Morgunblaðið - 08.06.1993, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
Efstir að stig-um
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
EINAR Gunnlaugsson og Gísli G. Jónsson eru efstir að stigum í flokki sérútbúinna jeppa í íslands-
mótinu í torfæru. Hér eru kapparnir þreyttir og skítugir eftir átök við mýrlendi i keppninni á Hellu.
Hörð barátta á Hellu
Akstursíþróttir
Gunnlaugur Rögnvaldsson
GÍSLI G. Jónsson og Einar
Gunnlaugsson börðust um sigur
í sérútbúna flokknum í QMI tor-
færunni á Hellu á laugardaginn,
en Ragnar Skúlason var sagður
sigurvegari í flokki götujeppa,
en i þeim flokki á eftir að af-
greiða kæru sem gæti breytt
úrslitum.
Keppnin á Hellu má muna fífil
sinn fegurri og reyndar þurfa
skipuleggjendur torfærumóta árs-
ins að fara að taka sig á varðandi
brautarlagningu og skipulag mót-
anna, eigi þessi vinsæla aksturs-
íþróttagrein ekki að missa flugið.
Þrjú mót hafa verið haldin, tvö til
íslandsmeistara og í engu þeirra
hefur náðst að búa til verulega líf-
legar þrautir og spennan hefur
verið í lágmarki. Þó tók steininn úr
í keppninni á Hellu, þar sem þraut-
imar í sérútbúna flokknum voru
sumar hverjar það auðveldar að
götujepparnir hefðu getað leyst
þær auðveldlega. Aðeins akstur í
mýri reyndi verulega á getu jeppa
og ökumanna, síðan voru tvær
þrautir af sex eins og sunnudags-
bíltúr fyrir keppendur. Virðist tutt-
uga ára reynsla manna í skipulagn-
ingu mótsins ekki hafa skilað sér
og reyndar mættu skipuleggjendur
móta gera meira af því að leita til
keppenda, bæði núverandi og fyrr-
verandi við brautarlagningu. Að
sama skapi þarf að huga að því
að áhorfendur vilja sjá skemmtileg
tilþrif í þrautum, það þarf ekki
endilega veltur til að skapa
stemmningu, heldur kúnstugar
þrautir.
Ekki ánægður
í sérútbúna flokknum öttu kappi
um sigurinn þeir Einar Gunnlaugs-
son frá Akureyri, sem vann síðasta
mót og Gísli G. Jónsson frá Þor-
lákshöfn. Báðir hafa þessir kappar
nú 35 stig til íslandsmeistara. „Það
virðist ætla að verða mesta barátt-
an á milli okkar Einars, hvað sem
• gerist síðar á tímabilinu. Ég var
engan veginn ánægður með þraut-
imar á Hellu, en bíð spenntur eftir
mótinu á Egilsstöðum þar sem
þrautimar hafa verið skemmtilegar
síðustu ár,“ sagði Gísli G. Jónsson
í samtali við Morgunblaðið. „Braut-
inar eiga að vera þannig að jepp-
amir séu á mörkum þess að kom-
ast þær, þó ekki endilega þannig
að snarbrött börð verði á vegi
manna. Það má vel leggja skemmti-
iegar brautir með hliðarhalla og
vandasömu klifri. Á Hellu vom
þrautirnar léttar og eftir aksturinn
í ánni var mér farið að leiðast þóf-
ið, þannig að ég tók stökk yfir hól
í lokin. Sú þraut hefði átt að vera
á tíma, það var lítið að gerast í
mörgum þrautanna,“ sagði Gísli.
Hann vann sérútbúna flokkinn
með 15 stiga mun með 1.620 stig,
Einar varð í öðm sæti með 1.605
stig og Reynir Sigurðsson því þriðja
með 1.470 stig. I flokki götujeppa
var baráttan að venju milli Ragn-
ars Skúlasonar, Guðmundar Sig-
valdasonar og Þorsteins Einarsson-
ar. Ragnar var - tilkynntur sem
sigurvegari, Guðmundur í öðm og
Þorsteinn í þriðja, en úrslitin vom
kærð, þar sem Þorsteinn taldi að
hann hefði ekki fengið rétta stiga-
gjöf í einni þraut. Verður sú kæra
tekin fyrir af Landssambandi ís-
lenskra akstursíþróttafélaga, en
Þorsteinn sætti sig ekki við úr-
skurð dómnefndar á staðnum.
Verði hún tekin til greina færist
Þorsteinn í fyrsta sætið að stigum.
Helgi Valur Georgsson vann fyrstu moto-cross keppnina
Úthaldið mikilvægast
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Svifið til sigurs
JAFNVÆGI og úthald er nokkuð sem keppendur í moto-cross
þurfa að hafa til að bera svo árangur náist. Hér svífur íslands-
meistarinn Helgi Valur Georgsson á Honda til sigurs.
ÍSLANDSMEISTARINN í
moto- cross, Helgi Valur Ge-
orgsson á Honda CR 250 hóf
titilvörnina á sunnudaginn,
þegar hann vann fyrstu moto-
cross keppnina, sem gildir til
fslandsmeistara á sunnudag-
inn. Keppnin fór fram á keppn-
isbraut Vélhjólaíþróttaklúbbs-
ins við Sandskeið.
Helgi Valur varð íslandsmeist-
ari í fyrra, en eftir lægð í nokkur
ár í þessari keppnisgrein virðist
áhuginn aftur vera að vakna, en
moto- cross er talin ein erfiðasta
íþróttagrein sem hægt er að
stunda. Hérlendis aka keppendur
í 3 x 15 mínútur á hlykkjóttri
braut með fjölda stökkpalla. „Út-
haldið er mikilvægast hjá okkur,
ef menn eru ekki í góðu líkamlegu
ástandi þá þýðir ekkert að keppa,“
sagði Helgi í samtali við Morgun-
blaðið. Hann ekur nýju Honda CR
250 véhjóli og vann tvær umferð-
ir af þremur í keppninni um helg-
ina, eða tvö moto eins og keppend-
ur kalla umferðimar.
Vaxandi áhugi
Reynir Jónsson var harðasti
keppinautur Helga og hirti af
honum fyrsta sætið í síðustu um-
ferðinni, en það nægði ekki til
sigurs, þar sem Helgi vann hinar
tvær. „Líklega verður baráttan
milli okkar Reynis, en það eru
samt alltaf að koma upp sterkari
ökumenn og áhuginn fer vaxandi.
Það eiga að geta orðið hátt í tutt-
ugu keppendur í hverri keppni,
nóg er af hjólunum. íþróttin hefur
ekki náð sér á strik eftir blóma-
skeið árin 1981-1984, en vonandi
verður nú breyting á,“ sagði
Helgi.
Ásgeir og Bragi unnu Militec rallið
Sekúnduslagur
Fremstu keppendurnir í Militec
ralli Stillingar og Bifreiða-
íþróttakiúbbs Reykjavíkur lögðu
allt í sölurnar í baráttunni um
sigurlaunin í keppninni, sem
gilti til íslandsmeistara i rall-
akstri. Aðeins 41 sekúnda skildi
að fyrstu þijá bílana, en íslands-
meistararnir Ásgeir Sigurðsson
og Bragi Guðmundsson á Metro
kreistu fram sigur eftir mikla
baráttu við feðgana Rúnar Jóns-
son og Jón Ragnarsson á Mazda
og Steingrím Ingason og Pál
Kára Pálsson á Nissan. Aðeins
fimmtán sekúndur skildu á milli
gulls og silfurs að keppni lok-
inni.
Keppnin var sú fyrsta í 11 mán-
uði þar sem margfaldir Rúnar og
Jón náðu að sýna klærnar. Máttu
meistaramir Ásgeir og Bragi hafa
sig alla við á keppnisbíl, sem hefur
talsverða yfirburði yfír aðra bíia. I
upphafi lék Steingrímur líka á alls
oddi, en eftir að splitti í gírkassa
gaf sig varð hann að skipta af
varkámi milli gíra sem kostaði
hann tíma.
Örfáar sekúndur
„Þetta byijaði vel hjá okkur, við
náðum strax forystu, en munurinn
varð aldrei nema örfáar sekúndur,"
sagði Ásgeir í samtali við Morgun-
biaðið, „Svo þurftum við að taka
verulega á þegar vélin tapaði afli,
einn strokkur af sex hætti að virka
og við náðum aldrei að finna út
hvað olli biluninni. Við ókum því
virkilega hratt í gegnum beygjum-
ar og fórum einum gír hærra í all-
ar beygjur en til þessa, að vísu
með minna afl til taks, en bíllinn
var notaður til hins ýtrasta. Við
týndum varadekk og allt lauslegt
úr honum á lokakaflanum til að
létta hann, Rúnar var geysilega
grimmur, en við náðum að hanga
á fyrsta sætinu og bæta stöðuna
á Iokasprettinum. Þetta var mikil
spenna_ og skemmtileg keppni,"
sagði Ásgeir.
Rúnar var á sama máli. Hann
hefur átt við erfið bakmeiðsli að
stríða, sem hann hlaut í veltu í
fyrra, en lét það lítil áhrif hafa á
sig í keppninni. „Það er langt síðan
við feðgarnir höfum skilað skikkan-
legum árangri. Nú komum við bet-
ur undirbúnir en í síðustu mótum
og það skilaði árangri," sagði Rún-
ar, „Ég var í andlega góðu formi,
undirbjó mig af kostgæfni, en hug-
arfarið og einbeitingin skiptir öllu
máli í rallakstri, þar sem menn aka
á öðru hundraðinu og ekkert má
klikka, ekki í sekúndubrot. Við
náðum vel saman og það gekk allt
upp, bíllinn var góður og það var
gaman að velgja Metro mönnum
undir uggum. Það var virkilega
gaman að slá hraðametið á Lyng-
dalsheiði, við fórum á 7.08 mínút-
um yfir heiðina, sem er 15 km löng,
en meðalhraðinn í keppninni var
117 km á klukkustund."
Það var barist um meira en bara
efstu sætin, í flokki óbreyttra bíla
áttust við nokkrir kappar, en í þeim
flokki er einnig keppt til íslands-
meistara. Ólafur Sigurjónsson og
Garðar Gunnarsson unnu flokkinn
í fyrstu keppni ársins á Renault,
en höfðu ekki erindi sem erfiði
núna gegn Óskari Ólafssyni og
Jóhannesi Jóhanessyni á Mazda.
Ólafur velti bíl sínum á Lyngdals-
heiði, en náði að halda áfram. Lanc-
ia Arnar Stefánssonar og Ægis
Ármannssonar varð aldrei veruleg
ógnun við Óskar og Jóhannes, sem
óku þétt í byijun en leyfðu sér svo
að slaka meira á í lokin. „ Það var
frekar lítil keppni í flokknum og
ég hugsaði mest um að vinna flokk-
inn, var um tíma áð spá í að eltast
við Birgi Vagnsson og Halldór
Gíslason í fjórða sætinu, en sá fljótt
að Birgir var ekkert í skapi til að
láta það af hendi. Við höfum sett
stefnuna á titilinn í þessum flokki,
en okkur gekk illa í fyrsta mótinu
eftir að framdrif fór úr sambandi
í fiórhjóladrifnum bílnum. Núna er
allt til reiðu í titilslaginn,“ sagði
Óskar.
Sig-lir í land
Guðbergur Guðbergsson fagnar landtöku í Viðey eftir eins kíló-
metra langa siglingu á sjó á vélsleða.
Ok vélsleða á sjó
„MENN hafa verið aða tala um að fara út í Viðey á vélsleða eða
jeppum í tvö ár og mér fannst tími til kominn að gera eitthvað í
málinu. Svo var það vel við hæfi að sjómannadagurinn var um helg-
ina og því kjörið að slá tvær flugur í einu höggi, halda upp á dag-
inn með því að sigla vélsleða frá fjörunni við Áburðarverksmiðjunni
og út í Viðey,“ sagði Guðbergur Guðbergsson vésleða- og rall-
kappi, sem sigldi Yamaha vélsleða um eins kílómetra leið á sjó á
sunnudagskvöld.
Yamaha sleðinn var ekki sér-
útbúinn að neinu leyti, nema því
að lokað var fyrir Ioftraufar að
framan með sterku límbandi til að
vama því að sjór kæmist að vél-
inni. „Ég var staðráðinn frá byijun
að ná að sigla yfir, enda hafa menn
mikið talað um að þetta væri
hægt,“ sagði Guðbergur, „Við vor-
um búnir að undirbúa okkur með
því að sigla á polli við Kleifarvatn
og vissum nokkuð að hveiju við
gengum. Ég æddi af stað af gras-
bakka í fjöruborðinu og náði strax
góðri ferð. Sleðinn byijaði hins
vegar að hoppa talsvert þegar ég
nálgaðist Viðey þar sem við stífuð-
um búkkann að aftan ekkert. Það
slapp og það fór um mig ylur þeg-
ar ég sá að ég myndi ná yfir. Þá
var kúplingin byijuð að snuða lítil-
lega vegna bleytunnar.
Mér gekk vel að stýra vélsleðan-
um á hafinu, en hef ekki hugsað
mér að leggja þetta fyrir mig. Enda
kom það á daginn að sleðinn sökk
í bakaleiðinni, Árni Kópsson kafari
var hins vegar með í þessu brölti
og kafaði eftir sleðanum sem við
drógum á tveimur gúmmíbátum í
land,“ sagði Guðbergur.