Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 4Q_______________ Gunnar Rafn Guð- mundsson — Minning Fæddur 21. janúar 1953 Dáinn 7. maí 1993 Það var síðla veturs 1990 sem við stofnuðum litla leikhópinn okk- ar, G.G.G.G. leikhópinn. Við vorum gamlir SÁLarar með ófullnægða athafnaþrá og þörf fyrir að gera eitthvað skemmtilegt, bara fyrir okkur sjálf. Við hittumst daglega milli kl. 11 og 12 til að æfa leikritið Komið og farið eftir Samúel Beckett. Þetta var skemmtilegur tími. Þarna dutt- um við inn í eitthvað munstur sem var okkur sjálfsagt og eðlilegt, eitt- hvað sem við þurftum ekki að skil- greina hvort fyrir öðru, það var eig- inlega eins og við hefðum skrúfað 10 ár til baka, og tekið upp þráðinn frá því í SÁLskólanum eða í Nem- endaleikhúsinu þar sem Gunni tók þátt í okkar síðustu uppfærslu eða fyrstu árin í Alþýðuleikhúsinu, þar sem háleitar hugsjónir í þágu leik- listar voru í hávegum. Engum treystum við betur en Gunnar Rafni til að leikstýra okkur, við vorum þarna með lítið myndverk í höndunum sem kallaði á smekkvís- an og næman leikstjóra, en þá kosti hafði Gunni umfram allt. Þennan mánuð sem við hittumst hófust æf- ingamar á kaffídrykkju og framan- af var það oftast þannig að Gunni spratt á fætur þegar tíu mínútur voru eftir af æfingartímanum og sagði: stelpur þið eruð nú meiri kjaftaskjóðurnar nú höfum við „rennsli". Og við höfðum „rennsli" á hveijum degi, enda ekki nema fimm mínútna leikþáttur og þegar á leið tók leikstjórinn málin alfarið í sínar hendur og fór að segja okkur til syndanna, skafa af okkur ofleik og brussugang. Búningar og útlit var líka hans verk. Hann litaði og saumaði á okkur svuntur og slifsi og litaði okkur svo í sama lit, ein rauð, önnur gul og sú þriðja var fjólublá, og svo vorum við í peysu- fötum. Þetta var framandi og okkur fannst það vel við hæfi í Beckett- sýningu. Svo kom hann með hárnet- in, og við áttum að hvolfa okkur ofaní þau og þegar við reistum okk- ur upp þá var eins og við værum með mismunandi höfuðföt því engin okkar hafði sömu sídd á hári. Nú var Gunnar Rafn ánægður og sagði okkur svo að leika þetta almenni- lega. Við héldum fjórar sýningar: generalprufu, frumsýningu, hátíð- arsýningu og útisýningu sem var haldin í porti Hlaðvarpans, þá fórum við á svörtum kvenreiðhjólum í gegnum bæinn. Já þetta var skemmtilegt. Minningin um Gunna er ljúf, hann var næmur á fólk í kringum sig, gat verið stríðinn, en alltaf á já- kvæðan hátt. Hann var hreinskipt- inn og svo hafði hann svo góðan smekk, manni leið alltaf vel í návist Gunna. Við þökkum vini okkar fyrir samfylgdina og vottum ástvinum samúð okkar. Guðlaug, Guðrún og Guðný. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum. (H.K.L.) Gunni átti alltaf einhveija hlut- deild í himninum. Augun hans voru þaðan, sáu þaðan; mér fannst hann alltaf. vera úr einhveiju öðru efni, af einhveiju dýrara kyni, en við hin. Ég man enn vel þegar ég sá hann. Fyrsta gaggóballið mitt var að rúlla af stað og allir tvístigu í sparifötun- um á göngum Austurbæjarskólans. Eftir hveiju var verið að bíða? Jú, ég heyrði ofan í nýjar bekkjarsystur mínar að aðal spenningurinn væri að sjá í hveiju Gunni kæmi. Svo kom hann í splunkunýjum græntei- nóttum ullar-sjakkett, sem mamma hans hafði saumað, og bleikri skyrtu. Og þó við töluðumst ekkert við þá, er þetta nú samt það eina sem ég man af ballinu. Við urðum vinir, deildum saman súru og sætu. Á leiklistarskólaárun- um voru engin námslán, og þar af leiðandi oft ekkert til að borða, en það var eins og Gunni yrði ekkert endilega svangur - nema ef svo vel vildi til að eitthvað væri til að borða. Hann var ekki jafn þrælbundinn við jörðina og kroppinn og við hin, sem þó litum á okkur sem meira andans fólk en flesta aðra. Þó sá ég hann einu sinni kvelj- ast; þegar við lentum eitt sumar í frystihúsavinnu austur á fjörðum. Hann, þessi fíngerði maður, fékk þann starfa að standa allan liðlang- an daginn innif frystiklefa og stafla fiskblokkum. Ég sé hann enn fyrir mér í grænu úlpunni sinni með tref- il um hálsinn, þar sem hann vinkaði til okkar hvern morgun áður en hann hvarf inn í kuldann. Kuldinn átti ekki við hann og frystihúsin eru ekki allra. Hann hafði græna fingur, eins og mamma hans; vetur og sumar blómstruðu blómin í gluggunum hans, sama í hvaða holu hann setti sig niður, og þó í bakgarði væri við Laugaveginn - þá uxu þar mann- hæðarhá sólblóm eins og í Síberíu. „Lífið er leit eftir fegurð, allt annað er eins konar bið,“ sagði ein- hver, og ég held að í huga Gunna hafí fegurðin skipt mestu; hrein- skilni, samræmi, réttlæti voru þar næst í röðinni. Engan átti ég hreinskilnari gagn- rýnanda í leikhúsvinnunni; ég gat alltaf treyst augunum hans Gunna. Allt ósamræmi kvaldi þau. Ódýrar endurtekningar fóru ekki framhjá honum, en eitthvað lítið, skrýtið og svolítið á skjön - sem kannski fæst- ir taka eftir - það gladdi hann. Og í þokkabót var hann einn af þeim sem aldrei hætti að spyija: „Til hvers er ieikurinn gerður?" Hann hefði átt að verða leikstjóri, en var líklega of fíngerður smekkmaður til að olnboga sig áfram. Og nú er þessum heiðursmanni öllum lokið, og þess vegna horfínn heim. Þannig skulum við hafa það. Þangað sem blómin anga og engum er kalt en fískurinn étinn ófrystur beint upp úr sjónum; þar sem græð- andi fingur vinna á drepsóttum og hreinskilnir menn í fallegum fötum gefa hver öðrum olnbogarými. Því „þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum. Þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsyn- leg; þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Elsku Bjöggi, Guðrún og systur hans og systrabörn; um leið og ég votta ykkur alla mína samúð, þá þakka ég ykkur jafnframt fyrir hann Gunna eins og hann var. Guðrún Snæfríður Gísladóttir. Mig langar til að minnast elsku- legs frænda míns' og góðs vinar Gunnars Rafns Guðmundssonar leikara. _Við kynntumst í Leiklistar- skóla SÁL árið 1974. Höfðum verið bekkjarsystkin í nokkra mánuði er við uppgötvuðum að við vorum frændsystkin. Betri vin og frænda gat ég ekki eignast. Gunni var ein- stakur maður. Hann var glæsilegur, skemmtilegur, réttsýnn, sanngjarn og ákaflega listrænn, en kannski umfram allt sannkallað barn náttúr- unnar. Aliur gróður varð fallegri og stærri í höndunum á honum, en grænu fingurna erfði hann frá mömmu sinni. Gunni var einnig mjög góður ljós- myndari og teiknari. Eitt sinn mál- aði hann lítið borð fyrir mig sem átti að henda. En Gunni breytti því með fallegu handbragði sínu í lítið listaverk og því verður aldrei hent. Söknuðurinn er sár, svo sár, en ennþá meiri hlýtur hann að vera hjá hans nánustu. Ég á eftir að sakna þess að sím- inn hringi „Sæl frænka, þetta er Gunni, ertu ekki svöng, ég er að elda, komdu og borðaðu með okkur Bjögga." Elsku Bjöggi, Guðrún, Imba, Jenný og Áslaug, þið eruð í mínum huga hetjur, en mestu hetjuna höf- um við misst frá okkur. Kannski aðeins um stundarsakir. Einhver hlýtur tilgangurinn að vera og ég vil trúa því að við hittumst seinna og sú tilhugsun er góð. Hanna María Karlsdóttir. Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að kveðja vin minn, Gunnar Rafn Guðmundsson, svona langt í burtu er svo erfitt að gera sér grein fyrir því að hann sé farinn frá okkur. Ég trúi því ekki að ég fái ekki að hitta hann þegar ég kem heim í sumar og mig grunaði ekki að ég væri að kveðja hann í hinsta sinn í byijun þessa árs. Þegar maður flyst í burt frá land- inu sínu kemst maður að því hvað skiptir manni mestu máli í þessu lífí, hvað það er að eiga rætur sínar heima og úr hveiju þessar rætur eru gerðar. Taugar mínar til íslands væru ekki svona sterkar ef þar væru ekki vinir mínir. Sannur vin- skapur er líklega það dýrmætasta sem við eigum og Gunni var sannur vinur, sem ég virti og elskaði af öllu hjarta. Við höfun átt svo ótal- margar ánægjustundir í okkar ynd- islega vinahópi. Þegar minningarnar streyma endalaust fram í hugann þá geri ég mér grein fyrir því hvað við höfum upplifað mikið og margt saman. Þessar minningar eru allar svo góð- ar að mér tekst að brosa í gegnum tárin. Elsku Gunni minn, hvað það var yndislegt að þekkja þig og ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að vini. Þú hefur kennt mér svo margt og fyrir löngu hafði ég gert mér grein fyrir því að svo margt í mínum þroska sem einstaklings á ég þér að þakka. Með næmi þinni og mannelsku tókst þér alltaf að beina sjónum mínum frá aukaatrið- um og hjálpa mér að horfast í augu við minn innri mann og kenna mér hvað heiðarleiki gagnvart sjálfum sér er mikilvægur. Það er ekki lítil lexía og gjöf sem maður býr að alla ævi. Það er ekki skrýtið að Gunni hafí verið jafn elskaður og vina- margur og hann var. Hann hafði til að bera mikla manngæsku og svo fallega hugsun og gat alltaf fundið eitthvað „sætt“ við alla. Hafði alltaf einstaklega næmt fegurðarskyn og bar af vegna smekkvísi og glæsilegs útlits. Ég kveð einstakan vin og þar sem við Diljá komumst ekki heim til vera við kveðjuathöfn hans, mun- um við á sömu stundu sameinast fjölskyldu og vinum í anda, staddar í kirkju í Hollandi og eiga okkar bæna- og kveðjustund. Ég vona að góður Guð gefi þér styrk og huggun, elsku Bjöggi minn, í þínum mikla og sára missi. Móður Gunna, systrum hans og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Við erum öll rík af góðum minn- ingum um okkar elskulegá Gunna. Hildur. Fædd 29. október 1921 Dáin 3. maí 1993 Mín elskulega móðursystir, Sigga í Kefló, hefur fengið hvíldina. Ja, mikið mun nú vanta á æskuslóðir mínar í Keflavík. Heimili Siggu frænku og Sölva frænda míns var eins og mitt annað heimili hér á Islandi. Það mun seint venjast að koma ekki við á Hringbraut 99, en um áraraðir hefur það verið föst venja mín bæðj þegar ég hef verið á leið heim til íslands og einnig við brottför að líta þar inn mér til mik- illar ánægju. Aldrei brást að Sigga styngi að mér 10-15 flatkökupökk- um og hangikjöti þegar ég var á heimleið til Bandaríkjanna þar sem ég bý. Fáir eru búnir að þola eins mikið í gegnum tíðina og hún frænka mín. Sigga átti við mikið heilsu- leysi að stríða og leið oft miklar þjáningar vegna erfiðs sjúkdóms Kveðja frá Alþýðu- leikhúsinu Gunnar Rafn Guðmundsson var einn af 49 stofnfélögum Alþýðuleik- • hússins - Sunnandeildar sumarið 1978. Hann hafði þá nýlokið námi í Leiklistarskóla Íslands. Á þriggja ára tímabili hafði mikill fjöldi ungra leikara útskrifast úr þessum ný- stofnaða skóla. Allir áttu það sam- eiginlegt að vilja þegar ganga til samstarfs við leiklistargyðjuna, en eygðu heldur fá starfstækifæri inn- an leikhúsanna tveggja í Reykjavík, enda hópurinn stór. Með stofnun Alþýðuleikhússins - Sunnandeildar opnuðust möguleikar til að láta þann draum rætast, en einnig drauminn um annars konar leikhús. Á þeim 15 árum, sem Iiðin eru hefur Al- þýðuleikhúsið tekið margs konar hamskiptum, fólk hefur komið og farið og flestir fest í sessi annars staðar. Vinur okkar, Gunnar Rafn, sem við kveðjum nú með söknuði ér einn þeirra örfáu, sem er samvaxinn sögu leikhússins frá byijun og fram til þessa árs. Hann lét sig starfsemina miklu varða og sótti flesta hinna sögulegu allsheijarfunda, þar sem lýðræðislegar ákvarðanir allra fé- laga stjórnuðu starfi leikhússins frá- degi til dags. Og þó að Gunnar Rafn hyrfí að verkefnum annars staðar, þá kom hann ætíð aftur til liðs við Alþýðuleikhúsið. Það skipti hann máli, hvað leikhúsið tók til sýninga og hvernig á málunum var haldið. Gunnar Rafn var einstaklega ljúf- ur samstarfsmaður í leikhúsi. Hann vann sín hlutverk af mikilli alúð og nostraði við smáatriðin. Hann lék í sjö uppfærslum á vegum Alþýðu- leikhússins. Það var áreiðanlega engin tilviljun, að fímm þeirra voru barnaleiksýningar. Með einlægni sinni og léttleika átti hann auðvelt með að mynda tengsl við unga áhorfendur. Hann var þeirra fulltrúi í leikritinu og það skipti þau mestu máli hver örlög hans yrðu, sama hvort hann lék fátækan dreng, hund eða lögregluþjón. Því varð hann oft- sem svipti hana smátt og smátt getu til þeirra daglegu athafna sem flest okkar telja sjálfsagðar. Hún lét það samt ekki hindra sig og var dugleg að mæta á samkomur sem efnt var til jafnt innan fjölskyldunn- ar sem utan og undantekningar- laust með bros á vör, glöð og kát. Sigga var mikill gleðigjafi og kom öllum í gott skap sem hana um- gengust. Sigga missti mikið þegar eigin- maður hennar, Sölvi Ólafsson, and- aðist fyrir tæpum sex árum. Hún lét þó ekki bugast, heldur hélt áfram baráttunni af sama hetju- skap og fyrr. Stutt er síðan foreldrar mínir, Gógó og Skapti, létust, en á milli þeirra og Siggu og Sölva var mjög sterkt og gott samband hér á jörðu og vonandi eru þau öll saman kom- in á ný á öðrum slóðum. Ef til vill sitja þau nú og spila brids, en það gerðu þau oft hér áður fyrr sér til ast fyrir valinu til að leika það hlut- verk sem átti að sýna að líf hvers einstaklings er ekki óumbreytanlegt eða sjálfgefíð frá upphafí. Það á sér stað þróun, það verða til sögur, all- ir eiga þátt í þessari þróun, eru persónur í sögum. Sem persóna í sögu okkar var Gunnar Rafn sá sem fékk okkur, sem einatt erum svo upptekin í kapphlaupinu við tímann, starfs- framann og jafnvel náungann til að staldra við og minnast eins og ann- ars sem sagt hafði verið, minnast leiðarljósa sem höfðu lent i hvarfí. Oft urðum við óþolinmóð, það þurfti að halda áfram, tíminn var naumur en eins og allir vita er fátt afstæð- ara en tíminn og Gunnar Rafn um- gekkst tímann á annan hátt en flest okkar sem erum alltaf að missa af honum, látum hann í rauninni enda- laust tefja fyrir okkur. Gunnar Rafn sveif yfír honum og hélt áfram að hugsa og reyna fá alla til að keppa að því sama. Þess vegna er það kannski svo skrítið að hans tími hér með okkur skuli nú vera útrunninn. Við sem eftir stöndum þökkum fyr- ir að hafa átt með honum þennan tíma, sem var langur þrátt fyrir að hann væri allt of stuttur. Björgvin, Guðrúnu og systrunum ásamt fjölskyldum þeirra vottum við einlæga samúð okkar. Jórunn Sigurðardóttir, Sigrún Valbergsdóttir. Þú gekkst mér við hlið. • Svo er því farið: sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna þeir eru himnamir honum yfir Með þessum ljóðlínum Hannesar Péturssonar viljum við minnast elskulegs vinar og bekkjarfélaga úr Leiklistarskóla Islands Gunnars Rafns Guðmundssonar. í Leiklistarskólanum lærðum við á lífið og listina í fjögur ár. Við vorum saman öllum stundum, deild- um gleði og sorg, lifðum iífí hvers annars. Gunni var perlan í hópnum. Ljúfl- ingur sem alltaf var tilbúinn til að sjá bjartar og óvæntar hliðar á málunum. Hann hafði auga fyrir því fallega og smáa bæði í mannlíf- inu og náttúrunni. Hann var lífsnautnamaður í besta skilningi þess orðs, listfengur og li- stelskur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. En Gunni varðveitti líka í hjarta sér hrekkleysi og hrein- lyndi, hann var bæði réttsýnn og heiðarlegur í viðskiptum sínum við annað fólk. Við elskuðum öll Gunna. Við áttum okkur þá hugmynd, S-bekkurinn að hittast aftur að áliðnu lífinu á „elliheimili fyrrum ungra og efnilegra leikara". Það hvarflaði einhvern veginn mikillar ánægju. Ég kveð hér elskulega frænku mína og veit að hún ber ástvinum mínum fyrir handan kveðju mína um leið og ég bið guð almáttugan að blessa minningu hennar og sál. Guðný Fisher Skaptadóttir. Sigríður Þorgríms- dóttir — Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.