Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 Kínverskt sumar er gengib í garb í Sjanghæ, þar sem fjöldi girnilegra rétta blómstrar ó sumarmatseblinum. Sumartiibob Sjanghæ: ^ Moitai kokteill Forréttur: Chai-Tang grænmetissúpa meb þrennskonar kjöti Fabu veisluna heim! Abalréttir: Djúpsteiktur humar sumarsins Szechuan súrsætt svínakjöt Ma Lak lambakjöt Swanton kjúklingur Eftirréttir: Við bjóðum þér matsefl Sjanghæ, eða útbúum hótíðarmatseðil fyrir þig. Við sendum þér veisluna heimefþúvilt. Tilvalið fyrir fyrirtæki, hópa og aftnælisveislur. Lónum einnig hitaplötur, skólar og önnur mataróhöld, ef óskab er. Pisang Goreng djúpsteiktir bananar og ís Kokteill, forréttur,4 réttir og eftirréttur aðeins 1.390 d mann 45. Iðnþing Islendinga Iðnaður gegn atvinnuleysi LANDSSAMBAND iðnaðar- manna eru samtök atvinnurek- enda í iðnaði. Innan vébanda þeirra eru um 3.200 félagar, allt frá einyrkjum upp í nálega 200 manna fyrirtæki. Æðsta stofnun LI er Iðnþing íslendinga sem haldið er á tveggja ára fresti. Kjörorð þingsins er að þessu sinni Iðnaður gegn atvinnuleysi. A þinginu ræðst niðurstaða við- ræðna sem átt hafa sér stað að undanförnu um sameiningu sam- taka iðnaðarins. A iðnþinginu, sem haldið verður föstudag 21. og laugardag 22. maí, verður tekist á um mikilvæg- ari mál en oft áður, bæði þau sem lúta að innra skipulagi LI sem og afstöðu til ytri breytinga í málefn- um íslensks iðnaðar. Síðastliðið ár hafa staðið yfir við- ræður milli Landssambands iðnað- armanna, Félags íslenskra iðnrek- enda og Verktakasambands íslands um sameiningu þessara samtaka í ein heildarsamtök. Öll samtökin, utan Landssambands iðnaðar- manna hafa nú þegar samþykkt slíka sameiningu. Sameiningarmál- in verða til umræðu á þessu þingi og endanleg afstaða til þeirra tekin þar. Ný stefnuskrá Landssambands iðnaðarmanna verður afgreidd á þinginu og má segja að hér kveði við nýjan tón í mörgum málum, ekki síst vegna margháttaðra breyt- inga á alþjóðlegum vinnumarkaði. Stefnuskráin tekur jafnt til efna- hagsmála, atvinnumála, utanríkis- viðskipta, menntamála og þróunar- og tæknimála. í formlegri setningarathöfn þingsins sem hefst kl. 11 flytja Haraldur Sumarliðason, forseti LI, og Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- Haraldur Sumarliða- Jón Sigurðsson, son, forseti LI. iðnaðarráðherra. herra, ræður. Síðar um daginn munu eftirtaldir fj'alla um kjörorð þingsins: Þröstur Olafsson, aðstoð- armaður utanríkisráðherra, ræðir „Forsendur iðnþróunar í sjávarút- vegssamfélagi“; Sveinbjörn Björns- son, háskólarektor, flytur erindið „Menntun og atvinna“ og erindi Þorkels Sigurlaugssonar, fram- kvæmdastjóra, nefnist „Sóknar- stefna í atvinnumálum". Seinni daginn fara fram almenn þingstörf og kosningar. Rúmlega 300 fulltrúar og gestir munu sitja þetta Iðnþing íslendinga og eru margir þeirra komnir um langan veg, bæði utan af landi og frá systursamtökum Landssam- bands iðnaðarmanna erlendis. (Fréttatilkynning) HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 ííflSÍÍfÉílp: 7 f? *'! , IjS Sýnendur á fyrstu ræstingasýningu á íslandi Dynjandi sf. Sápugerðin Frigg hf/Besta Rcestivörur Tandur sf. Ide kemi íslenska umboðssalan hf. Fönn Veitir hf. Magnús Kjaran hf. Flreinn hf. Blindravinnustofan Rafver hf. íslenska verslunarfélagið hf. Rekstrarvörur Karl K. Karlsson hf. Securitas hf. Kristján Ó. Skagfjörð hf. Umhverfisráðuneytið SYNINC A MOTEL L.OFTLEIÐUM 2 7. - 23. MAI SYNINGIN ER OPIN: Föstudaginn 21, maí kl. 14:0Q-i’. T Laugardaginn 22. maí /</. 10:00-18/30^ Sunnudag 23. maí kl. 10:00-i 8:0^ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.