Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 mmmn // Ef Þú ekurmer éii fiugnaUo-rins <x /o m'múkum, Iset eg mér kannski Lysida. pessi ‘oþrifalegh LeigubiLL 5-18 ...Ljóstýra í enda ganganna TM Reg. U.S Pat Ofl. — all rights reserved • 1993 Los Angeles Times Syndicate Þetta er sonur þinn, sem segist eiga stefnumót í kvöld og hann ætlaði að biðja þig um svolítið eitur. HÖGNI HREKKVÍSI -i þA& uar sílamAvu% í 0l uggrnc/stunni ! " BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Frjáls félög auki stuðn- ing við minjavemd Frá Skúla Magnússyni: Skortur á fé háir mjög fornleifa- rannsóknum og minjavernd á ís- landi. Hús Þjóðminjasafns og geymslur þess hafa verið nokkuð í fréttum eftir brunann í Kópa- vogi. Þótt menn greini e.t.v. á um hvemig beri að leysa úr þeim mál- um er þó alvarlegust vöntun fjár- muna til allrar þessarar starfsemi. Jafnframt því sem ríkið boðar að það munu halda að sér hinni föður- legu hendi og draga úr forsjá með menningarstofnunum em alvarleg- ar blikur á lofti í efnahagsmálum svo vart er að vænta aukinna fram- laga þaðan. Verkefni á sviði minja- vemdar em óþrotleg. Viðhald gamalla bæja og bygginga um allt land er kostnaðarsamt en mest af því kostar Þjóðminjasafnið. Víða væri æskilegt að stunda fornleifa- rannsóknir og raunar nauðsynlegt, líkt og ritun og útgáfu á sagn- fræðiritum. Rannsóknir í sagnfræði frekar studdar A seinni áram hefur verið tals- verð gróska í sagnfræðirannsókn- um en fornleifarannsóknir hafa orðið útundan. Fornleifarannsókn- ir er aðeins hægt að stunda á sumr- in í þrjá frostlausa mánuði. Þær eru oft mannfrekar enda umfangs- miklar og tafsamar. Þær taka því oft langan tíma og kosta mikið fé. Niðurstöður þeirra koma stundum seint og sennilega finnst mönnum lítið spennandi að leggja fé í slíkar rannsóknir. Sagnfræðirannsóknir má hins vegar stunda allan ársins hring innanhúss, í hvaða veðri sem er, og niðurstöður úr þeim birtast gjarnan fyrr. Því hafa menn heldur lagt fé til þeirra rannsókna. Fé kemur varla frá ríkinu Eg sé ekki að fé komi frá ríkinu til fornleifarannsókna þótt Alþingi láti stundum fé af hendi rakna til ýmissa verka sem það telur við þurfa. Á ég þar við leitina að gull- skipinu. Ekki veit ég hve mikið fé var veitt í þá leit en það hvarflar að manni að þingmönnum hafí þótt þau útlát meira spennandi en að verja fénu til fræðilegra fom- leifarannsókna, m.a. af ástæðum sem ég drap á hér að framan. Fornleifarannsóknir eru þó nauð- syn við hlið annarra rannsókna á menningu og sögu og veita oft svör sem ritaðar heimildir þegja um eða geta að litlu einu. Frjáls félagasamtök ættu að styðja minjavemd Ég hef oft velt því fyrir mér hvort hinir mörgu klúbbar og fé- lög, sem stutt hafa drengilega menningar- og líknarmál, gætu ekki rétt íslenskri minjavernd hjálparhönd. Sumir þeirra gætu Frá Aðalheiði Þorsteinsdóttur: Síðastliðinn mánudag hófst lest- ur nýrrar barna- og unglingasögu á rás eitt kl. 9.45 í útvarpinu. Sagan heitir Grettir sterki og höf- undurinn er Þorsteinn Stefánsson, búsettur í Danmörku. Þýðandi er Sigrán Klara Hannesdóttir. Ég hef lesið þessa bók, mér til mikillar ánægju. Eins og nafnið bendir til er þetta söguleg skáld- saga, efnið sótt í Grettissögu. Höf- undurinn rekur æsilegustu atburði sögunnar, til dæmis óknytti Grett- is í æsku, kraftaafrek, vígaferli, glímuna við Glám, Drangeyjar- sundið fræga og loks ævilok hans. stutt byggðasöfnin sem flest era íjárvana. Mörg þeirra eru verk fárra eljumanna af kynslóðinni sem spurði hvorki um laun né heið- ur. Nú era þessir hugsjónamenn að hverfa á vit feðranna, en eftir skilja þeir arf, sem okkur ber skylda til að hlúa að. Varðveisla hans og ávöxtun kostar fé. Félög gætu einnig stutt rannsóknir og viðhald gamalla bygginga annað hvort í lengri eða skemmri tíma. Stuðningur OLÍS og annarra félaga við landgræðslu hefur vakið athygli. Á svipaðan hátt gætu fé- lög og fyrirtæki stutt minjavernd ef þau taka höndum saman við safnamenn og sérfræðinga. Með því mætti án efa koma í veg fyrir brana og skemmdir á menningar- verðmætum sem þó aldrei verða bætt með fjármunum glatist þau á annað borð. SKÚLI MAGNÚSSON, Nýja-Garði, Reykjavík. Þorsteinn lýsir þessari stór- brotnu atburðarás á einkar trú- verðugan og aðgengilegan hátt, fellir úr, getur í eyður, varpar nýju ljósi á persónur, útskýrir sumt, sem er torskilið, þannig að sagan fer ekki fram hjá neinum. Stíll skálds- ins er knappur, fellur vel að efn- inu, en jafnframt ljós og lifandi. Sagan af Gretti sterka er litrík og spennandi og á erindi við yngri sem eldri hlustendur. Lestur Hjalta Rögnvaldssonar leikara er afbragðsgóður, svo að ég hefði ekki kosið annan frekar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Sagan um Gretti sterka Víkveqi skrifar Umræðan um málvernd og málrækt hér á landi hefur lengi, að mati Víkveija, verið á villigötum. Sú áhersla sem lögð hefur verið á að finna íslensk orð yfir allt það nýja sem fram kemur í heimi hér er að sönnu lofsverð en menn hafa ekki hugað nógsam- lega að þeirri raunverulegu hættu sem að íslenskri tungu stafar. Hér á Víkveiji við þá tilhneigingu manna að setja fram hugsun sína á íslenskri tungu en gera það í samræmi við enskar reglur og orð- tök. Þegar fréttastjóri Stöðvar 2 upp- lýsir áhorfendur um þá takmarka- lausu skemmtan sem þeirra bíður strax eftir að auglýsingahléinu er lokið segir sá hinn sami gjarnan: „Ekki fara langt“. Áhorfandinn kann að velta því fyrir sér hvort fréttastjóri Stöðvar 2 hafi þar með gefið honum leyfí til að bregða sér fram í eldhús en ekki út í garð og kann að fyllast þakklæti eða van- þóknun eftir atvikum. Mestu skipt- ir þó að með þessu er fréttastjóri Stöðvar 2 að yfirfæra enska „sjón- varpshugsun" yfir á íslenska tungu en jafnokar fréttastjórans vestra segja gjaman „Don’t go away“, þegar hlé er að fínna í dag- skránni. Hvetur Víkveiji almenn- ing í þessu landi til að fylgjast grannt með þessu. xxx Fleiri slík dæmi mætti nefna. Útvarpsstöð ein er nefnd „Bylgjan" og því hefur verið logið að Víkveija að þar starfi sama fólk og á Stöð 2. Víkveiji varð fyrir þeirri ógæfu að heyra til ein- hvers hæfileikamannsins þar sem boðaði að í þætti hans væri rakin: „Sagan á bakvið stjörnurnar“. Þarna átti útvarpsmaðurinn við að í þættinum væri rakinn ferill ein- hverrar tiltekinnar poppstjörnu. Þeir sem hlustað hafa á bandarískt útvarp þekkja að þarlendir menn boða gjarnan að slíkir fróðleiksp- istlar muni senn hellast yfir áheyr- endur með orðunum: „The story behind the stars.“ * Ieinkareknum útvarpsstöðvum og á Stöð 2 má oftlega heyra: „Við komum aftur eftir þessi skilaboð" („We’ll be back after this message“) eða :„En nú, ör- stutt skilaboð“. Hér er á ferðinni hugsun í samræmi við enska tungu auk þess sem við blasir að hér er um rökvillu að ræða. Það má ef til vill færa rök fyrir því að.allar auglýsingar séu skilaboð en því fer fjarri að öll skilaboð séu auglýsing- ar. Víkveiji telur það til marks um hróplegt andleysi að á Stöð 2 og einkareknum útvarpsstöðvum skuli menn leita öldungis gagnrýn- islaust í smiðju til erlendra starfs- bræðra. Menn sem ekki geta gert á því greinarmun hvort þeir era að tala tungu þjóðar sinnar eða erlent mál þurfa á einhvers konar endurhæfingu/endurmenntun að halda. Fólkið í þessu landi, sem ber á endanum uppi rekstur stöðva þessara, á hins vegar rétt á því að ávallt liggi fyrir á hvaða tungu- máli viðkomandi sjónvarps- eða útvarpsmaður er að tjá sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.