Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 GARÐAPANILL Ný falleg viðhaldsfrí húsKlæðning! Héðinn Garðastál hefur hafið framleiðslu á nýrri viðhaldsfrírri panilklæðningu úr stáli með PVC-húð, klæðningin nefnist GARÐAPANELL. Garðapanillinn er auðveldur í uppsetningu, samsetningar eru þéttar og festingar faldar. Hann er framleiddur í þrem stöðluðum breiddum en lengdir eru eftir óskum kaupenda, ailir fylgihlutir fást í söludeild. Hvort sem þú ert með íbúðar- eða iðnaðarhúsnæði, nýtt eða gamalt þá er GARÐAPANILL ódýr og hagkvæm lausn á klæðningu bæði úti og inni. Kynntu þér þessa íslensku hönnun og framléiöslu á sýningarstandi í verksmiöju okkar. = HEÐINN = GARÐASTÁL STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000 OG IBflfl TOLVUR ÁBÆttU VERÐI AÐEiNS PAÐ BESTA ER NÓGU GOTT FYRIR l»IG Nýherji leggur metnaö sinn í aö bjóða viðskiptavinum sínum aðeins það besta sem völ er á í tölvubúnaði hverju sinni. Okkur hefur tekist að verða við krefjandi óskum viðskiptavina okkar með því að bjóða gæðavörur á verði sem allir ráða viö. Kröfuhörðum viðskiptavinum okkar bjóðum hinar tæknilega fullkomnu tölvur frá IBM en IBM hefur frá upphafi verið brautryðjandi á sviði tölvubunaðar. Við bjóðum einnig hinar geysivinsælu AMBRA tölvur frá dótturfyrirtæki IBM sem hafa fengiö frábærar móttökur hér á landi sem annars staðar. AMBRA tölvurnar fást í miklu úrvali, allt frá smærri tölvum sem henta skólafólki og upp í stórar og hraðvirkar tölvur til notkunar í fyrirtækjarekstri. Ef þú ert í þeim hugleiðingum að fjárfesta í tölvu skaltu líta við í verslun okkar í Skaftahlíð 24 eða hjá umboðs- mönnum okkar því hjá okkur fara saman bestu gæði og gott verð. Við vitum að aðeins það besta er nógu gott fyrir þig! FHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan Morgunblaðið/Alfons Viðurkeimingar PÉTUR Jóhannesson, formaður sjómannadagsráðs, ásamt heiðurs- mönnunum Haraldi Guðmundssyni og Jóni Steini Halldórssyni en þeir voru sæmdir viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu sjó- mennsku sem þeir hafa stundað frá blautu barnsbeini. Sjómannadag- urinn í Olafsvík Ólafsvík. SJÓMANNADAGURINN í Ólafsvík var haldinn hátíðlegur dagana 5. og 6. júní. A laugardeginum fóru fram keppnisgreinar við höfn- ina, keppt var kappróðri, flotgallasundi og koddaslag. Einnig kom þyrla Landhelgisgæslunnar og sýndi björgun úr sjó. Á sunnudeginum var farin skemmtisigling og í sjómanna- garðinum voru ræðuhöld í tilefni dagsins. Ræðumaður dagsins var Gunnar Már Kristófersson. Þá voru eldri sjómenn heiðraðir en það voru þeir Haraldur Guðmunds- son og Jón Steinn Halldórsson. Þá var Þorgrími Benjamínssyni veitt heiðursmerki sjómannadags- ráðs fyrir björgun úr sjávarháska en hann bjargaði syni sínum sem féll útbyrðis hinn 9. desember sl. er Skálavík SH 208 var á drag- nótaveiðum. Þá var haldið til messu þar sem sr. Friðrik Hjartar messaði og einnig söng sjómanna- kórinn Rjúkandi í Ólafsvíkur- kirkju. Um kvöldið var efnt til sjó- mannahófs í félagsheimilinu Klifi og voru heimatilbúin skemmtiat- riði þar á boðstólum og einnig söng Bergþór Pálsson þar við góð- ar undirtektir viðstaddra. Einnig voru tvær sjómannskonur heiðrað- ar, þær Guðbjörg Elín Sveinsdóttir og Árný Bára Friðriksdóttir. Hátíðarhöldin voru vel sótt af bæjarbúum þessa daga. Vogar Skemmtisigling á smábátum Vognm. HÁTÍÐAHÖLD sjómanna- dagsins í Vogum voru með hefðbundnu sniði og fóru vel fram í góðu veðri. Fjöldi fólks fór í skemmtisigl- ingm með átta smábátum sem sigldu undir Vogastapa og gat fólkið skoðað hinar miklu bjarg- fuglabyggðir sem þar eru af sjó. Hinir elstu í hópnum segja miklar breytingar hafa orðið á fugla- byggðinni þar sem nær eingöngu fýll verpir þar nú, en elstu menn muna ekki að fýll hafi sést þar. Skemmtidagskrá var við höfn- ina þar sem keppni fór fram í stakkasundi, koddaslag og fleiri þrautum. Þá var óvænt atriði sem í fyrstu vakti undrun, síðan hrifn- ingu og að lokum sár vonbrigði. Það var þegar Hannes Jóhanns- son, formaður björgunarsveitar- innar, gerði tilraun til að hjóla á línu frá hafnargarðinum og yfir á gijótgarð við smábátahöfnina. Hann komst aðeins hálfa leið og lenti í sjónum. - E.G. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Hannes Jóhannsson, formaður björgunarsveitarinnar, á hjólinu, farþeginn heitir Guðmundur Ás- geir Olafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.