Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR Ll. JÚNÍ 1993 Minning Pála Pálsdóttir Fædd 25. október 1912 Dáin 29. maí 1993 Pála Pálsdóttir, fyrrum formaður Sambands skagfirskra kvenna (SSK), lést á Sauðárkróki 29. maí sl. Hún fæddist á Hofsósi 25. októ- ber 1912, dóttir hjónanna Halldóru Jóhannsdóttur og Páls Árnasonar í Ártúni. Pála stundaði nám við Unglinga- skólann á Hofsósi og síðan Kenna- raskóla íslands, en þar tók hún kennaranámskeið vorið 1933. Síðar sótti hún kennaranámskeið í Askov í Danmörku og Vadstona í Svíþjóð. Kennarastarf sitt hóf hún við Bamaskólann á Súðavík 1933 og var þar í sex ár, síðast sem skóla- stjóri. Árið 1939 leitaði hún aftur á æskustöðvarnar og var kennari á Hofsósi allt til ársins 1977. Vorið 1940 giftist Pála Þorsteini Hjálm- arssyni sem fæddur var 14. febrúar 1939 í Hlíð í Álftafirði er þau gengu í hjonaband. Á Hofsósi var síðan heimili þeirra Pálu og Þorsteins, en þar var hann lengstum síma- og póstaf- greiðslumaður auk þess sem hann sinnti fjölmörgum félags- og trún- aðarstörfum. Þeim hjónum varð níu barna auðið. Þau eru: Páll Reynir, f. 17. maí 1941, María Hjálmdís, f. 25. febrúar 1943, Þórey Jóhanna Dóra, f. 31. mars 1944, Gestur, f. 6. sept. 1945, Anna Pála, f. 19. mars 1947, Þorsteinn, f. 27. mars 1948, Broddi, f. 5. jan. 1951, Fæddur 24. nóvember 1914 Dáinn 2. júní 1993 Ég man í dag svo margar gleðistundir, mamma, þegar saman bjuggum öll. Krakkar sjö, í kór, sem tók nú undir kvæði, söngvar, org og hlátrasköll. Þannig orti Birgir móðurbróðir minn tii móður sinnar fyrir rétt fimm áratugum. Krakkarnir sjö, sem hann nefnir í kvæðinu sínu, eru bamahópur Ragnheiðar Hall og Einars M. Jónassonar, sýslu- manns. Ragnheiðurvar dóttirKrist- jáns Hall og Elínborgar Pétursdótt- ur Eggerz. Einar var sonur Jónasar Guðmundsonar, prests á Staðar- hrauni, og Elínborgar Kristjáns- dóttur, kammerráðs í Skarði í Döl- um. Ég horfí nú á mynd af „krökkun- um sjö“, sem tekin var í kringum árið 1926. Eru systkinin á aldrinum 3ja til 18 ára gömul. Öll eru þau frekar alvarleg á þessari mynd. Elsta systirin, Ema, situr á stól, í HOZEIOCK GARÐÚÐARAR ÚÐUNARKÚTAR SLÖNGUSTATÍV SLÖNGUTENGI GARÐVERKFÆRAÚRVAL HEKKKLIPPUR GREINAKLIPPUR GRASKLIPPUR SLÁTTÚORF SMÁVERKFÆRI □ ÞDR^ ____ÁHMÚLA11 Snorri, f. 23. júní 1956 og Rósa, f. 12. ágúst 1958. Þorsteinn Hjálm- arsson lést 26. mars 1981. Þrátt fyrir stóra heimilið sitt og alla kennsluna stundaði Pála marg- vísleg félagsstörf af ánægju og ósérhlífni. Hún var organisti í Hofs- óskirkju og nokkrum nálægum kirkjum um margra ára skeið. Þá tók hún þátt í kórsöng og leiklistar- starfsemi ásamt manni sínum, en Þorsteinn var formaður leikfélags- ins. Ennfremur starfaði Pála mikið fyrir Rauða kross íslands, enda hlaut hún heiðursmerki félagsins árið 1981. Þegar Kvenfélagið Aldan á Hofs- ósi var stofnað 1950 var Pála kos- in formaður þess en ritari Sam- bands skagfirskra kvenna árið 1954. Fimm árum seinna var hún svo kjörin formaður SSK og var það allt til ársins 1971, er hún baðst undan endurkosningu. Um það leyti sem Pála varð for- maður SSK var unnið að byggingu Sjúkrahúss Skagfírðinga. Beindist þá áhugi kvenna mjög að þeim framkvæmdum og var ómæld sú hjálp, sem konur innan Sambands- ins veittu með fjársöfnunum, happ- drætti og merkjasölu. Einnig var Pála formaður SSK þegar þess var minnst með glæsi- brag, að liðin voru hundrað ár frá því að boðað hafði verið til sérstaks kvennafundar að Ási í Hegranesi 7. júlí 1869. Þar var að fínna upp- haf kvenfélagahreyfíngarinnar á íslandi. dömukjól með hvíta, langa perlu- festi um hálsinn. Hún heldur um hönd yngstu systurinnar, Huldu, Ransý situr einnig og heldur utan um næst yngstu systurina, Haddý. Þær þtjár yngstu eru með blóma- bönd um hárið, klæddar fínum kjól- um og hvítar blundubuxur gægjast niðurundan kjólunum. Fyrir aftan systurnar fjórar standa bræðurnir þrír. Birgir í jakkafötum með hvítan flibba og bindi með vasaúrskeðju hangandi framan á vestinu, sem sýnir, að hann er kominn í fullorð- inna manna tölu. Hvor til sinnar handar standa Sverrir og Agnar í dökkum matrósafötum. Þessi mynd af systkinahópnum vekur upp margar minningar, ljúfar og tregar. Móðir mín, Erna, var þeirra elst og varð hennar stóri og sterki systk- inahópur mér afar kær. Minning- arnar frá æskuheimili hennar, sög- urnar af systkinunum, uppátækjum þeirra, gleði og sorgum, urðu hluti af manni sjálfum. Nú er enn einn af „krökkunum sjö“ á fallegu gömlu myndinni horfínn á braut. I dag kveð ég með tárum vin minn og móðurbróður, Agnar Einarsson. Ein kjölfestan í daglega lífinu var Agnar frændi. Hlýr og ljúfur með húmorinn og stríðnina í lagi. Alltaf til staðar fyrir mig og mína með Ólöfu sér við hlið. Á stórhátíðum tilheyrðu Agnar og Ólöf heimili mínu og það var engin hátíð hafín í augum stelpnanna minna, fyrr en Vandaðar vörur á betra verði Nýborg;c§D Skútuvogi 4, sími 812470 Pála var fróð kona og víðlesin. Hún var frjálsleg í framkomu, kappsfull og fylgin sér og henni fylgdi glaðværð og ferskur gustur. Við kvenfélagskonur í Skagafirði vottum henni virðingu og þökk fyr- ir áratugastörf í okkar þágu. Solveig Arnórsdóttir. Amma, amma, við unnum leik- inn! Aldrei kem ég hlaupandi til ömmu minnar aftur með fótbol- taúrslit, einkunnaspjaldið, gat á vettlingunum eða annað sem mér lá á hjarta. Amma mín er ekki leng- ur hér, hún er hjá Guði. Ég veit að þar líður henni vel og í framtíð- inni mun ég örugglega segja að það hafi í rauninni verið ágætt að hún fékk að fara. En þannig líður mér ekki núna. Ég sakna ömmu og vildi óska að ég gæti hlaupið til hennar og faðmað hana að mér, eins og ég gerði alltaf þegar við hittumst. Amma sagði oft að við værum mjög líkar, því að við áttum mörg sameiginleg áhugamál. Hún fylgd- ist mjög vel með íþróttunum, þekkti flesta leikmennina í enska boltan- um með nöfnum ogtalaði um strák- ana í handboltalandsliðinu eins og syni sína. Með mér fylgdist hún grannt og ég varð líklega fyrst ís- lenskra knattspyrnukvenna til að fá borgað fyrir að spila, því amma borgaði mér fyrir mörkin. Amma varð 80 ára í okt. sl. og þá hittist öll fjölskyldan. Af því til- efni gáfum við bamabörnin ömmu innrammað undirskrifað skjal, sem staðfesti að hún væri besta amma í heimi. Og það var hún! Hún var góð við okkur á svo margan hátt. þau voru mætt. Þær gátu státað sig af því að ganga í lopapeysum sem Agnar frændi ptjónaði á þær. Hann var jafn slunginn að pijóna listafallegar lopapeysur og að spila brids eða leysa flóknar stærðfræði- og spilaþrautir. Lífsförunautur Agnars og lán sl. 25 ár, Ólöf Bjömsdóttir, sér á eftir góðum vini og eiginmanni. Frænd- systkinum mínum, börnum Agnars frá fyrra hjónabandi, Ævari, Ragn- ari og Emu, votta ég samúð mína við föðurmissinn, sannfærð um að Einar Þór hefur tekið vel á móti pabba sínum. Guðrún Sverrisdóttir. Fastur punktur í lífí okkar systr- anna er horfínn. Agnar frændi er dáinn. Fyrstu raunverulegu minn- ingar okkar um Agnar frænda eru frá því að við bjuggum í þijár vik- ur, þá sex og sjö ára gamlar, hjá honum og Ólöfu konu hans. Munum við alltaf hvílíka hjartahlýju þau sýndu okkur þetta fyrsta skipti sem við vorum í burtu frá foreldrum okkar. Agnar var þá vaktmaður niðri á höfn og að því er okkur fannst réð yfír öllum varðskipunum og sigl- ingu fískiskipanna. Okkur fannst hann heimsmaður hinn mesti og var það hin mesta umbun er Ólöf tók okkur með í heimsókn í varðskýlið til hans. Síðan hafa liðið mörg ár, en með tímanum hefur óttablandin virðing sex-sjö ára stelpna breyst í vináttu og væntumþykju sem mun aldrei gleymast. Aldrei aftur mun Agnar frændi birtast í dyrunum, heilsa okkur mæðgunum með kossi, setj- ast virðulega niður, halla sér fram á stafinn, hvessa á okkur augunum og spyrja okkur spjörunum úr hvað við hefðum haft fyrir stafni frá því að við sáumst síðast. Alltaf munum við sakna þess að heyra hann stríða okkur á kvenfólki Skarðsættarinnar eða „Skassættarinnar" eins og hann vildi meina að við ættum frekar að nefna okkur, eða hlusta á glettið hnútukastið milli hans.og mömmu þegar þau hittust og þóttust himinn höndum hafa tekið að fá enn á ný tækifæri til að stjórnast hvort í öðru. Við munum sakna hans sárt. Elsku Ólöf okkar, Erna, Raggi og Ævar. Innilegar samúðarkveðj- ur. Ragnheiður, Erna, Sólveig og Rúna. Hún fylgdist með okkur öllum og gat hvert og eitt okkar talað við ömmu um okkar hjartans mál. Hún hjálpaði okkur með skólalærdóm- inn, malaði okkur í Trivial, gaf okkur mjólk og jólaköku, pijónaði handa okkur vettlinga og lopapeys- ur og var alltaf til í að hjálpa okk- ur á allan hátt sem hún gat. Það var svo gaman að fylgjast með þegar fjölskyldan hittist. Þá flykkt- ust barnabörnin í kring um ömmu og voru tilbúin til að gera hvað sem er fyrir þessa ótrúlegu konu, sem átti virðingu allra sem hana þekktu. Amma og afí eignuðust níu böm og gjörvilegri bamahóp er vart hægt að hugsa sér. Þau bjuggu í Pálshúsi, eða ömmuhúsi eins og ég kallaði það, við Suðurgötu á Hofs- ósi. Þaðan á ég mínar fyrstu minn- ingar um ömmu. Við fómm reglu- Mér er bæði ljúft og skylt að minnast vinar míns Agnars Einars- sonar er lést snögglega á heimili sínu 2. júní sl. Kynni okkar hófust fyrir nær 25 árum er ég var staddur á heimili Ólafar Jónu og foreldra hennar, Björns Guðmundssonar og Evlalíu Ólafsdóttur, á Njálsgötu 56. Ekki hafði ég stoppað lengi er í dyrunum birtust Ólöf og Agnar í sínu fínasta pússi enda að koma beint frá því að gifta sig. Allt síðan þá hefur okkar vinskapur staðið enda gott lega í heimsókn í stóra rauða hús- ið, sem var eins og ævintýrakast- ali fyrir grúskara og grallara eins og mig. Ég fór með ömmu að gefa hænunum, með afa á símstöðina, með frændsystkinunum niður í fjöru og með sjálfri mér inn í alla króka og kima í ömmuhúsi. Þar í skápunum fann ég alltaf eitthvað áhugavert og sjaldan fór ég tóm- hent heim. Þegar ég fluttist heim frá Dan- mörku, 9 ára gömul og svo til ólæs á íslensku, voru það amma og afi sem vissu hvernig leysa ætti vand- ann. Þau fóru í stóra bókaskápinn, náðu í fullt af ævintýrabókum og sendu mér með hraði. Viti menn, eftir nokkrar vikur var ég læs! Svo vel þekktu þau elsta bamabarnið sitt að þau vissu að Tarsan og Tom Swift myndu halda áhuganum bet- ur en Litla gula hænan. Þegar afí og Anna frænka voru dáin seldi amma húsið á Hofsósi og fluttist á Sauðárkrók. Það var erfítt fyrir ömmu að flytjast úr húsinu, sem hafði verið heimili hennar í um 40 ár. Amma tók þó flutningnum með jafnaðargeði og sagði einu sinni: „Þetta er bara hús.“ En við vissum öll að amma saknaði hússins við Suðurgötuna og fína garðsins í kring. Hún var samt ánægð í íbúð- inni við Víðigrund og þangað fékk hún margar heimsóknir frá ætt- ingjum og vinum. Það var svo gott að koma til ömmu og öll fórum við þangað. Nú er amma komin til afa og ég vona að henni líði vel. Ömmu minni vil ég þakka fýrir mig, þau tæp 28 ár sem við áttum saman. Ekkert barn hefði getað óskað sér betri ömmu. Takk fyrir allt og allt. Vanda. að lynda við karlinn eins og ég kallaði hann oft. Ætt Agnars og uppruna ætla ég ekki að rekja, það munu sjálfsagt aðrir gera. Þegar kynni okkar hóf- ust var Agnar starfsmaður Land- helgisgæslunnar og var á varðskip- um meðan heilsa og aldur leyfðu. Ekki verður hans svo minnst að ekki verði nefndar allar lopapeys- urnar sem hann prjónaði á skipsfé- laga sína svo og aðra og báru smekkvísi hans og handbragði fag- urt vitni. Eftir að Agnar kom í land sneri hann sér að ýmsum áhuga- málum, en af þeim átti hann nóg. Ferðalög bæði innanlands og utan, lestur góðra bóka og síðast en ekki síst brids voru meðal hans helstu hugðarefna síðari árin. Þá átti Agnar í ríkum mæli létta lund og keppnisskap við spilaborðið. Var oft unun að sjá jafn fullorðinn mann skjóta yngri snillingum ref fyrir rass í þeirri íþrótt. Dæmigert var fyrir hann að enda sem brids- meistari fjölskyldunnar árið 1993 og voru þó engir aukvisar í þeirri keppni. Olöf og Agnar hafa verið ákaf- lega iðin við að rækta þessa fjöl- skyldu og stuðlað að samheldni hennar með ráðum og dáð. Þegar komið er að leiðarlokum sést að ekki hefur verið til einskis róið. Agnar vin minn kveð ég með kærri þökk. Elsku Ólöf, Ævar, Ragnar og Erna, góð minning er gulli betri. Viðar Óskarsson. Útivist Léttar laugardagsgöngur ÚTIVIST verður á laugardögum í júní með stuttar gönguferðir um útivistarsvæði Reykjavíkur. Þetta er kjörið tækifæri að drífa sig af stað fyrir þá fjölmörgu sem lengi hafa verið á leiðinni út að ganga með félaginu. Þessar stuttu gönguferðir eru fyrir fólk á öllum aldri. Þátttakendur mæti við Árbæjarsafn kl. 13 á eigin bílum og þaðan verður ekið að upphafsstað göngu hveiju sinni. Ekkert þátttökugjald. Fyrsta ferðin verður laugardag- inn 12. júní á Korpúlfsstaði og í Blikastaðakró. Farið verður frá Árbæjarsafni kl. 13 og þátttakend- ur aka þaðan á eigin bílum að Korp- úlfsstöðum. Fyrst verður gengið niður í Gorvík síðan með ijörunni að Leirvogshólma og áfram yfír í Blikastaðakró. Þessi leið er af mörgum talin eitt skemmtilegasta íjörusvæði Reykjavíkur, þama er fjölbreytt fuglalíf, mikið af skeljum og kuðungum og fjörudýrum í poll- um. Á skemmtilegum stað verður sest niður og nestið tekið upp. Betra er að mæta á stígvélum. (Fréttatilkynning) Agnar Einarsson vélstjóri — Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.