Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 14
MÖRGtJ.MBlJUJID KÖSTUDAGUÍÍ 11. jíjNÍ'1993 Sjúkraþjónusta barna og unglinga eftir Guðrúnu Ragnars Umræða um börn og unglinga sem þurfa að leggjast inn á sjúkra- hús til lengri eða skemmri tíma, hefur ekki verið mikil í þjóðfélag- inu fram að þessu. Almenningur hefur viljað loka augunum fyrir þeirri staðreynd að börn geti veikst alvarlega, og þannig er það nú að fólk, al- mennt, er hrætt við veikindi og umræðuna um þá staðreynd að einhver sé veikur. Þær fjölskyldur sem verða fyrir því að einn fjöl- skyldumeðlimur veikist hafa gjarn- an einangrast og fólk er hrætt við að veita aðstoð. Vonandi er þetta liðin tíð og hugarfar okkar að breytast. Þó er það svo að yfirvöld hafa lítið viljað vita af þessum hópi bama og unglinga. Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börnum Umhyggja er félag sem hefur það að markmiði að bæta aðbúnað veikra bama og unglinga. Félagið hefur verið starfandi hér á landi síðan 1980 en er í náinni samvinnu við sambærileg félög á Norður- löndunum og kallast heildarsam- tökin NOBAB (Nordisk forening for syke bams behov). Þetta er þverfaglegt félag, sem þýðir að bæði foreldrar og fagfólk sem vinnur með böm eru í félag- inu. En öllum sem hafa áhuga á þessu málefni er velkomin þátt- taka. Aðbúnaður á barnadeildum í landinu Aðbúnaður bama og unglinga inni á barnadeildum sjúkrahúsanna hefur verið töluvert til umræðu upp á síðkastið, meðal annars á Mál- þingi Umhyggju sem haldið var 27. febrúar síðastliðinn og fjallaði um réttarstöðu veikra barna og unglinga. Þar kom fram að mikið átak þyrfti að gera í málefnum barna- deilda landsins bæði hvað skipulag og heildarstefnu varðar. Barnadeildirnar búa við þröngan kost, plássleysi er almennt og deildirnar ekki hannaðar með þarf- ir barna í huga. Þetta ástand er búið að vera í mörg ár og versnaði til muna þegar deildirnar opnuðu fyrir aðstandendur barnanna. í upphafi var ekki reiknað með að börnin ættu foreldra sem þyrftu að hugsa um þau, þannig að það þurfti að koma foreldrunum fyrir í því þrönga plássi sem fyrir var. Árið 1990 voru innlögð 9.179 börn, 16 ára og yngri. Þar af voru innlögð 613 börn á Borgarspítala og 642 börn á sjúkrahús úti á landi. Þetta þýðir að 1.255 böm og ung- lingar lágu á fullorðinsdeildum árið 1990. Mikilvægt er að opna augun fyrir þeirri staðreynd að veik börp og veikir fullorðnir eiga enga sam- leið og þarfir þessara hópa eru mjög ólíkar. Þannig þarf að bæta aðbúnað inni á þessum sjúkrahúsum sem ekki hafa barnadeildir með því að búa til aðstöðu fyrir bömin og for- eldra þeirra, og miða við þarfir bamanna. Mikið hefur verið deilt um framtíðarsýn bamadeildanna á Reykjavíkursvæðinu. Sannarlega eru alltaf skiptar skoðanir um öll mál og er ekkert nema gott um það að segja. En æskilegt væri ef aðstandendur barnadeildanna gætu komist að einhverri raun- særri lausn. Mikilvægt er að horfa til nán- ustu framtíðar og vera raunsær í skipulagsmálum. Mikilvægt er að leysa þau vandamál sem skapast „Mikilvægt er að stjórn- völd fari að skoða mál- efni veikra barna og unglinga, sérlög fyrir þennan hóp er nauðsyn, lítið hefur farið fyrir þessum hóp, ástæðan er sú að þessi börn eiga fáa málsvara, foreldr- arnir hafa nóg með veika barnið sitt, al- menningur vill ekki vita af þessum hóp og yfir- völd halda að hann sé ekki til.“ með því að ekki er sérhæfð barna- deild á Borgarspítala, tengd slysa- deild. Það sjá allir sem málin varðar, að úrlausna er þörf. Sérhæfður barnaspítali tengdur kvennadeild er draumur okkar allra. En það kostar mikla peninga að byggja slíkan spítala og í þrengingum í þjóðfélagi okkar er sýnt, að ekki verður úr byggingu hans í bráð. En nauðsynlegt er að halda um- ræðunni á lofti og að allir leggist á eitt að draumuririn rætist. En á meðan verðum við að líta til nánustu framtíðar og leysa málin á skjótan hátt. Sú umræða, að flytja barnadeild Landakotsspít- ala yfir á Borgarspítala er að verða að raunveruleika og fagna ég því mjög. Þessi flutningur mun verða til mikilla bóta fyrir veik börn að því leyti að þá verður barnadeild í tengslum við slysadeild sem er nauðsynlegt. Þarna verður þörfum þeirra barna sem leggjast inn full- nægt. Ég vona aðeins að skipu- lagning þessarar deildar verði með hag barnanna að leiðarljósi og stuðst verði við „staðla NOBAB“ um aðbúnað veikra barna og ungl- inga. Sérlög um málefni barna og unglinga Til þess að hægt sé að taka á málefnum veikra barna og ungl- inga af einhveiju viti verður að stefna að því að sérlög þessa ald- urshóps verði að veruleika. Lög um málefni bama og unglinga. Þessi málaflokkur hefur gleymst en aldrei er of seint að vekja máls á efninu. Ýmis félagasamtök, bæði stór og smá láta sig málefni bama og unglinga varða. Vil ég nefna helst Barnaheill, Umhyggju, Þroska- hjálp og ýmis foreldrasamtök svo sem félag krabbameinssjúkra barna, samtök flogaveikra barna, samtök astma og ofnæmisveikra barna innan astmasamtakanna og fleiri. Þessi félög vita af hvort öðra en vinna ekki markvisst saman. Mér finnst kominn tími til að sam- vinna verði meðal þessara samtaka því öflug getum við látið í okkur heyra en ekki sundruð. Sú staðreynd að foreldrum ís- lenskra barna eru aðeins úthlutað- ir 7 dagar á ári fyrir veikindi allra barna sinna, í kjarasamningum, er í raun ástæða fyrir þessum blaðaskrifum. Endurskoðun á þessum lið kjarasamninga tel ég mjög brýna. Þegar barn veikist þá fer allt fjölskyldulíf úr skorðum, foreldrar geta ekki sinnt störfum sínum vegna þess að fjölskyldan er sett í forgang. Þar með byija áhyggjur af fjárhag og eins áhyggjur af því hvort viðkomandi yfirleitt haldi sinni vinnu. Auðvitað er misjafnlega tekið á forföllum fólks á hveijum vinnu- stað, en yfirleitt er það litið hom- Carnp'let tjaldvagnar Vetietp. frá kr. Paradiso fdlihýsi Vcrð stgr, ftá kr TRAUSTUSTU FELLIHÝSIN, TJALDVAGNARNIR OG HJÓLHÝSIN SEM VÖL ER Á Skoðaðu eitt mesta úrval landsins af vögnum og ferðavöru hjá traustu og gamal- grónu fyrirtæki. Opið lau. 10-16 og sun. 13-16. hjólhýsi stgr. ftá kt. L072.000. QSU IONSSON HF ▲ Paradiso Hobby Bildshöföa 14, Simi 686644 Camp-let Traustasti tjaldvagninn hér í tvo áratugi! Svefntjöldum og for- tjaldi ásamt áföstum eldhús- kassa er tjaldað á svipstundu. Hobby-hjólhýsin hafa notið mikilla vinsælda hér enda eru þau sann- kallaðar svítur á hjólum! Fellihýsi sem bera af enda eru þau ríkulega útbúin og afar þægileg í notkun. Umboðsmenn: BSA á Akureyri, Bílasalan Fell á Egilstöðum og BG Bílakringlan, Keflavík. Velkomin í góðan hóp! Guðrún Ragnars auga ef fólk er lengi frá vinnu. Astæða er til að vekja athygli á þessum málum og mikilvægt að almenningur fari að láta í sér heyra, vegna þess að þetta varðar okkur öll. Við getum öll staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að bömin okkar veikjast og verðum því að taka á þessum réttlætismál- um. Mikilvægt er að stjórnvöld fari að skoða málefni veikra barna og unglinga, sérlög fyrir þennan hóp er nauðsyn, lítið hefur farið fyrir þessum hóp, ástæðan er sú að þessi börn eiga fáa málsvara, for- eldrarnir hafa nóg með veika bam- ið sitt, almenningur vill ekki vita af þessum hóp og yfirvöld halda að hann sé ekki til. En batnandi manni er best að lifa. Ég vona að framtíðin verði björt fyrir börnin, þau eru arftakar okkar, þannig að gott er að hlúa sem best að þeim. Höfundur er barnahjúkrunar- fræðingur og formaður Umhyggju. -----» ♦ ♦---- Hassneysla er að fest- ast í sessi HASS hefur náð nokkurri fót- festu meðal unglinga í Reykja- vík. Líkur eru á að neyslan sé aftur að færast í aukana og stefni í að ná sama hámarki eins og þegar hún var mest á miðjum níunda áratugnum. Þetta kemur fram í skýrslu eftir Þórodd Bjarnason hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Þótt umtalsverðum gögnum hafí verið safnað um hassneyslu ís- lenskra ungmenna, segir í skýrsl- unni að þekking á eðli hennar og þróun sé af skornum skammti. I skýrslunni eru teknar saman gaml- ar kannanir þótt þar komi einnig fram að slíkur samanburður geti verið varasamur. Er hassneysla að aukast á ný? í lok skýrslunnar segir meðal annars: „Samkvæmt þeim rann- sóknum sem hér hafa verið raktar hefur hass náð nokkurri fótfestu meðal ungmenna í Reykjavík ... Ákveðnar vísbendingar eru um að neyslan þar kunni að vera að fær- ast í svipað horf og þegar hún var mest á tímabilinu 1984-1986.“ Á þessu tímabili höfðu um 13% af 16 ára einstaklingum í Reykjavík próf- að að reykja hass, um 22% af 18 ára og um 33% af 20 ára. Gagnrýni kemur fram á ósam- ræmi í framkvæmd kannana þótt veruleg bót hafi orðið þar á sl. ára- tug að mati Þórodds. Segir í fram- haldi af því: „Kannanirnar verður að tengja öðrum æskulýðsrann- sóknum og gefa mun nánari gaum þeim félagslegu og sálfræðilegu þáttum, sem tengjast notkun fíkni- efna og skýrt gætu eðli hennar og orsakir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.