Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAQUR 20. MAI 1993 Með morgunkaffinu Mér finnst svo leiðinlegt að ég skuli löngu vera búin að svara þér. Það var svo gam- an að heyra þig lofa öllu fögru og tilbiðja mig. HÖQNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691329 - Símbréf 681811 Þrisvar sinnum lægri laun Frá Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni: Mér þykir miður, að Guðjón Frið- riksson, sá ágæti sagnfræðingur og rithöfundur, skuli hafa fyrst við samanburð, sem ég gerði á greiðsl- um til mín og hans úr borgarsjóði, eins og sjá má í bréfi hans hér 16. maí síðastliðinn. Guðjón hefur fengið úr borgar- sjóði 9,1 milljón króna fyrir tvö bindi af Sögu Reykjavíkur, sem eru á að giska 296 þúsund orð, á sama tíma og ég hef fengið úr borgarsjóði 2,4 milljónir króna fyr- ir ævisögu Jóns Þorlákssonar, borgarstjóra og frumkvöðuls hita- veitu, rafmagnsveitu og vatnsveitu Reykjavíkur, en hún er um 252 þúsund orð. Ég fékk með öðrum orðum þrisvar sinnum lægri laun fyrir mitt verk en Guðjón fyrir sitt. Af þessu má sjá, hversu fráleitar dylgjur síðustu vikna í minn garð um „einkavinavæðingu" hafa ver- ið. Hafi ég verið á einhveijum sér- samningum, hafa þeir verið ein- staklega óhagstæðir. Ég er hins vegar sammála Guð- jóni um, að greiðslur til mín og hans eru ekki að öllu leyti sam- bærilegar. Til dæmis höfðu þeir Klemens Jónsson og Jón Helgason báðir skrifað sögu Reykjavíkur, út komið Safn til sögu Reykjavíkur í nokkrum bindum og Árni Óla auk' þess skrifað nokkrar bækur um þessa sömu sögu. Ekki hafði hins vegar verið skrifuð nein ævisaga Jóns Þorlákssonar, svo að ég þurfti að gera miklar frumrannsóknir. Enn fremur lagði Almenna bókafélagið kapp á að halda niðri verði ævisögu Jóns Þorlákssonar, til þess að venjulegt launafólk gæti keypt hana, en Iðunn hefur hins vegar gefið Reykjavíkursög- una út í svo dýrri viðhafnarútgáfu, að það er vart á færi annarra en þeirra, sem hafa einmitt þrisvar sinnum hærri laun en ég, að kaupa hana! Guðjón getur þess í bréfi sínu, að ég hafi verið á launum í Háskól- anum, á meðan ég samdi ævisögu Jóns Þorlákssonar. Ég sinnti kennsluskyldu minni þá að fullu; á sama tíma gaf ég út þijár aðrar bækur og birti fjölda tímarits- greina, svo að ekki verður sagt, að ég hafi þá vanrækt rannsóknar- skyldu mína. Á sama tíma og Guð- jón var sjálfur að semja Reykjavík- ursögu sína, var hann raunar að taka saman prýðilega ævisögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, auk þess sem hann var þá fastur dálka- höfundur í tímaritinu Heimsmynd, sem hefur einmitt ráðist á mig fyrir ritlaunin úr borgarsjóði fyrir ævisögu Jóns Þorlákssonar! Líklega geta menn nú raulað gamalt kvæði Þórarins Eldjárns um okkur alla, sem fengið hafa ritlaun frá fyrirtækjum eða stofn- unum: „Þú ert sjálfur Guðjón bak við tjöldin!" HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON, Hringbraut 24, Reykjavík. Landgræðsluskógar - reynsla og hugleiðingar skógræktarfélagsmanna Frá Skúla Alexanderssyni: Landgræðsluskógaátakið var beinn hvati að því að okkar félag var stofnað. Skipulagning átaksins var komin í það fastar skorður þegar við ákváðum að taka þátt í því og um leið að stofna félagið að plöntur fengust ekki á annan hátt en þann að Skógræktarfélag Ólafsvíkur gaf okkur eftir af sinni úthlutun 200 plöntur af birki og víði. Starfsemin hófst með því að koma þessum plöntum niður í ör- foka land 13. júní 1990. Nú er plöntufjöldinn sem við höfum plantað út 3.600. Það eru ekki stór svæði á utan- verðu Snæfellsnesi sem eru örfoka. Aftur á móti eru gróðurfarsleg landgæði þar önnur og minni en áður. Birki, víðir og reynir hafa mjög líklega þakið stór landsvæði undir Jökli allt frá láglendi í 2-300 m hæð yfir sjón. Undir Jökli byggðust fyrstu sjávarþorpin. Svæðið var þéttbýlt. Matföngin fengust að mestu úr sjónum og fjörunni. Þeir sem höfðu búsmala beittu honum á landið. Búsetunni tengdist þörfin á eldi og eldivið. Frá Hellnum að Hellis- sandi er og var hvergi mótekja og reki lítill. Fólkið sem bjó á þessu svæði varð því að notfæra sé gæði landsins til eldunar og til að halda frá frosti og kulda úr híbýlum. Fyrst var gengið á birki og reynitré. Þegar tijátegundir þraut var einir og beijalyngið rifið. Allt nú fram undir miðja 20. öld var rifið lyng til eldiviðar á þessu svæði. Þótt þetta land sem hlaut þessa meðferð sé ekki örfoka á það ekki síðri rétt en melar og sandflákar að hlúð sé að því og reynt sé að stuðla að því að það fái aftur sín gróurfarslegu landgæði. Þau félög og samtök sem taka þátt í landgræðsluskógaátakinu eru að vinna að því með tijárækt að græða upp ógróðið land — eru í því verkefni að endurheimta eitt- hvað af þeim gróðurfarslegu land- gæðum sem tapast hafa við búset- una í landinu á liðnum öldum. Verkefnið er ærið. Sem betur fer er hrís- og lyngrifi hætt. Búfj- árbeit er stjórnað og á sumum svæðum er beit varla teljandi. Um leið og gróðurþekjan er ekki ofnýtt gerast stórkostlegir hlutir. Undir Jökli er það þannig að þar sem fullyrt var að birki og reynir væri löngu upprifið og bitið og hefðu þar jafnvel aldrei vaxið rek- ast menn nú á birkibrúsk eða reyni- hríslu á hinum ótrúlegustu stöðum. Skógræktar- og landverndarfé- lagið undir Jökli tekur þátt í land- græðsluverkefninu svo sem starfs- kraftar félagsisn duga til. Það er notajegt að finna fyrir því að náttúran sjálf er með svipað og enn stórkostlegra verkefni í gangi, hér allt í kringum okkur, í hraun- unum og í undirhlíðum Snæfellsjö- kuls. SKÚLI ALEXANDERSSON, Hellissandi. „MÖQNt HEFUR SÍNAR EIGíNDVR HE/MH SONJU." Víkverji skrifar Nýjustu atburðir í hvalamálinu svokallaða hafa vakið upp spurningar meðal Islendinga um heilindi Bandaríkjanna í alþjóðleg- um samskiptum. Hér á Víkveiji við þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að samþykkja ekki veiðikvóta innan Alþjóðahvalveiðiráðsins þótt vís- indaleg gögn sýni að veiðar á sum- um hrefnustofnum stefni þeim ekki í hættu. Einnig þann hátt sem hafð- ur var á því'að koma þeim skilaboð- um til íslensku ríkisstjórnarinnar, að ætli hún að leyfa veiðar á hvötum geti Islendingar átt von á viðskipta- þvingunum og alþjóðlegri einangr- un. xxx Víkveiji hefur heyrt að margir túlka orðsendingu Banda- ríkjastjórnar sem beinar hótanir. Og að senda slíkar hótanir bréflega til íslenskra ráðherra sé hreinlega móðgun og sýni annaðhvort reynsluleysi nýju ríkisstjórnarinnar í Washington eða að Bandaríkjun- um sé nokk sama um hvernig ís- lendingar bregðist við. Menn hafa einnig viljað gera því skóna, að þessa hörðu afstöðu Bandaríkjanna megi rekja til fyrir- sjáanlegra erfiðleika Bandaríkja- stjórnar við að taka sig á í umhverf- ismálum þrátt fyrir kosningaloforð. í þeim málum er langt frá því að Bandaríkin hafi hreinan skjöld og hagsmunir bandarískra fyrirtækja hafa yfirleitt ráðið ferðinni við umhverfismálastefnu þarlendra stjórnvalda. Hins vegar er bent á, að í hvalamálinu eigi Bandaríkin lítilla hagsmuna að gæta auk þess sem harðar aðgerðir gegn hvalveið- um séu líklegar til að njóta vin- sælda þar í landi. að leiðir síðan hugann að því hversu ólík viðhorf eru til þessara mála hjá fiskveiðiþjóðum eins og íslendingum og Norðmönn- um annars vegar og iðnríkja eins og Bandaríkjanna, Bretlands, Sví- þjóðar og Þýskalands hins vegar. Samt eru þessar þjóðir allar í hópi vestrænna lýðræðisríkja. Það er nokkuð óþægilegt að hugsa til þess, að athafnir sem flestum íslending- um þykja nokkuð sjálfsagðar séu nánast álitnar villimennska af ná- grannaþjóðum. Og spurningar hljóta að vakna um hver þróunin verði. Kannski er framtíðarsýn vís- indaskáldsagnahöfunda um tilbúna næringu í töfluformi ekki svo frá- leit ef menn hætta smám saman að geta hugsað sér að drepa dýr sér til matar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.