Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Litla Ítalía Alþýðuflokksins eftir ÓlafRagnar Grímsson Umsóknarfrestur um embætti Seðlabankastjóra er ekki liðinn. Samt er þingflokkur Alþýðuflokks- ins þegar búinn að ráðstafa emb- ættinu til Jóns Sigurðssonar, gera Sighvat að eftirmanni Jóns í ráðu- neytinu og færa Guðmundi Árna þingsæti hans. Er Seðlabanki ís- lands flokksdeild í Alþýðuflokkn- um? Hvers vegna skellir forystu- sveit Alþýðuflokksins skollaeyrum við kröfum um fagleg vinnubrögð, siðgæði og leikreglur lýðræðislegr- ar stjómsýslu? Núverandi forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins hefur ekki enn tilkynnt að hann vilji hætta, hvað þá heldur að staðan hafi verið aug- lýst laus til umsóknar. Samt er þingflokkur Alþýðuflokksins búinn að ráðstafa embættinu til Karls Steinars Guðnasonar, samþykkja að Sigbjöm Gunnarsson taki for- mannssæti Karls í ljárlaganefnd og óska Petrínu til hamingju með þing- sætið. Er Tryggingastofnun ríkisins flokksdeild í Alþýðuflokknum? Er spillingin orðin svona rótgróin í for- ystusveit Alþýðuflokksins að æðstu embættum ríkisins er blygðunar- laust ráðstafað til flokksgæðinga og í engu hirt um jafnrétti og sið- „Atburðir síðustu daga sýna að það er brýn þörf á víðtækri siðvæð- ingu í íslenskum stjórn- málum. Það má ekki líð- ast að hrokafull sveit flokksgæðinga breyti íslandi öllu í Litlu ítal- ferði í nútíma stjómsýslu? Er virkilega svona langt síðan Vilmundur Gylfason gerði „löglegt en siðlaust" að dómsorði, að ný kynslóð krataráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson og Össur Skarp- héðinsson, telur nú óhætt að taka við embættum undir merkjum gömlu spillingarinnar sem lengi hefur verið smánarblettur á ís- lensku stjórnarfari? Ítalía og ísland Víða á Vesturlöndum hafa kröfur um bætt siðferði í stjómmálum, opna stjómsýslu, jafnrétti umsækj- enda, faglegt mat og lýðræðislega ábyrgð sett æ meiri svip á stjórn- kerfí og ákvarðanir. Á Ítalíu er verið að ryðja burt görplu kerfi þar sem ríkisstjómar- flokkar hafa litið á embætti og stofnanir sem eign sína og ráðstaf- að þeim til gæðinga að vild án til- lits til almennra leikreglna. Spilling í valdastofnunum, embættaréttur gæðinganna og misnotkun á að- stöðu í ríkiskerfinu voru orðin að djúpstæðu vandamáli sem ógnaði jafnvel lýðræðiskerfinu á Ítalíu. Það er því miður margt líkt með atburðarásinni í valdastofnunum Alþýðuflokksins að undaförnu og sjúkdómseinkennunum í hinu spillta valdakerfi Ítalíu. Að vísu er mynd- birtingin smærri í sniðum en ís- lenski Alþýðuflokkurinn endur- speglar samt sem áður flest hin ít- ölsku einkenni. Seðlabanki og Tryggingastofnun Seðlabanki Islands er mikilvæg- asta stofnunin í peningakerfi lands- ins. Gamalt kerfi flokkspólitískra ráðninga á bankastjórum er fortíð- ararfur sem fyrir löngu bar að ryðja úr vegi. Nú er Alþýðuflokkurinn búinn að hefja þetta gamla gæð- ingakerfi til vegs á ný og festa það enn frekar í sessi. Þingflokkur Al- þýðuflokksins hefur gert alla aðra umsækjendur um stöðu Seðla- bankastjóra að fíflum og formann bankaráðsins að ómerkingi, en fleyg voru orð hans að allir umsækj- endur yrðu metnir á jafnréttis- grundvelli! Halda þessir menn virki- lega að þeir geti endalaust gefið þjóðinni langt nef? Tryggingastofnun ríkisins veltir milljörðum árlega. Hún er lykil- stofnun í stjórn ríkisfjármála. Þar er vissulega við mörg vandamál að glíma. í reynd þyrfti að koma þar á sterkri faglegri verkstjóm með nýjum stjórnendum sem hefðu víð- tæka reynslu úr rekstri stórfyrir- tækja. Nú hefur þingflokkur Al- þýðuflokksins hins vegar ákveðið að forstjórastóll Tryggingastofnun- — ar eigi að vera þægilegt hægindi fyrir Karl Steinar Guðnason, sem ætlar að fara að hvíla sig frá erli stjórnmálanna. Hagsmunum stofn- unarinnar og ríkisfjármálanna er vikið til hliðar. Gamla gæðingakerf- ið krefst þess að fá að halda sínu. En hefur núverandi forstjóri Tryggingastofnunar tilkynnt að hann sé að hætta? Nei. Hefur stað- an verið auglýst? Nei. Á kannski líka að gera umsóknarferilinn um Tryggingastofnun að sams konar farsa og nú hefur orðið varðandi Seðlabankann? Já, að sjálfsögðu, svarar hin spillta forystusveit Al- þýðuflokksins. Hrafn, Jón og Karl Frægt hefur orðið á undanförn- um mánuðum hvernig menntamála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins ráð- stafaði embætti framkvæmdastjóra Kvennahlaup eftir Kristínu Bjarnadóttur Saga mannkynsins er samfelld saga strits og leitar að skjóli fyrir óblíðu veðri og vindum. Það var vart fyrr en á þessari öld að íslend- ingar eignuðust almennt góð og hlý húsakynni og það á einnig við um margar nágrannaþjóðir okkar. Þeir sem nú búa við yl jarðvarm- ans geta líklega ekki gert sér í hugarlund hvernig áður var búið og ekki er ólíklegt að þeir sem ólust upp í byijun aldarinnar myndu telja að einskis þyrfti með framar ef þeir ættu kost á inniveru vorra daga. Jafnframt því sem lífskjör bötn- uðu fjölgaði tómstundum og upp spruttu almannahreyfingar, sem létu heilsu og velferð almennings til sín taka. Ungmennahreyfíngin á íslandi benti á samhengi milli stælts líkama og almennrar vellíð- unar og beitti sér fyrir almennri íþróttaiðkun. Skátahreyfingin lagði áherslu á útivist og tengsl manns við náttúru, sem víða höfðu rofnað í bæjum og borgum þétt- býlla Ianda. Sjónarmið þessara hreyfinga og annarra slíkra hafa vafalítið þótt hjákátleg framan af öldinni. Börn og unglingar iðkuðu íþróttir og ungt fólk reyndi sig við fjallgöng- ur, en þegar út í lífið kom var litið á slíkt sem tímasóun. Konur bjástr- uðu með börn sín og búsýslu, en fráleitt að þær brygðu sér í sport- galla og hlypu um götur og torg. Nú er breyting svo sannarlega á orðin. Menn hafa áttað sig á að maðurinn þarfnast þjálfunar og viðhalds engu síður en bíllinn. Al- hliða áreynsla er nauðsynleg fyrir líkamann til að halda styrk hans og þoli og náin tengsl mannsins við náttúruna stuðla að andlegu jafnvægi og gera hann færari um að takast á við við náttúruöflin. Það er því gleðilegt að útivist og hreyfing eru orðnar snar þáttur í lífi fólks, karla og kvenna. Marg- ir veija nokkrum stundum á viku til heilsuræktar; sunds, gönguferða Kristín Bjarnadóttir eða skokks, og finna að það skilar sér margfaldlega í auknum afköst- um, bættri heilsu og vellíðan. Sum- ir kjósa að vera einir á ferð og njóta þess að horfa í kringum sig. Það þarf ekki að leita náttúrunnar upp í sveit því allt um lífið vitni ber eins og skáldið sagði. Blómin við vegkantinn, ánamaðkarnir, fuglamir, skýin og sjóndeildar- hringurinn til hafs og fjalla; allt er þetta hluti af náttúrunni sem alls staðar má njóta. Aðrir njóta þess að vera í hópi í góðum félagsskap, en hvort sem menn kjósa rennur blóðið hraðar og súrefnið streymir út um skrokk- inn við létta hreyfingu úti undir beru lofti. Líkaminn endurnýjast og hversdagsáhyggjurnar, sem íþyngja mörgum í dagsins önn, léttast um leið. Það er reynsla sem margir geta staðfest. Smávanda- mál og óleystar flækjur fá óvæntar lausnir þegar líkaminn fær smá- hreyfingu. Nú er kvennahlaupið í Garðabæ á næstu grösum. Laugardaginn 19. júní safnast konur saman, ung- ar og aldnar, og hlaupa, ganga eða skokka, hver með sínu lagi. Hvers vegna bara konur? Því er til að svara að ekki hentar öllum það sama og það er óskylt öllum góðum jafnréttishugmyndum. Mörgum konum hentar að vera stundum bara í sínum hópi. Svo myndast líka alveg sérstök stemmning í kvennahópi og þær sem einu sinni hafa verið með í kvennahlaupinu eru strax farnar að hlakka til.-Sið- ast nærri tvöfaldaðist hópurinn frá árinu á undan og gaman væri ef enn fjölgaði á þessu ári. Sjáumst sem flestar! Höfundur er aðstoðarskátahöfðingi Ólafur Ragnar Grímsson Sjónvarpsins í þágu hagsmuna for- ystusveitar Sjálfstæðisflokksins og einkavina hennar. Össur Skarphéð- insson hafði stór orð um þá ráðstöf- un á Alþingi. I raun er þó enginn munur á eðli Hrafnsmálsins og þeim ákvörð- unum sem forystusveit Alþýðu- flokksins hefur nú tekið um að ráð- stafa Seðlabankanum til Jóns Sig- urðssonar og forstjórastólnum í Tryggingastofnun til Karls Steinar Guðnasonar. I öllum þremur málunum er lög- málum siðgæðis, lýðræðis og jafn- réttis í nútíma stjórnsýslu vikið til hliðar og hagsmunir gæðinganna og einkavinanna settir í öndvegi. Þörf siðvæðingar í íslenskum stjórnmálum íslendingar eiga nú við mikinn vanda að glíma. Sá vandi á ekki aðeins rætur í minnkandi afla og erfiðleikum í efnahagslífi. Hann er líka afsprengi gamalla spilltra stjórnarhátta sem skerða verulega trú almennings á forystusveit lands- ins. Þeir draga úr möguleikum hæfíleikafólks til að sækja um störf á grundvelli jafnréttis og almennra leikreglna. Vinnubrögð forystusveitar Sjálf- stæðisflokksins í Hrafnsmálinu og atburðarásin í Alþýðuflokknum síð- ustu daga sýna að gamli spillingar- hroki flokksræðisins lifir enn góðu lífi í báðum stjórnarflokkunum. Nú kemur í ljós hvers vegna Jón Bald- vin varði Davíð Oddsson svona vasklega í Hrafnsmálinu. Alþýðu- flokkurinn varð að tryggja sér „skilning“ gagnvart væntanlegu Jónsmáli og Karlsmáli. Gamla sam- tryggingin er enn í fullu gildi. Atburðir síðustu daga sýna að það er brýn þörf á víðtækri siðvæð- ingu í íslenskum stjórnmálum. Það má ekki líðast að hrokafull sveit flokksgæðinga breyti íslandi öllu í Litlu Italíu. Nóg er nú að Alþýðu- flokkurinn einn hafi áunnið sér slík- an titil. Höfundur er alþingismaður og formaður Aiþýðubandaiagsins. i c i i i ji € Opinn dagur hjá Skógrækt ríkisins að Mógilsá í dag kl. 16:00 - 20:00 Sérfræðingar rannsóknar- stöðvarinnar kenna rétt handbrögð við gróðursetningu og leggja á ráðin og aðstoða við val á trjáplöntum til gróðursetningar. Einnig kynna þeir starf Skógræktarinnar og sýna r annsóknar stöðina. Allir velkomnir í grill og gleði. Skógrækt með Skeljungi C i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.