Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
Engar breytingar á vöxt-
um hjá innlánsstofnunum
Hagfræðingur ASÍ segir fullt tilefni til nafnvaxtaiækkana
BANKAR og sparisjóðir breyta ekki vðxtum í dag en hægt er að
breyta vöxtum 1., 11. og 21. hvers mánaðar. Gylfi Arnbjörnsson, hag-
fræðingur Alþýðusambands íslands, segir forystumenn ASÍ mjög
óánægða með að bankarnir skuli ekki lækka vextina því lækkun vísi-
tölu framfærslukostnaðar, sem birt var í gær, gefi fullt tilefni til þess.
Gylfi sagði að framfærsluvísitalan
lækkaði núna um 0,1% sem stað-
festi að sú verðbólguviðmiðun sem
bankarnir notuðu virtist vera mjög
úr takt við raunveruleikann. „Það
er tilefni til lækkana á nafnvöxtum
nema bankamir ætli sér að hafa
svona háa raunvexti á nafnvaxta-
bréfunum og þá verða þeir að fara
að viðurkenna það opinberlega. Það
er ekki hægt að rökstyðja þetta með
verðbólgustiginu," sagði Gylfi.
Bjöm Björnsson bankastjóri ís-
landsbanka sagði við Morgunblaðið,
að bankinn hefði ekki farið eftir öll-
um vaxtahreyfingum á fjármagns-
markaði, hvort sem þær væm upp
eða niður, og svo skammt væri liðið
frá því vísbending um raunvaxta-
hækkun á fjármagnsmarkaði kom
fram að ekki væri enn sýnt að hún
stæði lengi. Ávöxtunarkrafa hús-
næðisbréfa og spariskírteina ríkis-
sjóðs hækkaði í útboðum í vikunni
og hefur farið hækkandi síðustu
mánuði.
Þegar Björn var spurður hvort
bankinn hefði ekki talið ástæðu til
að lækka nafnvexti á útlánum í ljósi
þess að bankinn hefði bæði hæstu
óverðtryggðu útlánsvextina í banka-
kerfinu og ljóst væri að verðbólga
yrði mjög lág næstu mánuði, svaraði
hann að bankinn ákvæði ekki vexti
með tilliti til vaxta sem giltu hjá
öðrum bönkun, heldur með tilliti til
markaðarins. Hann sagði að bankar
hefðu bmgðist við verðbólguútliti
um síðustu mánaðamót með því að
lækka nafrivexti, en þá lækkuðu
nafnvextir útlána um 0,5-0,8% eftir
bönkum. „Þessi breyting sem orðið
hefur á raunvöxtum undanfarið er
svo ákveðið tilefni til að menn hinkri
við með nafnvextina,“ sagði Björn.
Baldvin Tryggvason sparisjóðs-
stjóri SPRON sagði að sparisjóðun-
um þætti ekki ástæða til að lækka
vexti meðan þeir hefðu lægstu út-
lánsvexti á öllum óverðtryggðum lið-
um í bankakerfinu. „Lengra viljum
við ekki fara meðan hinir hreyfa sig
ekki neðar,“ sagði Baldvin.
Nú em meðalforvextir víxla 12,8%
í íslandsbanka, 12% í Landsbanka,
11,75% í Búnaðarbanka og 11,25%
í sparisjóðunum. Meðalvextir al-
mennra skuldabréfalána eru 13% í
íslandsbanka, 12,8% í Búnaðar-
banka og 12,2% í Landsbanka og
sparisjóðum. Innlánsvextir á al-
mennum sparisjóðsbókum og sér-
tékkareikningum em 1% í Lands-
banka, 0,75% í Búnaðarbanka og
0,5% í íslandsbanka og sparisjóðun-
um.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 11. JUNI
YFIRLIT: Víðáttumikið 1.037 mb háþrystisvæði er yfir Grænlandi og
hafinu norður undan, en um 600 km suðsuöaustur af Hornafirði er tals-
vert lægðardrag sem hreyfist vestur.
SPÁ: Austlæg og norðaustlæg átt. Rigning með suðurströndinni, en
súld á Suðausturlandi og Austfjörðum og einnig á annesjum fyrir norð-
an. Um mest allt landið vestanvert verður bjartviðri. Veður fer heldur
hlýnandi, en áfram veröur fremur svalt við norður- og norðausturströnd-
ina.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG, SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Hæg austlæg
eða breytileg átt, heldur vaxandi austanátt á mánudag. Þokuloft eða
dálítil súld við norður- og austurströndina en annars yfirleitt þurrt og
víða bjart veður. Hiti víða á bilinu 8-15 stig, hlýjast suövestanlands.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 980600.
•a
Heiðskírt Léttskýjað
r r r * r *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
■'A
Skýjað
Alskýjað
V
Skúrir Slydduél
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
itíg-.
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30fgaer)
Það er yfirleitt góð færð á þjóövegum landsins. Á Vestfjörðum eru
Þorskafjarðar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiðar ófærar, skafrenningur
á Steingrímsfjarðarheiði og má búast við ófærð með kvöldinu, Dynjandis-
heiöi er fær. Öxarfjarðarheiöi á Norðausturlandi er ófær en feert orðið
um Hólssand. Hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aurbleytu.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
á grænni iínu, 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavík
hitl veöur
7 alskýjað
16 skýjað
Bergen 19 léttskýiaö
Helsinki 14 skýjað
Kaupmannaböfn 26 léttskýjað
Narssarasuaq 10 skýjað
Nuuk 7 alskýjað
Ósló 21 léttskýjað
Stokkhólmur 26 léttskýjað
Þórshöfn 9 alskýjað
Algarve 20 skýjað
Amsterdam 28 mistur
Barcelona 23 þokumóða
Berlín 28 léttskýjað
Chicago 18 léttskýjað
Feneyjar 27 léttskýjað
Frankfurt 27 skýjað
Glasgow 16 rígning
Hamborg 26 léttskýjað
London 22 rigning
Los Angeles 18 léttskýjað
Lúxemborg 23 skýjað
Madríd 18 hálfskýjað
Malaga 25 skýjað
Mallorca 25 rykmistur
Montreal 19 skýjað
NewYork 24 skýjað
Orlando 25 léttskýjað
Parte 24 skýjað
Madelra 20 skýjað
Róm 27 léttskýjað
Vín 28 helðskfrt
Washington 24 léttskýjað
Winnipeg 16 léttskýjað
HBÍmitd: Veðurstofa ísiands
(Byggt á veöurspé kl. 16.15 (gœr)
78
/ V/ / /
f DAG
kl. 12.00
4 á slysadeild eftir bílveltu
LÍTILL fólksbíll valt út af Grafningsvegi á móts við Nesjavallaafleggj-
arann síðdegis í gær, og var fernt sem í bílnum var flutt á slysa-
deild Borgarspítalans, þar af ein stúlka með þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru meiðsl fólksins ekki talin
vera mjög alvarleg. Ekki er nákvæmlega vitað með hvaða hætti slys-
ið varð. A myndinni sést þegar þyrlan kom með hina slösuðu á slysa-
deild Borgarspítalans.
Dæmdur í gær fyrir
8-12 ára gömul brot
49 ÁRA maður, fyrrum framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, var í
gær dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykja-
ness fyrir fjárdrátt og skjalafals sem maðurinn framdi í starfi sínu
á árunum 1981 til 1985 meðal annars með því að sölsa undir sig
vinninga sem féllu á ósótta miða í happdrætti félagsins og gjöf sem
barst félaginu. Um fjölmörg tilvik var að ræða en heildarfjárhæð
þess sem maðurinn dró sér nam samtals um 3,3 miljjónum króna á
verðlagi hvers tíma.
Hann hefur endurgreitt Blindra-
félaginu að fullu þá fjárhæð sem
hann dró sér. Hann játaði flest þau
brot sem honum voru gefin að sök
en neitaði að hafa fært sér í nyt
blindu þeirra sem hann starfaði með
í blekkingarskyni en sumir nánustu
samstarfsmanna mannsins höfðu
fulla sjón.
Málið var höfðað með ákæru sem
ríkissaksóknari gaf út í apríl 1986.
Vegna dráttar á málsmeðferðinni
var dómari sá sem áður fór með
málið dæmdur til greiðslu sektar í
Hæstarétti í apríl sl. og tók þá nýr
dómari, Sigurður Hallur Stefánsson
héraðsdómari, við málinu og hefur
hann nú kveðið upp dóm í því.
Áhrif óvenju mikils kulda í vor á gróður
Tré laufgast seint
TRÉ munu laufgast seint í ár.
Astæður þess má rekja til
óvenju mikils kulda, sem gerði
vart við sig í vor. Er ástandið
verst á Norður- og Austurlandi
þótt það sé ekki talið mjög al-
varlegt. Kuldinn hefur líka
áhrif á annað líf, sem þrífst í
kringum gróðurinn, og er
minni ástæða fyrir fólk að úða
garða sina nú en oft áður.
„Tijágróður almennt hefur
verið mjög seinn að taka við sér
í vor út af því hvað það er búið
að vera kalt,“ sagði Jón Geir
Pétursson, líffræðingur hjá Skóg-
ræktarfélagi íslands. Jón Geir
sagði að trjágróður hafi verið
kominn vel af stað norðan- og
austanlands vegna hlýinda fyrri
hluta maí. Stutt kuldahret með
snjó hafi svo dregið mjög úr öllu.
Á Reykjavíkursvæðinu segir Jón
Geir að síðastliðinn mánuður hafí
einfaldlega verið kaldur og vöxt-
ur þar af leiðandi gengið hægt.
Skógræktin gerir ráð fyrir að
vöxtur verði lítill í sumar.
Minni þörf á að úða
Undanfarin ár hefur lús á greni
verið mikið vandamál um land
allt en í ár hefur lítið sem ekkert
borið á henni, að sögn Guðmund-
ar Halldórssonar skordýrafræð-
ings. Telur hann að það megi
rekja til vetrarkulda og kulda í
vor. Benti hann sérstaklega á að
þótt grenitré væru skemmd,
táknaði það ekki að lús væri nú
á ferðinni heldur væri um að
ræða gamlar skemmdir. Lúsin
ræðst ekki á greninálar sumarið
sem þær koma, en hefur bókstaf-
lega hreinsað nálarnar af tijánum
Lítíll vöxtur
Skógræktin gerir ráð fyrir að
vöxtur trjáa verði lítill í sumar
vegna kulda í vor.
þar sem hún hefur verið skæð
og sjást þess víða merki, að sögn
Guðmundar.
Guðmundur sagði að í heild
hefði mjög dregið úr úðun undan-
farin ár. Efnin, sem notuð væru
í dag, væru heldur ekki eins ei-
truð og áður. Þau eitur, sem
mest séu notuð, séu í hættuflokki
C. Efni í þessum flokki eru bráð-
drepandi fyrir skordýr og hættu-
leg fyrir fiska en hættulítil spen-
dýrum og fuglum. „í heildina tel
ég að það sé full ástæða til að
draga úr úðun. Eitrun er neyðar-
lausn og til neyðarlausnar á ekki
að grípa nema mikið tjón sé yfír-
vofandi," sagði Guðmundur.