Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLÁÐlB FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 5Í FEILSPOR ONE FALSE MOVE ★ ★★★ EMPIRE ★ ★★MBL. ★★★/> DV Vegna góðraraðsóknarog frábærra dóma sýnum við þessa mögnuðu mynd í A-sal þessa helgi. Einstök saka- málamynd, sem hvarvetna hefur fengið dúnduraðsókn. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 í A-sal. Bönnuð innan 16 ára. Lögmál götunnar Mynd, sem fjallar um eitur- lyfjasölu. Myndinni leikstýrir einn fremsti leikstjóri Frakka í dag, Bertrand Tavernier. Nikita þótti góð en, þessi er frábær og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. ★ ★Vi MBL. Sýnd kl. 5 og 9 í B-sal. Bönnuð börnum innan 12 ára. STJUP- BÖRN „★★★★•■ Stórkostleg gamanmynd um ruglað fjölskyldulíf. Sýnd kl. 5, 7 og 9 og 11 í C-sal. ' ÞJOÐLEIKHUSIÐ Stóra sviðið kl. 20: • KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon Á morgun örfá sæti laus - sun. 13. júní örfá sæti laus. Síðustu sýningar þessa leikárs. • MY FAIR LADY Söngleikur eftir Lerner og Loewe Allra síðasta sýning: í kvöld nokkur sæti laus. sími 11200 Leikferð: • RITA GENGUR MENNTAVTGINN eftir Willy Russell f kvöld kl. 20.30 í Stykkishólmi Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýn- ingardaga. Miðapantanir frá kl, 10 virka daga í síma 11200. Greiðslukortaþjónusta. Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðleikhúsið - góða skemmtun! Ferðamenn við gamla Árbæinn. | Er gamla þjóðleiðin til . Reykjavíkur að týnast? UMMERKJUM um gömlu þjóðleiðina til Reykjavíkur fer óðum fækkandi. Vegurinn sem gengnar kynslóðir fetuðu til Reykjavíkur sést nú lítt og fáar minjar finnast leiðinni til staðfestingar. Þó má nefna að enn sést móta fyrir örlitlum vegarspotta í Oskjuhlíð sem lagður var 1870 og einnig má enn líta Arnarhólstrað- irnar á síðasta áfanga leiðarinnar. Árbæjarsafn og Náttúru- verndarfélag Suðvestur- lands hafa áhuga á að halda vitneskjunni um gömlu þjóðleiðina til haga og því gangast þessir aðilar fyrir I þjóðleiðargöngu frá Árbæj- arsafni sunnudaginn 13. júní kl. 14.00. Fararstjóri ( verður Einar Egilsson. Ferðin hefst við miðasölu i safnsins og verður fyrst litið ' á smá vegarspotta sem hef- ur varðveist á safninu, en síðan verður haldið í Árbæ- inn, þar sem þátttakendum _ verður sagt.frá. þjóðleiðinni. og Árbænum sem um langa hríð var áningarstaður ferðamanna. Síðan verður farið sem leið liggur niður Reiðskarðið og yfir Ártúns- vað og Álftnesingavað (eng- inn þarf að blotna í fæt- uma). Smá krókur verður tekinn að Skötufossi í Ell- iðaánum eftir að farið hefur verið yfir Ártúnsvað, en þar gerðust ógnvænlegir at- burðir snemma á 18. öld. Leið liggur síðan um Bú- staðaveg og hluta Landa- hverfisins, en áð verður við gróðurvin í Álandi þar sem menn geta fengið sér negti. Þá er haldið sem leið liggur fram hjá vegamótum þeim, þar sem Suðumesjamenn komu inn á leiðina, farið yfir skarðið á milli Öskju- hlíðanna, gengið að mótum Miklubrautar og Snorra- brautar og leiðin þrædd um gömlu hverfin í miðbænum. Farið um Traðarkotssund og haldið niður Arnarhólstr- aðirnar og loks endað við Aðalstræti 2, þar sem fyrsta verslunarhúsið í Reykjavík var reist um 1780. Þátttakendur geta horfið úr göngunni hvar á leiðinni sem þeir vilja og einnig bæst í hana, en hún verður merkt veifum. Gangan hefst sem fyrr segir við miðasölu Árbæjarsafns kl. 14.00. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fullorðna, en ekkert fyrir börn yngri en 16 ára. (Fréttatilkynning) SIMI: 19000 TVEIR ÝKTIR I Ekki glæta! 80 ár liðin frá fánatök- unni á Reykjavíkurhöfn ATBURÐUR var á Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913 sem enn er í minnum hafður. Blíðskaparveður var og mikið um skip og báta á höfninni. Þá reri Einar Pétursson kaupmaður á kappróðrabáti sínum út á höfnina og hafði uppi fánann „hvítbláinn", bláan fána með hvítum krossi, sem Einar Benediktsson skáld vildi að íslendingar tækju upp sem sérfána og marg- ir aðylltust. Þessi skemmtisigling Einars dró dilk á eftir sér því þetta þótti mikil ógn við dönsk yfirvöld. Varðskipið „Islands Falk“ lá á ytri höfninni og skutu sjóðliðar út báti. Þeir tóku fánann af Einari og hélt skipherra í land á fund ráðherra. Fregnin um fánatökuna flaug eins og eldur í sinu og tók bláhvíti fáninn að blakta víða um bæinn í stað þess danska. Margir reru bátum sínum að „Islands Falk“ og höfðu uppi blá- hvíta fána og aðrir gengu í fylkingu að styttu Jóns Sig- urðssonar við stjórnráðs- húsið og sungu ættjarðar- söngva. Þingmenn Reykjavíkur boðuðu til borgarafundar um fánamálið í bama- skólaportinu þar sem því var mótmælt að „dönsku her- valdi var í morgun beitt á íslenskri höfn“. Allt fána- málið vakti mikla athygli og varð til þess að herða á kröfu um löggiltan íslensk- an fána. Bátur Einars Péturssonar og fáninn „hvítbláinn" eru nú til sýnis í Sjóminjasafni íslands á sýningunni „Fisk- ur og fólk“ sem opnuð var á Sjómannadaginn og hefur vakið athygli. Þjóðminja- safn íslands lánaði bátinn og fánann á sýninguna. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga í sumar frá kl. 13 til 17. (Fréttatilkynning) „LOADED WEAPON 1“ FÓR BEINT Á TOPPINN í BANDARÍKJUNUM! Mynd, þar sem „Lethal Weapon'1, „Basic Instinct", „Silence of the Lambs“ og „Waynes World“ eru teknar og hakkaðar í spað í ýktu gríni. „NAKED GUN“-MYNDIRNAR OG HOT SHOTS VORU EKKERT MIÐAÐ VIÐ ÞESSA! Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Samuel L. Jackson, Kathy Ireland, Whoopie Goldberg, Tim Curry og F. Murray Abraham. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FERÐIN TIL VEGAS ★ ★★ MBL. Frábær gamanmynd með Nicolas Cage og James Caan. Sýnd kl. 9 og 11. SIÐLEYSI ★ ★ ★ V* MBL. ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn Aðalhlutv.: Jeremy Irons og Juliette Binoche. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. B.i. 12 ára. GAMANLEIKARINN Aðalhlutv.: BILLY CRYSTAL, (Löður, City Slickers og When Harry met Sally) og DAVID PAYMER (útnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni). Sýnd kl. 9. ÓLÍKIR HEIMAR Aðalhlutverk: Melanie Griffith. Leikstjóri: Sidney Lumet. „Besta ástarsaga síðustu ára“ ★ ★★★ GE-DV Sýnd kl. 5 og 7. GOÐSÖGNIN Spennandi hrollvekja af bestu gerð. Mynd sem fór beint á toppinn í Englandi. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. LOFTSKEYTA- MAÐURINN Meiriháttar gamanmynd sem kosin var vinsælasta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni '93 í Reykjavik. ★ ★ ★ GE-DV ★ ★★Mbl. Sýnd kl. 5 og 7. METAÐSÓKNARMYNDIN: ENGLASETRIÐ ★ ★★ Mbl. Sýnd kl. 11.05.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.