Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
Yndisleg kona, Margrét Björns-
dóttir, er horfin sjónum okkar í bili.
Magga æskuvinkona mín hefur
kvatt okkur eftir erfíða sjúkdóms-
legu. Hún var heima hjá sér í veik-
indunum og naut þar umönnunar
íjölskyldunnar og ekki síst, nú síð-
ustu vikumar, hennar Nanýar syst-
ur sinnar, sem kom heim frá Amer-
íku til að vera hjá systur sinni og
hugsaði um hana þar til yfir lauk,
föstudaginn 4. júní sl. Það var
ómetanlegt að Naný kom heim -
fyrir Möggu, alla fjölskylduna og
vinina.
Það væri ekki í anda Möggu að
tíunda líf hennar og starf, en óneit-
anlega kemur margt í hugann, þeg-
ar til baka er litið. Við vorum 13
og 14 ára þegar við kynntumst og
vináttan hefur haldist alla tíð síðan.
Hún var alin upp í stórum systkina-
hópi, var fimmta í röð sjö systkina.
Móðir hennar var ein með allan
hópinn, í lítilli íbúð á Njarðargötu
9. Þar ríkti samheldni, snyrti-
mennska og aðgætni í einu og öllu.
Alltaf var gaman að koma á Njarð-
argötuna, aldrei vol eða víl, Ágústa
mamma kenndi okkur svo margt,
hún kunni að fara vel með hlutina
og gaf börnunum sínum notalegt
og aðlaðandi heimili. Ég minnist
þess þegar bréfin og myndimar frá
Róró voru að koma, hve gaman var
að skoða og heyra ævintýralega
sögu hennar, hún var svo falleg og
allt í kring um hana var í ævintýra-
ljóma, sem við dáðumst að.
Magga var í Ingimarsskólanum
og þar kynntumst við, hún var fé-
lagslynd og skemmtileg og auðvitað
stofnuðum við vinkonurnar sauma-
klúbb, sem enn lifir. Magga söng
svo vel og var í Öskubuskum, en
þær komu fyrst fram á árshátíð
skólans okkar og áttu síðan eftir
að skemmta öllum landsmönnum
um mörg ár. Eftir gagnfræðapróf
hóf hún störf hjá Agli Sigurgeirs-
syni hæstaréttarlögmanni og vann
þar í sjö ár. Á þeim tíma vorum
við saman í flestum okkar frístund-
um. Við höfðum um svo margt að
tala, leggja á ráðin um framtíðina,
við vorum svo rómantískar og viss-
ar um að lífið byði upp á gleði og
ævintýri - allt var svo spennandi
og skemmtilegt.
Það var stór vinahópur sem gifti
sig um tvítugsaldurinn og í þeim
hópi voru Magga og Geiri. Við héld-
um áfram vinskapnum við þaú hjón-
in og áttum margar indælar stund-
ir saman og þegar börnin okkar
stækkuðu, fórum við í margar
ógleymanlegar ferðir á „Guddu“,
sem var stór fjallabíll, sem þau hjón-
in áttu. Börnin mín tala oft um
þessar ferðir með Möggu og Geira.
Elsku Geiri, það er svo margt
sem kemur í hugann þegar hugsað
er til baka. Ég vil þakka ykkur hjón-
unum fyrir allt sem þið gerðuð fyr-
ir mig þegar ég missti manninn
minn. Ég bið góðan guð að gefa
þér og fjölskyldu þinni styrk í sorg-
inni.
Guð blessi minningu góðrar
konu.
Ella Guðjónsdóttir.
Margrét Björnsdóttir lést 4. júní
sl. Ekki eru nema rétt um fimm
mánuðir síðan hún Magga kenndi
sér þess meins sem síðan dró hana
til dauða.
Með Möggu er gengin merk
kona, sem gaf öðrum mikið af sjálfri
sér. Éf einhver átti bágt, gat hann
alltaf leitað til hennar eftir hlut-
tekningu, enda voru þeir margir
sem það gerðu.
Alltaf hefur Magga reynst mér
og mínum jafn hlý, notaleg og
reiðubúin til að taka á móti okkur
þegar við komum í Kópavoginn. Það
væri hægt að skrifa langa minning-
argrein um Möggu, en ég ætla að
hætta með þessum orðum: Hún
Margrét Björnsdóttir, hún var góð
manneskja. Guð blessi minningu
hennar.
Guðni A. Einarsson.
Faðir minn og bróðir,
HARALDUR SIGURÐSSON,
Hólavegi 18,
Siglufirði,
sem lést í Vífilsstaðaspítala 3. júní síðastliðinn, verður jarðsung-
inn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 12. júní kl. 14.
Þorleifur Haraldsson,
Þórey Sigurðardóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
AXEL MAGNÚSSON,
Mýrargötu 8,
Neskaupstað,
sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, Neskaupstað, 5. júní sl., verð-
ur jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 12. júníkl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Axelsdóttir, Kristján Maríasson,
Jóhanna Axelsdóttir, l'sak Valdimarsson,
Halldóra Axelsdóttir, Þráinn Rósmundsson,
Emma Axelsdóttir, Davfð Lúðvíksson.
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, tengdasonur og afi,
ÞÓRIR SIGURÐUR ODDSSON
trésmiður,
Hjallavegi 56,
Reykjavik,
andaðist í Landspítalanum að morgni
9. júní.
Guörún Ósk Sigurðardóttir,
Sigurður Þórisson, Hólmfríður S. Jónsdóttir,
Stefanfa Ösk Þórisdóttir, Friðleifur Kristjánsson,
Vilhjálmur Þór Þórisson,
Lilja Ósk Þórisdóttir, Jónatan Asgeirsson,
Guðbjörg Einarsdóttir
og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN JÓNSSON
frá Þórkötlustöðum,
verður jarðsettur frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 12. júní
kl. 15.00. „ . „ , „
Þorgrimur Kristjansson,
Karl Kristjánsson
og aðrir aðstandendur.
Elsku Magga, nú er komið að
kveðjustund í bili segjum við, því
að vissar erum við um það eitt að
við hittumst öll síðar. Minningarnar
eru margar sem koma upp í huga
okkar þegar litið er til baka á
bernskuslóðir. Sterkust er þó minn-
ingin um hlýjuna og umhyggjuna
sem við fundum alltaf frá þér og
var þá sama á hvaða tíma við syst-
urnar birtumst. Við þökkum fyrir
þessar ljúfu stundir með þessum fáu
orðum.
Góði Guð styrki ykkur í þessari
miklu sorg, elsku Geiri, Gústa, Sig-
rún, Halla, Orri, Jonni og aðrir að-
standendur.
Trú mín er vissa
sem fögnuð mér færir,
og frið sem er djúpur,
hann sál mína nærir.
Sá friður hæstum er himni frá.
Og hærra rís hann en orð mín ná.
(Gunnar Dal)
Kær kveðja.
Linda og Edda.
Trú mín er vissa sem fögnuð mér færir,
og frið sem er djúpur, hann sál mína nærir.
Sá friður hæstum er himni frá.
Og hærra rís hann en orð mín ná.
(Gunnar Dal)
Hún Magga frænka í Kópavogin-
um er dáin. Þessi glæsilega, góða
og ljúfa kona lést á heimili sínu 4.
júní sl., aðeins 63 ára gömul.
Margrét Björnsdóttir var móður-
systir okkar, og er hún sú fyrsta
af sjö systkinum sem kveður þenn-
an heim. Foreldrar hennar voru
Ágústa H. Hjartar og Björn M.
Bjömsson, sem bæði eru látin, en
börn þeirra eru í aldursröð: Áróra
húsmóðir, Jónína húsmóðir, búsett
í Bandaríkjunum, Birna Ágústa
húsmóðir, búsett í Reykjavík, Mar-
grét sem hér er minnst, Oddný
Þóra húsmóðir, búsett í Bandaríkj-
unum, og Bjöm Helgi prentari,
búsettur í Hafnarfirði. Systkinahóp-
urinn hefur alla tíð verið mjög sam-
heldinn, þrátt fyrir að þrjár systurn-
ar hafa um árabil verið búsettar í
Bandaríkjunum. Ófáar ferðir hafa
verið farnar yfir Atlantshafið á liðn-
um árum og bréfaskriftir verið tíð-
ar.
Magga giftist Sigurgeiri Jónas-
syni bryta árið 1953, og byggðu
þau sér hús að Þinghólsbraut 7 í
Kópavogi og bjuggu þau þar í mörg
ár. Síðar byggðu þau að Mánabraut
8, þar sem heimili þeirra hefur ver-
ið síðan. Magga og Geiri eignuðust
fimm börn, sem öll eru uppkomin,
en þau em í aldursröð: Ágústa
Rut, búsett í Reykjavík, Sigrún
Margrét, búsett á Suðureyri við
Súgandafjörð, Halla, búsett í Hafn-
arfírði, Sigurgeir Orri, búsettur í
Reykjavík, og Jónas Björn, búsettur
í Hafnarfírði. Barnabömin eru orðin
sex.
Magga frænka var glæsileg
kona, geislandi og gefandi. Hún var
óspör á að miðla af góðsemi sinni,
og erum við systkinin, ásamt 1jöl-
skyldum okkar, henni þakklát fyrir
öll árin sem við fengum að þekkja
hana og eiga. Það eru forréttindi
að fá að þekkja og umgangast slíka
persónu.
Heimili Möggu og Geira hefur
ávallt staðið okkur opið, þau voru
höfðingjar heim að sækja og sam-
taka í að gera vel við gesti sína.
Magga var mikil listakona. Á sín-
um yngri árum dansaði hún ballett,
tók m.a. þátt í uppfærslum í Þjóð-
leikhúsinu, og var ein af Öskubusk-
unum sem sungu sig inn í hjörtu
landsmanna hér á árum áður. List-
fengi hennar kom einnig fram í
saumaskap, sem lék í höndum henn-
ar.
Magga frænka veiktist um síð-
ustu áramót og fljótlega kom í ljós
að hún var með krabbamein. Hún
gekkst undir uppskurð í febrúar,
en ekki var hægt að komast fyrir
meinið og stefndi þá allt í eina átt.
Það var mikill styrkur fýrir
Möggu og alla fjölskylduna, að
Naný (Oddný Þóra) kom frá Banda-
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR BJARNI BALDURSSON
frá Kirkjuferju í Ölfusi,
til heimilis á Selvogsbraut 7,
Þorlákshöfn,
verður jarðsunginn frá Þorlákshafnarkirkju laugardaginn 12. júní
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hins látna, er bent á að láta hjartadeild Borgarspítalans
njóta þess.
Brynja Breiðfjörð Herbertsdóttir,
Ingólfur Snorri Bjarnason, Helena Sjöfn Steindórsdóttir,
Guðmundur Herbert Bjarnason, Ingibjörg Sigurðardóttir,
Tryggvi Baldur Bjarnason, Karen Sævarsdóttir,
Margrét Fanney Bjarnadóttir, Guðmundur Rúnar Jóhannsson
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku-
legrar konu minnar, móður okkar, fósturmóður og ömmu,
ÖNNU SJAFNAR EYJÓLFSDÓTTUR,
Brekkustíg 31 c,
Njarðvík.
Maron Guðmundsson,
Eyjólfur Stefán,
Guðrún Maronsdóttir,
Guðbjörn Maronsson,
Stefán Eyjólfsson.
t
Einlægar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför manns-
ins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
DANÍELS FRIÐRIKS GUÐMUNDSSONAR
fyrrverandi bónda og oddvita,
Efra-Seli,
Hrunamannahreppi.
Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki Sjúkrahúss
Suðurlands fyrir ómetanlega aðstoð og hlýju f veikindum hans.
Guðs blessun fylgi ykkur öllum.
Ástríður Guðmundsdóttir,
Helgi Erling Dani'elsson,
Asdi's Daníelsdóttir, Sigurjón Guðröðarson,
Ástríður Guðný Danfelsdóttir, Halldór Elis Guðnason,
Jóhanna Sigrfður Daníelsdóttir
og barnabörn.
ríkjunum í maí, til að vera hjá syst-
ur sinni í veikindum hennar. Hún
var hjá henni þar til yfír lauk. Naný
á mikið þakklæti skilið fyrir alla
þá hjálpsemi og umhyggju sem hún
sýndi. Slík hjálpsemi er ómetanleg.
Einnig viljum við minnast á heima-
hlynningu á vegum Krabbameinsfé-
Iagsins, það fólk sem þar starfar
af fórnfýsi á miklar þakkir skildar.
Við sendum Geira, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
samúðarkveðjur. Minningin um
góða konu lifír hjá okkur öllum.
Magnea Sigrún og
Agnar Þór Hjartar.
Með fáum orðum langar mig til
að minnast ömmu minnar Margrét-
ar Björnsdóttur sem andaðist á
heimili sínu eftirmiðdag föstudags-
ins 4. júní sl.
Amma mín var yndisleg mann-
eskja með stórt og milt hjarta. Hún
hafði marga hæfileika sem ég dáð-
ist að og við áttum margar stundir
saman sem núna lifa í huga mér
um ókomna tíð. Þegar ég var lítil
stelpa og hún og afi bjuggu á Þing-
hólsbrautinni sat ég oft á gólfínu
hjá henni í pínulitla saumaherberg-
inu og við sungum saman lög sem
hún hafði kennt mér, sólin skein inn
um gluggann og lýsti upp lítil ryk-
kom og okkur fannst gott að vera
í friði saman.
Amma mín gaf mér alltaf jólaföt
og þegar ég óx úr grasi fór ég að
teikna það sem mig langaði í og
amma saumaði það handa mér. Hún
gaf líka öllum hinum barnabörnun-
um fimm föt sem hún saumaði.
Amma mín hélt alltaf skringilega
um hönd mína þegar við leiddumst.
Hún krækti alltaf litlafingri ein-
hvernveginn þannig að handtakið
varð þéttara. Eg held að enginn sem
ég hef nokkurn tíma leitt kunni að
leiða eins og amma gerði.
Amma mín var alltaf úti í garði
á sumrin að gróðursetja og taka
upp það sem var þroskað og hlúa
að blómum og sóla sig þegar sólin
skein. Þegar ég keyrði heim til mín
úr Kópavoginum síðla dags 4. júní
sá ég sólstafí skína niður úr þykkum
himninum og slá geislum á blauta
jörðina. Þá vissi ég að ömmu leið
vel.
Ég minnist hennar með ást og
friði.
Margrét Hugrún.
Það geislaði af henni hlýja og
birta þegar ég hitti hana fyrst. Mér
fannst sem ég hafi þekkt hana lengi
og hún tók mér opnum örmum. Svo
blíð og svo góð, alveg eins og sonur
hennar hafði lýst henni fýrir mér.
Myndin sem ég fékk af henni
breyttist ekki við nánari kynni, hún
varð jafnvel enn skýrari og bjart-
ari. Hún var elskuð af öllum sem
kynntust henni. Enda hafði hún
heiðarleika og góðmennsku að leið-
arljósi og vildi allt fýrir alla gera.
Sama hvað á bjátaði þá hélt hún
einstakri ró sinni og hafði ætíð tíma
fyrir aðra. Hún var alltaf glöð, þótt
ekki væri nema yfír því að vera til.
Útgeislunin var mikil og gerði hana
svo glæsilega. Alltaf var stutt í
fallegt brosið og dillandi hláturinn.
Hún vakti athygli fyrir smekkvísi
og myndarskap, sem kom fram í
fallegum fatnaði sem hún saumaði
og hlýlegu heimili.
Þeir sem minna máttu sín áttu
góðan að þar sem Magga var. Hún
mátti ekkert aumt sjá og hafði
starfa við að aðstoða og leiðbeina.
Það var engin tilviljun. Því löðuðust
að henni jafnt háir sem lágir og er
missirinn mikill við fráfall hennar.
Hún sá hvert stefndi í nokkrar vik-
ur og tók því með rósemi, þótt þessi
atorkusama og lífsglaða kona ósk-
aði þess sannarlega að fá að vera
lengur á meðal þeirra sem hún elsk-
aði. Hún var sérlega ung í anda og
hafði svo gaman af því að vera til.
Heilbrigt lífemi var það sem hún
tileinkaði sér, en það virðist ekki
vegna þungt á metunum þegar ill-
vfgur sjúkdómur er annars vegar.
Ég þakka fyrir að hafa kynnst þess-
ari góðu og mildu konu. Þótt kynn-
in yrðu aðeins þrjú ár, gaf hún mér
mikið og eftir situr ljúf minning.
Rósa Guðbjartsdóttir.