Morgunblaðið - 11.06.1993, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.06.1993, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 fclk í fréttum STÚDENTSPRÓF Náðu góðum árangri en læra ekki saman Nýverið útskrifaði Mennta- skólinn í Reykjavík stúd- enta sína og hlutu fjórir nemend- ur fyrstu ágætiseinkunn. Það vakti athygli að tveir nemend- anna í þessum hópi eru par. Þetta eru þau Flóki Halldórsson og Elísabet Þórey Þórisdóttir. Elísabet útskrifaðist úr mála- deild með aðaleinkunn 9.35 og Flóki fékk 9.28 í aðaleinkunn í náttúrufræðideild. Meðaleinkunn þeirra er því 9.32 sem verður að teljast mjög góður árangur. „Nei, við lærum aldrei sam- an,“ svarar Flóki þegar hann er spurður um tilhögun heiman- ámsins. „í rauninni er námið nokkuð ólíkt hjá okkur og sam- eiginlegar námsgreinar eru bara þijár,“ bætir hann við. En er einhver samkeppni þarna á milli? „Nei, síður en svo enda væri það fáránlegt," svara þau bæði. í sumar starfa þau Elísabet og Flóki hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og láta þau vel af starfínu. En þrátt fyrir að vinna hjá sama fyrirtækinu er vinnu- staðurinn ansi ólíkur. Elísabet vinnur í plöntusölunni í Fossvogi en Flóki er flokksstjóri á Þing- völlum. „Þetta er fimmtán manna flokkur - við erum aðal- KÓNGAFÓLK Silvía miður sín Morgunblaðið/Einar Falur Tvö eru betri en einn. Elísabet Þórey Þórisdóttir og Flóki Halldórsson. lega í göngustígagerð," útskýrir hann. Hún í lögfræði, hann til Kína I haust ætlar Elísabet í Há- skólann: „Ég hef mest verið að hugsa um lögfræðina og ætla að prófa hana. Annars er sam- band framhaldsskólanna við Há- skólann allt of lítið og upplýs- ingar um námið af skornum skammti.“ Flóki hyggur á háskólanám í Kína og hefur verið útnefndur af ráðuneyti menntamála til þess að hljóta námsstyrk. „Styrkurinn er til eins árs en hefur ekki ver- ið staðfestur enn af kínverskum stjórnvöldum," segir hann. Flóki fer utan til þess að læra kínversku og segir að það geti hvorki kallast létt verk né löður- mannlegt: „Málið byggist á tóna- kerfi þannig að sama orð hefur mismunandi merkingu eftir framburði.“ Hann segist gera sér grein fyrir því að hann verði ekki altalandi á kínversku á einu ári og ætli því að nýta tímann og kynna sér land og þjóð. „Ég er í rauninni þegar byijaður. I stúdentsveislunni fékk ég ýmsar Kínabókmenntir, s.s. orðabækur og leiðbeiningar fyrir ferðamenn, og er byijaður að kíkja í þær,“ sagði Flóki að lokum. Silvía Svía- drottning varð fyrir reiðar- slagi í vor þegar bróðursonur hennar, Patríck Sommerlath, var staðinn að verki við innbrot í ljós- myndavöruversl- un. Að undan- förnu hefur hann einnig verið tek- inn fastur af lög- reglu vegna óspekta í kjölfar mikillar drykkju á hinum ýmsu krám. Silvía var köil- uð til yfirheyrslu vegna þess að Patrick hefur meira og minna búið í konungs- höllinni frá því foreldrar hans skildu árið 1987. Þegar hann bjó í höllinni dáðu frændsystkinin hann og báru mikla virðingu fyrir „stóra frænda“. Þegar hann tók Silvía og öll kóngafjölskyldan mætti við útskrift Patricks árið 1990, en það var áður en fór að halla undan fæti hjá honum. stúdentspróf 1990 fögnuðu Silvía, Gústav með honum við útskriftina. í hvert skipti sem lögreglan hef- ur handsamað hann hringir hann til Silvíu og segist vera miður sín og ber því við að hann hafi lent í slæmum félagsskap. Við fjölmiðla segist hann vonast eftir að hann særi ekki kóngafjölskylduna um of, en viðurkennir þó að hann verði var við að Karl Gústav sé argur. Amma Patricks, Alice Sommer- lath, býr í Þýskalandi og herma fregnir að hún sé einnig miður sín. Ekki bætir úr skák að þýska préss- an heldur lesendum við efnið um smánir Sommerlath-fjölskyldunnar. Patrick hringir alltaf til Silvíu þeg- ar hann á í vandræðum. FYRIRSÆTUR H&M ræður Jasmin LeBon Danska fyrirsætan Jasmin LeBon, eiginkona tónlist- armannsins þekkta Simon Le- Bon er Búsett í Bandaríkjunum. í sumar fá Danir þó að sjá meira til hennar en að undan- förnu, því verslunarkeðjan Hennes & Mauritz hefur ráðið hana til sín sem aðalmódel. H&M er þekkt fyrir að nota fremstu fyrirsætur heims til að auglýsa verslunina. Þannig hafa Helena Christensen, Cindy Crawford og Naomi Campbell allar unnið fyrir H&M, sem er með verslanir bæði í Bretlandi og Svíþjóð auk Danmerkur. Við upptökur á einni af plötum Randvers, f.v. Jón Jónasson, Guð- mundur Sveinsson, Jónas R. Jónsson upptökumaður, Ellert Borgar Þorvaldsson, Ragnar Gíslason og upptökustjórinn Tómas Tómasson. Eins og myndin ber með sér er hún tekin fyrir um tuttugu árum. SKEMMTUN Randver saman á ný eftir 15 ára hlé Söng-, hljóm- og gleðisveitin Randver, sem skipuð er hafn- firskum kennurum, forstöðumanni kennsludeildar og skólastjóra ætlar the milk-car, Grímstunguheiðina, Góðhjartaða konu (sem elskar sinn ótrúa mann) og fleiri. Þeir félagar hittust fyrir Morgunblaðið/Júlíus Og samankomnir á ný, f.v. Ellert Borgar Þorvaldson, Ragnar Gíslason, Jón Jónasson og Guðmundur Sveinsson. að spila saman um þessa helgi eft- ir fimmtán ára hlé. Alloft hefur verið reynt að fá þá Jón Jónasson, Ellert Borgar Þorvaldsson, Guð- mund Sveinsson og Ragnar Gísla- son til að endurvekja gömlu stemmninguna en ekki tekist fyrr en nú. Randver gaf á sínum tíma út þijár hljómplötur sem eiga það sam- merkt að hafa verið vinsælar partý- plötur gegnum tíðina. Þær inni- halda gleðipopp í þjóðlagastíl og má þar finna lög eins og Bjössi on skömmu, tóku nokkrar léttar æf- ingar og að eigin sögn virðast þeir hafa batnað með aldrinum. „Við þroskumst vel,“ sögðu þeir kank- vísir, enda fjörkálfar miklir, þótt þeir gegni ábyrgðarstöðum úti í þjóðfélaginu. Þess má líka geta, að á sínum tíma þótti sumum ekki til- hlýðilegt að kennarar væru að syngja lífmiklar drykkjuvísur og fara með tvíræð gamanmál, en þeir létu það ekki á sig fá og héldu ótrauðir áfram. Morgunblaðið/Ágúst Kristján Svavarsson íþróttamaður UIA KRISTJÁN Svavarsson var kjörinn íþróttamaður UÍA 1992, en úrslitin voru kynnt á ársþingi Ungmenna- og iþróttasambands Austurlands (UIA), sem haldið var fyrir skömmu. Kristján er fyrirliði meistarflokks Þróttar í knattspyrnu og var honum afhent- ur farandbikar við upphaf leiks Þróttar og Tindastóls á dögun- um. Var myndin tekin við það tækifæri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.