Morgunblaðið - 08.06.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1993
21
Sjópróf vegna þyrlusjúkraflugs á miðin
Omöguleg aðstaða
þyrlulækna að hafa
ekki björgunarþyrlu
SJÓPRÓF vegna veikinda sjómanns sem fékk innvortis blæðingar
um borð í hafnfirska frystitogaranum Haraldi Kristjánssyni og
ákvörðunar um að sækja hann hófust í Héraðsdómi Reykjaness í
gær. Sjóprófin beinast einkum að því að upplýsa atriði sem varða
öryggi sjómanna þar sem ekki eru taldar líkur á refisverðum atrið-
um og ekkert liggur fyrir um bótakröfur. Læknir á Borgarspítalan-
um sagði að læknar þyrlusveitarinnar yrðu að byggja ákvarðanir
sínar á takmörkuðum upplýsingum. Þá væru þeir settir í ómögu-
lega aðstöðu þar sem þeir réðu ekki yfir flutningstæki þegar langt
væri sótt (stórri björgunarþyrlu) og gætu aðeins reitt sig á útlent
herlið.
Sjómaðurinn sem hér um ræðir,
Eiríkur Ragnarsson skipstjóri í
afleysingum, sagðist í samtali við
Morgunblaðið vonast eftir því að
sjóprófín leiði til breytinga á núver-
andi vinnureglum, framvegis verði
allur vafí um hvort sækja ætti veika
eða slasaða sjómenn á miðin túlkað-
ur þeim í hag.
Haraldur Kristjánsson HF var á
djúpkarfamiðunum um 280 sjómílur
suðvestur af Reykjanesi laugardag-
inn 8. maí síðastliðinn þegar Eiríkur
Ragnarsson veiktist. Fram kom í
sjóprófunum að Eiríkur hafði verið
veikur frá því á föstudag, talið sig
vera að fá flensu. Um klukkan 17
lá við að yfir hann liði þar sem
hann var við vinnu og fór hann þá
í koju og annar stýrimaður tók við
stjórn skipsins. Um klukkan 19 kom
niður af honum allmikið blóð og
sagði Guðbjartur Pétursson, fyrsti
stýrimaður, sem þá var tekin við
stjórninni um borð að þá hafi hann
sett á fulla ferð til lands og haft
samband við stjómstöð Landhelgis-
gæslunnar og gefið upplýsinar um
veikindi sjómannsins. Stöðugt hafi
verið fylgst með líðan mannsins og
upplýsingum komið áleiðis til
lækna.
Læknir á þyrluvakt og sérfræð-
ingur á slysadeild Borgarspítala
ráðguðust um málið og töldu um
kvöldið líklegast að maðurinn væri
með iðrakveisu eða bólgur í þarmi.
Þyrlulæknirinn taldi þá ekki ástæðu
til að láta ná í sjúklinginn fyrr en
morguninn eftir þegar skipið væri
komið það nálægt landi að hægt
yrði að senda þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar eftir honum.
Fram kom við sjóprófin að Land-
helgisgæslan telur að afskipti sín
af málinu hafi fyrst hafist klukkan
19.53 þegar læknir Borgarspítalans
lét vita af veikindum sjómannsins
og að skipveijar hafi þá verið búnir
að hafa samband við lækninn. Stýri-
maðurinn segist hins vegar ekki
hafa talað beint við lækna fyrr en
klukkan að verða hálf þrjú um nótt-
ina þegar hann hafi verið orðinn
alvarlega hræddur um skipstjórann
og fengið beint samband við lækni.
Var um það beðið að dómurinn afl-
aði nánari upplýsinga um fjarskipt-
inn til að skýra þetta misræmi.
Óskað aðstoðar Varnarliðsins
Mikið blóð gekk nokkrum sinnum
niður af manninum og fram kom
að líðan hans versnaði eftir því sem
lengra kom fram á nóttina. Klukkan
að verða hálf þijú barst Landhelgis-
gæslunni tilkynning um vernandi
ástand mannsins og eftir samtal
stýrimannsins og - læknisins var
ákveðið klukkan 2.46 að fá Varnar-
liðið til að sækja hann um borð.
Þá var strax haft samband við
Varnarliðið og um það bil einni
klukkustund og 25 mínútum eftir
að sú beiðni var lögð fram fóru
þyrlurnar af stað. Var upplýst í
prófunum að Varnarliðið þyrfti einn
og hálfan klukkutíma til að und-
irbúa sjúkraflug sem þetta. Þegar
um aðstoðina var beðið spurði yfir-
maður hjá Varnarliðinu hvort um
líf eða dauða væri að tefla og svar-
aði Landhelgisgæslan því játandi.
Sjúkraflugið gekk vel og var
sjúklingurinn kominn á Borgarspít-
alann þegar klukkan var langt
gengin í átta á sunnudagsmorgun-
inn. Þá var hann í lífshættu að
mati lækna. Samkvæmt vottorði
læknis á Borgarspítalanum var Ei-
ríkur aðeins með um það bii þriðung
af eðlilegu blóðmagni við komuna
á spítalann. Var hann skorinn upp
og er á batavegi. Orsök blæðing-
anna hafa ekki verið skýrð að fullu,
en Eiríkur hefur eftir lækni sínum
að blæðingarnar hafi líklega verið
vegna sprunginnar æðar í ristli.
Dæmigert fyrir starf
þyrlulækna
Jón Baldursson læknir, sérfræð-
ingur á Borgarspítalanum, sagði við
sjóprófin að versnandi líðan og
minnkandi lífsmark sjúklingsins
hefði ráðið því að ákveðið var að
óska aðstoðar Varnarliðsins. Hann
sagði að þetta tilfelli væri dæmi-
gert fyrir starf lækna þyrslusveitar-
innar. Þeir þyrftu oft að byggja
ákvarðanir sínar á takmörkuðum
upplýsingum úr mikilli fjarlægð og
yrðu að treysta því fólki sem á
staðnum væri. Benti hann á að
þeir væru settir í ómögulega að-
stöðu þar sem þeir réðu ekki yfir
flutningstæki og gætu aðeins reitt
sig á útlent herlið. Hann sagði að
ef aðstæður hefðu verið betri, og
var hann þar að vísa til björgunar-
þyrlu, hefði átt að sækja sjúklinginn
fyrr. Eftir á að hyggja væri hægt
að sjá að margt hefði bent til slæms
ástands hans en ekki væri hægt
að áfellast þyrlulækninn sem tekið
hefði réttar ákvarðanir miðað við
fýrirliggjandi upplýsingar. Sagðist
hann telja miður að hann skyldi
hafa verið settur í þessa aðstöðu.
Jónas A. Aðalsteinsson, lögmað-
ur Sjólaskips hf. sem gerir Harald
Kristjánsson út, óskaði eftir því að
segulbandsupptökur af fjarskiptum
Landhelgisgæslunnar yrðu lagðar
fram við sjóprófin og sagðist Jón
Magnússon lögmaður Landhelgis-
gæslunnar verða við því. Jafnframt
óskaði Jónas eftir því að dómurinn
óskaði eftir því að fá starfsreglur
þyrlusveitar lækna. Stjórnandi sjó-
prófanna, Már Pétursson héraðs-
dómari, frestaði prófunum um rúm-
ar tvær vikur.
Túlka á vafann sjómanninum
ívil
Eiríkur Ragnarsson sagðist í
samtali við Morgunblaðið ekki vita
til þess að sjópróf hefðu farið fram
vegna atvika sem þessarra. Hann
sagðist telja gott að láta þau fara
fram. Hann sagði að sér virtist sem
einhver misskilningur hefði verið á
ferðinni, annars hefði verið náð í
liann fyrr. Hann sagði að sjómenn
væru hvattir til að sækja sem mest
á ijarlæg mið og sagðist hann allt-
af hafa verið hræddur við að lenda
með slasaða eða veika menn í svona
aðstöðu. Hann sagði að ef aðeins
ætti að ná í menn sem væru í bráðri
lífshættu vaknaði spurningin um
það hver ætti að meta hættuna,
hvort til dæmis skipstjórinn ætti
að bera þá ábyrgð. Hann sagði að
við ákvarðanir um sjúkraflug ætti
að túlka allan vafa veika eða slas-
aða sjómanninum í hag og vonaðist
til þess að sjóprófin leiddu til breyt-
inga á núverandi vinnureglum.
Sýning á
MITSUBISHI og
VOLKSWAGEN
bifreiðum
8.-11 • iúní
Við sýnum nýjustu
bílana frá Mitsubishi og
Volkswagen, m.a. stórglæsilegan
Mitsubishi Galant og 10 manna
Volkswagen Caravelle, á
eftirtöldum stöðum:
ale'O
ÞRIÐJUDAGINN 8. JUNI:
Kópasker
Raufarhöfn
Þórshöfn
Vopnafjöröur
MIÐVIKUDAGINN 9. JUNI:
kl. 10-11
kl. 12-13
kl.14-15
kl. 16-18
Egilsstaðir: Við Essó skálann kl. 10 -12
Seyðisfjöröur kl. 13 -15
Reyðarfjörður: Hjá Lykli kl. 16 -18
Norðfjörður kl. 19 - 21
FIMMTUDAGINN 10. JUNI:
Eskifjörður kl. 10 -11
Fáskrúðsfjörður kl. 12 -13
Stöðvarfjörður kl. 14 -15
Breiðdalsvík kl. 15 -16
Djúpivogur kl. 17-18
FÖSTUDAGINN 11. JUNÍ:
Höfn: Hjá Bílverki kl. 10 -13
Kirkjubæjarklaustur kl. 16 -17
Vík: Við Víkurskálann kl. 18 -19
Reynsluakið - það gefur besta raun!
A
MITSUBISHI
Fremstur meðal jafningjs
El 1
VOLKSWAGEN
HEKLA
VERND
llMMVf R11S
VIDURKINNING
IDNIÁNASIÓDS