Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 45
45 Nú er sál þín rós í rósagarði guðs kysst af englum dðggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnheiður Pála Ófeigsdóttir) Við fráfall Margrétar Björns- dóttur er okkur efst í huga þakk- læti og tregi. Þakklæti fyrir góð kynni og fölskvalausa vináttu og tregi yfir því að hún skuli vera horfin úr hópnum. Margrét gekk í Soroptimista- klúbb Kópavogs í janúar 1984. Um miðjan maí sl. kvaddi hún okkur á vorfundi á Flúðum. Þá höfðu veik- indin sem drógu hana til dauða sett sitt mark á hana. Hún kom með sitt hljóða fas og lét ekki mik- ið á sér bera, en við fundum fljót- lega að það munaði um verkin hennar og hún gegndi ýmsum trún- aðarstörfum á vegum klúbbsins. Frá því að Soroptimistaklúbbur Kópavogs var stofnaður 4. júní 1975 hefur aðalverkefnið verið málefni aldraðra og hefur hann ásamt níu öðrum þjónustuklúbbum og félagasamtökum í Kópavogi tek- ið virkan þátt í stofnun og starf- semi Sunnuhlíðar, Hjúkrunarheim- ilis aldraðra í Kópavogi og upp- byggingu 80 þjónustuíbúða fyrir aldraða að Kópavogsbraut la og lb. Meðal verkefna klúbbsins er rekstur Sunnukots, sem er lítil verslun í þjónustukjarnanum í Sunnuhlíð til hagræðis fyrir íbúa þjónustuíbúðanna. Árið 1990 tók Margrét að sér umsjón og af- greiðslu í Sunnukoti. Starfið rækti hún með þeim hætti að það verður lengi í minnum haft. Hún ávann sér traust og virðingu viðskiptavin- anna, enda gerði hún sér far um að verða við óskum þeirra eins og frekast var kostur um vöruval, verð og gæði. En það voru ekki síður persónutöfrar hennar, sem laðaði fólk að. Hin prúða og hlýja fram- koma hennar vakti traust og vænt- umþykju allra sem hún umgekkst. Margrét var glæsileg kona með mikla starfsorku og lífsþrótt sem hún var óspör á að miðla öðrum af meðan þrekið entist. Hún var gædd listrænum hæfileikum. Hún söng með Öskubuskum árið 1946- 1954 og var í sýningarflokki Ball- ettskólans árin 1947-1950. Hún lærði fatahönnun og fatasaum og starfaði um tíma sem verkstjóri og leiðbeinandi hjá Örva, vernduðum vinnustað í Kópavogi og frá 1990 vann hún auk verslunarstarfanna sem leiðbeinandi í Dagdvöl aldraðra í Sunnuhlíð. Aðalstarf hennar var þó innan veggja heimilisins. Þegar Margrét veiktist sást vel hvers virði hún var fjölskyldu og vinum, sem sýndu það í verki með heimsóknum og allri þeirri um- hyggju sem unnt er að veita. Syst- ir hennar Oddný (Naný), sem bú- sett er í Bandaríkjunum kom og dvaldi hjá henni seinustu vikurnar sem hún lifði og veitti henni og ijölskyldu hennar ómetanlega stuðning. Eiginmaður Margrétar var Sig- urgeir Jónasson bryti og eignuðust þau fimm börn: Ágústu Rut skrif- stofumann, Sigrúnu Margréti póst- fræðing, Höllu sjúkraliða, Sigur- geir Orra háskólanema og Jónas Björn blaðamann. Barnabörnin eru 'sex. Við sendum fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Margrétar Björnsdóttur. Soroptimistasystur í Kópavogi. Vinátta, dýrmæt sem gull. Þú átt hana og gefur i senn. Vinátta, einstök sem demantur. Endist um aldur og ævi. Vinátta, verðmæti, ekki í krónum talin. Þú hvorki kaupir hana né selur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Minning Ragnheiður Sverr- isdóttir, Norðfirði Vinátta, sterk sem stál. Þú getur ávallt leitað hennar hjá sönnum vini. Vinátta, kærleikurinn í vinarmynd. Þakkaðu Guði fyrir þá bestu gjöf sem þú færð og gefur. (Höf. Sigrún Gunnarsd.) Elsku Geiri. Innilegustu samúð- arkveðjur til þín og fjölskyldu ykk- ar. Guð blessi minningu minnar kæru vinkonu. Sólveig (Lilla vinkona). Hafðu, Jesús, mig í minni, mæðu og dauðans hreiling stytt, börn mín hjá þér forsjón finni, frá þeim öllum vanda hrint, láttu standa á lífsbók þinni lika þeirra nafn sem mitt. (H.P.) Mig langar í fáum orðum að minnast Margrétar Björnsdóttur sem lést langt um aldur fram. Með henni gengur ein skapbesta kona sem ég hef þekkt. Aldrei sá ég hana nokkru sinni skipta skapi þótt ýmislegt gengi stundum á. Ég kynntist henni fyrir 21 ári eða þegar ég og sonur hennar Orri vorum saman í leikskóla. Þá vorum við bekkjarbræður frá sex ára aldri og síðan allan grunnskólann. Vor- um við oft baldnir og nokkuð uppá- tektarsamir, en erum enn bestu vinir. Reyndum við oft á þolinmæði þeirra sem að okkur stóðu. Kom þá skapfesta Margrétar vel í ljós. Hún mætti okkur með þeirri hlýju og umhyggju sem hún var þekkt fyrir. En við henni áttum við ekk- ert svar annað en það að skamm- ast okkar og láta í minni pokann. Ég var alltaf velkominn á heim- ili Margréjar og var alltaf jafn vel tekið. Hún hafði ávallt tíma til þess að tala við okkur strákana og reyndist okkur mikill vinur. Ég bið góðan Guð að gefa Geira og börnum þeirra styrk og þrek í þeirra sorg. Minningin um þessa góðu konu mun ætíð lifa með okk- ur. Vilberg. Þá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. (H. Hálfd.) Mig langar með örfáum orðum að kveðja ömmu mína, Ragnheiði Sverr- isdóttur, eða Röggu eins og hún var alltaf kölluð. Hún fæddist í Norðfirði 16. janúar 1909 og var dóttir Mekk- ínar Árnadóttur og Sverris Sverris- sonar. Hún ólst upp í foreldrahúsum ásamt fimm öðrum systkinum, Björgu, Margréti, Mikaeli, Sverri og Línu. Á þeim tíma var lífsbaráttan hörð og fylgdi fólki sem fæddist á þessum tíma ákveðið lífsform og sið- ir. Marga slíka kenndi amma mér og fylgja mér vonandi alla mína ævi. Átján ára réðst hún í vist suður á land, í Viðey, og dvaldist þar um einhvern tíma. Árið 1932 giftist hún Ásgeiri Bergssyni og hófu þau sinn búskap í foreldrahúsum hans á Þór- hóli, og síðan nokkrum árum seinna í litlu húsi austaií við hólinn, þar til þau byggðu sitt eigið hús framan við hólinn og nefndu það Bergþórs- hvol. Þar bjuggu þau þar til afi lést 1966, en amma bjó þar til 1985, er hún fiuttist í íbúð fyrir aldraða í Breiðabliki. Amma og afi eignuðust þijú böm: Sverri Guðlaug, Bergþóru og Hjalta. Alltaf fannst mér amma sérstak- lega myndarleg kona í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Fannst mér sem enginn byggi til betri mat og enginn bakaði fínni kökur. Ég gleymi aldrei hlýju og fallega pijónuðu sokk- unum sem hún gaukaði að okkur krökkunum. Allt varð að fara eftir ákveðnum reglum þannig að engin smáatriði gleymdust. Mikið þótti mér gott að koma heim til ömmu. Hlýjan og góðmennskan sem amma umvafði okkur krakkana með er nokkuð sem ég mun aldrei gleyma. Ég minnist þess að hafa átt marg- ar góðar stundir með ömmu, þar sem hún miðlaði mér af þekkingu sinni á hinum mörgu hlutum sem hún hafði upplifað eða kynnt sér með lestri. Minningin um ömmu er falleg og fölskvalaus og mun ég sárt sakna hennar. v Eftir að ég fluttist suður hringdum við vanalega hvort í annað tvisvar til þrisvar í mánuði. Okkur varð tíð- rætt um gamla tímann og hvað hafði hent þá. Amma ræddi um ættingja og vini og fylgdist mjög vel með hvað við barnabörnin vorum að gera. Nú mun amma hitta alla látnu ástvinina sína, sem hún talaði svo oft um af kærleika. Ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar við hana þennan tíma og bið góðan Guð um að varðveita sálu hennar. Gulli, mamma og Hjalti, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Davíð. Á vordögum 1972 fluttist undirrit- aður búferlum til Neskaupstaðar með Ijölskylduna og gerðist starfsmaður bæjarins. Bjarni Þórðarson, þáver- andi bæjarstjóri hafði allan vanda af því að koma mér í húsnæði. Bær- inn hafði ýmsar íbúðir „í takinu“, handa kennurum og fleirum. Niður- staða hans varð sú að ég færi í kjall- arann hjá Röggu Sverris á Egils- braut 23. Einhveijar vangaveltur urðu hjá hinum og þessúm um þennan ráða- hag. Og bar mest á hugleiðingum þess efnis hvernig húsráðandinn á efri hæðinni tæki hinum nýju leigj- endum. Svo var það á björtum vordegi síðla að við Ragga Sverris sáumst í fyrsta sinn. Ég stóð við útidyr þegar hún kom aðvífandi úr búð með inn- kaupatösku í hendi. Ég man þessa stund eins og hún sé nýskeð. Og lík- lega helst fyrir það að við stóðum þarna drykklanga stund og ræddum nokkur „praktísk" atriði sem gott var fyrir báða aðila að gera sér grein fyrir. En um leið horfðum við allan tímann hvort á annað líklega til að meta persónuna. Skemmst er frá að segja að frá og með þessum degi hófust þau kynni okkar á mili, sem þróuðust í einlæga vináttu. Til marks um það nefni ég að eftir nokkurra mánaða sambýli á Egilsbraut 23 fór Ragnheiður að hafa orð á því að engin sanngimi væri í því að hún ein legði undir sig IngSL Þórbjörg Svav- arsdóttir — Minning Fædd 11. júní 1938 Dáin 9. maí 1993 Kveðja frá skólasystrum Þar sem söngur salinn fyllir, sálir þroska ná. Þar sem höndin hörpu stillir, hörfa skuggar frá. Þar sem léttir hlátrar hljóma, hlýnar land og blóð. Dauðir hlutir enduróma, æsku sigurljóð. Syngjum inn í sali alla sólarljós og yl. Meðan fer um hlíð og hjalla hríð með vetrarbyl. Svo að dísir láns og lista, læðist til vor inn. Þar sem slíkir gestir gista, gróa vísindin. (Friðgeir H. Berg) Þannig hljóðaði texti skólasöngs Húsmæðraskólans á Laugalandi í Eyjafirði, þar sem leiðir okkar Ingu lágu saman. Minning hennar og minning skólans mun því fylgjast að í hugum okkar, en í dag hefði þessi elskulega og ljúfa skólasystir orðið 55 ára. Hún lést fýrir skömmu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri eftir hetjulega baráttu við þann skæða sjúkdóm sem krabbamein er. Hún var fædd á Akureyri, dóttir hjónanna Helgu Ingimarsdóttur og Svavars Helgasonar sem nú er lát- inn. Tvær systur átti hún, þær Valborgu og Agnesi, sem búsettar eru á Akureyri ásamt Helgu, móður þeirra. Við kynntumst Ingu veturinn 1957-1958 þegar við vorum við nám í Húsmæðraskólanum. Það verða því 35 ár hinn 16. júní nk. síðan þessi glaði og góði hópur kvaddi skólann, en alls voru 39 námsmeyjar í þeim árgangi. Auðvit- að var markmiðið hjá okkur öllum að nema þau fræði sem gera skyldi okkur að „Hagsýnum húsmæð- rum“, bæði til munns og handa, því að á þeim tíma var það talin undir- staða fyrir góðu heimili og heil- brigðu uppeldi barnanna. Skólavist- in stóð í níu mánuði og því margs að minnast og ekki að undra þar sem svona stór hópur bjó undir sama þaki. Þótt gengi á ýmsu eru það ljúfu og góðu minningarnar sem fylgja okkur þaðan. Inga var sú skólasystir sem aldrei haggaðist á hveiju sem gekk. Háttvís og ákveð- in vann hún öll sín verk með stakri samviskusemi og að námstíma loknum skilaði hún besta árangrin- um yfir skólann. Þau vináttubönd sem hnýtt voru þennan vetur, hafa reynst ótrúlega sterk. Það kom glöggt í ljós þegar við hittumst í skólanum sem „tíu ára námsmeyj- ar“. „Það var eins og gerst hefði í gær,“ við urðum allar átján ára aftur. Ekki grunaði okkur þá að við ættum ekki eftir að hittast þar oftar, en Húsmæðraskólinn á Laugalandi hætti starfsemi sinni árið 1975, vegna skorts á nemend- um. Þó að svona væri komið fyrir skólanum ákváðu gamlir nemendur og aðrir velunnarar hans að haldið skyldi nemendamót á Akureyri í október 1987 til að minnast þess að fimmtíu ár væri liðin frá því að skólinn tók til starfa. Undirtektir voru góðar, á mótið mætti um eitt þúsund manns, f.v. námsmeyjar, kennarar og gestir. Það verður okk- ur öllum ógleymanleg stund, en tregablandin, því að við vissum að við vorum um leið að kveðja skól- ann endanlega. Við fengum frábær- ar móttökur hjá skólasystrum okkar á Akureyri. Eins og alltaf tóku Inga og Guðmundur Þorsteinsson, maður hennar, okkur opnum örmum og á heimili þeirra í Vanabyggð lOd var ávallt vini að finna. Þau bjuggu þar efri hæð hússins á meðan við hokruð- um 4-6 í þröngum kjallaranum. í framhaldinum fluttum við hjónin svo í svefnherbergi uppi og rugluðum síðan reytum með Röggu að nánast var um eitt heimili að ræða. Þegar ég svo fluttist burt frá Nes- kaupstað 1973 var treginn við að kveðja Röggu mína Sverris líkt og um nánasta ástvin væri að ræða. Allt frá þeim tíma höfum við skrif- ast á eða átt löng símtöl þegar þörf- in kallaði auk heimsóknar við og við í Breiðablik. Þegar ég nú drep niður penna við fráfall Ragnheiðar Sverrisdóttur fljúga í gegnum huga minn fjölmarg- ar myndir frá mínum kynnum af henni og kannski eins fjölmargar frásagnir hennar af sjálfri sér og samferðamönnum. Allt væri það efni í heila bók. Þegar svo kveðjutónar úr sóknar- kirkjunni hljóma við útför Ragnheið- ar Sverrisdóttur verður mér huggun á tregastundu að þessi eftirminnilega persóna verður áfram ljóslifandi í hugskoti mínu í hvert sinn sem ég _ læt hugann reika til hugljúfra endur- minninga um hana. Eins og ég gat um framar í þess- um fátæklegu orðum mínum var það verk Bjarna bæjarstjóra að ráðstafa mér og fjölskyldu hús Ragnheiðar. Aðspurðut- um ástæður svaraði hann því til að hann þekkti öðrum betur mannkosti leigusalans á Egilsbraut 23. Við hjónin sendum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Heimir Þór Gíslason. ásamt sonunum þrem, Ingimari, Ármanni og Svavari Þór. Nú er skólasöngurin okkar, sem sunginn var við lag eftir Björgvin Guðmundsson, hljóðnaður og með fráfalli Ingu er brostinn einn sterk- asti hlekkurinn sem tengdi þennan hóp saman. Því er hugur okkar hljóður. Að lokum viljum við þakka henni liðnar samverustundir. Við biðjum Guð að styrkja eiginmann og ást- vini hennar og halda verndarhendi yfir litla ömmudrengnum sem var henni sannur sólargeisli á erfiðum stundum. Sé gáð til baka um gengna slóð, er greypt í hug og sinni. Þau urðu mörg og ávallt góð, okkar vinakynni (Sig. Jónsson) Fyrir hönd skólasystra veturinn 1957-1958. Edda Aspelund, Elín Hrefna Hannesdóttir 845 Ávaxtaskál Verð: 3.990,- VARIST EFTIRLÍKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.