Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 Petra Jónsdótt- ir - Minning’ Fædd 16. október 1904 Dáin 14. maí 1993 Tengdafaðir minn, Jón Níelsson, segir svo í drögum að æviminning- um sínum: „Áður en ég fór til skips um vorið kom ég sem oftar til Jó- hanns Franklín og Maríu. Þar var þá stödd hjá þeim Rósa Jónsdóttir, þá gömul kona, mesta greindarkerl- ing, þó ekki væri hún fríð. Vorum við að drekka kaffi hjá Maríu, þá tek ég eftir að Rósa horfir á mig og segir: Þú þyrftir að eignast góða konu, Nonni minn, því þú ert góður drengur. Má ég stinga upp á konu- efni handa þér? Því ætli þú megir það ekki ekki, svarar Jón. Það eru bara litlar líkur til að ég fari nokkuð eftir þínum ráðum. Jú, segir Rósa, ég ráðlegg þér að hlíta mínum ráðum þar um. Hver er hún þá sú ágæta stúlka, spyr Jón. Það er hún Petra í Stærri- Ár- skógi, svarar hún. Já einmitt það, segir Jón, hún Petra, barnið um fermingaraldur, en ég tvítugur maður. Heldur þú virkilega að ég fari að bíða eftir henni Petru. Já, segir Rósa og leggur áherslu á orð sín, því það mun borga sig fyrir þig, því þar færð þú góða og myndarlega konu.“ (Tilvitnun lýk- ur) Já, hann Jón beið eftir Petru sinni og sá aldrei eftir því. Þau voru allt- af jafnhrifín hvort af öðru, allt þar til hann lést 20. mars árið 1980, 82ja ára gamall. Petrea Jónsdóttir var fædd í Baldursheimi í út Eyjafirði hinn 16. dag októbermánaðar 1904. Hún var ^dóttir Maríu Þorsteinsdóttur og ^Jóns Jónssonar, sem fluttust síðar að Stærra-Árskógi á Árskógs- strönd. Ung að árum, eða árið 1920 bast hún Jóni Kristjáni Níelssyni frá Birnunesi í sömu sveit. Þau giftu sig hinn 17. nóvember 1923 og gengu á skíðum frá Birnunesi og upp í Stærri-Árskógskirkju. Sam- búð þeirra varði í 60 ár og bar aldr- ei skugga á ást þeirra. Þau eignuðust sex börn, það fyrsta, dóttirin Elsa Kristín eldri, fæddist 23. febrúar 1924, mesta efnisbarn, en lést á öðru aldursári, harmdauði foreldrum og ættingjum. Síðar fæddist Jón Maríus 30. júní 1926, en hann lést 23. desember 1986, Elsa Kristín 10. nóvember 1928, María 10. júní 1936, Níels Brimar 24. janúar 1942 og Jóhanna Helga 28. maí 1951. Arið 1928 fluttust þau til Siglu- fjarðar, en höfðu þar skamma við- dvöld því Petra veiktist síðla árs og þurfti að dveljast á Kristnes- hæli þar sem hún náði góðri heilsu aftur. Þau byggðu nýbýlið Brimnes á Árskógssandi árið 1931 ásamt Gunnari bróður Jóns og Helgu syst- ur Petru. Þar bjuggu þau til ársins 1947. Síðan lá leiðin aftur til Siglu- ijarðar um sumarið og þaðan til Dalvíkur um haustið. Til Akureyrar fluttust þau hjón 14. maí 1948 og bjuggu fyrst fram- an af í Norðurgötunni og síðan á ýmsum stöðum þar til þau eignuð- ust eigin íbúð í Grænugötu 12 árið 1963. Þar leið þeim vel og þar vildi Petra alltaf búa. Tengdamóðir mín var afskaplega grandvör, vildi gera gott út öllu og lagði aldrei illt til nokkurs, hvorki á bak né fyrir. Við sem næst henni stóðum þekktum tóninn sem kom í rödd hennar ef hún vildi ekki ræða þetta eða hitt. Við bjuggum undir sama þaki tvö fyrstu hjúskaparár okkar Níelsar og gekk það yfirleitt ljúft fyrir sig. Við notuðum sama eldhús, elduðum hvor fyrir sína, nema í hádeginu á laugardögum, þá elduðum við sameiginlega mjólk- urgraut. Ég minnist þess ekki að okkur hafi orðið sundurorða og átti hún tvímælalaust sinn þátt í því. Hún var gestrisin á gamla mát- ann og allir þurftu að fá hressingu sem til hennar komu. Við' sögðum stundum að gamni að það væri málskrafsminnst að þiggja kaffið strax, hvort sem maður hafði lyst eður ei, annað kostaði bara málþóf og alltaf lét maður undan. Petra var svo lánsöm að geta verið heima í Grænugötu þar til í október á síðasta ári. Með hjálp nágranna, heimilishjálpar og hjúkr- unar, að ógleymdri Elsu, sem ein systkinanna býr á Akureyri, ásamt eiginmanni sínum, Hreiðari Valtýs- syni, tókst þetta þó að heilsan væri orðin léleg. Hún sættist á að fara á Dvalarheimilið Hlíð þegar hún fann vanmátt sinn. Þar leið henni vel. Hún veiktist í mars síðastliðn- um og náði sér ekki upp úr því og lést hinn 14. maí á Dvalarheimilinu. Öllum þeim sem að henni hlynntu eru færðar þakkir. í lífi tengdamóður minnar skipt- ust á skin og skúrir. Ég álít að henni hafi fundist skinið bjartara um ævina, þó að skúrirnar yrðu kaldari eftir að Jón eiginmaður hennar lést. Mér finnst það í anda hennar fyrsta erindið í kvæði eftir Viokta Parra í þýðingu Þórarins Eldjárns: Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt af því hlaut ég augun opna ég þau bæði sé og sundurgreini svart frá hinu hvíta og efst í hæðum sé ég himin þakin stjöm- um í mannhafinu manninn sem ég elska (V.P./Þ.E.) Ég trúi því að hún sé nú búin að hitta Jón sinn, því hann hefur örugglega beðið hennar eins og forðum. Við Níels og börnin okkar þijú, Hanna Þórey, Steinunn Elsa og Jón Viðar biðjum henni blessunar og góðrar heimkomu. Hildur Sigursteinsdóttir. Stundum er sagt að fólk sem lif- ir allt frá fyrstu árum aldarinnar til þessa dags hafi séð svo stórfelld- ar breytingar á æviskeiði sínu að það gæti verið allt að því þúsund ára gamalt. Hafi upplifað slíka bylt- ingu í þjóðlífinu að fátt sem það reyndi í bernsku og æsku sé með sama hætti á fullorðinsárum..Samt sem áður eru viss gildi þau sömu nú og um síðustu aldamót. Trygg- lyndi og ást við sína nánustu og góðvild til manna og málleysingja. Þannig var Petra Jónsdóttir sem aðfaranótt föstudagsins 14. maí kvaddi þennan heim. Petra fæddist í Baldursheimi á Árskógsströnd við Eyjafjörð hinn 16. október árið 1904. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Júlíus Jóns- son bóndi og smiður frá Kífsá í Lögmannshlíð, fæddur 14. júlí 1862 og móðir María Þorsteinsdóttir frá Grund í Þorvaldsdal fædd 5. nóvem- ber 1869. Þau María og Jón Júlíus eignuðust sjö börn, þar af komust fimm til fullorðinsára. Mikill harm- ur var kveðinn að Ijölskyldunni þegar hús, sem þau höfðu nýlega byggt fauk fram af klettum við Rauðuvík og á sjó fram með Maríu og fjögur börn. Tvö börnin fórust en öðrum tveim og móður þeirra var bjargað við illan leik. Þetta hörmungarslys gerðist haustið 1900. Börnin sem fórust hétu Katr- ín og Óskar Kató. Tveir drengir sem komust af voru Valtýr fæddur 1885 og Jón fæddur 1898. Sem að líkum lætur markaði þessi atburður djúp spor í hugum Maríu Þorsteinsdóttur og Jóns Júl- íusar. Missirinn var sár en þau voru bæði manndómsfólk sem uppgjöf var fjarri skapi. Þau reistu sér ný- býlið Vallholt á Árskógsströnd þar sem þijú börn bættust í hópinn, þau Óskar Kató Aðalsteinn f. 1. nóvem- ber 1901, Petra f. 16. október 1904 og Helga f. 1. júlí 1907. Árið 1909 fluttu Jón og María með barnahóp- inn sinn að Baldursheimi í Möðru- vallasókn um hríð uns þau fluttu að Stærri-Árskógi á Árskógsströnd. Jón Júlíus var eftirsóttur og mikil- virkur smiður og því oft fjarri heim- ilinu. Það kom því í hlut Maríu og barnanna að sinna búinu. Vinna og eljusemi, að láta sér ekki falla verk t Útför vinar míns, sonar og bróður okkar, GUNNARS RAFNS GUÐMUNDSSONAR leikara, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 21. maí kl. 15.00. Björgvin Gíslason, Guðrún Guðmundsdóttir, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Jenný Erla Guðmundsdóttir, Áslaug Eva Guðmundsdóttir. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR KETILSSON, Miðbælisbökkum, Austur-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Björg Jóhanna Jónsdóttir, Guðrún María Óskarsdóttir, Jón Ingvar Óskarsson, Steinar Kristján Óskarsson, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn, GUÐMANN ÖLAFSSON bóndi, Skálabrekku, Þingvallasveit, verður jarðsungin frá Þingvallakirkju laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 12.30. Regina Sveinbjörnsdóttir. t VALGERÐUR KETILSDÓTTIR frá Álfsstöðum, Skeiðum, Heimahaga 9, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 18. maí. Hafliði Ketilsson. t ORMAR ÁRNASON, Selási 25, Egilsstöðum, andaðist á heimili sínu þann 9. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Börn hans og fjölskyldur þeirra. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HALLDÓRA LOFTSDÓTTIR, Hliðarvegi 58, Njarðvík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði föstudaginn 21. maí kl. 13.30. Halldór Helgason, Magnea Halldórsdóttir, Gisli Hauksson, Ragnar Helgi Halldórsson, Þórunn Friðriksdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, Erlingur Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. úr hendi var svo sjálfsagt að um slíkt tók ekki að ræða. í Stærri-Árskógi ólst svo systk- inahópurinn upp. Systurnar þóttu báðar afburða fríðar stúlkur og því eðlilegt að ungir menn í sveitinni litu þær hýru auga. Það fór líka svo að þegar Petra var 18 ára trúlofað- aðist hún ungum myndarmanni, Jóni Kr. Níelssyni frá Birnunesi og þáu giftu sig 17. nóvember 1923. Ungu hjónin bjuggu fyrst hjá for- eldrum hans, þeim Níelsi Jónssyni og Kristínu Kristjánsdóttur, að Birnunesi og þar fæddist þeim fyrsta barnið sem hlaut nafnið Elsa. Mikill harmur var kveðinn að ungu hjónunum er dóttirin lést, þá á öðru ári. Til þess að dreifa huga og vinna sig út úr sárustu sorginni fór Petra á sjó með manni sínum, réri með honum heilt sumar. Þau Petra og Jón eignuðust eftir þetta fimm börn: Jón Maríus, Elsu Kristínu, Maríu, Níels Brimar og Jóhönnu Helgu. Jón Maríus er lát- inn en hin Ijögur á lífi. Fjölskyldurnar í Stærri-Árskógi og á Birnunesi tengdust enn frekar þegar Gunnar yngri bróðir Jóns og Helga yngri systir Petru giftust. Þessi tvenn ungu hjón stofnuðu saman nýbýlið Brimnes á Árskógs- strönd þar sem þau byggðu stórt og myndarlegt íbúðarhús árið 1931. Þeir stunduðu jöfnum höndum bú- skap og útgerð auk þess sem vinna var sótt annað. Jón var t.d. mörg sumur við netabætingar á Siglufirði og kom þá í hlut Petru að annast heyskap og að sinna öðrum búverk- um. Börnin uxu úr grasi og voru foreldrum sínum stoð og stytta. Eftir að hafa búið á Brimnesi í 18 ár fluttu þau Jón og Petra til Sigluijarðar og síðar til Dalvíkur. Þaðan til Akureyrar þar sem þau áttu heima síðan. Um það leyti var atvinnuleysi í bænum og því erfitt að sjá stórri fjölskyldu farborða. Jón stundaði í fyrstu daglaunavinnu en síðar verslunarstörf. Petra lá heldur ekki á liði sínu og til þess að drýgja tekjur heimilisins byijaði hún nú að selja mönnum í fæði. Oft voru Weir til þrír kostgangarar við mat- borðið auk heimafólks. Þessi fín- gerða og fallega kona var víkingur til vinnu, eldaði og bakaði og hugs- aði um heimilið seint og snemma. Þeim Petru og Jóni búnaðist vel á Akureyri er frá leið. Árið 1960 stofnaði Jón húsgagnaverslunina Kjarna í félagi við góðan vin sinn, Magnús Siguijónsson húsgagna- bólstrara. Verslunin blómgaðist og um tíma unnu þau Petra og Jón bæði í Kjarna. Við þessi störf nutu eðliskostir hjónanna sín vel. Heiðar- leiki og góðvild var alls ráðandi ásamt mikilli reglusemi í hvívetna. Þau urðu vinsælir húsgagnasalar sem áttu viðskiptavini um svo til allt Norðurland. Þessi ár er mér næst að halda að hafi verið þeirra bestu. Petra og Jón voru virt og vinsæl, tóku dijúgan þátt í félagslíf- inu og nutu þess að blanda geði við annað fólk. Barnabörnin komu í heiminn og urðu afa og ömmu mikill gleðigjafi, svo barngóðu fólki sem þau voru bæði. Þegar húsið Grænagata 12 var byggt keyptu þau þar íbúð. Þessi staður var fyrr- verandi bónda og konu hans vel að skapi. Utsýni yfir Eiðsvöll þar sem grænkaði snemma vors og þar sem vel hirt blómabeð voru yndisauki sumarlangt. Þarna var gott að koma. Allt tekur enda, bæði sælt og sárt. Jón Kr. Níelsson lést árið 1980. Petra bjó áfram í Grænugötu 12, lengst af við góða heilsu. Hún naut ástríkis barna sinna og barna- barna. Aldur og mikil vinna allt frá barnæsku fóru að taka sinn toll þegar komið var á níræðisaldurinn og sl. haust flutti hún að Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri þar sem hún nauð góðrar umönnunar síð- ustu vikur og mánuði. Líf fólks sem misjafnt að lengd og gæðum. Petra Jónsdóttir lifði langan dag. Hún naut þess að sjá ömmubörnin vaxa og dafna og brátt komu langömmubörnin hvert af öðru. Ég er þess fullviss að um æviskeið Petru Jónsdóttur tengda- móður minnar megi með sanni segja: Það var fagurt mannlíf. Sveinn Sæmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.