Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 „ Ég hélt þab brcúcobl i sbónum mlnum.' Með morgiinkaffinu Við getum komist að samkomu- lagi. Ef þú hættir að tala um fyrrverandi konuna þína, skal ég hætta að tala um TILVON- ANDI eiginmann minn. Við verðum að biðja ykkur að sýna okkur ferðadagskrána ykkar aftur. HÖGNI HREKKVlSI BREF I II. BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Um eftirlaunamál Sambands- ins og klippt sjónvarpsviðtöl jafnvel í hinu rétta samhengi hefði ég átt að fylgja ummælum mínum úr hlaði með meiri fyrirvörum en hér varð raun á. Eins og fram kemur í ársskýrslu Sambandsins tengjast þeir fyrirvarar m.a. nokkrum dótturfyrirtækjum þess sem nú búa við mjög erfiða stöðu. Mikið klippt sjónvarpsviðtöl vandmeðfarin Vegna þess fréttamanns sem átti við mig viðtalið skal fram tek- ið að hér var áreiðanlega á ferð- inni misskilningur þeirrar ættar sem kenndur er við góða trú. Hins vegar sýnir þetta litla dæmi hvað mikið klippt fréttaviðtöl geta verið vandmeðfarin. Getur þá svo farið að menn fari að tala hvor fram hjá öðrum eins og hér gerðist. Eftir þessa reynslu er það eindreg- in skoðun mín að örstutt frétta- viðtöl fyrir sjónvarp eigi að birta óklippt; þau eru hvort eð er ekki til skiptanna. Þá sýnist það og réttlætiskrafa að spumingar fréttamanna séu látnar heyrast um leið og svör hinna spurðu. Þetta gegi ég fréttastjórunum til góðfúslegrar íhugunar. Enginn ritstjóri mundi leyfa sér að birta blaðaviðtal þar sem hinn spurði kæmi fyrst með svörin og síðan væm spumingamar samdar eftir á, án vitundar hins spurða. Með þökk fyrir birtinguna. SIGURÐUR MARKÚSSON, stjómarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga. Ábendingar um íslenskt mál Frá Sigurði Markússyni: Undirritaður sér sig knúinn til að koma á framfæri leiðréttingu og athugasemd vegna fréttaviðtals við hann í fréttum RÚV-sjónvarps að kvöldi föstudagsins 4. júní, að afloknum aðalfundi Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Fréttamaðurinn ræddi við mig á skrifstofu minni um aðalfundinn, ársreikning fyrir árið 1992 og fleira. M.a. ræddum við um eftir- launaskuldbindingar Sambands- ins, en samkvæmt ársskýrslu er talið að skuldbindingar Sambands- ins sjálfs séu á bilinu 120 til 130 m.kr. að því tilskildu að hvert og eitt af fyrirtækjum Sambandsins standi við sitt. Fréttamaður spurði hvort Sambandið gæti staðið við þessar skuldbindingar og ég svar- aði á þessa leið: „Sambandið á nokkum veginn fyrir þessum skuldbindingum samkvæmt þeim reikningi sem við lögðum fram í dag.“ Hið óvænta innskot Mér var mjög brugðið þegar ég sá og heyrði viðtalið um kvöldið, mikið klippt. Á undan svari mínu um eftirlaunamálin hafði nú bæst kafli, lesinn á fréttastofu, þar sem segir að eftirlaunaskuldbindingar Sambandsins séu 383 m.kr. en þar er raunar um að ræða skuldbind- ingar Sambandsins og átta fyrir- tækja annarra. í framhaldinu er svo svar mitt spilað af bandinu: „Sambandið á nokkurn veginn fyr- ir þessum skuldbindingum...“ o.s.frv. Fréttastofa sjónvarpsins gerði þessa sundurslitnu umsögn að fyrirsögn og aðalefni fréttar- innar og gerði það misskilninginn ennþá bagalegri. Eftir á að hyggja Eftir á að hyggja skal játað að Frá Aðalsteini Jens Loftssyni: Um nokkurt skeið hefur að mínu mati farið vaxandi notkun á orðinu flóra í mjög misskildu sam- hengi og á það ekki síst við þann aðila sem hefur tekið að sér að rita greinarkom í blaðinu, þar sem fjallað er um ýmsa fjölmiðla. Sem dæmi má nefna orðið fjölmiðla- fióra og fjölbreytileiki fjölmiðla- flórunnar. Þegar að er gáð i orða- bókum kemur í ljós að orðið flóra er gamalt orð af latneskum upp- mna og hefur ávallt sömu merk- inguna, þ.e. jurta- eða plönturíki. Ég legg því til að menn hætti að skreyta mál sitt með slíkum hætti. Notkun orðsins Ijósvaki er einn- ig nokkuð sem ég kann illa við. Það er einkum vegna þess að upp- haflega er það notað sem þýðing á orðinu „ether“ sem átti sam- kvæmt tilgátu eðlisfræðinga að vera óskilgreint efni í loftinu sem útvarpsbylgjur bæmst með á sama hátt og öldur ferðast á yfirborði vatns. Fyrir mörgum áram sönn- uðu eðlisfræðingar að þessi tilgáta átti ekki við rök að styðjast og því er að mínu mati út í hött að nota orðasambönd eins og t.d.: „Ég sendi þér kveðju á öldum ljós- vakans." Ég legg því til að menn notist frekar við orðið útvarp eða hljóðvarp. AÐALSTEINN JENS LOFTSSON, Hæðargarði 34, Reykjavík. Víkveiji skrifar Hætt er við því að margir íþróttaáhugamenn verði syfj- aðir í vinnunni á næstunni. Ástæð- an er sú að nú era úrslitaleikir bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik að hefjast, og Stöð 2 ætlar að sjónvarpa beint frá þeim. Sá fyrsti hefst kl. eitt eftir mið- nætti aðfaranótt fimmtudags. Áhugi fyrir körfuknattleik hefur farið ört vaxandi hér á landi síð- ustu misserin og er það ekki síst að þakka umfjöllun Stöðvar 2 um NBA. XXX Handknattleikur og knatt- spyma hafa alla jafna verið „stóru“ íþróttagreinamar hér á landi og þorri barna og unglinga flykkst á æfingar í þeim greinum, og einnig lagt stund á þær utan dyra í frístundum. En samkeppnin hefur eflaust aldrei verið meiri frá körfuknattleiknum en einmitt nú. Víkverja virðist líka sem svo að hvert sem litið er megi sjá krakka í körfuboltaleik. Gott dæmi um gríðarlegan áhuga er að um eitt þúsund manns tóku þátt í fyrstu keppninni í „götukörfubolta" hér á landi í Laugardalnum á laugardag- inn. Skemmtilegt framtak þar á ferðinni hjá Adidas-umboðinu. XXX A Asmundur Stefánsson, fyrrver- andi forseti ASÍ, hélt athygl- isverðan fyrirlestur á ráðstefnu um menntun og gæðastjómun, sem Háskólinn á Akureyri hélt á föstu- daginn fyrir norðan. Greint var frá spá hans um bætta samkeppnis- stöðu íslenskra atvinnuvega í blað- inu á laugardag, en Asmundur minntist á annað sem Víkveija fannst athyglisvert. Hann sagði furðulegt að hlusta á þær raddir sem ráðist hefðu á samningsaðila fyrir að velta miklum vanda á ríkis- sjóð. Síðar sagði hann: „Ýmsir, einkum úr röðum opinberra starfs- manna, hafa ráðist að forystu ASÍ fyrir að standa að því að fella nið- ur gjöld sem atvinnurekendur greiða. Þeir vísa frá þeim rökum að gjöldin hafí verið inni í verðlag- inu. Það minnir mig á bóndann sem hélt heim á hesti sínum vel hlöðnum og bað einhvem nærstaddan að rétta sér poka sem eftir stóð. Sá spurði í hálfgerðri angist, hvort hann héldi að hesturinn þyldi þetta. Hesturinn ber ekki það sem ég ber, sagði karlinn, þar sem hann sat á hestinum og sveiflaði pokan- um á bak sér.“ XXX Víkveiji er mikill áhugamaður um knattspymu og hefur fylgst með nokkrum leikjum á ís- landsmótinu. Þeir hafa lofað góðu. Þá hefur þáð sannast svo ekki verð- ur um villst að lengi lifir í gömlum glæðum. Atli Eðvaldsson átti t.d. stórleik með KR um helgina og Sveinbjörn Hákonarson hefur stað- ið sig vel með Þór, en báðir era þeir 36 ára, og elstu leikmenn deildarinnar. Þá er Luka Kostic, fyrirliði ÍA, sem nýlega fékk ís- Ienskan ríkisborgararétt, 36 ára en engu að síður lykilmaður í liði meistaranna. Frammistaða þeirra sýnir að aldur íþróttamanna skiptir ekki máli ef þeir hafa gaman af þvi sem þeir era að fást við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.