Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 51
I I I ( I I ) ) ) > ) ) i I ) .MORGUNBLABIÐ FIMMTUMAGUR 20. MAÍ 1993,, SUND Attræður tekur þátt í rennibrautarkeppni 51UÚ ÞAKEFNI AF BESTU GERÐ Nýtt rit um sögu Alþingis og Þjóðfundinn Islandssaga í einu bindi FISCHERSUNDI 3 SÍMI 14620 Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 Fullt af nýjum brettum, húfum og í yfirstærðum (Það heitasta í dag!) frá öllum aðal merkjunum í USA: ■ Morgunblaðið/Kristinn Aðalsteinn Gísiason á að baki 2.115 ferðir í rennibrautinni. í hvert skipti sem hann kemur í laugina rennir hann sér fimm ferðir. Aðalsteinn Gíslason, sem verður áttræður í júní, er einn þátttak- endanna í rennibrautarkeppni á veg- um Sundlaugar Kópavogs, sem fram í dag og hefst kl. 13.00. Þetta er fyrsta rennibrautarkeppnin hér á landi svo vitað sé. Aðalsteinn ætti að vera fær um að keppa, því hann á að baki rúmlega 2.100 ferðir í brautinni. Hann hefur stundað sund meira og minna undanfarin sextíu ár, en eftir að hann hætti að vinna fyrir um tveimur árum hefur hann að staðaldri farið í sund. Kópayogslaugina hefur hann sótt frá árinu 1959, fyrst gömlu laugina og nú þá nýju. Hann fer lika í renni- brautina alla þá daga sem hún er opin og í gær, miðvikudag voru ferð- imar orðnar 2.115. „Ég hef farið daglega í rennibrautina síðan hún var opnuð og fer í það minnsta fimm ferðir á dag. Brautin hefur stundum bilað og þá hef ég þurft að sleppa því að fara í hana,“ sagði Aðalsteinn þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli í Kópavogslaug- inni í fyrradag. Hann ljómaði allur þegar hann sagði frá því hversu gaman væri að fara í rennibrautina. „Það er sérstaklega skemmtilegt þegar börnin eru þar líka, við æsum hvert annað upp,“ sagði hann og hló. „Þau hafa líka svo óskaplega gaman að þessu.“ Óttast ekki beinbrot Aðalsteinn segist ekki vera hrædd- ur um að beinbrotna né slasa sig á annan hátt. „Maður getur ráðið hrað- anum sjálfur, en ég reyni auðvitað að renna eins hratt og ég get. Böm- in hafa kennt mér tæknina við að renna hratt,“ segir hann og ljóst er að honum finnst það ekki leiðinlegt. „Sundlaugarverðirnir vilja að maður fari með fæturnar á undan, en það er nú ein af þeim reglum sem stund- um em brotnar. Sjálfur tel ég algjör- lega hættulaust að fara með hend- urnar á undan.“ Það gengur illa að veiða upp úr honum, hvort hann ætli að beita sér- stakri tækni á sjálfan keppnisdaginn. „Ekkert endilega," svarar hann og horfir út í loftið. Hann segist ekki vera viss um að sigra, virðist í raun- inni alveg sama. „Það kemur alltaf einn öðrum fremri,“ bætir hann við. Þegar Aðalsteinn er spurður hvort jafnaldrar hans séu eins duglegir að fara í rennibrautina svarar hann: „Ja, ég veit um þrjá eldri. Einn þeirra, Stefán Bjömsson fyrrverandi skipstjóri, sem nú er orðinn níræður fór í rennibrautina þegar hann var 88 ára og ég er veit að hann á eftir að fara í hana á tíunda tugnum,“ segir hann og bætir við eftir nokkra umhugsun: „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta er mjög holl hreyf- ing. — Að fara í brautina? skýtur blaðamaður inn í. „Já, bæði að fara í brautina og fara upp tröppumar. Maður hleypur upp 130 tröppur þeg- ar farnar em fimm ferðir, þannig að það safnast þegar saman kernur." Aðalsteinn lætur ekki þar við sitja heldur segir að það sé föst regla hjá sér að synda aldrei minna en 600 metra. „Ég held áfram að synda svo lengi sem ég get,“ segir hann þegar blaðamaður og ljósmyndari kveðja. Bæði fullorðnir og börn keppa Guðmundur Harðarson forstöðu- maður sundlaugarinnar segir að hug- myndinni um keppnina hafi skotið upp kollinum þegar verið var að ræða hvaða nýjungum væri hægt að brydda upp á. „Keppnin er ekki bara fyrir böm heldur fullorðna líka og við hvetjum þá sérstaklega til að koma. Ég held að það sé orðið aljtof lítið um það í þjóðfélaginu að börn og fullorðnir leiki sér saman. Við höfum alls ekki á móti því hér að krakkarnir leiki sér og emm með flotleikföng á afmörkuðu svæði þar sem þau geta meðal annars klifrað upp á og látið sig detta út af.“ Guðmundur segir að rennibrautin sé mikið notuð, en hún er sögð hrað- asta vatnsrennibrautin á landinu og sú eina sinnar tegundar vegna þess að hún er lokuð eins og rör. Það sem gerir hana svo hraðvirka er að í miðri brautinni er nokkurs konar brekka á metrakafla og við það að fara yfir hana eykst hraðinn um helming í seinni hluta brautarinnar. „I síðustu beygjunni þar sem hraðinn er mestur fara þeir hröðustu alveg upp í þakið," segir Guðmundur og bætir við að engir hafí meiðst, enda séu strangar reglur í gildi. Þeir sem renna sér í brautinni nota ýmsar aðferðir til að hraðinn verði sem mestur. Kunnugir segja, að með því að liggja einungis á hæl- um og herðum náist mestur hraði, en komi rassinn við brautina verði mótstaðan meiri og við það tapast hraði. Keppt verður í þremur aldurs- flokkum, 10 ára og yngri, 11-14 ára og 15 ára og eldri. Hver keppandi rennir sér tvær ferðir og gildir betri tíminn sem lokatími. NEW DEAL, UNDERWORLD, MADCIRCLE, 40'S, BULLY, VENTURE, THUNDER, ALIEN W0RKSH0P, 101, BLIND, PLANET EARTH, PLAN B, W0RLD INDUSTRIES, 0.FL. 0.FL. ...0G AUÐVITAÐ NÓG AF ÖXLUM, HJÓLUM, SANDPAPPÍR, LISTUM, LÍMMIÐUM 0.FL. 0.FL. HJOLABRETTABUÐIN ÖRNINN HJÓLABRETTADEILD SKEIFUNN111, (KJALLARA), SÍMI 679890 MR búðin*Laugavegi 164 sími 11125 • 24355 Besta ameríska dýnan á markaðmim er frá SERTA verksmiðjunum sem auglýsa um allan heim undir slagorðinu " We make the world's best mattress". í Húsgagnahöllinni færðu fullkomna þjónustu og eru dýnumar til í öllum stærðum og mýktarflokkum með allt að 25 ára ábyrgð. Láttu þér líða vel á SERTA dýnu næstu árin. SERTA er besta ameríska dýnan. Það skulum víð sýna þér þegar þú kemur að prófa. Verðið mun koma þér skemmtilega á óvart. Mikið úrval af fallegum höfðagöflum, náttborðum, kommóðum og speglum í mismunandi gerðum. Illiiii feirnít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.