Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 46
. MOKG UNBLAÐIÐ HMMTÖJDAGUE 20. MAÍ 1993 ÍMG Sigríður Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 22. janúar 1917 Dáin 6. maí 1993 Það vorar, kalda vetrarvinda hefur lægt, sumarið er í nánd. Náttúran býr sig undir lífið sem framundan er, einnig við mannfólk- ið, hver á sinn hátt. Hinn 6. maí andaðist tengda- móðir mín, Sigríður Sigurðardóttir, eftir margra mánaða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Sigríður fæddist 22. janúar 1917 í Viðey, dóttir hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Sigurðar Þórólfsson- ar verkstjóra. Hún var fjórða í röð- inni af fimm systkinum sem upp komust, en alls voru þau átta; þrjár systur dóu á unga aldri. Nú eru þrjár systur eftirlifandi: Elísabet, gift Marteini Markússyni, Jódís, gift Eyjólfi Stefánssyni, og Guðný, gift Guðmundi Einarssyni. Látinn er bróðirinn Júlíus, skipstjóri, sem kvæntur var Áslaugu Erlendsdótt- ur sem einnig er látin. Sigríður var tvígift. Fyrri maður hennar var Þorsteinn Jóhannesson og átti hún með honum eina dótt- ur, Ingu Sigurlaugu, þroskaþjálfa. Seinni maður hennar var Helgi Guðmundsson frá Grund í Kol- beinsstaðahreppi, og átti hún með honum fjögur börn: Aðalheiði, íþróttakennara, sem gift er Krist- jáni Þór Þórissyni, Sigurð, bónda, sem kvæntur er Sesselju Þorsteins- dóttur, Guðmund, aðalvarðstjóra, sem kvæntur er Guðnýju Vésteins- dóttur, og Skúla, vinnueftirlits- mann, sem kvæntur er Önnu Ein- arsdóttur. Afkomendur Sigríðar eru nú orðnir 42. Sigríður var greind og dugmikil sem allt fram á efri ár bætti við sig þekkingu í andlegum og verald- legum efnum. Hún lauk prófi sem fiskmatsmaður árið 1960 og starf- aði um árabil hjá sjávarafurðadeild 'Sambands íslenskra samvinnufé- laga uns hún varð að hætta vegna heilsubrests. Hún var nákvæm og röggsöm í því starfi sem og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Sigríður var einstaklega hjarta- hlý og hjálpsöm, og ræktarsemi og umhyggja við börn og aðra afkom- endur var einstök. Hún hafði aldrei úr miklu að spila, en allt sem var umfram brýnustu nauðsynjar fór til að gleðja og gagnast öðrum; það var hennar gleði. „Dauðinn“ er ekki til í þeirri merkingu að það séu endalok lífs- ins, hann er umbreyting til þess ástands sem gerir manni kleift að lifa á því tilverustigi sem við tekur eftir vistina hér á jörð. Það tilveru- stig er lögmál Guðs, allt er frá Honum og allt er til Hans. Þetta var skilningur Sigríðar og vonandi ekki langt frá sannleikanum og ljósinu. Ég kveð og þakka tengdamóður minni allt sem hún var mér og mínum, og bið henni blessunar og varðveislu Guðs og handleiðslu á leiðum hennar í nýrri tilveru. K.Þ.Þ. í dag, 21. maí, verður amma mín borin til hinstu hvíldar. Það virðist vera alveg sama hvenær og hvernig fólk deyr, það er alltaf sárt að missa ástvini. Þegar ég lagði af stað til Banda- ríkjanna 19. ágúst sl. til eins árs dvalar sem au pair vissi ég að ýmsu yrði fómað, s.s. fermingum, stórafmælum, ættarmóti o.þ.h. En þegar ég kvaddi ömmu daginn sem ég flaug út, þá vissi ég ekki að það yrði í síðasta sinn sem leiðir okkar lægju saman á þessu jarðlífi. Ég get enn munað bragðið af vöfflun- um sem hún bakaði handa mér þá. Amma hafði verið meira og minna lasin síðustu 20 árin vegna kransæðastíflu og á seinni árum fékk hún sykursýki. Það var reynd- ar ótrúlegt hvað hún náði sér oft vel upp eftir mikil og erfið veikindi. Þegar ég hafði verið hér úti í 6-7 vikur hringdi pabbi í mig með þær gleðifréttir að Skúli frændi væri orðinn afi og þær sorgarfrétt- ir að amma mín væri með krabba- mein ofan á allt hitt, einnig að ég skyldi ekki búast við því að sjá hana aftur á lífi, dagar hennar væru senn taldir. En þó virtist sem hún fengi alltaf einhvern styrk aft- ur, en þó aldrei eins og áður, því henni hrakaði mikið þessa mánuði eftir að krabbinn kom upp. Svo í apríl sl. fékk hún hjartakast og náði sér aldrei eftir það og 6. maí hringdi pabbi í mig með þær sorg- arfréttir að amma væri dáin. Það var í fyrsta sinn sem ég fann fyrir því hversu langt ég er að heiman. Ég man hvað mér þótti gaman sem lítilli stelpu í stórum systkina- hóp í sveitinni, þegar amma kom í heimsókn á gula skódanum sínum. Ung að árum lærði ég einhverra hluta vegna að segja: „Skódi ljóti spýtir grjóti,“ en guli skódinn henn- ar ömmu var: „Skódi flotti sem splæsti gotti“, og bar það heiti með sóma. Þegar amma kom í heimsókn byijaði hún að flauta nokkur hundruð metrum áður en hún keyrði í hlaðið að Hraunholtum. Við systkinin þeyttumst eins og „maurahrúga“ út að taka á móti henni líkt og um poppstjörnu væri að ræða. Það brást ekki að amma kom alltaf með einhverjar gjafír og fullt af nammi sem var alltaf vel þegið. Það var alltaf jafn gam- an að fara í bíltúr með henni í gula skódanum og eru þær nokkrar ferðirnar sem hún fór með okkur systkinin í sund, enda var hún amma mín mjög dugleg að stunda sund allt til hins síðasta. Ég man ennþá ljóslifandi mína fyrstu ferð til Reykjavíkur. Við tvíburasysturn- ar fengum að fara með ömmu suð- ur, þá 6 ára gamlar, það var eins og heilt ævintýri. Amma hafði ofsalega gaman af því að ferðast og eru þeir fáir stað- irnir á íslandi sem hún hafði ekki komið til. Hún kom einnig víða við í Noregi. Það er líklega tvennt sem ég hef erft frá ömmu minni og ég er mjög stolt af. Það er gjafmildi og áhugi á og ánægja af ferðalögum. Þau fjögur ár sem ég var í námi í Reykjavík kom ég nokkuð oft til ömmu í Hátúnið og það var ósjald- an sem ferðalög bar á góma þá. Hún trúði mér fyrir því að ef hún hefði haft efni 3 að ferðast þá hefði hún ferðast hringinn í kringum hnöttinn. En nú er hún farin í sitt hinsta ferðalag. Amma var mjög trúuð kona og er ég því viss um að hún er á góðum stað. Pabbi og mamma, Allý og Krist- ján, Gummi og Guðný, Inga og Júlli, börn, tengdabörn, barnabörn, ömmusystir, aðrir ættingjar og ást- vinir, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Um stræti rölti ég og hugsa um horfinn veg, á kinnar mínar heit falla tár. Allt sem áður var eru nú minningar því aldrei aftur koma þau ár. Ég hugar kveðju sendi mamma mín, þig man ég alla stund, og guð ég bið um að gæta þín uns geng ég á þinn fund. (Gylfi Ægisson) Með kærri kveðju frá Barrington Hills, USA. Sonardóttirin Elísabet Sigurðardóttir. Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla da>ja frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 Nú þegar elsku amma, eða Sigga amma eins og við kölluðum hana, er horfin á braut langar okkur syst- urnar að minnast hennar með nokkrum orðum. Þegar við vorum litlar stelpur var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fá að hita Siggu ömmu. Móttökurn- ar sem við fengum báru vott um mikla væntumþykju og áhuga á okkur sem manneskjum. Hún tal- aði mikið við okkur og sagði skemmtilegar sögur. Hún var sann- ur vinur. Eftir því sem árin liðu var ekki síður ánægjulegt að hitta Siggu ömmu. Frá henni fundum við ávallt hlýja og jákvæða strauma í okkar garð. Við áttum margar góðar stundir með henni. Börn okkar eldri systranna fengu líka að kynnast Siggu ömmu. Þau höfðu mikla ánægju af þeim samskiptum og fannst alltaf gaman að fara í heimsókn til hennar. Þrátt fyrir lélega heilsu seinustu árin var hún ætíð iðjusöm og dug- leg. Þeir eru ófáir hlutirnir sem hún gerði í höndum handa afkomendum sínum. Fyrir nokkrum mánuðum fékk Sigga amma mjög alvarlegan sjúk- dóm. Sá kjarkur og sú seigla sem hún sýndi í baráttu við sjúkdóminn er aðdáunarverð og víst er að hún hjálpaði okkur systrunum meira en við henni að sætta sig við orðinn hlut. Við munum ávallt minnast henn- ar með hlýhug og virðingu. Kærar þakkir fyrir allt, elsku amma. Hildur, Jóna Þórunn og Sigríður Lára. Fædd 4. apríl 1906 Dáin 16. mai 1993 Með nokkrum orðum langar mig að minnast ömmu minnar sem jarð- sett verður á morgun. Ég man eftir ömmu sem kon- unni sem alltaf var til staðar, féll aldrei verk úr hendi og tók fullan þátt í uppeldi okkar bræðranna. Ég man eftir að hafa lesið fyrir hana á bullmáli upp úr bókum þar sem ég var ekki læs sjálfur og hún hlustaði og sagði: „Já, gott hjá þér, vinur,“ og hvatti mig til að halda áfram þótt það hljóti að hafa verið nær óbærilegt að hlusta á svona. Ég man eftir henni á hátíðis- dögum uppábúinni í upphlut, sem ég kallaði alltaf þjóðbúninginn hennar ömmu og þótti æði ein- kennilegur klæðnaður, en kunni seinna að meta. Sunnudagsboðin með kökum, vöflum, pönnukökum, kakói að ógleymdu appelsíni og malti voru ómissandi þáttur í lífi hennar og þar gat' maður svo sann- arlega úðað í sig öllu góðgætinu að vild. Þegar foreldrar mínir fóru í ferðalög borðaði ég hjá ömmu og eftir að hafa hesthúsað í mig veislu- réttum sem nægt hefðu ofan í hálfa togaraáhöfn sagði hún mig vart hafa snert á matnum og bað mig um að borða meira svo ég dytti ekki niður úr hor. Og ég fékk mér meira. Guðný Vilhjálmsdóttir var fædd í Jórvíkurhjáleigu í Hjaltastaða- þinghá 4. apríl árið 1906 og var því nýorðin 86 ára gömul. Foreldr- ar hennar voru Vilborg Runólfs- dóttir og Vilhjálmur Magnússon. Ung réð hún sig sem kaupakonu norður í Skagafjörð og gifti sig upp úr því Magnúsi Frímannssyni og bjuggu þau á Ytri Mælifellsá í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði. Eign- uðust þau fjögur börn sem öll eru á lífí; Vilborgu, Guðrúnu, Vilhjálm og Ingiberg. Magnús varð bráð- kvaddur þegar hann var að járna hest sumarið 1946 og fluttist Guðný þá aftur á Fljótsdalshérað til Magnúsar bróður síns. Ellefu árum síðar giftist hún öðru sinni, Sigurjóni Þórarinssyni ekkjumanni, og bjuggu þau á Brekku í Hróars- tungu á Héraði. Þar ólu þau saman Allir dagar eiga sér endi, hún amma mín, Sigríður Sigurðardóttir, er dáin. Koma þá upp margar minningar um þær góðu stundir sem við amma áttum saman. Stundirnar í sveit- inni, þegar amma kom á skódanum sínum í Hraunholt til að heimsækja son sinn, tengdadóttur og allan krakkahópinn. Þá flautaði hún áður en hún kom í hlað, og við krakkarn- ir hlupum af stað til að taka á móti henni. Hún kom oft með eitt- upp fósturson sinn Stefán Jónasson sem síðar tók við jörðinni. Sigutjón lést úr krabbameini 1964 og flutt- ist Guðný þá til móður minnar í Reykjavík. Þegar Reykjavíkursaga Guðnýj- ar hefst er hún orðin 57 ára gömul og þrjú elstu börnin flutt að heim- an, en Ingiberg bjó áfram með henni fram til ársins 1976. Þau bjuggu með okkur í sömu íbúð í Barmahlíðinni, en fluttust síðar í kjallarann þegar hann losnajli. Þeg- ar ég var um tíu ára gamall flutt- ust þau í næstu götu, en það var ekki fyrr en hún fluttist á Norður- brún vorið 1979, að ég fór að líta á það sem heimsóknir að fara til hennar þar sem áður hafði verið svo skammt á milli heimila okkar og maður gekk þar inn og út að vild. Ekki má misskilja þetta þann- ig að mér hafi þótt heimili hennar í Norðurbrún standa mér eitthvað minna opið en áður, fjarlægðin var bara meiri og þess vegna dró úr samvistunum. Mér þótti samt alltaf gaman að koma í heimsókn þó að þær yrðu ætíð meira bundnar við sunnudaga og aðra hátíðisdaga. Guðný fór strax við komuna til Reykjavíkur að vinna sem húshjálp á einkaheimilum við þrif og annað. Vinnuveitendurnir voru því víða um borgina og var hún vel liðin hjá þeim öllum, enda man ég að á jólum fékk hún alltaf langflesta pakka allra á heimilinu þar sem svo marg- ir vildu gefa henni gjafír. Þegar mínum pökkum fór fækkandi leyfði hún mér að hjálpa sér við að opna sína, og auðvitað fékk ég meirihlut- ann af konfektinu. Það er engin tilviljun að sonur hennar er virtur listamaður í dag. Þeir hæfíleikar eru greinilega frá móður hans komnir. Guðný var list- feng mjög og heklaði mikið, saum- aði út og málaði á tau. Á Norður- brún kynntist hún vinnu með smelti og postulínsmálun og voru verk hennar bæði falleg og frjó. Strax um fertugt var hún orðin veik í lungum og með bronkítis sem leiddi til asma sem hún þjáðist af þegar hún fluttist til Reykjavíkur. Var hún þá nokkrum sinnum á Vífílsstöðum þar sem hún kynntist nýju lyfi sem átti vel við hana og hvað fínt handa okkur en ógleymanlegir voru „nammi- skammtarnir“ sem við fengum á kvöldin. Hún fór með okkur í bíltúr og stundum í sund, og myndaði okkur í bak og fyrir. Það voru glað- ir og góðir dagar þegar amma var hjá okkur. Þegar ég stofnaði svo mitt heim- ili í Borgarnesi kom amma við hjá mér þegar hún kom frá Hraunholt- um. Þá gerðum við okkur glaðan dag, sérstaklega þegar hún var hjá okkur á þrettándanum, það voru eins og auka jól. Alltaf var jafn gott að hafa hana hjá sér. Ég reyndi líka alltaf að heimsækja hana þeg- ar ég var á ferð í Reykjavík. Amma vildi öllum vel, og sér- stakt dálæti hafði hún á börnum. Hún hafði gaman af ferðalögum og landafræði, og hún sendi manni oft póstkort af þeim stöðum sem hún var að ferðast um, hvort sem það var hér á landi eða í Noregi. Hún var dugleg og góð, hún las mikið, og þetta allt hjálpaði henni í hennar erfíðu veikindum. Nú hefur hún kvatt þennan heim og ég veit að nú líður henni vel. En minningarnar eru eftir, þær eru svo ótal margar og ljúfar að ekki verður hægt að rekja þær allar hér. Megi amma Sigga fara í Guðs friði og hafi hún þökk fyrir allt. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (D. Stefánsson) Sigríður Jóna. létti henni lífið mjög. Þegar aldurinn fór að segja til sín og heilsan að gefa sig átti hún auðvitað að hætta að vinna eða a.m.k. að minnka við sig. En það kom ekki til greina hjá Guðnýju. Hún taldi sig sjálfsagt einskis nýta ef hún ynni ekki baki brotnu alla daga. Eitthvað hlýtur þó að gefa sig þegar fólk ann sér vart hvíldar sökum vinnugleði og að því kom að Guðný amma varð það bakveik að hún þurfti að leggjast inn á Borgarspítalann til aðhlynningar. Það var snemma árs 1990. Fljót- lega var ljóst að hún myndi ekki geta snúið aftur heim til sín þar sem hún þurfti á umönnun frá öðr- um að halda í fyrsta skipti á ævinni. Vaninn hafði verið sá að hún var að þjóna öðrum en skeytti lítt um að láta þjóna sér. Eftir nokkurra mánaða vist á spítalanum fór húp á Droplaugarstaði þar sem hún eyddi þremur síðustu æviárunum. Auðvitað var farið að draga úr henni máttinn undir það síðasta, en eiginleg sjúkralega var engin. Hún veiktist nóttina fyrir dánar- daginn og lést um hálfum sólar- hring síðar. Engum dylst að hún var hvíldinni fegin. Nú er amma farin í annan heim. Hún hafði einstakt lag á mér og mér fannst ég alltaf vera einhver sérstakur þegar ég var nálægt henni. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka fyrir hönd fjölskyldunnar öllu starfsfólki á Droplaugarstöð- um fyrir frábæra umönnun og hlý- leika í garð Guðnýjar. Grétar Erlingsson. Guðný Vilhjálms- dóttir — Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.