Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 7 Veiði hófst í Laxánum í Kjós og Aðaldal í gærmorgun og miðað við aðstæður má segja að veiðin hafi farið vel af stað. Sjö laxar veiddust í Laxá í Aðaldal á morgunvaktinni, en í Kjósinni voru fimm laxar dregnir á þurrt. Sá fyrsti í Kjósinni Morgunblaðið/hb ÁRNI Baldursson og tíkin Skotta eftir að fyrsta laxinum á vertíð- inni úr Laxá í Kjós hefur verið landað, 5 punda hrygnu sem tók svarta Frances á Fossbreiðu laust upp úr klukkan sjö að morgnin- um. Aðaldalurinn Sex af sjö löxum úr Laxá í Aðaldal veiddust fyrir neðan Æðarfossa. Jón Vigfússon á Laxamýri sagði i samtali við Morgunblaðið að veiðimenn sem byijuðu hefðu ekki þorað að gera sér vonir, því margar ferðir til að kíkja eftir laxinum síðustu daga hefðu ekki orðið til að auka á bjartsýni manna, því menn sáu lítið eða ekkert. „En það var fisk- ur þegar veiðin byijaði og mikil ferð á honum. Við fengum alla laxana í Kistukvísl og í Kistuhyl. Það var mikið vatn í Kvíslinni, en hann kaus hana samt fram yfir austurbakkann. Þar urðum við ekki varir,“ sagði Jón. Laxarnir voru allir vænir, 10 til 13 pund og nýgengnir. Fimm tóku maðk, tveir spón og tveir til viðbótar tóku spón en hristu sig af krókun- um. Kjósin „Við vissum þetta. Þetta er í samræmi við það sem búast mátti við. Það er lítið af laxi komið í ána, það er allt á eftir áætlun í náttúrunni að þessu sinni,“ sagði Árni Baldursson leigutaki Laxár í Kjós í gærdag, en á fýrstu vakt- ina veiddust fimm laxar í Laxá. Sjálfur veiddi Árni tvo þeirra, báða á Fossbreiðu, 5 og 11 punda. Einn til viðbótar var tekinn á Fossbreiðu og svo tveir í Kvísla- fossi. 8 til 10 punda laxar. Mikið vatn var í ánni, en ekki til vand- ræða og gruggug var áin ekki. Aðrar verstöðvar Guðjón kokkur á Rjúpnahæð við Norðurá sagði 33 laxa komna á land af aðalsvæði árinnar og væri áin óðum að nálgast kjör- vatn. „Sumir laxanna hafa verið svo lúsugir að það hefur varla séð í þá,“ sagði Guðjón. Hátt í tíu laxar eru taldir hafa veiðst á Munaðarnessvæðinu, þannig að laxar á land úr Norðurá eru komn- ir á fimmta tuginn. í Þverá er aftur á móti lítið um að vera. Andrés Eyjólfsson leið- sögumaður við ána sagði í gærdag að 12 laxar væru komnir úr neðri ánni og sex til viðbótar úr Kjarrá. Hollið sem er nú að veiðum var á núlli eftir fýrsta heila veiðidag- inn, en á móti kom að mikið hvas- sviðri að undanförnu hafði litað ána. Vötn á Arnarvatnsheiði gruggast í slíku veðri, en áin á upptök sín á þeim slóðum. „Við verðum að vona það besta, áin er að sjatna og menn sáu og veiddu laxa á Brennunni í morg- un. Sáu fleiri fara í gegn. Það er gott að vita af laxi á leiðinni," sagði Andrés. Það hefur helst frést norðan úr Ásum, að menn séu enn að reyta upp einn og einn fisk þar um slóðir og bókaðir laxar séu komnir á þriðja tug. Eitthvað af því skinhoraður og iítt nýtilegur niðurgöngufiskur. Lyf og læknishjálp Heimilt er að endur- greiða kostnað HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra heimilar Trygg- ingastofnun ríkisins að endur- greiða kostnað við lyf og læknis- hjálp hjá fólki sem hefur haft mikinn kostnað af þeim sökum í nýrri reglugerð. Sérstakur starfs- maður verður ráðinn til Trygg- ingastofnunar til að sinna um- sóknunum og svara fyrrispurnum. Endurgreiðslur samkvæmt regl- unum taka til heimsókna á heilsu- gæslustöðva eða til heimilislæknis, vitjana lækna og sérfræðilæknis- hjálpar. Eru þar með taldar heim- sóknir á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku, rannsóknir og rönt- gengreining. Ná reglurnar ennfrem- ur til endurgreiðslu lyfjakostnaðar. Mið af tekjum og greiðslugetu Eftir því sem segir í reglunum skal sá sjúkratryggði sanna útgjöld sín vegna læknis- og lyíjakostnaðar með framlögðum kvittunum sem bera með sér nafn útgefanda, tegund þjónustu, fjárhæð og greiðsludag ásamt nafni og kennitölu hins sjúkra- tryggða. Við mat á endurgreiðslu til hans skal leggja til grundvallar út- gjöld sjúkratryggðs eða fjölskyldu hans að teknu tilliti til vergra heimil- istekna. Umsóknum vegna endurgreiðslu samkvæmt reglunum skal skilað til Tryggingastofnunar ríkisins eða umboða hennar eigi síðar en 1. sept- ember fyrir tímabilið 1. janúar - 30. júní og 1. mars fyrir tímabilið 1. júlí - 31. desember. Fjölskyldudagar í Fálkanum helgina 12.-13. júní. Opið laugardaginn 12. júní 10-16 - sunnudag 13. júni í 12-16 Gönguskór Verð frá kr. 6.690 Þekking - reynsla - þjónusta FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 - sími 814670 iviiicnell veiðivörur Tjöld - Ajungilak svefnpokar Nike og Puma skór Körfuboltar - fótboltar Körfuboltabolir - körfuboltahúfur Reiðhjólahjálmar - reiðhjólaflögg Veitingar B] |B) ryksugur á fjölskyldutilboði. Verð frá kr. 9.990 stgr. FRYSTIKISTUR 152 lítra kr. 32.760,- stgr. 191 lítra kr. 34.560,- stgr. 230 lítra kr. 35.910,- stgr. 295 lítra kr. 38.160,- stgr. 342 lítra kr. 39.510,- stgr. 399 lítra kr. 43.560,- stgr. 489 lítra kr. 48.510,- stgr. 540 lítra kr. 55.260,- stgr. Ýmis heimilistæki með góðum afslætti sængur og koddar fyrir alla fjölskylduna. 15-50% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.