Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 27 Ráðherrar NATO ræða gríðasvæðin í Bosníu Tekist á um túlk- un málamiðlunar - segir Jón Baldvin Hannibalsson „NIÐURSTAÐA fundarins er sú að í málefnum fyrrum Júgóslavíu er því haldið til streitu að grundvöllur pólitískrar lausnar skuli áfram vera Vance-Owen friðaráætlunin með þeim rökum að ekki sé sam- staða á öðrum grundvelli,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið að loknum vorfundi ráðherrar- áðs Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Aþenu í gær. hýbýli fábrotin og tiltölulega opin. Það sem veldur mönnum hugar- angri er að venjulega ræðst veiran á nýrun, ekki lungun eins og á við um bandarísku sjúklingana. Takist að taka af öll tvímæli um að veikin dularfulla sé hantaan-veirunni að kenna er ljóst að veiran hefur lært nýja klæki. Veiran hefur ekki fundist á íslandi „Veiran hefur ekki fundist hér á landi, að því er ég best veit,“ sagði Margrét Guðnadóttir, prófessor í veirufræðum, í samtali við Morgun- blaðið. Aðspurð sagði Margrét að hantaan-veiran væri þekkt á Norð- urlöndum. „Hún er þekkt á Norður- löndum en þó sjaldgæf, finnst þar aðallega í skógarhöggslöndum og skógaijöðrum. Þar berst hun með blaðlús, bitvarg, ekki nagdýrum og hefur valdið veiki sem einkennist af hitasótt, æðaskemmdum, skemmdum 'á nýrum og tíma- bundnu þvagstoppi. Veikin hefur yfirleitt gengið til baka,“ sagði Margrét. Jón Baldvin sagði ennfremur að fundurinn hefði gefið samþykki við tillögunni um svonefnd griðasvæði í Bosníu. „Jafnframt lýsir bandalag- ið sig reiðubúið til þess að tryggja öryggi svæðanna ef öryggi þeirra er stofnað í hættu,“ sagði utanríkis- ráðherra. „Það var mikið tekist á um merk- inguna, hvað þessi samþykkt þýddi, það er að segja hvort hér ætti að vera skuldbinding um það að veija svæðin og íbúa þeirra eða eingöngu að veija friðargæslusveitirnar sjálf- ar ef þær sættu árás.“ „Niðurstaðan er sú að af orðalag- inu má nú eiginlega ráða að það sé fyrst og fremst verið að tryggja vernd friðargæslusveitanna sjálfra. Þetta túlka menn nú eitthvað ólíkt og það sýnir að hér er verið að fjalla um málamiðlunartillögu sem menn eru nú mjög hrifnir af,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson að lokum. Rúmenía Kanadískir íhaldsmenn kjósa nýjan leiðtoga Kona í baráttu um emb- ætti forsætisráðherra Reuter Kanadíska ‘járnfrúin’ KIM Campbell mætir til flokksþings íhaldsmanna í Kanada, en útlit er fyrir að hún verði næsti forsætisráðherra landsins. 300 lík finnast ígrof Búkarest. Reuter. SÍÐUSTU tvö árin hafa fund- ist 300 lík í fjöldagröf skammt frá Búkarest, höfuð- borg Rúmeníu, og talið er víst, að þar sé um að ræða fórnarlömb rúmensku leyni- þjónustunnar _ í valdatíð kommúnista. I þessari viku hafa verið grafin upp 10 lík, jafnt barna sem fullorðinna. fjöldagröfin er við Caciulati- kastalann, rétt við yfirheyrsl- umiðstöð Securitate, leyniþjón- ustunnar fyrrverandi, og lega líkanna eða beinagrindanna sýnir, að þeim hefur verið kast- að ofan í gröfina og síðan mok- að yfir. Samtök fýrrverandi pólitískra fanga í Rúmeníu segja, að um sé að ræða fólk, sem leyniþjónusta kommúnista pyntaði og tók af lífi. Talið er, að fólkið hafi flest verið tekið af lífi á árunum 1950-1960 en vegna ófullko- minna rannsóknartækja er hugsanlegt, að skeikað geti um 10-15 ár. Hefur verið ákveðið að leita aðstoðar sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. yfir í Ottawa, en Charest nýtur stuðnings 31% fulltrúa. Charest hefur sagt að nái Campbell ekki kjöri í fyrstu umferð, eigi hann alla möguleika á sigri í annarri umferð, með fulltingi stuðnings- manna hinna frambjóðendanna þriggja. Lengi vel leit helst út fyrir að Campbell, sem hefur verið líkt við ,járnfrúna“ Thatcher, hefði afger- andi forskot, en Charest hefur sótt í sig veðrið, og nú síðast tók dag- blaðið Globe and Mail þá afstöðu að Charest væri betur treystandi fyrir leiðtogaembættinu. Toronto, Ottawa. The Daily Telegraph, Reuter. TVEIR frambjóðendur hafa náð afgerandi forskoti í væntanlegu kjöri til embættis formanns íhaldsflokksins í Kanada og þar með stóls forsætisráðherra. Alls eru frambjóðendurnir fimm, en for- mannskjörið fer fram næstkomandi sunnudag. Nóatúni 17-S. 617000 Hamraborg 14, Kóp. - S. 43888 Furugnmd 3, Kóp. - S. 42062 Rofabæ 39 -S. 671200 Þverholti 6, Mos. - S. 666656 Laugavogl 116-S. 23456 Svínakjöts veisla!! Bógur Kótilettur 49^ prkg. 998pTkg. Læri Rifjur 499 pTkg. 498... Hnakkasneiöar. Oriental 799 prTkg. SVINA- GRILLBAKKI Kótilettur - Rifjur - Grillpylsur - Hrásalat AÐEINS 1595.r,„ Máltíö fyrir 5 manns CpNÖATÚN Sigri Kim Campbell, núverandi varnarmálaráðherra, verður hún fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Kanada; hafi Jean Charest umhverfisráðherra betur í formannsslagnum verður hann yngsti forsætisráðherra sem setið hefur í Kanada. 34 ára. Charest í sókn Campbell hefur tryggt sér stuðning 43% fulltrúa á landsþingi íhaldsflokksins, sem nú stendur ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.