Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FlMMTUDAGUIl 20. MAÍ 1993 57 Athugasemdir við grein um hjúkrun Frá Sigríði Kristinsdóttur: í bréfi til blaðsins 12. maí birtist grein eftir Önnu Birnu Jensdóttur, hjúkrunarforstjóra á Borgarspítalan- um. Nauðsynlegt er að gera athuga- semdir við nokkrar fullyrðingar hennar. Hún segir: „Gæðastimplar innifela skilgreiningu á lágmarksgæðum, mati á framvindu og kröfu um stöð- ugar umbætur innan bolmagns á hveijum tíma.“ Þetta virðist þýða að gæðin skuli fara eftir þeim fjármun- um sem renna til heilbrigðismála á hveijum tíma. í þetta vantar að ræða hveijir skammti fjármunina. Vissu- lega hafa fátækar þjóðir og þjóðir sem standa í styijöldum ekki jafn mikið bolmagn til að fjármagna heil- brigðiskerfið eins og þær þjóðir sem betur eru settar. Raunar ráðast framlög til heilbrigðismála ekki af einhverri nauðsyn heidur af vilja pólitíkusanna. En samrýmist það faglegum metnaði hjúkrunarfræð- ings á íslandi árið 1993, að þarfir þjóðarinnar fyrir heilsugæslu fari eftir því hvað yfirvöldin skammta til þeirra mála? Öðru sinni er vikið að bolmagninu og sagt: „Þegar kreppir að og bol- magn er ekki fyrir hendi til stjórn- og stefnulausrar útvíkkunar á heil- brigðisþjónustu snýst stjómun heil- brigðisstofnana meir og meir um hvernig megi ná fram betri þjónustu fyrir minni kostnað. Stjórn- og stefnulaus útvíkkun á starfsemi get- ur aldrei flokkast undir góða þjón- ustu.“ Skömmu síðar segir í þessari grein að hjúkrunarfræðingar hafi í áratugi „staðið fyrir útgáfu gæða- handbóka, sett fram gæðastefnu, markað grundvallarviðhorf og mark- mið hjúkrunar". Hjúkrunarfræðingar hafa sum sé séð um stjórnun á heilbrigðisstofnun- um um langan tíma. Hafa þeir allan þennan tíma staðið fyrir „stjórn- og stefnulausri útvíkkun á starfsemi" sem getur ekki flokkast undir góða þjónustu? Eitthvað skýtur þarna skökku við. Jafnframt hlýtur það að teljast hæpin fullyrðing að menntun hjúkr- unarstéttarinnar geri hjúkrunar- fræðinga að „framvarðarsveit heil- brigðisstétta". Til þess að geta tengt saman þann árangur sem þarf að ná við starf á sjúkrahúsum hlýtur að vera nauðsynlegt að allar stéttir, sem þar vinna, menntist vel en ekki bara hjúkrunarfræðingar. Enda kemur það fram í greininni að sam- 'talan af þekkingu og hæfni allra heilbrigðisstéttanna þarf fyrst og fremst að „Hagnast samfélaginu“. En það hlýtur að þýða að allt það starfsfólk sem er á þessum stofnun- um þarf að vinna vel saman, læknir- inn, hjúkrunarfræðingar, sjúkralið- inn, ræstingarfólk, eldhúsfólkið o.s.frv. En samkvæmt grein Önnu Birnu eru hjúkrunarfræðingar best fallnir til að hafa forustu þar um og óþarfi að aðrir séu neitt að hugsa um slíkt. Óþarfi að finna upp hjólið tivsvar, eins og hún orðar það svo smekklega — hjúkrunarfræðingar virðast hafa fundið það upp (þ.e. vita hvað best er að gera) — svo aðrir verða því víst að ganga þar sem hjúkrunarfræðingar þeysa um á hjól- inu sínu! Þeir innanhússsamningar, sem hjúkrunarfræðingar hafa gert við Borgarspítalann, þegar dregið var úr bráðaþjónustu á Landakoti eru ekki mjög traustvekjandi. Þar var samið um að hjúkrunarfræðingar fengju aukalega borgað fyrir að fara í 100% stöðugildi og sérstaka greiðslu fyrir álag sem fýlgdi fjölgun bráðavakta. Álagið á hjúkrunarfræð- inga varð vissulega meira og samn- ingar gáfu þeim einhvern peninga- legan ávinning. En á meðan fengu aðrir starfsmenn á spítalanum; læknaritarar, hjúkrunarritarar, sjúkraliðar, ræstingafólk og þeir sem vinna á stoðdeildunum — þ.e. þeir sem vinna á gólfinu sem svo er kall- að — ekki neitt. Aukið vinnuálag og þrælkun varð hlutskipti þessara „lægra“ settu starfsmanna sem ekki hafa yfirsýn hjúkrunarfræðinga. Þetta fólk þarf að vinna meira en áður án þess að fá sama bónus og hjúkrunarfræðingar vegna aukins vinnuálags. Ávinningar hjúkrunarfræðinga á Borgarspítalanum vegna þessara innanhússsamninga minna fremur á lénsskipulagið en það sem almenn- ingur bindur vonir við nútíma stjóm- unarháttum. Eða erum við að færast nff’nráhíilíV SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, sjúkraliði, formaður Starfsmanna- félags ríkisstofnana. Athugasemd Frá Guðnýju Dóru Kristinsdóttur: í Morgunblaðinu þann 15. maí síð- astliðinn birtist viðtalsgrein við for- mann Hundaræktarfélags íslands, Guðrúnu Guðjohnsen. í því viðtali ræðir hún um upphaf þeirra aðgerða er gripið var til í því skyni að forða íslenska fjár- hundinum frá því að deyja út. Af einhveijum ástæðum lætur hún ógert að minnast á Sigríði Péturs- dóttur, Ólafsvöllum, en hún er sú manneskja sem hefur öðrum fremur staðið í því að bjarga íslenska frjár- hundinum frá útrýmingu. Sigríður er virtur ræktandi og dómari með alþjóðaréttindi og er vel þekkt inn- anlands sem utan. Hún stóð fyrir stofnun Hunda- ræktarfélags Islands ásamt öðrum og var formaður þess í 10 ár. Hún hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu okkar þjóðarhunds og má með sanni segja að hún hafi bjargað honum frá að fara sömu leið og geirfuglinn. Nafn Sigríðar Pétursdóttur er tengt sögu íslenska fjárhundsins óijúfanlegum böndum, þess vegna er mér og öðrum eigendum íslenska fjárhundsins gróflega misboðið þeg- ar nafn hennar er einfaldlega fellt út úr sögunni og fer fram á að for- maður Hundaræktarfélagsins kynni sér málin betur og viðhafi vandaðri vinnubrögð þegar farið er með sögu hundsins í fjölmiðla. GUÐNÝ DÓRA KRISTINSDÓTTIR, Fellaási 3, Mosfellsbæ. LEIÐRETTIN G Astjörn byrjar 19.júní í frétt í Morgunblaðinu um starf- semi sumarheimilisins Ástjamar var ranglega sagt að sumarstarfið hæfist 9. júní. Það hefst ekki fyrr en 19. júní. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Aglýsa skal opinberlega í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær um auglýsingu á stöðu bankastjóra Seðlabanka íslands var ég með vangaveltur um aðákvörðun bank- aráðs Seðlabankans um að auglýsa stöðuna, kynni að vera upphafið að því að pólitísk tök á bankakerfinu Iosnuðu og að bankaráð ríkisvið- skiptabankanna myndu í framtíð- inni fara að fordæmi bankaráðs Seðlabankans og auglýsa stöður bankastjóra. Mér láðist á hinn bóg- inn að geta þess, að þann 28. apríl sl. voru samþykkt lög frá alþingi um viðskiptabanka og sparisjóði, þar sem ein grein fjallar sérstaklega um ofangreindar vangaveltur min- ar. Þessi lög taka gildi þann 1. húlí í sumar. í 29. grein laganna segir m.a. „Bankastjórn ríkisviðskipta- banka skal skipuð þremur banka- stjórum sem skulu eigi ráðnir til lengri tíma en sex ára í senn....Aug- lýsa skal opinberlega eftir umsókn- um um stöður bankastjóra með hæfilegum fyrirvara.“ Ástæður þess að ekki var getið um nýsett lög í grein minni eru einfaldlega þær, að mér var ókunn- ugt um þessi lög og er hér með beðist velvirðingar á þeirri fáfræði. Agnes Bragadóttir Fer inn á lang flest heimili landsins! L JltaqguiiÞIiifef fe VELVAKANDI OSMEKKLEG BLAÐAMENNSKA SÚSANNA Westlund hringdi með eftirfarandi athugasemd: „Mér finnst fréttin á baksíðu Morgunblaðsins hinn 18. maí afskaplega ósmekkleg. Þar er talað um að maður hafi látist í bílslysi og í sömu andrá tekið fram að bíllinn hans sé ónýtur. Ekki er minnst á hvort hann hafi átt fjölskyldu eða neitt sem manninum viðkom. Undir mynd- inni stendur: „Maður á miðjum aldri lést í þriggja bíla árekstri á Reykjanesbrautinni í gær- kvöldi. Bifreið hans er gjöró- nýt.“ Þarna finnst mér bíllinn gerður að aðalatriði en hinn látni að aukaatriði." TAPAÐ/FUNDIÐ Týndur penni SILFURPENNI, Pelican, merkt- ur á loki, tapaðist í síðustu viku. Finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 657371. Fundar- laun. Úr fannst ÚR MEÐ gylltri keðju fannst á Holtavegi. Upplýsingar í síma 33246. Hálsmen í pakka fannst LÍTILL pakki fannst vestast á Ásvallagötu laugardaginn 8. maí sl. I pakkanum var lítið hálsmen keypt hjá Jóni og Ósk- ari, Laugavegi 70, Reykjavík. Upplýsingar í símum 624031 hjá Helgu, eða hjá Ragnheiði í síma 624651. GÆLUDÝR Týndur köttur ÁRSGÖMUL síamslæða með fyólubláa ól og eyrnamerkt týnd- ist við Álftanesveginn í Hafnar- firði. Hún gegnir nafninu Mollý og hennar er sárt saknað. Þeir sem hafa séð hana vinsamlega hringi í síma 53613. Kettlingar TVEIR kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 668092. Fjarstýrd leiguskip Hef opnaó aftur Fjarskip, Rauðavatni. Opið alla góðviðrisdaga fró kl. 14-19. Verd: Hólftími kr. 500. Korter kr. 250. VORIHAFNARFIRÐI HUSGAGNASYNING UM HELGINA Opiðídag 14-19 Föstudag 9-19 Laugardag 10-19 Sunnudag 14-19 HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 ISPÓ múr laðar fram fegurð og gæði hússins þíns Það sjóst engin samskeyti - því er hægt að taka eina hlið eða allt húsið. Ókeypis tilboð ón skuldbindinga fyrir þig. Athugið að símanúmer breytist 20. maí í 658826, fax 658824. MÚRKLÆDNING HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.