Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
Félagslega húsnæðislánakerfið
Lán veitt til 300
íbúða af 500
Sveitarfélög norðanlands sit^’a fyrir
HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN
hefur ákveðið að veita fram-
kvæmdalán úr Byggingasjóði
verkamanna til byggingar eða
Refur skot-
inn við
bæjardyr
Borg í Miklaholtshreppi
ÞAÐ ER ekki algengt að
refir gangi svo nálægt
mannabústöðum að hægt sé
að skjóta þá úr bæjardyrun-
um. Það gerðist þó hér í
grenndinni í gærmorgun.
Atvik voru þau að Magnús
Kristjánsson, bóndi á
Hraunsmúla í Kolbeinsstaða-
hreppi, var að fara út úr húsi
sínu í gærmorgun frá því að
drekka tíukaffi. Þegar hann
opnar hurðina er tófa að þefa
úr bóli kindar sem nýlega hafði
borið skammt frá íbúðarhús-
inu. Að sjálfsögðu hlóð Magn-
ús haglabyssu og sendi rebba
kveðju sem leiddi hann um-
svifalaust til bana. Þar lá stór
steggur sem var búinn að
snuðra innan um lambær
Magnúsar í nokkum tíma.
Hér er sífelldur norðaustan
blástur, gróðri miðar hægt og
nokkur kali er í sumum túnum
og grasspretta er jafnframt
stutt á veg komin.
Páll
kaupa á 300 félagslegum íbúð-
um. Áætlað er að hefja bygg-
ingar á 500 félagslegum íbúð-
um í ár og sagði Sigurður E.
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins, að ákveðið hefði verið að
skipta úthlutuninni niður í
áfanga miðað við fjárhag sjóðs-
ins.
íbúðimar 300 em um allt land.
Þó var höfð hliðsjón af veðurfars-
skilyrðum og því em hlutfallslega
flestar íbúðirnar á norðurhluta
landsins, Vestíjörðum, Norður-
landi og Austurlandi. Þá hefði
áformum sveitarstjómanna sjálfra
verið veittur viss forgangur fram
yfír félagasamtök vegna þess að
þær bæm mestar skyldur gagn-
vart íbúum sveitarfélaganna.
1.800 milljónir kr.
Áætlað meðallán á íbúð er 6
milljónir króna þannig að til íbúð-
anna 300 fara um 1.800 milljónir
kr. Lánin em síðan greidd út á
framkvæmdatímanum sem gjam-
an er um 15 mánuðir.
Sigurður sagði að vonast væri
til að staða stofnunarinnar styrkt-
ist enn frekar á næstu mánuðum
þannig að síðar í sumar yrði hægt
að lána til 200 íbúða til viðbótar
og ná þannig 500 íbúða markinu
sem stefnt væri að nú eins og
undanfarin ár.
Ungarnir horfnir
Ásthildur Sigurðardóttir með hreiður sem hefur verið rænt.
Strákar ræna hreið-
ur og safna ungum
SÉST hefur til nokkurra 8-10 ára stráka í Kópavogi vera að ræna
þrastarhreiður og hlaupa á brott með ófleyga unga. í fyrrakvöld
varð Ásthildur Sigurðardóttir, sem býr við Þinghólsbraut, vitni
að því þegar hreiður var rænt. Hún telur að nokkrir drengir safni
ungum og geymi þá heima hjá sér.
„Ég fór út á tröppur að hrista sagt að þeir hefðu oft gert þetta
mottu og sá þá nokkra krakka í
garðinum, þar af einn uppi í tré
með sérútbúið prik sem hann not-
aði til að krækja í hreiðrið,“ sagði
Ásthildur. „Ég vissi um hreiðrið
og skipaði þeim á brott. Þá hafði
sá sem var með prikið náð í körf-
una og hann henti henni frá sér
og hljóp í burtu.“
Ásthildur sagði að eiginmaður
sinn hefði hlaupið strákana uppi
en sá sem rænt hefði hreiðrið hefði
hins vegar sloppið. Þeir sem til
náðist hefðu ekki sagt til hans en
og raddir hefðu heyrst um að ung-
unum væri safnað í kofa í garði
heima hjá einhveijum þeirra. Ein-
hveijir höfðu haldið unga heima
hjá sér um tíma eða þangað til
þeir drápust. „Ég skil ekki hvemig
samband foreldra og barna er að
verða ef böm geta staðið í svona
hlutum án þess að foreldrar viti,“
sagði Ásthildur. Hún sagði hart
að þegar ekki þyrfti að hafa
áhyggjur af að kettir spilltu varpi
fengi það ekki að vera í friði fyrir
eftirlitslausum börnum.
Bifreiða-
skattar
17% tekna
BIFREIÐASKATTAR sem hlutfall
af heildartekjum ríkissjóðs eru
áætlaðir um tæp 17% á þessu ári,
sem 2,5% aukning frá síðasta ári,
að því er fram kemur í útreikning-
um Félags ísienskra bifreiðaeig-
enda á tölum frá fjármálaráðu-
neytinu og úr fjárlögum þessa
árs. Tekjur ríkissjóðs af bifreiðum
og umferð eru áætlaðar hátt í 18
milljarðar kr. á árinu.
Landsþing FÍB hefur fjallað um
málið og varað við hugmyndum
stjórnvalda um enn frekari tekjuöfl-
un, t.a.m. skilagjald, förgunargjald
á allar bifreiðar og staðbundna vega-
tolla.
Af þeim tæpu 18 milljörðum sem
áætlaðar telq'ur ríkissjóðs af bifreið-
um og umferð hljóða upp á er gert
ráð fyrir að tæpar 5,5 milljarðar
renni til vegamála, eða um 30,6%.
Samkvæmt útreikningum danska
bílablaðsins Bilert er þetta hlutfall
40% í Danmörku, 60% í Svíþjóð, 72%
í Finnlandi og í Noregi rennur skattfé
af bifreiðum alfarið til vegamála.
Sjá: „Mest innheimt en
minnst...“ bls. C10.
Tölvuleikur
um Búkollu
HAFIN er undirbúningur að því
að búa til íslenskan tölvuleik
byggðan á ævintýrinu um Búkollu
og er vonast til að leikurinn verði
notaður til kennslu í barnaskólum
í Englandi, Ástraliu, Nýja Sjálandi
og Kanada.
Það eru fimm íslendingar sem
vinna undirbúningsvinnuna en forrit-
ið verður skrifað og markaðssett af
Englendingi.
Sjá einnig bls. 24.
Harður árekst-
ur í Hvalfírði
ÞRENNT slasaðist í hörðum
árekstri sem varð milli tveggja
fólksbíla í Þyrilshlíð í Hvalfirði
um kl. 16 í gær, og var ökumað-
ur annars bílsins fluttur með
þyrlu Landhelgisgæslunnar á
slysadeild Borgarspítalans.
Samkvæmt upplýsingum yfír-
læknis á slysadeild reyndist maður-
inn vera alvarlega slasaður og
gekkst hann undir skurðaðgerð í
gærkvöldi. Hann var einn í bflnum.
Hjón sem voru í hinum bílnum
voru flutt á sjúkrahúsið á Akra-
nesi, en að sögn læknis hlutu þau
enga stóralvarlega áverka.
Að sögn Iögreglunnar í Borgar-
nesi er ekki vitað um tildrög
árekstrarins.
*
Kaup Osvarar hf. á togurum þrotabús Einars Guðfinnssonar hf.
Ekkí undimtun vegna misræm-
is í tölum skiptaráðanda og LÍ
Gert ráð fyrir að skrifað verði undir kaupsamningana hjá skiptastjóra í dag
Bolungarvík.
GERT er ráð fyrir að skrifað verði undir samninga vegna kaupa
Ósvarar hf. á togurunum Dagrúnu og Heiðrúnu í dag, en vegna
misræmis í tölum hjá skiptastjóra annars vegar og Landsbanka ís-
lands hins vegar varð ekki af undirritun kaupsamninganna eins og
til stóð á borgarafundi á Bolungarvík í gærkvöldi. Á fundinum var
fjármögnun kaupanna kynnt bæjarbúum og kom þar fram að Ósvör
hf. greiðir 100 milljónir króna á þessu ári, en afgangur kaupverðs
togaranna, sem samtals er 721 milljón, verður í formi skuldbreyt-
inga og lána til 8-10 ára.
Kaupverð Dagrúnar er 430 millj-
ónir króna og Heiðrúnar 291 millj-
ón. Af þeim 100 milljónum sem
greiddar verða á þessu ári renna
65-70 milljónir til Landsbankans,
en afgangurinn til annarra veð-
kröfuhafa. Afgangurinn af kaup-
verðinu verður í formi skuldbreyt-
í dag
Viröing
Hugtakið virðing er tekið fyrir í
danskri doktorsritgerð um Islend-
ingasögumar 12
Mótframboð
Dagblöð spá framboði gegn Major á
flokksþingi í haust 26
Númsámngur
Par var meðal fjögurra með fyrstu Fasteignir
ágætiseinkunn á stúdentsprófi úr
MR 46
V Vlinrtimi iSUMClMCtHM I Hl 2S
Daglegt líf
Leiðari
SVR hf. - Erfíðleikar Majors 28
► Breytt nýting Hafnarhússins
í Reykjavík - Leigumarkaðurinn
- Rafsegulsvið í húsum - íbúða-
verð á Akureyri - Spákaupmenn
fjárfesta í fasteignum -
► Peugeout 305 kynntur - Gagn-
semi E-vítamíns - Niður Hvítá -
Sykurát barna - Hamborg - Bláa
lónið - Fleiri ótryggðir bflar á
götunum - Escort sendibíll -
inga og lána við helstu kröfuhafa
sem eru Landsbankinn, Atvinnu-
leysistryggingasjóður, Byggðasjóð-
ur, Skeljungur hf., Tryggingamið-
stöðin hf., Hampiðjan hf. og ríkis-
sjóður. Við þessa aðila hefur verið
samið um skuldbreytingar og lán á
bilinu 8 til 10 ár. A fundinum lýsti
bæjarstjóri Bolungarvíkur því að
bæjarsjóður hefði ákveðið að greiða
30 milljóna króna hlutafé til Osvar-
ar hf., og ganga þær til Landsbank-
ans sem fyrsta greiðsla, og auka
síðan hlutafé um 20 milljónir í haust
i þeirri von að hlutaféð verði þá
komið í 120 milljónir. Jafnframt
hefur bæjarsjóður ákveðið að gang-
ast í ábyrgð fýrir 35 milljóna króna
greiðslu frá Ósvör til Landsbankans
í haust.
Almenningshlutafélagið Ósvör
hf. var stofnað 10. mars síðastliðinn
og eru hluthafar nú 200 talsins.
Upphaflega söfnuðust 4.450 þús-
und krónur, en 24 hlutafjárloforð
upp á samtals um sjö milljónir hafa
borist til viðbótar. í máli þeirra sem
helst tóku til máls á fundinum í
gærkvöldi kom fram að framhald
málsins réðist af því hversu vel
tækist til um frekari hlutafjársöfn-
un, en sem dæmi var nefnt að það
sem á vantaði að frádregnum hlut
bæjarins næmi sem svaraði hálfum
sígarettupakka á dag á hveija fjöl-
skyldu í bænum.
Breyting á stjórn
Á fundinum í gærkvöldi var gerð
grein fyrir breytingu sem gerð hef-
ur verið á stjóm Ósvarar hf., en
Björgvin Bjarnason hefur látið af
formennsku í félaginu og tekið við
starfí framkvæmdastjóra þess og
er Markús Guðmundsson nú stjórn-
arformaður.
- Gunnar
12 laxarúr
Laxánum
LAXVEIÐI hófst í tveimur
þekktum laxveiðiám i gær-
morgun, Laxá í Kjós og
Laxá í Aðaldal. Sjö laxar
veiddust í Aðaldal á morg-
unvaktinni og fimm laxar í
Kjósinni. Voru þetta upp til
hópa vænir laxar, 8 til 13
punda, utan einn 5 punda.
Árni Baldursson, leigutaki
Laxár í Kjós, sagði að byrjun-
in væri í samræmi við það sem
hann hefði reiknað með, nátt-
úran væri á eftir áætlun og
því færi veiðin rólega af stað.
Jón Vigfússon á Laxamýri tók
í sama streng, menn hefðu séð
lítið af físki síðustu daga og
því hefði veiði morgunsins
komið mönnum skemmtilega
á óvart.
Sjá nánar „Eru þeir að fá
’ann?“ bls. 7.