Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGJJR: 20. MAÍ' 1903
44fc
Bjarki Friðriks-
son — Minning
Fæddur 24. ágíist 1973
Dáinn 13. maí 1993
Bjarki, frændi okkar og dóttur-
sonur, dó 13. þ.m. Okkur langar í
nokkrum fátæklegum orðum að
minnast hans þó að orð séu lítils
megnug í þeirri sorg og söknuði sem
fjölskylda hans og vinir standa nú
frammi fyrir. Ósjálfrátt reynum við
að finna tilgang með öllu sem ger-
ist, sérstaklega þegar einhver er
tekinn svo snögglega burtu frá okk-
ur. Við viljum trúa því að kynni
okkar af Bjarka og þessi sára reynsla
sé til einhvers. Bjarki var eins og
sólargeisli sem skein alltof stutt í
lífi okkar.
Við söknum þeirra stunda sem
við áttum með þér en minningarnar
lifa.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staðar
og sjónhringar nýir
sindra þér fýrir augum.
(Hannes Pétursson)
Afi og amma, Sigríður Bára,
Kristín, Fanney, Jóhannes og
fjölskyldur.
Að kvöldi hins 13. maí lést ástkær
vinur okkar Bjarki Friðriksson eftir
mjög bráð veikindi. Þegar við frétt-
um af þessum óvæntu og skyndilegu
veikindum, óraði engan fyrir því að
aðeins fáeinum stundum síðar yrði
Bjarki allur. Slíkur atburður vekur
auðvitað upp spurningar um réttlæti
lífsins. Aðeins nítján ára gamall var
þessi lífsglaði drengur hrifsaður frá
okkur og eiga margir um sárt að
binda því að ófáa átti hann vini og
íirval af samfelium,
toppum, leggings
og sokkabuxum
Laugavegi 30,
gími 624225
kunningja. Tónlistin átti hug hans
allan og sýndi hann þar mikinn
metnað og áhuga. Skemmst er að
minnast þess hve mikið hann hafði
fyrir því að eignast forláta Hamm-
ond-orgel. Hans æðsti draumur var
að ná sem lengst í tónlistinni og var
mikið framundan í þeim efnum.
Góður vinur er fallinn frá. Því
verður ekki breytt. Engin orð fá lýst
söknuði okkar og sorg. Við vonumst
til þess að geta styrkt fjölskyldu og
ástvini Bjarka í sorg þeirra og viljum
einnig þakka þeim stuðning þeirra
á þessum erfiðu tímum. Því aðþrátt
fyrir þennan hræðilega atburð held-
ur lífið áfram og við verðum því að
reyna að takast á við veruleikann í
sameiningu og þakka fyrir að hafa
átt Bjarka að þessi fáu ár sem okk-
ur gafst tækifæri til þess.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Albert (Alli), Atli,
Ágúst og Þorsteinn.
Hinn 13. maí lést Bjarki vinur
okkar okkur til mikillar sorgar og
mun hann ávallt lifa í minningum
okkar og eflaust margra annarra.
Við gieymum aldrei þeim sorg-
mædda degi er við ætluðum að
styrkja Siggu bestu vinkonu okkar
þá stund er Bjarki barðist af fullum
krafti fyrir lífi sínu. Þegar við kom-
um var okkur tilkynnt að þessi yndis-
lega persóna væri farin að okkur
óviðbúnum. Við fylltumst reiði og
tómleika sem enginn gat bætt né
svarað spurningum sem við spurðum
Guð fram og til baka. Af hveiju
hann?
En þetta er víst ein af þeim spurn-
ingum sem við fáum aldrei svar við.
Við vorum í sama vinahópi og
Bjarki öll okkar unglingsár okkur
til mikillar gleði og voru það yndis-
legir tímar.
Hann var mikið gefinn fyrir tón-
list og lék hana af mikilli snilld og
eru það mörg lög sem munu ávallt
minna okkur á á hann, ekki bara
róleg og sorgmædd lög, heldur líka
fjörug lög sem lýsir Bjarka á einstak-
an hátt.
Bjarki var vinmargur og dáður í
sínum vinahópi, enda var hann góð-
ur áheyrandi, vinur í raun, og gerði
allt sem í hans valdi stóð til að hjálpa
öðrum.
Þó að Sigga systir hans væri
þremur árum yngri en Bjarki leit
hann aldrei á hana sem litlu systur
sína, heldur var hún hans besti vinur
og tekur það hana sárt að geta ekki
leitað til hans framar. Mun hann
örugglega ávallt fylgja henni og
passa hana.
Ætíð sækja erfiðar stundir á þá
er missa þann sem nákominn er.
Við kveðjum þig, Bjarki, með
söknuði og þakklæti fyrir samfylgd-
ina og vottum fjölskyldu þinni og
nákomnum samúð.
Við gleymum þér aldrei.
Edda Rún og Anna María.
Hann Bjarki Friðriksson er dáinn.
Svona hljómuðu tíðindin sem ég fékk
að kvöldi 13. maí sl. Viðbrögðum
mínum er ekki hægt að lýsa, en
fyrsta sem þaut í gegnum hugann
var bílslys. Hann var svo ungur,
tæplega tvítugur, heilbrigður og
hraustur að annað gat vart verið.
En bráð heilahimnubólga hafði lagt
þennan vin minn að velli á einum
sóiarhring. Þennan elskulega dreng
sem alltaf var brosandi og kátur og
alltaf til í að heilsa gömlum frænkum
með kossi, eins og ég sagði stund-
um. Við Bjarki vorum ekki skyld,
en hann var samt miklu nákomnari
mér en margur frændinn.
Það koma ótal minningar í hug-
ann, Jörfabakkaárin, þegar við
bjuggum sitt á hvorri hæðinni, Dan-
merkurárin er við fluttumst til Dan-
merkur með árs millibili og enn
bjuggum við í sömu blokkinni þar.
Elsta dóttir mín, Hulda Maggý,
og Bjarki voru jafnaldrar og miklir
vinir frá bernskuárum og alla tíð
síðan. Hin ljúfa lund Bjarka kom
best í ljós þegar við komum til Dan-
merkur ári á eftir hans fjölskyldu.
Þá leiddi Bjarki Huldu, vinkonu sína,
í gegnum allar þær hindranir sem
geta verið á vegi níu ára barns sem
byijar í erlendum skóla og kann
ekki tungumálið.
Minningarnar eru margar frá liðn-
um árum, sem koma í hugann, en
best man ég eftir brosinu hans og
jákvæðu viðmóti og þessum léttleika
sem einkenndi samskipti okkar. Við
hugsum ekki um það dags daglega
hversu mikilvægt það er að þekkja
svona ljúfar manneskjur eins og
Bjarki minn var. Okkur hættir til
að vera að gera úlfalda úr mýflugu
og ergja okkur á hlutum sem skipta
engu máli. Ég get notað orðin hans
Bjarka til að lýsa þessu, oft sagði
hann við mig: „Eygló, þú sást mig
ekki þegar ég mætti þér á bílnum,
ég vinkaði og brosti og brosti.“ Ein-
mitt, sjáum við alltaf brosin sem
blasa við okkur? Stutta samveran
með Bjarka hér á jörðu hefur kennt
mér það nú þegar hversu brosin
skipta miklu máli. Það er svo mikill
sannleikur í máltækinu „Enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hefur“.
Elsku Bjarki minn, ég er sann-
færð um að þú ert einhvers staðar
í ljósinu með brosið þitt bjarta og
við skulum reyna að brosa í gegnum
lífið og vera jákvæð fyrir þig, því
að þannig varst þú alltaf meðan þú
varst hjá okkur.
Elskulegir vinir mínir í Kambasel-
inu, Þuríður mín, Friðrik minn, Arn-
ar minn, Sigga mín og Viðar minn,
það er ekkert hægt að segja, en ég
bið Guð um að veita ykkur styrk í
ykkar miklu sorg og þegar ykkur
fínnst sorgin vera óbærileg munið
þá eftir brosinu hans.
Eygló „frænka".
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Bjarka og kynna minna af
honum. Við kynntumst í sveitinni
hjá ömmu hans og afa á Jarðlangs-
stöðum á Mýrum, þar sem ég var
á sumrin með Bassa frænda hans.
Við skemmtum okkur vel og var
ávallt stutt í smitandi hlátur hans.
Bjarki var í Fjölbrautaskóianum
í Breiðholti og var hann meðlimur
í hljómsveit og spilaði hann á hljóm-
borð á síðustu árshátíðarskemmtun
á vegum skólans. I hvert skipti sem
ég hitti hann vildi hann alltaf fá að
koma í skólann minn með hljóm-
sveitina sína og spila á tónleikum
og var það alltaf á dagskrá. Einnig
vorum við staðráðnir í því að fara
í helgarheimsókn í sveitina í sumar
eftir langa bið.
Ég þakka Bjarka fyrir góð kynni
og vil um leið votta öilum aðstand-
endum hans samúð mína.
Felix.
Elskulegur vinur okkar hann
Bjarki er dáinn. Þessar hörmulegu
fréttir fengum við hinn 13. maí sl.
og ristu þær djúpt sár í hjörtu okk-
ar. Hann var farinn þessi brosandi,
jákvæði og yndislegi drengur.
Við kynntumst Bjarka fimm ára
gamlar og tókst með okkur mikil
og sterk vinátta. Örlögin virtust
gera það að verkum að sambandið
á milli okkar átti ekki að slitna því
að við fluttumst alltaf í nálægð hvort
við annað. Það var því mikill sam-
gangur milli fjölskyldna okkar. Við
Bjarki gátum orðið óvinir og rekið
hvort annað út af heimilum hvors
annars, en það stóð aldrei lengi því
þó við værum fokiil þá stundina,
hittumst við eftir aðeins örskamma
stund til að vera „memm“.
Hann var alltaf brosandi og í góðu
skapi. Einnig virtist hann eiga svo
auðvelt með að meðhöndla alla hluti.
Þó svo að við hittumst ekki dag-
lega á seinni árum,_ slitnaði þessi
sterka vinátta ekki. Uti í Danmörku
brölluðum við mikið saman fórum í
hjólatúra, tíndum maura í poka, leit-
uðum að drasli í ruslatunnum og
stálum bjórflöskum frá rónunum til
þess að kaupa bland í poka. Bjarki,
Sigga og við fundum einu sinni gul-
an lúður í ruslinu og vildum við öll
eiga hann og lentum því í rifrildi,
en ákváðum svo að eiga hann öll
saman og vildi Bjarki hafa hann
fyrst heima hjá þeim og hefur hann
verið þar síðan, því við fundum svo
margt til að gera saman, að lúðurinn
var ekki spennandi lengur.
Bjarki var búinn að búa í Dan-.
mörku í eitt ár, þegar við fluttumst
þangað. Þá kunni Bjarki að sjálf-
sögðu á lyftukerfi blokkarinnar og
hafði mikla ánægju af því að hræða
vinkonur sínar með því að stoppa
lyftuna milli hæða. Þegar við vorum
búnar að æpa á mömmu og Þuríði
í smá tíma, setti hann lyftuna af
stað og sagði „allt í plati“ og hló.
Bjarki var svo mikill prakkari og
honum datt svo margt í hug, en
gerði aldrei neinum neitt í illgimi.
Það var svo margt sem við gerðum
saman alltaf með bros á vör. Stund-
um gerðum við mömmur okkar svo
reiðar. Jú, við skömmuðumst okkar
og fórum út að gera eitthvað annað,
brosandi.
Bjarki var alltaf boðinn og búinn
til þess að gera allt fyrir mann. Með
þessum mikla missi okkar ástkæra
vinar sýndi það okkur hversu mikil-
vægt brosið er, því að hann var allt-
af brosandi og kátur.
Það er svo ósanngjarnt þegar
svona gott líf er tekið svo snögg-
lega, en við verðum að trúa því að
hann eigi að gefa það sem hann gaf
hér aftur, annars staðar. Á milli
okkar Bjarka ríkti mikill bróðurkær-
leikur.
Elsku besta Þuríður, Friðrik, Arn-
ar, Sigga og Viðar. Þetta er erfitt
en við verðum að standa okkur og
brosa því að það hefði Bjarki svo
sannarlega viljað.
Hulda og Elín.
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast góðs vinar og ná-
granna, Bjarka Friðrikssonar, sem
lést 13. maí sl. af völdum bráðrar
heilahimnubólgu.
Kynni okkar af Bjarka hófust
fyrir rúmum átta árum þegar fjöl-
skylda hans fluttist í Kambaselið,
í næsta nágrenni við okkur.
Minningin um Bjarka er björt. í
nálægð var glaðværð og hressilegt
andrúmsloft. Alltaf sama alúðlega
viðmótið, sama hver átti í hlut.
Fjölskyldur okkar hafa átt nota-
legar samverustundir, og þáttur
Bjarka í að gera þær eftirminnileg-
ar er stór, á Stakkhamri, í Galta-
lækjarskógi og heima í Kgmbaseli.
Sérstaklega var ánægjulegt að
fylgjast með tónlistaráhuga hans.
Þátttaka hans i tónlist hófst í Selja-
skóla þar sem Bjarki söng með
skólahljómsveit. Síðar fór hann að
fást við hljómborðsleik og greinilegt
var að þar fór mikið efni. Sérstak-
lega var gaman að sjá hann og
heyra í uppfærslu FB á Ðí Kommitt-
ments nú í vor, þar sem Bjarki fór
á kostum á Hammondinn.
Missir fjölskyldu Bjarka og vina
er mikill. Brottför hans var svo
skyndileg og ótímabær. Bjarka
stóðu allir vegir færir, þar sem í
honum fóru saman miklir hæfíleikar
og góðir mannkostir. Sérstaklega
er missir systkina hans mikili,
þeirra Arnars, Siggu og Viðars, en
öll höfðu þau Bjarka að fyrirmynd,
enda var hann ótvíræður leiðtogi
systkinahópsins.
Við vottum Þuríði, Friðrik og
systkinunum okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Bjarka Frið-
rikssonar.
Ilalla, Þorgeir, Auður,
Þórey, Þorsteinn, Hjördís,
Valdís og Halla Karen.
... Mig setur hljóðan.
Víst semja mennimir ennþá falleg lög
en lagið mitt litla
kemur aldrei aftur.
(Vilmundur Gylfason)
Hann Bjarki er dáinn. Getur það
verið satt? Hann sem var svo lif-
andi og yndislegur? Þó að sagt sé
að allt hafí sinn tilgang finnst mér
óskiljanlegt þegar ungmenni með
allt lífið framundan er hrifið á brott.
Elsku Bjarki minn, þú með þitt
fallega bros, þakka þér fyrir vinátt-
una og tryggðina — að við skyldum
hafa fengið að kynnast þér. Guð
gefi ástvinum þínum styrk í sorg-
inni.
Inga og Jóhann.
Kveðja frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti
Sú sorgarfrétt barst okkur föstu-
dagsmorguninn 14. maí sl. að einn
af nemendum skólans hefði látist
kvöldið áður, eftir stutta sjúkdóms-
legu.
Alltaf er jafn erfitt að sætta sig
við það þegar ungt fólk í blóma lífs-
ins hverfur skyndilega.
Eftir horfnum æskubróður
angurværir störum vér,
saklaus, ljúfur, lyndisgóður
lífs á morgni burt hann fer.
(Matthías Jochumsson)
Bjarki Friðriksson hóf nám hérna
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti á
haustönn 1989 og hafði stundað nám
við skólann í átta annir.
Bjarki var mjög vinsæll meðal
nemenda skólans og mninnumst við
hans sérstaklega fyrir frábæra
frammistöðu á síðustu árshátíð skól-
ans. Bjarki var dagfarsprúður og
glaðlyndur ungur maður sem stund-
aði skólann vel.
Kennarar og starfsfólk Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti er harmi
slegið yfír fráfalli þessa unga manns
og vottum við fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð.
Við munum minnast hans sem
góðs drengs.
Kristín Arnalds.
Elsku Bjarki minn!
Þegar Halia hringdi í mig í vinn-
una og sagði mér að þú værir kom-
inn á spítala vegna heilahimnubólgu,
brotnaði ég algjörlega niður. Halla
kom og sótti mig og keyrði mig upp
á spítala. Þegar við komum þar inn
ieiddi einhver kona okkur inn í að-
standendaherbergið. Ég hljóp beint
í faðminn á pabba. Svo kom læækn-
ir og reyndi að útskýra fyrir okkur
hvað væri að þér. Þegar hann sagði
að ef þú næðir þér, næðirðu þér full-
komlega. Þá spurði ég: „En ef hann
nær sér ekki?„“ Þá átti læknirinn erf-
itt með að svara mér. Samt veit ég
að hann gerði sitt besta til að bjarga
þér.
Ég gat ekki verið lengur uppi á
spítala vegna þess að andrúmsloftið
var svo óþægilegt þar inni. Þegar
við Halla vorum á leiðinni heim sáum
við vini þína, Sjonna og Sigurgeir,
sitja í strætóskýli á Bústaðaveginum.
Halla stoppaði bílinn og ég fór út
úr bílnum og sagði strákunum hvað
gerst hafði og þeir tóku þessu frekar
illa og fóru fljótlega upp á spítala.
Þar hittu þeir Alla, Atla, Þorstein
og Gústa sem höfðu komið eins og
skot. Þetta kalla ég vini í- raun.
Ég fór heim með Höllu og við
yiðar vorum þar og biðum frétta.
Ég var að tala við Auði, bestu vin-
konu mína eins og þú veist, og við
biðum milli vonar og ótta. Svo
hringdi síminn og Halla sagði mér
að mamma og pabbi væru komin
heim af spítalanum og að ég ætti
að hlaupa yfír til þeirra.
Ég held að ég hafi aldrei orðið
eins tóm á ævinni eins og þegar
pabbi sagði mér að þú værir dáinn.
Þú varst ekki bara bróðir minn, held-
ur líka besti vinur. Ég held að Guð
hefði ekki getað tekið neinn sem stóð
mér nær.
Ég man að þegar vinkonur mínar
treystu mér fyrir einhverju, missti
ég það ailtaf út úr mér vtð þig, því
að ég vissi að ég gæti alltaf treyst
þér.
Ég bíð ennþá eftir að þú komir
hlaupandi upp stigann og segir:
„Halló, allir saman ég var bara að
djóka, eigum við að koma í bíó!“ En
ég gerði mér grein fyrir því þegar
ég sá þig dáinn að ég væri búin að
missa bestu gjöf sem Guð hefur