Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 32
Forarsvað á veginum yfir Námaskarð 11 kíló af auri undir einum bíl "WEGURINN yfir Námaskarð og á Mývatnsheiði var nánast eitt forarsvað eftir miklar rigningar að undanförnu. Tæp 3 kíló af aur úr veginum féllu af einum drullu- sokki á bifreið Birkis Fanndals yfirvélstjóra í Kröfluvirkjun eftir að hann ók yfir Námaskarð um hádegi í fyrradag. „Vegurinn er alveg hræðilegur," sagði Birkir eftir ökuferðina frá Kröflu yfir í Reykjahlíð. Ofaníburð- urinn er svokallaður Námaskarðs- leir og þykir henta nokkuð vel þeg- ar þurrt er, en í rigningartíð svo sem verið hefur undanfarið breytist vegurinn í drullusvað. 11 kgaf auri „Þegar ég stoppaði á malbikinu niður í þorpi datt svo snyrtilega ein drulluklessa niður á götuna. Ég snaraði henni í plastpoka og fór með á opinbera vigt hjá póststjóm- inni og það kom í ljós að hún var 2,8 kíló að.þyngd. Það gerir því nærri 11 kíló af drullu undan hjólum eins bíls eftir eina ferð yfir skarð- ið,“ sagði Birkir. Hann sagði veginn hættulegan —pur sem hann væri glerháll og þá jaðraði við að hann væri ófær fyrir stórar þungar rútur þegar ástandið væri með þessum hætti. Ferðalang- ar sem drógu hjól sín yfir Náma- skarðið í fyrradag voru hálf kindar- legir yfir ástandinu, að sögn Birkis. Vegirnir vom skafnir í gær og komnir í þokkalegt horf, enda hafði stytt upp. Fyrsti lax- inn úr Laxá í Aðaldal HALLDÓR Blöndal landbún- aðar- og samgönguráðherra landaði fyrsta laxinum úr Laxá í Aðaldal, 12 punda hrygnu sem fékkst í Sjávar- holu í Kistukvísl að vestan. Áin var opnuð í bítið í gær- morgun. Veðrið lék ekki við Laxamýr- arbændur og gesti þeirra á bökkum árinnar í gærmorgun, svöl norðanátt og rigning- arsuddi. Um kl. 7.30 landaði ráðherra fyrsta laxinum, 12 punda hrygnu, með dyggri aðstoð Jóns Helga Vigfússonar frá Laxamýri. Nokkmm mínútum síðar setti Halldór í annan lax á sama stað og var honum landað eftir snarpa viðureign. Þennan fyrsta morgun fengust 6 laxar úr ánni. Kal í túnum Morgunblaðið/Runar Þór SÉÐ heim að Víðivöllum í Fnjóskárdal. Eins og sjá má er túnið illa kalið, en tún í Suður-Þingeyjarsýslu eru verst farin í suðurhluta Ljósavatnshrepps og Fnjóskárdal. Víða miklar kalskemmdir frá Eyjafirði til Þistilfjarðar Kalskemmdir túna á ein- staka bæjum 75 - Á EINSTAKA bæjum í Suður- Þingeyjarsýslu eru á bilinu frá 75% til 85% túna skemmd vegna kals, en þar er ástandið einna verst. Víða eru kalblettir á túnum á svæðinu frá Eyjafirði austur um allt til Þistilfjarðar. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði að verst væm leikin tún í suð- urhluta Ljósavatnshrepps og í Fnjóskadal, en slæmar skemmdir væru einnig vitt og breitt í Eyja- firði. Hvergi væru stór samfelld svæði kalin framan Akureyrar. Minnir á kalárin „Þetta ástand núna minnir um margt á kalárin um og eftir 1970,“ sagði Ólafur. „Það má hins vegar segja að mikill munur sé á að fá uppákomu sem þessa núna en fyrir tveimur áratugum." Nú geta bændur sáð grænfóðri og pakkað í rúllur, það hefði að vísu 85% í för með sér aukakostnað en um úrvalsfóður væri að ræða, að sögn Ólafs. Þá sagði hann að bændur væru að jafnaði með stærri tún nú miðað við búfjárfjölda en fyrir um 20 ámm og þá hefðu þeir einnig möguleika á að fá slægjur á öðrum bæjum. Loks nefndi hann að fyrn- ingar væru víðast hvar miklar. „Þannig að ég tel ástandið ekki al- varlegt varðandi fóðuröflun, en vissulega fylgir henni_ vemlegur aukakostnaður," sagði Ólafur. Hjúkrunar- rannsóknir kynntar RÁÐSTEFNAN „Hjúkrun: Áfram veginn“, sem haldin er á vegpim heObrigðisdeildar Há- skólans á Akureyri, verður í safnaðarheimili Akureyrar- kirkju dagana 14. og 15. júní. Tveir aðalfyrirlesarar ráðstefn- unnar koma frá Noregi og Kanada, dr. Ulla Quamström pró- fessor í hjúkmnarfræði við Há- skólann í Bergen og dr. Hanneki M.Th. van Maanen frá Toronto- háskóla, sem verið hefur gistipró- fessor í öldrunarhjúkrun við Gautaborgarháskóla í vetur. Brautry ðj endar annsóknir Fjöldi annarra fyrirlesara tekur þátt í ráðstefnunni og verða þar kynntar margar nýjar rannsóknir, sem gerðar hafa verið utan og innan Háskólans á Akureyri. Nefna má þijár rannsóknir sem nýútskrifaðir hjúkmnarfræðingar við skólann hafa gert, en þær fjalla um upplifun ungra kvenna á því að verða mæður á unglingaldri, upplifun aðstandenda alnæmis- sjúklinga á alnæmi og um það að vera HlV-jákvæður á íslandi, en þama er um brautryðjendarann- sóknir á þessu sviði að ræða. Þá verða fluttir fyrirlestrar um forræðishyggju í ummönnun og lækningu, um fjölskyldulíf og fé- lagstengsl í breyttu samfélagi og um alnæmi og líknarmeðferð svo fátt eitt sé nefnt. Þátttöku ber að tilkynna til skrifstofu heilbrigðisdeildar Há- skólans á Akureyri. Deilur um nýja Náttúru- giipasafnið á Ólafsfírði Ólafsfírði. FULLTRÚAR vinstrimanna í bygginganefnd Ólafsfjarðar gerðu síðastliðinn miðvikudag harða bókun á fundi nefndarinnar og vilja láta loka nýju náttúrugripasafni, sem opnað var síðastliðinn sunnudag á efstu hæð Sparisjóðs Ólafsfjarðar. Ástæðan er sú að samkvæmt byggingareglugerð þarf að vera lyfta í húsinu en hún verður ekki komin á sinn stað fyrr en að ári. Náttúragripasafn Ólafsfjarðar var formlega opnað síðastliðinn sunnudag á þriðju hæð sparisjóðs- ins en í því er m.a. eitt stærsta fuglasafn landsins. Safnið verður opnað almenningi síðar í þessum mánuði. Sjö Gilfélag- ar sýna í Grófargiii SJÖ Gilfélagar opna myndlistar- sýningu laugardaginn, 12. júní kl. 14 í Tilraunasalnum í Gróf- argili. Gilfélagið bauð listamönnunum að sýna í tilefni þess að Tilraunasal- urinn er nú tilbúinn til notkunar og skrifstofa félagsins er að opna. Þau sem sýna em Dröfn Frið- finnsdóttir, Erlingur Valgarðsson, Freyja Önundardóttir, Guðrún Pál- ína Guðmundsdóttir, Jóris Radem- aker, Jón Laxdal og Ólöf Sigurðar- dóttir. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14. til kl. 19 og lýkur henni 20. júní. (Fréttatilkynning.) Fyrir fundi bygginganefndar síðastliðinn miðvikudag lá umsókn um breytt afnot af húsnæði því sem safnið er í og auk þess tillaga um að veita Sparisjóði Ólafsfjarðar eins árs frest til að koma fyrir lyftu í húsinu, en afgreiðslufrestur frá framleiðenda lyftubúnaðar er 6-9 mánuðir. Hörð bókun Fulltrúar minnihlutans í nefnd- inni, Björn Valur Gíslason og Jó- hann Helgason, gerðu þá harða bókún þar sem fram kemur að undirbúningur að þessu safni hefur staðið í þijú ár og samt hafi safn- ið formlega verið opnað án þess að sækja um breytt afnot af hús- næðinu auk þess að nægur tími hafi verið til að setja lyftu í húsið. Því vildu þeir ekki veita frest vegna lyftunnar og töldu að safn- inu ætti að loka þar til lyftan væri komin. Meirihluti nefndarinnar samþykkti breytt afnot af húsinu og veittiumbeðinn frest vegna lyft- unnar. í bókun benti bæjarstjóri, Hálfdán Kristjánsson, á að minni- hlutinn í bæjarstjórn hefði verið með í ráðum um allan undirbúning að safninu og lyftumálið væri ein- ungis sett fram til að valda ágrein- ingi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Mikil eftirsjá ÞRÖSTUR Sigurðsson ásamt Amgrími Konráðssyni, ungum knatt- spyrnuáhugamanni, við nýja knattspyrnuvöllinn á Laugum, sem er mjög kalinn og verður ekki notaður í bráð. Allir fótboltavellir í S-Þingeyjarsýslu em ónýtir vegna kalskemmda. Knattspymuvellir ónýtir vegna kals ALLIR þrír grasvellir Suður-Þingeyjarsýslu era ónýtir vegna kals og hafa fótboltamenn sýslunnar orðið að stelast á tún til æfinga og leika á malarvöllum. „Þetta er alveg hroðalegt ástand," sagði Þröstur Sigurðsson umsjónar- maður á Laugum í Reykjadal, en þar er glænýr fótboltavöllur ónýtur. Snemma síðasta haust lagðist klaki yfír völlinn og lá yfír til vors með þeim afleiðingum að völlurinn er gjörónýtur vegna kals. Fyrst var spilað á þessum velli sumarið 1991 en hann ekki tekin í fulla notkun fyrr en síðasta sumar. „Það er mik- il eftirsjá í þessum velli, þetta var toppvöllur. Við höfum sáð í hann að nýju og valtað og vonum að hann komi upp síðar,“ sagði Þröstur. Keyra 80 kílómetra Knattspymuvellir á Húsavík og við Ýdali í Aðaldal komu einnig ónýt- ir undan vetri, að sögn Þrastar. Völsungar frá Húsavík, sem leika í þriðju deild, spila enn á malarvelli. Verst er ástandið hjá HSÞ-b, sem í em strákar úr Mývatnssveit og Reykjadal. Þeir hafa nú engan völl og þurfa að aka 60 til 80 kílómetra ieið niður á Húsavík til að leika á malarvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.