnisins. JLanger íseneiui VERIÐ VELKOMIN Eymundsson Sími: 13135 SIÁIFSTÆDISFLOKKURINN Sumartími Frá 15. maí til 1. september verður skrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Háaleitisbraut, Reykjavík, opin frá kl. 08.00 til kl. 16.00 alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.