Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAI 1993 Islensk tónlist kynnt á alþjóðaþingi í París í næstu viku Verk frá fjörutíu lönd- um keppa til verðlauna Jón Nordal og Bryndís Halla Gylfadóttir eru meðal fulltrúa íslands á tónskáldaþingi í París. VERK þriggja íslenskra tón- skálda verða leikin í í hátíðasal Sameinuðu þjóðanna í París í næstu viku. Þá verður efnt þar til tónskáldaþings útvarps- stöðva. Þingið hefur verið hald- ið árlega frá 1954 á vegum Al- þjóða tónlistarráðsins með stuðningi Menningarstofnunar SÞ, Unesco. Fulltrúar útvarps- stöðva um allan heim sækja þingið og skiptast á hljpðritun- um samtímatónlistar. Islensku höfundarnir sem nú eiga tón- verk þar eru Jón Nordal, Atli Heimir Sveinsson og Haukur Tómasson. Flutning verkanna annaðist Bryndís Halla Gylfa- dóttir selióleikari. Snorri Sigfús Birgisson lék jafnframt á píanó í einu þeirra. Hljómdiskur með sellóleik Bryndísar Höllu fyrir Ríkisútvarpið kemur út í haust og verða verkin sem leikin verða í París meðal efnis á honum. Útvarpið og ísiensk tónverk- amiðstöð standa saman að út- gáfunni. Guðmundur Emilsson, tónlistar- stjóri Ríkisútvarpsins, verður full- trúi þess á tónþinginu í næstu viku. Hann hlustar á ógrynni samtíma- verka í höfuðstöðvum Unesco ásamt sendimönnum útvarps- stöðva í um fjörutíu löndum. Síð- degis á föstudag verða bestu tón- verkin valin. Verðlaunaverk höf- unda annars vegar yngri og hins vegar eldri en þrjátíu ára verða leikin á öllum stöðvunum. Önnur tónlist sem viðurkenningu htýtur verður líka leikin á hverri stöð. Guðmundur segir að þannig gefi tónskáldaþingið ómetanleg tæki- færi til að kynna og kynnast nýrri tónlist sem ella væri ófáanleg á almennum markaði. í fyrstu stóðu aðeins fjórar út- varpsstöðvar að tónskáldaþinginu en nú hefur talan tífaldast. ís- lenska ríkisútvarpið hefur tekið þátt um áratuga skeið og ákváðu stjómendur þess nú að velja verk þriggja tónskálda til kynningar í París. Það em „Myndir á þili“ eft- ir Jón Nordal, fýrir selló og píanó, „Dal rogno del silenzio“ eftir Atla Heimi Sveinsson, fyrir einleiksselló og „Eter“ eftir Hauk Tómasson, einnig fyrir einleiksselló. „Við nýtum þær 35 mínútur sem hvert land hefur til umráða til þess að kynna athyglisverða íslenska tónlist," segir Guðmundur Emils- son. „Ekki síst þau Jón Nordal og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sem hlutu Tónvakaverðlaun Ríkisút- varpsins í haust er leið. Vonandi vekja þessi íslensku tónverk og flytjendur verðskuldaða athygli, við höfum oftsinnis náð góðum árangri á tónskáldaþinginu." 1.500 K R. MANUÐI O G ÞIÐ FAIÐ STI \i 'SIÐ TEPWMLAdT Já, það er ódýrara en margir haida að teppaleggja stigana. Hér eru dæmi um verð á viðurkenndum teppum sem þola mikið álag. : ; * 1 Dæmi 1:6 íbúða stigahús í Flúðaseii. Dæmi 2: 8 íbúða stigahús i Stóragerði. Staðgreiðsluv. Kr. 26.147,- pr. íbúð. M/afborgunum. Kr. 27.200,- pr. íbúð. 8 mánaðargr. Kr. 3.400,- pr. íbúð. 12 mánaðargr. Kr. 2.300,- pr. íbúð. 18 mánaðargr. Kr. 1.500,- pr. íbúð. Staðgreiðsluv. Kr. 22.000,- pr. íbúð. M/afborgunum. Kr. 23.200,- pr. íbúð. 8 mánaðargr. Kr. 2.900,- pr. íbúð. 12 mánaðargr. Kr. 1.900,- pr. ibúð. 18 mánaðargr. Kr. 1.300,- pr. íbúð. Algengt er að útborgun nemi 1/3 af kaupverði og eftirstöðvar greiðist á 6 mánuðum. Sumir kjósa að greiða með greiðslukorti og dreifa afborgunum á I I til 18 mánaða greiðslutímabil. ^ Wæm Með þeim hætti getur mánaðargreiðsla farið niður í kr. 1.500,- pr. íbúð. VORTILBOÐ TIL I5.JLJIMÍ Á vormánuðum bjóðum við sérstakt tilboðsverð á teppum fyrir stigahús. Við fjarlægjum gömul teppi, mælum upp, sníðum og leggjum fljótt og vel. Við lánum stórar teppaprufur og sendum ráðgjafa á húsfund ef óskað er. jn r%! UMB0ÐSMENN UM LAND ALLT HÝJAR GERÐIRTEPPA ÍTUGUM LITA teppaboðin ÖLL GÓLFEFNI A EINUM STAÐ TEPFI» FLÍSAR « PARKET» DÚKAR » MOTTUR ■ GRASTEPPI • VEGGDÚkAR »TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍMOTTUR • ÖLL HJÁLPAREFNI GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 91-681950 Messur í dag ÁSKIRKJA: Dagur aldraðra. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Dr. Einar Sigurbjörnsson messar. Eldri sóknarbörnum boðið tii kaffisamsætis í safnaðarheimili Áskirkju að messu lokinni. Kór SVR syngur. Kirkjubíllinn ekur. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Dagur aldraðra. Göngumessa um Fossvogsdal kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Sýning á munum úr vetrarstarfinu eftir messu. Öldruðum boðið til kaffidrykkju eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Dagur aldraðra. Messa kl. 14.00. Prestur sr. Hjalti Guðmunds- son. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Þorgeir J. Andrés- son syngur einsöng. Eftir messu er eldri borgurum boðið til kaffidrykkju á Hótel Borg. Þar syngur Þorgeir J. Andrésson nokkur lög við undirleik Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. GRENSÁSKIRKJA: Dagur aldraðra. Messa kl. 11.00. Hádegisverður fyrir aldraða eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Karlakór Reykjavíkur syngur, stjórnandi Friðrik Stefánsson. Organisti Hörður Áskels- son. Eftir messu verður ferð aldraðra í Skíðaskálann. Farið frá kirkjunni kl. 12.30. Upplýsingar í síma 10745. Kirkja heyrnarlausra: Messa kl. 43.30. Sr. Miyako Þórðarson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldsöngur kl. 21.00 með Taizé-tónlist. Kyrrð, íhugun og endurnæring. Allir hjartanlega vel- komnir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Dagur aldraðra. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Sönghópur aldraðra syngur. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir syngur einsöng. Sýning á handavinnu aldraðra sem unnin hefur verið í vetur. Kvenfélagið býður öldruð- um í sókninni, ásamt Bæjarleiðarbíl- stjórum, í kaffi eftir guðsþjónustu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00. Dr. Sigurþjörn Einarsson þiskup prédikar, sóknarprestur þjónar fyrir alt- ari. Kór Laugarneskirkju syngur. Þjón- ustuhópur kirkjunnar aöstoðar. Eftir guðsþjónustu mun sóknarnefnd bjóða kirkjugestum upp á kaffiveitingar. NESKIRKJA: Útiguðsþjónusta kl. 11.00, fyrir framan aðalbyggingu Háskóla ís- lands. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Dagur aldr- aðra. Guðsþjónusta kl. 11.00. Björn Kristjánsson prédikar. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. Hádegisverður í boði sóknarnefndar eftir guðsþjónustu, þar sem flutt verða skemmtiatriði og al- mennur söngur. Kvöldmessa kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skilyrða" sér um tónlistina. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan messutíma. Esra Pétursson læknir flyt- ur stólræðuna, en prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Organleikur Sigrún Steingrímsdóttir. Eldri borgarar flytja ritningarlestra. Halla Jónasdóttir og Fríður Sigurðardóttir syngja stólvers. Að lokinni guðsþjónustu verður dagskrá og kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkj- unnar í boði Soroptimistaklúbbsins í Árbæjarhverfi. Sýning á handavinnu- munum, er eldri borgarar hafa unnið í vetur. Allt eldra fólk í Árbæjarsöfnuði sérstaklega boðið velkomið til kirkjunn- ar á uppstigningardag. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. DIGRANESPRESTAKALL: Sameiginleg guðsþjónusta Kópavogssafnaða í Hjallakirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á degi aldraðra. Sigurborg Skúladóttir prédikar. Ritningarlestrar: I Sigríður Gísladóttir og Guðrún Sturlu- dóttir. Kór aldraðra úr Gerðubergi. Ilka Petrova leikur á þverflautu. Organisti Pavel Smid. Prestarnir. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Helgi- stund kl. 10.30 í varpanum fyrir framan Grafarvogskirkju. Þátttakendur í hóp- göngu í dagskrá „íþróttir fyrir alla“, taka þátt í stundinni. Kirkjukórinn leiðir söng. Guðsþjónusta kl. 14 í Félagsmiðstöð- inni Fjörgyn. Helgi Þorláksson fv. skóla- stjóri prédikar. Einsöngur: GuðrúnTóm- asdóttir. Barna- og kirkjukór Grafar- vogssóknar syngja í messunni. Kaffi- veitingar á vegum safnaðarfélagsins eftir guðsþjónustuna. Eldri borgarar sérstaklega boðnir. Vigfús Þór Arna- son. HJALLAKIRKJA: Digranes-, Hjalla- og Kársnesprestaköll. Sameiginleg guðs- þjónusta í Hjallakirkju. Uppstigningar- dag á kirkjudegi aldraðra kl. 14. Sr. Magnús Guðjónsson prédikar og sókn- arprestar þjóna fyrir altari. Fulltrúar úr hópi aldraðra annast ritningarlestra. Söngvinir syngja undir stjórn Kristínar Pétursdóttur. Organleikari Stefán R. Gíslason. Fólksflutningabifreið fer frá Sunnuhlíð kl. 13.30. Stansar við Fann- borg 1 og ekur þaðan til Hjallakirkju. Að lokinni guðsþjónustu verður sameig- inleg kaffidrykkja í Félagsheimili Kópa- vogs. Sóknarnefndir. KÁRSNESPRESTAKALL: Sameiginleg guðsþjónusta safnaða í Kópavogi í Hjallakirkju kl. 14. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta á degi aldraöra kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson prédikar. Kaffiveitingar að lokinni guðs- þjónustu. Sóknarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Öldruðum boðið sérstaklega í kirkju. Kaffisamsæti eftir hana í Álfa- felli í boði sóknarnefndar. Karlakórinn Þrestir syngur. Organisti Helgi Braga- son. Báðir prestarnir þjóna. Þórhildur Ólafsdóttir. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Elínborg Sturludóttir guðfræðingur prédikar. Eldri borgarar sérstaklega velkomnir. Kaffiveitingar í hátiðarsal ' iþróttahússins á Álftanesi að athöfn lokinni. Bragi Friðriksson. ■. FRÍKIRKJAN, Rvík: Dagur aldraðra, I guðsþjónusta kl. 14. Boðið er til kaffi- þorðs í safnaðarheimilinu að guðsþjón- ustu lokinni. Organisti Pavel Smid. Cec- I il Haraldsson. INNRI-Njarðvíkurkirkja: Kirkjudagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 11. Kór fé- lags eldri borgara á Suðurnesjum syng- ur. Veitingar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Rútuferð frá Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 10.40. Allir velkomn- ir. Baldur Rafn Sigurðsson. YTRI-Njarðvíkurkirkja: Munið tónleika til styrktar orgelkaupum. Dvalarheimili aldraðra, Hlévangi: Guðsþjónusta kl. 13.15. Baldur Rafn Sigurðsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Guðsþjónusta eldri borgara á uppstign- ingadag kl. 14. Aldraðir lesa ritningar- texta. Messukaffi fyrir eldri borgara í umsjá kvenfélags Landakirkju. Boðið upp á rútuferð frá Hraunbúðum. HVAMMSTANGASÓKN: Messa í j sjúkrahúsi Hvammstanga kl. 11 og í Hvammstangakirkju kl. 14. Eldri íbúar aðstoða við helgihaldið og að messu , lokinni verður sýning á munum föndur- í hópsins í Nestúni og kaffi til styrktar starfseminni þar. Kristján Björnsson. t Opnunt á morgun kl 13.00 glæsilega verslun Veriö velkomin! fj ip MYNDÁS \ *lFRAMKÖLLUN S RITFÖNG ^ U FRAMKÖLLUN & RITFÖNG, Laugarásvegi 1, sími 811221. Gæða framköllun á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.