Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 22 . Ævintýraleg sumardvöl fyrir 6-12 ára börn. Reiðnámskeið, íþrótta- og leikjanámskeið, ferðalög, sund, sveitastörf, kvöldvökur. Nýjungar! Hægt er að skrá sig inn á heimilið alla daga, eins lengi og hverjum hentar. Við mælum með 10-14 dögum lágmark. Stórlækkað verð! Aðeins kr. 2.000,- á dag og kr. 1.600,- í ágúst. Systkinaafsláttur. Upplýsingar og innritun ísíma 91-641929. Allrö W'ssio e^Kg^mWn'. Uábæru skeu .ADDI s m\ pegar aorir fara ao sot pantanir í síma 91 -29900 -lofar góðu! VERZLUNARSKOLI ÍSLANDS OPIÐ HÚS laugardaginn 22. maí 1993 kl. 14-17 Nýútskrifuðum grunnskólanemum og aðstandendum þeirra er sérstaklega boðið að koma og kynna sér skólann, námsefni og félagslíf. VERZLUNARSKOLI ISLANDS Forsetinn heiðursdokt- or við háskólann í Miami Flórída. Frá Atla Steinarssyni fréttaritara Morgunblaðsins. FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var heiðruð með dokt- orsnafnbót við University of Miami sl. laugardag. Forsetinn dvaldist í Suður-Flórída frá fimmutdegi til mánudagsmorguns í boði háskólans, en veiting doktorsnafnbótarinnar fór fram við skólaslitahátið á föstudaginn. Þar hélt Vigdís Finnbogadóttir skólaslitaræðuna fyrir um 2.000 nemendur, sem brautskráðust frá skólanum. Að sögn Þóris Gröndals, ræðis- manns Islands í Suður-Flórída, mæltist ræðan vel fyrír og voru birtir kaflar úr henni í Miami Herald, stærsta dagblaði Suður- Flórída. Forsetinn skoðaði skólann og þá sér í lagi Rosenstiei hafrann- sóknarstofnunina, sem leitað hef- ur eftir samvinnu við íslenska aðila. Síðdegis á föstudag var forset- inn viðstaddur þegar Charles E. Cobb, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, lét af- hjúpa höggmyndina Samstarf, sem er nákvæm eftirlíking af sama minnisnierki, sem hann gaf íslendingum, og stendur við Skúlagötu í Reykjavík. Viðurkenning í Fort Lauderdale Forseta íslands var einnig sýndur mikill heiður í Fort Laud- erdale, nágrannaborg Miami. Þar afhenti borgarstjórinn, James Naugle, frú Vigdísi lykil að borg- inni við hátíðlega athöfn. For- ráðamenn framkvæmdaráðs borgarinnar voru viðstaddir at- höfnina og heiðruðu forsetann með viðurkenningarskjali. Þeir viku að væntanlegu ‘áætlunar- flugi Flugleiða til Fort Lauderd- ale í haust og kváðust binda góð- ar vonir við það framtak. Þessi athöfn fór fram í nýrri listamiðstöð staðarins, The Brow- ard Center for the Performing Arts, og að athöfninni lokinni skoðaði forsetinn þessa glæsilegu listamiðstöð í fylgd forráða- manna hennar. Frú Vigdís Finnbogadóttir hélt frá Miami á mánudagsmorgun og var ferðinni heitið til Atlanta í Georgíuríki. Þar sat hún m.a. hóf sem á þriðja hundrað íslend- ingar og velunnarar íslands sóttu. Er það öllum sem sóttu eftirminnileg hátíð. Garðar Cortes um væringarnar í Stóra leikhúsinu Deilt um listrænt mat GARÐAR Cortes, sem nýlega lét af störfum sem listrænn stjórn- andi við Stóra leikhúsið í Gautaborg, segir að ágreiningur um list- rænt mat hafi ráðið því að hann skipti um stöðu og gegni nú stöðu listræns ráðgjafa. Hann segir að stjóm leikhússins hafi staðið með sér í deilunni en látið undan þrýstingi frá starfsmönnum leikhússins. „Ég skipti um vinnu og verð til ráðgjafar fyrir stjórnina. Ég fór of geyst og vildi gera breytingar áður en flutt verður í nýtt hús. Það gekk ekki upp. Stjórnin stóð þó með mér í þessu máli, sem sést best á því að ég hef verið ráðinn listrænn ráðgjafi, en hún lét undan verkafólki í leikhúsinu,“ sagði Garðar. Sóttist ekki eftir starfinu Hann sagði að minni erill fylgdi nýja starfinu og hann gæti unnið það hvar sem er í heiminum. „Ég græt þetta ekki, en ég er ekki yfir mig ánægður heldur. Það sóttu 70 manns um stöðu listræns stjórnanda en ég var ekki þar á meðal. Stjórnin hafði spurnir af xnínum störfum og sóttist eftir mér sem listrænum stjórnanda.“ Hann sagði að ágreiningurinn hefði m.a. staðið um það að ekki hefðu fengist aukafjárveitingar vegna flutnings óperunnar í nýtt húsnæði og því hefði hann ekki getað bætt gæði þeirra söngvara og hljóðfæraleikara sem fastráðnir væru né valið verkefni fyrir nýja húsið. Margir listamannanna hefðu átt langt í land með að ná þeim staðli sem ætti að fylgja nýju húsi. Þetta hefði orðið mörg- um mikið hræðsluefni þegar þeim var gerð grein fyrir því. „Ef þú segir við listamapn að hann sé ekki eins góður og hann haldi þá eru fyrstu viðbrögðin að móðgast. Stjómin styður mig en svo lætur hún undan þrýstingi listamann- anna.“ STANGAVEIÐIMESSA í PERLUNNI Opið í dag, uppstigningardag, frákl. 13-19. Á morgun, f östud. 21. maí, opiö f rá kl. 17-22 Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Kynning kl. 20.30 á Langá - Fjall. StmtsökmarkakriM Bíldshöfða 10 - Sá gamli góði Aðeins 2 dagar eftir fóstiidagiir og laugardagur OPNUNARTÍMI: Föstudagur opið frd kl. 13-19 Laugardagur opið frá kl. 10-16 Skífan, Saumalist, Partý, Hans Petersen, Glœsiskórinn, Herrahúsið, í takt, Sonja, Blómaíist, Studio, Liljan, Posidon, versl. Nína, Taoci, Skóverslun Reykjavíkur, verslunin Eitt og annað, Antikverslunin, Snyrtivöru- og skartgnpaskrínin o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.