Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 39 Auðbjörg Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 5. nóvember 1923 Dáin 31. maí 1993 | Mig langar að minnast Auðbjarg- ar Sigurðardóttur föðursystur ■ minnar með örfáum orðum, en hún ’ varð bráðkvödd á heimili sonar síns 31. maí sl. ... á snöggu augabragði, af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar slcjótt. (Hallgrimur Pétursson) Svo snögglega kvaddi hún Auja frænka mín þetta líf. Auja var fædd 5. nóvember 1923, og hefði því orðið sjötug í haust. Hún ólst upp á Brekkum í Holtum. Fimm voru systkinin, en auk þess dvöldu á Brekkum mörg önnur börn um lengri eða skemmri tíma, og , þar að auki vinnufólk og var þetta glaður hópur, og oft vitnað til þess tíma bæði af Auju og öðrum. Eng- _ um duldist að mikil var vinnan, en gleði yfir góðum endurminningum yfirskyggir allt annað. Auja var talin glögg á sauðfé, og kom það í hennar hlut að líta eftir lambánum á vorin. Hún var mesti reiðfantur, sagði afí minn, og fékk helst aldrei nógu viljugan klár. Hugurinn var líka oft í sveit- inni, og alltaf spurt frétta að bú- skapnum. Stundum fékk maður sögur á móti og þá kom glampi í augun og alltaf var hlegið. Auja giftist eftirlifandi manni sínum Jóni Ingvarssyni, miklum ágætismanni, og eignuðust þau einn son, Eirík. Fyrst þegar ég man eftir, bjuggu þau hjón á Vitastíg 7 í Reykjavfk. Þar var um margra ára skeið sjálf- sagður viðkomu- og áningarstaður fyrir alla fjölskylduna. Auja var ein- stakur gestgjafi og mikill höfðingi heim að sækja, enda voru margir sem komu í heimsókn. Lítil frænka mín, sem oft var hjá Auju, hitti naglann skemmtilega á höfuðið | þegar hún lýsti gestakomum á þessa leið: „Þær eru skrýtnar kon- umar sem koma til hennar Auju. Þær segja alltaf: „Ekki vera að hella uppá fyrir mig, ég ætla ekk- ert að stoppa." En svo sitja þær lengi, lengi og drekka úr mörgum kaffíbollum." Þessi litla saga segir meira en mörg orð um það viðmót sem okkur mætti, sem nutum gestrisni þeirra Auju og Jóns. Eftir að þau eignuðust bíl, Auja og Jón, ferðuðust þau mikið um ísland, en seinustu árin komu utan- landsferðir í þeirra stað og voru þau hjón nýkomin úr sinni fjórtándu ferð þegar endalokin bar svo brátt að. Auja var hætt vinnu utan heimil- is, en nú hafði lífíð fengið nýjan tilgang. Eiríkur kvæntist Maríu sinni fyrir tæpum tveim árum og í ágúst í fyrra fæddist þeim Auju og Jóni sonardóttir sem hlaut nafnið íris Mjöll. Fyrir átti María tvær dætur. Tengdadótturina mat Auja mikils og var það gagnkvæmt, og tók hún fúslega að sér að gæta telpnanna þegar þörf var á. Af því hafði hún mikla ánægju, og var hún þessari ungu fjölskyldu bæði skjól og hlíf. Styrk stoð er nú fallin úr frænd- garði okkar, og verður það skarð ekki fyllt. En víst er það gott að geta gefið þann tón í streng sem eftir að ævin er liðin ómar þar þýtt og lengi. Nú sit ég hér hljóður og hugsi og horfi yfir gömul kynni og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minning þinni, (Sigurjón Friðjónsson) Við, sem erum fjölskylda Auju, söknum nú vinar í stað, en þegar við hittumst í framtíðinni, bæði á ættarmótum og við önnur tæki- færi, munum við tala um hana og minnast hennar með virðingu og hlýju eins og við minnumst afa míns og ömmu, Guðjóns Hjartar- sonar, Möggu og annarra öðlinga, sem nú eru látnir, en okkur þótti svo vænt um. Ég votta Jóni, Eiríki, Maríu og dætrunum alla mína samúð, og fínnst það vel við hæfí að ljúka þessum minningarorðum með er- indum úr Hugleiðingu eftir Svein- björn Beinteinsson. Hvort sem ég kom af heiðum hrakinn og vegamóður eða frá lífsgáskans leiðum leikfús og viðræðugóður, gott var löngum að leita liðs hjá manni sem vildi heldur vera en heita heill þegar reyna skyldi. Ræddum við oft með orðum yfir hófsemdarskálum margt sem var föpuður forðum fátt var dauft í þeim málum. Líf þeirra liðnu daga lék þar um stund á vörum, minning um heimahaga hljómaði glöggt í svörum. Nú er skarð fyrir skildi. Skal þó héðan að frétta margt sem í minningagildi miðar fram til hins rétta. Orðstef mitt einkum skyldi okkur söknuðinn létta vörðubrot, sem ég vildi væri til marks um þetta. Blessuð sé minning Auðbjargar Sigurðardóttur. Sigríður Jónasdóttir. Mágkona mín, Auðbjörg, er látin. Öðlingskona, hjartahlý, hreinlynd og heilsteypt, er gengin á vit feðra sinna. Ung naut ég þess, að Auðbjörg leit til með syni mínum og gerði það með slíkum ágætum, að bæði ég og sonur minn mátum hana öðr- um fremur til æviloka. Slík kona eins og Auðbjörg var, bóndadóttir að austan, er gekk ung inn í vax- andi borgarsamfélag og samlagað- ist því undrafljótt þrátt fyrir ævar- andi minningar um æskustöðvarn- ar, er aðdáunarverð. Ung bast hún bróður mínum, Jóni, tryggðaböndum og slitnaði aldrei þráður þeirra á milli. Fullorð- in naut hún þeirrar gæfu að einka- barn þeirra, Eiríkur, kvongaðist erlendri konu, Maríu, er jók við ættbogann og gerði Auðbjörgu að hamingjuríkri ömmu. Guð blessi fjölskyldu þá alla. Eftirlifandi systur og bróður Auðbjargar, sem stóðu alla tíð eins og klettur við hlið elskaðrar systur, fylgi gæfan ein. Jóni bróður mínum, sem er nú kominn til ára sinna, óska ég friðsældar eftir hamingju- rík ár. Blessuð sé minning Auðbjargar, mágkonu minnar. Eiginmaður, son- ur, tengdadóttir, systkini og annað tengdafólk gleyma aldrei þessari konu, harma þá konu mjög, sem hugsaði fyrst og fremst um aðra, seinast og síst um sig sjálfa. Sigríður Ingvarsdóttir. ERFIDRYKKJUR l)¥HL IÍB0KÍ5 Sími 11440 [ÓPFERÐIl 1ÖFUM GÆÐA HÓI’BIFREIÐAR Fm\ 12 TIL 65 I AR6F.GA 18 LEITIÐ UPPLÝSINGA HOPFERÐAMIÐSTOÐIf Bildshöfða 2a, siml 685055, Fax 674969 FÆRAVINDU-RAFGEYMAR SONNEHSCHEIN DRYFIT A200 Fyrir þá, sem ekki velja ódýra skammtímalausn. Rafgeymar, sem gerðir eru fyrir mikið álag. — Viðhaldsfríir: Missa ekki samband vegna spansgrænu. — Bundin sýra: Engin lekahætta, jafnvel þó að geymir brotni. — Djúphleðsluþolnir: Þola að standa tómir í allt að fjórar vikur. — Óhóð staða: Mega standa hvernig sem er, jafnvel ó hvolfi. — Mjög lóg sjólfafhleðsla: Mega standa í bótnum ó milli vertíða. — Vatnsþéttir: Þola þrýsting utan fró niður ó 30 m dýpi. — Samþykktir: M.a. af Veritas og Lloyd til notkunar í skipum. AOgengdeg Sorronöoröur ó enöingu rolgeymo ryxnö. AH R AFT JEK J A VERSLUN ÍSLANDS HF. Skútuvogi 1 b, pósthólf 4213 - 124 Reykjavík. Sími 91 -688660 - fax: 91 -680776. skólar/námskeið I _______:______ tónlist ■ Söngsmiðjan auglýsir Stutt hnitmiðuð sumarnámskeið fyrir fólk á öllum aldri, laglausa sem lagvísa. Kennd verður raddbeyting og sungin lög í léttum sumaranda. Fyrirhuguð er helg- arferð í Þórsmörk í lok námskeiðs. ■ Söngleikjasmiðja fyrir krakka 3ja vikna riámskeið þar sem krakkarnir læra aö syngja og leika. Upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10-17 á skrifstofu Söngsmiðjunn- ar, Listhúsi í Laugardal, sími 682455. tungumál ■ Enskuskóli nærri York Alm. námskeið 2-20 vikur. Stöðupróf í upphafi náms. Fámennir hópar (6-7). Viðurkennd próf ef óskað er. Upplýsingar gefa Marteinn eða Ágústína, sími 811224 eftir kl. 19. Enska málstofan ■ Sumarnámskeið: Vantar þig þjálfun í að tala ensku? Við bjóöum námskeið með áherslu á þjálfun talmáls. Fámennir hópar. Nýjir nemendur geta byrjað hvenær sem er. Einnig bjóóum við námskeió i viöskipta- ensku og einkatíma. Upplýsingar og skráning í síma 620699 frá kl. 14-18 alla virka daga. myndmennt ■ Sumarnámskeið Hvað ætlar þú að gera i sumar? Haldin verða tvö 5 daga námskeið í júní og júlí í myndsköpun í Lýsuhólsskóla undir Jökli. Við vinnum með ólík efni, s.s. náttúruefni, pappír og liti, leir og gifs. Uppl. og skráning hjá Steinunni, s. 11889, og Ólínu, s. 44105. ■ Sumarnámskeið 30% afsláttur og 3 afborganir. Leiðrétt- ing á námsefni í miðjum júh' og í byrjun september. Grunnteikning, líkamsteikning, litameð- ferð, listmálun, skrautskrift, garðhúsa- gerð, innanhússarkitektúr, híbýlafræði og bamanámskeið í teikningu og föndri. Innritun í síma 91-627644 eða í póst- hólf 1464, 121 Reykjavík. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Sparið og saumið sumarfötin. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. ýmislegt iullordinsfræbslan ■ Grunn-, framhalds- og háskóla- áfangar: Matshæfir F-prófáfangar sumarannar FF eru að hefjast; 102-3, 202-3, 302-3; ISL, ENS, DAN, SÆN, NOR, ÞÝS, SPÆ, STÆ, TÖL, EÐL, EFN, BÓKH, TÖLV, + STÆ 303, 403. 28./6. hefjast 3 v. hraönámskeið á morg- unt. í ensku f. fullorðna og dagt. í ís- lensku f. útlendinga. 15./7. hefjast: 1) Aðfararnám háskólanáms í EFN f. HJÚK, LÆKN, T-LÆKN, LÍF og EFN (0 ein.). 2) EFN læknisfræðideildar (0 ein.). 3) STÆ greining I og II f. verkfræði- og raunvísindanema (0 ein.). Fullorðinsfræðslan, sími 7 11 55. M A I A R 6. V í N K I 11 B B 11 R \ B ■ Kynnir Flóru íslands við matargerð Fræðslufyrirlestur veróur haldinn þann 8. júní nk. kl. 20 til 22 í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskól: íslands (á móti Norræna húsinu). Guömundur Sigurjónsson, matreióslu- meistari, mun kynna notkun villtra jurta viö matargeró í máli og myndum. Aógangseyrir er 800 kr. fyrir meðlimi í Matar- og vínklúbbi AB, en fyrir aðra 1.000 kr. InnifaUn eru fjölrit með megin- atriðum efnisins í handhægu og hagnýtu formi. AUir velkomnir. Sýnikennslunámskeið verður haldið í Matreiðsluskólanum okkar í Hafnarfirði þann 15. júní nk. Námskeiðið stendur í eina kvöldstund og er opið öUum sælker- um. Þar verður notkun villtra jurta sýnd í verki og gestum gefst kostur á að bragða á góógætinu. Skráning í sima 653529 eða á fyrirlestrinum. Sýnikennslunámskeið veröur haldið í Matreiðsluskólanum okkar í Hafnarfirði þann 14. júní nk., ætlað fagfólki í hótel- og veitingagreinum. Námskeiöið stendur í eina kvöldstund, þar sem sýnt verður hvemig veitingastaðir geta nýtt sér flóm Islands við matargerð. Skráning í síma 653529 eða á fyrirlestrinum. Klúbbmeðlimum um allt land standa jafnframt til boða fyrirlestrar og nám- skeið um þetta viðfangsefni eftir sam- komulagi. Nánari upplýsingar hjá Matar- og vínklúbbi AB í síma 643170. tölvur ■ Krakkar og foreldrar Af tölvum má hafa bæði gagn og gaman. TölvuskóU Reykjavíkur heldur 24 klst. námskeið fyrir börn og unglinga á aldrin- um 10-16 ára þar sem megin áhersla er lögð á gagniö en gamanið er aldrei langt undan. Eingöngu er kennt á PC tölvur. Velja má um morgun- eða síðdeg- istúna. Innritun er hafin. ■ Tölvunám fyrir unglinga hjá Nýherja í sumar. 30 klst. á aðeins kr. 12.900! Nám, sem veitir unglingum forskot við skólanámið og verömætan undirbúning fyrir vinnu síðar meir. Fræðandi, þroskandi og skemmtUegt nám. • 8.-23. júní kl. 9-12 eða 13-16. • 28. júm'- 9. júlíkl. 9-12eða 13-16. • 9.-20. ágúst kl. 9-12 eða 13-16. Upplýsingar í síma 697769 eða 697700. ■ NÝHERJI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.