Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 23 Siðanefnd Læknafélags Islands Læknir fær áminn- ingn fyrir um- mæli í blaðagrein SIÐANEFND Læknafélags íslands hefur veitt Gunnari Inga Gunnarssyni lækni áminningu fyrir að brjóta gegn 1. máls- grein. 29. greinar siðareglna lækna í blaðagrein í Morgunblað- inu 6. febrúar 1993. Yfírskrift blaðagreinarinnar er „Um tilvísanir lækna að gefnu til- efni“ og koma fram í henni við- brögð höfundar við þeirri ákvörðun Félags sjálfstætt starfandi heimil- islækna að lýsa yfír einróma and- stöðu við þá ætlun ráðherra heil- brigðismála að setja á svokallaða tilvísunarskyldu á sérfræðiþjón- ustu lækna starfandi utan sjúkra- húsa. Tilefni Eftirfarandi ummæli eru m.a. í greininni: „Áðurnefndar yfírlýs- ingar ÓFM, varðandi rökstuðning mótmælandanna eru sennilega einhver mesta vitleysa, sem ég hef heyrt og séð í tengslum við málefn- ið. Þess vegna neyðist ég nú til að ögra gildandi siðareglum lækna og skamma kollegann opinberlega um leið og reynt verður að leið- rétta helztu vitleysurnar." Þar segir ennfremur: „Allar yf- irlýsingar lækna um þvinganir, óhagræði og aukaferðir á stofu eru fyrst og fremst alvarlegar vís- bendingar um, að ekki sé allt með felldu í þeirra praxís.“ Áminning Siðanefndin telur að í hinum tilvitnuðu ummælum felist lítils- virðing í garð Ólafs F. Magnússon- ar, læknis og aðdróttun í garð ótiltekinna starfsfélaga greinar- höfundar. Þannig brjóti greinar- höfundur reglu 1. mgr. 29. gr. siðareglna lækna og hljóðar hún svo. „Lækni er skylt að auðsýna öðrum læknum drengskap og hátt- vísi jafnt í viðtali sem umtali, ráð- um sem gerðum og hann skal forð- ast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna.“ Fulltrúar í siðanefnd, Allan Vagn Magnússon, Ásgeir B. Ell- ertssson og Tómas Zoega áminna Gunnar Inga um að halda ákvæði þetta í heiðri. Nú ber vel í veiði! sícS Tilboð! Þegar þú kaupir nýja Cardinal Maxxar hjólið færð þú Abu Garcia veiðivörur að eigin vali fyrir 1.000 kr. í kaupbæti. Maxxar hjólin eru hönnuð afAchin Storz, þau eru með tveim kúlulegum og teflonhúðuðum diskabremsum. Nú er tækifærið að eignast þetta frábæra hjól á góðu verði. Söluaöilar: Sportval-Kringlan Kringlunni 8-12 ■ Útilíf Glæsibæ Versturröst Laugavegi 178 ■ Musik & sport Hafnarfirði ■ Veiðibúð Lalla Hafnarfriði ■ Akrasport Akranesi ■ Axel Sveinbjörnsson Akranesi ■ Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi ■ Verslunin Kassinn Ólafsvík ■ Verslunin Vísir Blönduósi ■ Kaupfélag Skagfiröinga Sauðárkróki ■ Siglósport Siglufirði ■ Verslunin Valberg Ólafsfirði Sportvík Dalvík ■ KEA Akureyri ■ Kaupfélag Þingeyinga Húsavík Kaupfélag Héraösbúa Egilsstööum ■ Verslunin Skógar Egilsstöðum Tröllanaust Neskaupstað ■ Verslun Elísar Guðnasonar Eskifirði Viöarsbúö Fáskrúösfirði ■ Kaupfélagið Djúpavogi ■ Kaupfélag Árnesinga Kirkjubæjarklaustri ■ Sportbær Selfossi Rás Þorlákshöfn ■ Stapafell Keflavík HAFNARSTRÆTI 5 REYKJAVÍK ■ SÍMAR 91-16760 & 91-14800 Morgunblaðið/ÓI.K.M. 900 tonnum dreift LANDGRÆÐSLUFLUGVÉLIN Páll Sveinsson hefur undanfarna daga dreift á þriðja hundrað tonnum af áburði á Haukadalsheiði og í fleiri landgræðslu- girðingum þar um slóðir. Næstkomandi mánudag fer vélin til Sauðárkróks, en að sögn Stefáns H. Sigfússonar fulltrúa land- græðslustjóra, verður hún þar til næstu mánaðamóta og verður dreift 500 tonnum af áburði á uppgræðslusvæðum við Blöndu. Að því loknu fer vélin aftur í Gunnarsholt þar sem áburðardreifíngu verður haldið áfram, en alls verður dreift 900 tonnum úr vélinni í sumar. Það er 200 tonnum minna magn en dreift var í fyrra, en mest hefur verið dreift um 2.000 tonnum úr vélinni á ári. Á myndinni sést Páll Sveinsson á flugi yfir flugturninum í Reykjavík þegar 50 ára afmælis vélarinn- ar var minnst fyrir skömmu. tneð Flugleiðutn og Eitnship til Hatnhorgar eða Atnsterdatn Bíllinn þinn fer með Laxfossi eða Brúarfossi til Hamborgar eða Rotterdam. Þú flýgur með Flugleiðum til Hamborgar eða Amsterdam. Síðan geturðu ekið hvert sem þig lystir í Evrópu og verið allt að heilan mánuð í ógleymanlegu ferðalagi fyrir eitt og sama verðið allan tfmann. Verð (flttg og flutnitigsgjöld): •46.100 kr. á manninn m.v. 2 fullorðna.* • 30.980 kr. á manninn m.v. 2 fullorðna og 2 börn.* Leitaðu nánari upplýsinga og hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) EIMSKIP flugleiðirJS »11 Traustur íslenskurferöafélagi Jm * Skattar eru innifaldir í verði. Bókunarfyrirvari er 7 dagar, lógmarksdvöl 6 dagar og hámarksdvöl 1 máuuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.