Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Samtök dýralækna sjö Evrópulanda á fundi í Reykjavík Sameiginleg niðurstaða kynnt framkvæmdastjóm EB Selfossi. SENDINEFNDIR samtaka dýralækna í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi hittust á fundi í Reykjavík 5. júní til að ræða málefni dýralækna og dýralækninga í Evrópu. Fundurinn markar spor í þá átt að fulltrúar samtaka dýralækna í EFTA-löndunum fái fulla aðild að dýralæknasamtökum Evrópu en EFTA-lönd hafa þar verið aukameðlimir án atkvæðisréttar. Sameiginleg niðurstaða fund- arins verður kynnt framkvæmdastjórn EB á fundi í Brussel í nóvember. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nils Ole Bjerregaard formaður danska dýralæknafélagsins og Rögn- valdur Ingólfsson formaður Dýralæknafélags íslands. Fundurinn í Reykjavík var hald- inn í kjölfar fundar dýralæknasam- taka Evrópu í Róm í apríl, þar sem meirihluti aðildarþjóða meinaði samtökum dýralækna EFTA-landa fulla aðild. Fundurinn í Reykjavík þótti takast vel og urðu fulltrúar landanna sammála um nokkur þýð- ingarmikil málefni varðandi land- búnað í Evrópu. Francis Antony formaður breska dýralæknasam- bandsins stýrði fundinum og James Baird einnig frá Bretlandi og Aase Trondstadt frá sænsku dýralækna- samtökunum voru ritarar. Á fundinum var rætt um fram- boð af dýralæknum og þörfina á góðri menntun dýralækna í Evrópu með tilliti til þess að álfan verður brátt einn markaður með gagn- kvæmri viðurkenningu starfsrétt- inda milli landa. Vottorðagjöf var rædd og fulltrúar þjóðanna sam- mála um nauðsyn nákvæmra og skýrra vottorða. I tengslum við það var rætt um tvö tilfelli rangra vott- orðagjafa en annað þeirra leiddi nýlega tiþ gin- og klaufaveikifar- aldurs á Ítalíu. Dýralyf voru rædd og voru full- trúar þjóðanna sammála um að skilgreining lyfseðlaskyldra lyfja fyrir dýr ætti að vera sú sama á öllu svæðinu og einnig að skráning dýralyfja ætti að vera samræmd. Einnig voru fulltrúarnir sammála um að þegar rannsóknir sýndu að ekki væru vandamál vegna lyfja- leifa í matvælum mætti kerfí lyfja- dreifingar vera ólíkt milli landa. Rætt var um skilgreiningu og hlutverk opinberra dýralækna og allir sammála um að ekki mætti verða hagsmunaárekstur við vott- orðagjöf. Ekki mætti þvinga dýra- lækna til þess að votta eitthvað sem þeir gætu ekki gert. Heilbrigðiseftirlit með kjöti og fiski var rætt og fulltrúamir sam- mála um að samræmt eftirlit dýra- lækna á svæðinu væri nauðsyn. Flutningar og varanlegar merking- hvalveiðar að nýju. Soares sagði á blaðamanna- fundi á laugardag að eftir allt sem sagt hefði verið á Ríó-ráðstefnunni gæti hann ekki séð hvernig hægt væri að tala um að hefja hvalveið- ar að nýju. Soares veitti þeirri ráðstefnu forsæti. Norðmenn og íslendingar hafa hins vegar gjarn- an vísað til niðurstöðu Ríó-ráð- stefnunnar þegar þeir færa rök fyrir því að hefja eigi hrefnuveiðar. „Það er ljóst að sumar hvalateg- undir eru annaðhvort í útrýming- arhættu eða ekki nægjanlega sterkar til að hægt sé að réttlæta veiðar á þeim. En aðrar tegundir eru í góðu lagi, eins og til að ar dýra voru ræddar og þátttak- endur sammála um að hvorki dýr né dýraafurðir ætti að flytja frá svæði sem væri metið með slæmt heilbrigðisástand til svæðis með betra heilbrigðisástand. Varanleg- ar merkingar dýra ættu að vera skráðar á landsgrundvelli hvers lands og á Evrópugrundvelli svö að finna mætti uppruna dýranna á öllum stigum. Formenn samtaka dýralækna- félaga munu hittast aftur í Brussel í nóvember og fara á fund fram- kvæmdastjórar Evrópubandalags- ins til að kynna þeim þær hug- myndir sem þeir hafa orðið sam- mála um. „Við íslendingar erum undan- þegnir landbúnaðarkafla EES- samningsins samkvæmt bókun 1. Þrátt fyrir það teljum við fulla ástæðu til að taka fullan þátt í 2. júní sendu 12 kennarar menntamálaráðherra bréf þar sem m.a. kemur fram að verulegur ágreiningur hefði verið uppi um framkvæmd samræmdra prófa í upphafi þessa árs. í bréfinu segir: „Upphaf prófagerðarinnar var mynda hrefnan. Menn eiga auðvit- að ekki að draga þá almennu ályktun að allir hvalastofnar séu í hættu þótt sumir þeirra séu það, og þetta er í raun kjarni þess máls sem við höfum haft fram að færa. Við viljum veija og vernda þá stofna sem ekki þola veiðar en leyfa veiðar úr sterkum stofnum. Niðurstaða umhverfísráðstefn- unnar í Ríó var einmitt þessi. Þar var beinlínis gert ráð fyrir því að sjávarspendýr eins og hvalir séu nýtt, á grundvelli meginreglunnar um sjálfbæra þróun,“ sagði Þor- steinn Pálsson. Þorsteinn sagðist ekki hafa samstarfi Evrópuþjóðanna því þar höfum við sama atkvæðisrétt og stórþjóðirnar, þegar EFTA-ríkin fá inngöngu. Auk þess erum við út- flytjendur á landbúnaðarvörum til Evrópu, til dæmis hestum, og nauðsynlegt að samræma vott- orðagjöf milli landanna. Ef EES verður að veruleika verður sameig- inlegur vinnustaður fyrir dýra- lækna í öllum EES- og EB-löndun- um sem felst í gagnkvæmri viður- kenningu á starfsréttindum í þess- um löndum. Þetta samstarf er okk- ur því mjög nauðsynlegt," sagði Rögnvaldur Ingólfsson formaður Dýralæknafélags íslands. „Þessi samvinna okkar er óformleg en engu að síður nauð- synleg vegna þess að þau lönd sem koma hér saman hafa það sameig- inlegt að vera með góða dýra- læknamenntun sem við viljum halda. Til þess að viðhalda gæðum á vinnu dýralækna þurfa margar aðstæður að vera í lagi, menntun dýralæknanna, verslun með dýr, dýravernd, merking húsdýra og heilbrigðiseftirlit. Allt þetta viljum við sem heild láta framkvæmda- stjórn EB vita til þess að hafa sem mest áhrif á hið opna markaðs- kerfi Evrópu,“ sagði Nils Ole Bjer- með hefðbundnu sniði. Reyndir kennarar sem staðið hafa að gerð samræmdra prófa áður voru fengnir til að velja sér samstarfs- fólk. Samkvæmt upplýsingum full- trúa Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og kennslumála skyldu eng- heyrt neinn efast um niðurstöður Ríó-ráðstefnunnar að þessu leyti. „Þær eru mjög skýrar og ekki út í bláinn að Norðmenn og ekki síst Gro Harlem Brundtland styðst við þær einmitt í þeim tilgangi að veija ákvarðanir Norðmanna um hvalveiðar," sagði hann. Ólíkir hvalastofnar Þegar Þorsteinn var spurður hvort ekki yrði erfitt að koma umheiminum í skilning um það sjónarmið að óhætt sé að veiða veiðar úr sterkum hvalastofnum, í ljósi þess að erlendir þjóðhöfðingjar ættu erfítt með að fallast á það, svaraði hann játandi. „Það hefur alltaf verið Ijóst að það verður erf- itt að sannfæra umheiminn í þessu efni. Það er mjög almennt að menn gera sér ekki grein fyrir því að það eru margir ólíkir hvalastofnar í höfunum og það á ekki það sama við þá alla,“ sagði Þorsteinn. regaard forseti dönsku dýralækna- samtakanna. Hann sagði ennfrem- ur að gagnvart framkvæmdastjórn ar grundvallarbreytingar gerðar á prófunum í ár. Annað kom þó fljót- lega á daginn. Próffræðingur stofnunarinnar gerði veigamiklar breytingar á prófþáttum þegar hann fékk prófdrög í hendur." í þessu sambandi tilgreina bréfrit- arar sérstaklega breytingar á ensku og íslenskuprófunum. Bréfritarar gagnrýna þann „dæmalausa hroka sem prófsemj- endum hefði hvað eftir annað ver- ið sýndur af hálfu Rannsóknar- stofnunar uppeldis og menntamála í vetur. „Hvaða tilgangi þjóna til dæmis fullyrðingar próffræðings Rannsóknarstofnunar uppeldis- og kennslumála í fjölmiðlum um galla samræmdra prófa fram að þessu og að „réttmæti“ samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði 1992 sé líklega „ábótavant“.“ í bréfinu er kvartað undan því að sú athugun sem þessar fullyrðing- ar byggist á hafi ekki verið gerðar opinber og ekki unnt að taka af- stöðu til hennar. Vankanta verður að lagfæra Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði í samtali við Mörgunblaðið að honum hefði ver- ið kunnugt um að nokkur ágrein- ingur hefði verið en hann hefði ekki vitað betur en að þessi mál hefðu verið leyst. Menntmálaráðherra sagði að undanfarin ár hefði tiltölulega fá- mennur hópur kennara séð um að semja prófin og fara yfír þau. Nú í vetur hefði þetta verið með öðrum hætti, Rannsóknarstofnun uppeld- is- og kennslumála hefði verið fal- ið að sjá um prófagerðina. í fyrsta sinn kæmi sérfræðingur í prófa- gerð að samningu prófanna. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði að það litla sem rannsakað hefði verið í prófa- gerð undanfarin ár hefði leitt í ljós ýmsa vankanta á prófunum. Ráð- herra sagði viðbrögðin við hinu nýja prófafyrirkomulagi og próf- unum sjálfum hefðu hins vegar EB hefðu dýralæknasamtökin ekki síður áhrif með faglega ráðgjöf en embættismenn. ’ Sig. Jóns. verið jákvæð. Rannsóknarstofnun- in hefði kannað mat kennara í ÍO bekk á samræmdu prófunum í ár. 80% kennara á öllu landinu teldu að stærðfræðiprófið hefði verið betra í ár heldur en í fyrra. Menntamálaráðherra sagðist hafa fyllsta vilja til þess að rétt- mæti og áreiðanleiki samræmdu prófanna yrði kannaður til hlítar. T.d. hvort það gæti ekki viss hætta falist í því að tiltölulega fámennur hópur kæmi að því að semja og fara yfír þessi samræmdu próf; að þessi hópur tæki of mikið mið af eigin skólum og eigin kennslu. Menntamálaráðherra sagðist ætla að láta fara ofan í þessi mál öll. Verkefniforprófuð Einar Guðmundsson sérfræð- ingur hjá Rannsóknarstofnuninni sagði samráð hafa verið haft við kennara um gerð prófanna. Verk- efni hefðu verið forprófuð til reynslu. í nokkrum tilvikum hefði verið ágreiningur um hvort hlíta skyldi niðurstöðunum. í sumum tilvikum hefði prófum ekki verið breytt þrátt fyrir niðurstöður for- prófanna en hins vegar hefðu nokkrir augljósir vankantar verið sniðnir af, t.d. í íslensku og ensku. Og nú í vor eftir að prófín hefðu verið haldin hefði verið leitað eftir áliti kennara á því hvað þeim þætti gott og hvað slæmt. Einar sagði að enn væri verið að vinna úr þessum svörum en eftir að því væri lokið yrðu niðurstöðumar sendar til allra skóla landsins. Einar sagði það koma sér mest að óvart í tilskrifi tólfmenning- anna að þar væri að því fundið að hann skyldi efna til umræðu um fagleg gæði þeirra samræmdu prófa sem hefðu tíðkast. Hann vildi benda á að fleiri fræðimenn hefðu fjallað um réttmæti og gæði samræmdra prófa, nú síðast Gerð- ur Óskarsdóttir í Sálfræðiritinu — tímariti Sálfræðingafélags ís- lands. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Erfitt að sannfæra umheim- inn um réttmæti hvalveiðanna Sjávarútvegsráðherra segir að erfitt verði að sannfæra umheiminn um að óhætt sé að hefja veiðar út sterkum hvala- stofnum þótt viðurkennt sé að aðrir hvalastofnar séu í útrým- ingarhættu. Márío Soares forseti Portúgals sagði meðal ann- ars á blaðamannafundi hér á landi fyrir helgina að hvalir væru dýr í útrýmngarhættu og því sé ekkki hægt að hefja Agreiningur mn samningii samræmdra grunnskólaprófa TÓLF kennarar sem unnið hafa að gerð samræmdra prófa fyrir 10. bekk grunnskóla hafa ritað menntamálaráðherra bréf þar sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála er gagnrýnd fyrir breytingar á þessum prófum. Einar Guðmunds- son sérfræðingur hjá stofnuninni segir að nokkrir augljósir vánkantar hafi verið sniðnir af í vetur og fagleg umræða verði að fara fram um prófin. Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra segist ætla að láta kanna gæði samræmdra prófa sem tíðkast hafa undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.