Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Geislaplötur og fjölmiðlar eftir Steinar Berg ísleifsson 0 Að undanfömu hefur verð á geislaplötum verið talsvert til um- ræðu hér á landi og athygli vakið hversu mikið rými Morgunblaðið hefur gefið verðsamanburði milli Bretlands og Bandaríkjanna. Einn- ig hefur verið reynt að láta líta út fyrir að verð hér á landi sé hátt miðað við Bandaríkin. Alltof auð- velt er að alhæfa og gera rangan samanburð á jafn sérhæfðri grein og hljómplötuútgáfan er og sýnist mér á umfjöllun þessari sem þekk- ing aðila sé ekki nógu staðgóð. Vil ég því benda á nokkra þætti, sem ég vona að útskýri máiið fyrir tón- listaráhugafólki. Fyrst vil ég setja fram þá fullyrð- ingu að verðmunur á nýjum geisla- plötum á íslandi og annars staðar í Evrópu er minni en á flestum öðrum vörutegundum. Útskýrist sá munur sem er á verði hér á ís- landi, þ.e. 1.699 kr., annarsvegar og jafnaðarverði í Evrópu hinsveg- ar, sem er 1.446 kr. skv. verðkönn- uninni Globai Companies of CD prices from „Cost of Living Survey" gerð af Employment Conditions Abroad Ltd. I nóvember 1992. Er því munurinn aðeins tæplega 15% Evróþubúum í hag. Þessi verðmun- ur útskýrist fyrst og fremst af 3 meginþáttum. Hærra virðisauka- skattstigi, háum flutningskostnaði og smæð markaðarins. Eg bendi á til samanburðar að verð Morgun- blaðsins í lausasölu er 110 kr., en verð dagblaða í Englandi er 25-35 kr. og áskriftargjald RÚV, sem einnig hefur fjallað um málið, er 21.048 kr. en Bretar borga 8.000 kr. á hveiju ári til BBC. Þá tel ég rétt að minnast á að afslættir í smásölu hér á landi hafa þróast nokkuð öðruvísi en í löndunum í kringum okkur. Hér á landi er út- gáfa afsláttarskírteina til skóla, starfsmannafélaga og klúbbmeð- lima mjög algeng og því má segja að smásöluverð hér á landi sé í raun talsvert lægra en verðmerk- ingar í verslunum gefa til kynna. Jafnframt verður að hafa í huga að gengi á Bandaríkjadollar var 57 ÍKR í nóvember ’92 þegar verðsam- anburður bresku neytendasamtak- anna var gerður en er núna 64 ÍKR. Samsvarandi hækkun, eða u.þ.b. 12%, hefur einnig orðið á „ Alltof auðvelt er að alhæfa og gera rangan samanburð á jafn sér- hæfðri grein og hljóm- plötuútgáfan er og sýn- ist mér á umfjöllun þessari sem þekking aðila sé ekki nógu stað- góð.“ milli gengis sterlingspundsins og dollarans. Deilan í Englandi hefur ekki ein- göngu snúist um verðlagningu, heldur ef til vill ekki síður um þá staðreynd að rétthafar tónlistarefn- is í Bretlandi geta stöðvað innflutn- ing geislaplatna frá Bandaríkjun- um. Slíku er ekki fyrir að fara hér á landi. Smásöluverslanir á íslandi hafa þann kost að geta flutt óhindr- að inn tónlistarefni hvaðanæva að. Þá ber að geta þess að niðurstaða þingnefndar þeirrar sem fjölmið- laumfjölluninni olli í Bretlandi hefur ekkert lagalegt gildi og mun ekki breyta neinu um verðlag þar í landi. NISSAM Patreksfjöröur ESTFJORÐUM LGINA Komið og reynsluakið Gamli bíllinn metinn á staðnum ISAFJORÐUR Bílaleigan Ernir Sýnum: NISSAN PATROL NISSAN PRIMERA NISSAN SUNNY NISSAN SUNNY VAN NISSAN MICRA SUBARU IMPREZA SUBARULEGACY „ARCTIC EDITION“ PATREKSFJORÐUR Bifreiðaþjónusta Péturs Sýnum: NISSAN PATROL NISSAN PRIMERA NISSAN SUNNY NISSAN MICRA SUBARULEGACY „ARCTIC EDITION“ Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavík Sími 674000 Þeir aðilar, sem vildu lækkun á verði geislaplatna í Bretlandi og gáfu skýrslur þess efnis til nefndar- innar, hafa nú snúist öndverðir gegn nefndinni og niðurstöðum hennar. Þar fer fremstur í flokki Ed Bicknell framkvæmdastjóri Dire Straits, sem lýst hefur því yfir að störf nefndarinnar hafi verið sjónar- spil afdankaðra pólitíkusa og muni hann beijast á móti þeirri skerðingu á réttindum útgefenda, flytjenda og höfunda sem nefndin boðaði og er í algerri andstöðu við þróun. þeirra mála annars staðar í Evrópu og heiminum öllum. Niðurstöður þingmannanefndar- innar verða nú teknar til umfjöllun- ar hjá annarri nefnd, Monopoly and Mergers Commission, sem verður að skila niðurstöðu sinni fyrir 1. mars 1994. Það er mál allra sem til þekkja að lækkun á verði geisla- platna í Bretlandi myndi fyrst og fremst skaða smærri fyrirtækin og grósku þá sem einkennt hefur breskt tónlistarlíf. Það er því mjög vafasamt að standa fyrir kynningu og umfjöllun þessa sér-breska máls og reyna að tengja það á einhliða hátt við ísland og íslenskrar mark- aðsaðstæður. Þegar verðsamanburður er gerð- ur við Bandaríkin gleymist ávallt að taka tillit til þess að þar er virðis- aukaskattur lagður ofan á það verð sem verðmerkt er á vörur í verslun- um. Þessi skattur er eitthvað mis- jafn milli fylkja en er t.d. 12% í New York. Einnig verður að taka tillit til þess að Bandaríkin eru lang stærsti tónlistarmarkaður heimsins, ekki einungis vegna fólksfjölda heldur einnig vegna þess að ein- staklingar þar í landi kaupa lang- mest allra í heiminum af tónlistar- efni. Kaup á mann í Bandaríkjunum eru tvöföld miðað við t.d. Bretland. Þó ákveðnar tölur liggi ekki fyrir um kaup á mann á íslandi eru allar líkur á að þau séu heldur minni en í Bretlandi. Hin gífurlega stærð markaðarins í Bandaríkjunum leiðir m.a. það af sér að greiðslur til höf- unda og flytjenda vegna sölu þar, eru hlutfallslega verulega lægri á hvert eintak en t.d. hér á landi og í Evrópu, auk þess sem smásöluá- lagning er lægri og miklu meiri hagkvæmni gætir í öllum rekstrar- þáttum hljómplötuútgáfufyrirtækja þar vegna stærðar markaðarins. En hvernig á verðmyndun á geislaplötu og kassettu sér stað? Hvaða þættir ráða þar mestu? Er það upptökukostnaður, framleiðslu- kostnaður, laun til flytjenda og höf- unda, markaðssetning og auglýs- ingakostnaður? Hversu margar út- gáfur geislaplatna standa undir sér o.s.frv.? Alltof flókið mál yrði að setja fram eitt viðhlítandi svar, þar sem það liggur við að segja megi að engar tvær útgáfur séu eins. Staðreyndin er sú að sama smásölu- verð getur verið á plötu sem kostar fimmtíu þúsund krónur að taka upp og anriarri sem kostar fimmtíu milljónir. Fyrirtækin reyna einfald- lega að fá hæsta mögulega verð fyrir vöruna sem talið er að markað- Steinar Berg Isleifsson urinn sé tilbúinn að greiða. Þannig myndast ákveðið leiðandi markaðs- verð fyrir geislaplötur á hveijum markaði fyrir sig. Þetta er sambæri- legt við verð á bíómiða, sem er yfir- leitt svipað milli kvikmyndahúsa, þó verulegur verðmunur geti verið á innkaupsverði kvikmyndanna sem sýndar eru. Fullyrðingar um verðs- amráð eru því úr lausu lofti gripnar og byggðar á vanþekkingu viðkom- andi aðila. En sala á tónlist í dag snýst ekki eingöngu um sölu á nýrri tónlist. Vert er að vekja athygli á fjöl- breyttu verðlagi eldra efnis sem að undanförnu hefur komið út á geisla- plötum. Hér er um íslenska og er- lenda útgáfu að ræða sem er mjög fjölbreytt að upplagi og verðlagi. Að lokum vil ég minnast á út- gáfu íslenskrar tónlistar. Ég held að almenn vitund sé um það hér á landi að ágætlega hefur verið stað- ið að íslenskri hljómplötuútgáfu í mörg misseri og sú starfsemi verið mikilvægur þáttur í öflugu tónlist- arlífi landsins. íslenskar geislaplöt- ur eru verðlagðar heldur hærra en t.d. innflutt erlent efni. En hver er raunveruleikinn hvað verðlagningu íslenskrar útgáfu varðar? Auðvitað miðast verðlagningin fýrst og fremst við það hvað fyrirtækin telja að markaðurinn sé tilbúinn að greiða fyrir vöruna. Ef miða ætti verðlagninu íslenskrar hljómplötu- útgáfu t.d. við verðlagningu sem tíðkast í íslenskri bókaútgáfu, þá væri dæmið annað. Þar er gert ráð fyrir að einstakir titlar borgi sig miðað við sölu á 500-1500 eintök- um. í hljómplötuútgáfunni er þetta á bilinu 3.500-4.500 eintök, sem þýðir að raunverulegt verð þyrfti að vera á bilimt-6.000 til 8.000 kr. á hverri geislaplötu. Þrátt fyrir endurteknar fullyrð- ingar formanns Neytendasamtak- anna um að verðlag hér á landi væri ekki „rip off“ heldur rán, er ég þess fullviss að vitund tónlistará- hugafólks er í fullkomnum takti við raunveruleikann. Það má kannski vænta þess að hann beiti sér fyrir því að ósanngjörn mismunun á álagningu virðisaukaskatts milli listgreina verði jöfnuð. Þar gæti hann sýnt raunverulegan vilja í verki. Gleðilegt tónlistarsumar. Höfundur erformaður Sambands hljómplötuframleiðenda. Stjórn Rafmagnsveitna ríkisins Ánægja með áhuga á samrekstri rafdreifikerfa í ÁLYKTUN sem samþykkt var á fundi stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins á miðvikudag er lýst ánægju með áhuga bæjarstjórnar Akur- eyrar á samrekstri rafdreifikerfa, sem fram kemur í samkomulagi Iðnaðarráðuneytis og bæjarstjórnar Akureyrar frá 1. júní síðastliðn- um. Samkomulagið gerir ráð fyrir að fram fari könnun á stofnun hlutafélags, sem yfirtaki eignir og skuldir Rafmagnsveitna ríkisins, rafveitu Akureyrar og eignarhluta Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. í ályktuninni segir að stjórn Raf- magnsveitna ríkisins lýsi sig reiðu- búna til þátttöku í könnun á stofn- un hlutafélagsins. Stjórnin telji hins vegar að það sé hlutverk hins nýja félags, ef af stofnun þess verður, að ákveða skipulag og rekstrarfyr- irkomulag þess með heildarhags- muni félagsins í huga, og ákvörðun um skipulag félagsins, m.a. stað- setningu aðalstöðva þess, hljóti að taka mið af þeim könnunarviðræð- um sem nú fara í hönd og þeim samningum og þeirri niðurstöðu sem kunni að nást.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.